Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 46
22 9. ágúst 2004 MÁNUDAGUR LANDSBANKADEILD KARLA 1–0 Þórarinn Kristjánsson, víti 25. 1–1 Guðni Rúnar Helgason 27. 2–1 Haraldur Freyr Guðmundsson 45. 3–1 Þórarinn Kristjánsson 63. 4–1 Hörður Sveinsson 75. 4–2 Eyjólfur Héðinsson 78. DÓMARINN Garðar Örn Hinriksson Góður BESTUR Á VELLINUM Þórarinn Kristjánsson Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–15 (5–6) Horn 5–8 Aukaspyrnur fengnar 10–10 Rangstöður 5–2 FRÁBÆR Þórarinn Kristjánsson Keflavík GÓÐIR Stefán Gíslason Keflavík Haraldur Freyr Guðmundsson Keflavík Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Ólafur Ingi Stígsson Fylki 4-2 KEFLAVÍK FYLKIR DÓMARINN Gylfi Orrason slakur BESTUR Á VELLINUM Birkir Kristinsson ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 21–15 (8–5) Horn 9–5 Aukaspyrnur fengnar 17–19 Rangstöður 3–0 MJÖG GÓÐIR Birkir Kristinsson ÍBV GÓÐIR Kristján Finnbogason xxx Bjarni Þorsteinsson xxx Kristján Örn Sigurðsson xxx Sigurvin Ólafsson xxx Guðmundur Benediktsson xxx Tryggvi Bjarnason xxx Páll Hjarðar ÍBV Mark Schulte ÍBV Bjarnólfur Lárusson ÍBV Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV 0-0 KR ÍBV 0–1 Ellert Jón Björnsson 20. 0–2 Stefán Þór Þórðarson, víti 43. 0–3 Ellert Jón Björnsson 59. 0–4 Þorsteinn Gíslason 85. 0–5 Gunnlaugur Jónsson 89. DÓMARINN Ólafur Ragnarsson mjög góður BESTUR Á VELLINUM Stefán Þór Þórðarson ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 4–18 (3–10) Horn 3–9 Aukaspyrnur fengnar 8–11 Rangstöður 0–2 MJÖG GÓÐIR Stefán Þór Þórðarson ÍA GÓÐIR Atli Sveinn Þórarinsson KA Sandor Matus KA Ellert Jón Björnsson ÍA Hjörtur Hjartarson ÍA Guðjón Sveinsson ÍA Julian Johnsson ÍA 0-5 KA ÍA LEIKIR GÆRDAGSINS [ STAÐAN ] FH 13 6 6 1 18–11 24 ÍBV 13 6 4 3 22–12 22 Fylkir 13 5 5 3 18–14 20 ÍA 13 5 5 3 18–14 20 KR 13 4 6 3 16–14 18 Keflavík 13 5 3 5 16–19 18 Víkingur 13 4 3 6 12–14 15 Grindavík 12 2 6 4 11–17 12 KA 13 3 2 8 10–24 11 Fram 12 2 4 6 14–16 10 MARKAHÆSTIR Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 11 Grétar Hjartarson, Grindavík 6 Ríkharður Daðason, Fram 6 Arnar Gunnlaugsson, KR 5 Þórarinn Kristjánsson, Keflavík 5 Atli Viðar Björnsson, FH 4 Atli Sveinn Þórarinsson, KA 4 Björgólfur Takefusa, Fylki 4 Sævar Þór Gíslason, Fylki 4 FÓTBOLTI Leikurinn í gær var frá- bær skemmtun og bauð upp á allt sem góðan knattspyrnuleik þarf að prýða - nema mörkin. Fullt af færum, gríðarlega baráttu, um- deilda dómgæslu og mikla spennu. Það má segja að vendipunktur- inn í leiknum hafi komið á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks, sem fram að þeim tíma átti sína góðu kafla. Fyrst skoraði Arnar Gunnlaugsson fallegt mark sem dæmt var af vegna rangstöðu og var það mjög umdeildur dómur, í það minnsta frá áhorfendastæð- unum séð. KR-ingar pressuðu stíft í kjölfarið og átti Guðmundur Benediktsson meðal annars skalla í þverslá. Mínútu síðar var síðan Sölva Davíðssyni brugðið inni í teig af Matt Garner. Gylfi Orra- son, mjög svo umdeildur dómari leiksins, dæmdi ekkert og urðu KR-ingar í kjölfarið æfir og létu Gylfa heyra það svo um munaði þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik. Hann segist hins vegar mjög viss í sinni sök og ekki hafi verið um vítaspyrnu að ræða. „Ég var mjög vel staðsettur í þessu atviki og það var vissulega samstuð. En ég er alveg sann- færður um að þetta var ekki brot, annars hefði ég dæmt víti. Í mark- inu sem er dæmt af flaggar línu- vörðurinn rangstöðu og ég get að sjálfsögðu ekki annað en brugðist við,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið eftir leik. Sölvi var hins vegar á öðru máli og sagðist hann hafa fengið vítaspyrnu fyrir mun minna. „Ég var að undirbúa skot og þá var hlaupið aftan á bakið á mér. Ég féll og mér fannst þetta klárlega vera víti. Ég veit ekki hvort dóm- arar eru búnir að merkja mig eða hvað það er, en þetta var engin öxl í öxl. Hann fór í bakið á mér,“ sagði Sölvi. Þótt að KR-ingar hafi kvartað markaði þetta mótlæti undir lok fyrri hálfleiks hins vegar eins konar uppvakningu hjá leikmönn- um liðsins, þeir voru greinilega reiðir og mættu gríðarlega vel stemmdir í seinni hálfleik. Eftir að hafa spilað í sama dúr og í tapleiknum gegn FH í síðustu viku lengst af í fyrri hálfleik var allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleik. Löngu og glórulausu sendingarnar fram völlinn, sem voru í aðalhlutverki í fyrri hálf- leik, voru á bak og burt í þeim síð- ari og var Guðmundur Benedikts- son sérstaklega duglegur í því að sækja boltann og dreifa spilinu. Heimamenn voru án efa að spila sinn besta bolta í langan tíma og sköpuðu sér fullt af færum, reyndar rétt eins og Eyjamenn sem einnig fengu mörg upplögð færi sem ekki nýttust og léku mjög vel. Eftir því sem leið á hálfleikinn náðu KR-ingar betri völdum og var það aðeins stórleikur Birkis Kristinssonar sem kom í veg fyrir að heimamenn skoruðu. Ekki má taka neitt af Eyjamönnum; þeir voru mjög skeinuhættir á köflum og sönnuðu að það er engin tilvilj- un að liðið sé í bullandi toppbar- áttu. Það var í raun ótrúlegt að ekki skuli hafa verið skorað mark í leiknum; hann var feikilega op- inn og klárlega einn sá skemmti- legasti í sumar. Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, trúði því vart í leikslok að lið hans hefði ekki unnið leikinn. „Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu, liðið barðist mjög vel og það eina sem kom í veg fyrir að við unnum þennan leik var Birkir Kristinsson.“ Aðspurður um dóm- gæsluna kvaðst Willum ekki vera í vafa um að Gylfi hefði haft rangt fyrir sér í lok fyrri hálfleiks. „Dómararnir verða bara að eiga það við sig en frá mínum sjónar- hóli var þetta löglegt mark og vítaspyrna,“ sagði Willum ómyrk- ur í máli. Birkir, sem reyndist betri en enginn fyrir Eyjamenn á lokamín- útunum, kvaðst sáttur við úrslitin. „Ég er sáttur með eitt stig eftir að leikurinn þróaðist eins og hann gerði en fyrir leikinn hefði ég ekki gert það. Við ætluðum okkur að sigra hér í kvöld. En síðan kom það á daginn að við þurftum að verjast stóran hluta leiksins en hefðum þó alveg getað stolið sigri. Með þessu stigi höldum við okkur í skottinu á FH og eigum þá í næsta leik. Og það verður einfald- lega algjör úrslitaleikur fyrir okk- ur.“ vignir@frettabladid.is MAGNÚS GUNNARSSON Átti stórleik gegn Pólverjum og skoraði 32 stig. Landsleikur í körfu: Tíu stiga tap gegn Pólverjum KÖRFUBOLTI Íslenska landsliðið tap- aði þriðja og síðasta æfingaleikn- um gegn Pólverjum með tíu stiga mun, 85-75, í Keflavík í gærkvöld. Íslenska liðið vann þar með einn af þremur leikjum, sem verður að teljast viðunandi miðað við styrk- leika pólska liðsins. Íslenska liðið leiddi með einu stigi, 39-38, í hálfleik í leiknum í gær en í þeim síðari tók pólska liðið öll völd á vellinum, náði níu stiga forystu eftir þriðja leikhluta og hélt henni til loka leiksins. Það var afskaplega slakur sóknarleik- ur sem felldi íslenska liðið að þessu sinni. Keflvíkingurinn Magnús Gunnarsson bar sóknarleikinn uppi en hann skoraði 32 stig í leiknum og hitti úr 7 þriggja stiga skotum. Aðrir voru langt frá sínu besta og Hlynur Bæringsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í fyrstu tveimur leikjun- um, hitti meðal annars aðeins úr einu skoti af sjö. KR og ÍBV gerðu markalaust jafntefli í Frostaskjólinu í frábærum leik. Heimamenn æfir út í Gylfa Orrason, dómara leiksins. Orrahríð á Gylfa FÓTBOLTI Í annað sinn á nokkrum dögum báru Keflvíkingar sigur- orð af Fylkismönnum. Fyrst var það 0-1 í bikarkeppninni á Árbæj- arvelli og svo síðdegis í gær á Keflavíkurvelli en að þessu sinni í Landsbankadeildinni og lokatölur urðu 4-2. Leikurinn var í það heila ágætis skemmtun og spila- mennska liðanna miklu betri en í bikarleiknum þar sem rag- mennskan í sóknarleiknum reið ekki við einteyming. Í sjálfu sér skildi ekki svo mikið á milli lið- anna lengstum þótt reyndar hefðu sóknarlotur heimamanna verið mun beittari. Það sem skipti sköpum fyrir Keflvíkinga var frábær spila- mennska Þórarins Kristjánssonar en piltur skoraði tvö mörk upp á eigin spýtur og lagði síðan upp eitt annað. Hann lék varnarmenn Fylk- is grátt hvað eftir annað og virkar í feiknaformi. Hann var enda sátt- ur þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir leik: „Þetta gekk mjög vel hjá okkur og við vorum allir á tánum. Spilamennska okkar í leiknum minnti á byrjun mótsins og það er engin spurning að okkur hentar betur að láta boltann ganga, keyra á skyndisóknirnar og nýta vængina. Þannig eigum við að spila - ekki vera í þessum kýling- um. Þrátt fyrir þessa tvo sigra gegn Fylki ofmetnumst við ekkert enda vitum við vel að það þarf ekki mikið til að missa taktinn,“ sagði Þórarinn. En setti brotthvarf Ólafs Gottskálkssonar úr herbúðum Keflvíkinga eitthvert strik í reikn- inginn í undirbúningi þeirra fyrir leikinn? „Þetta gerðist bara í gær og við fengum í sjálfu sér engan tíma til að pæla neitt í því fyrir leikinn enda hefði það líklega ekk- ert verið skynsamlegt. Við ræðum þetta eflaust betur á morgun en nú er bara að njóta sigursins.“ Vonir Fylkismanna um bikar- titil eru úr sögunni, það sáu Kefl- víkingar um. Vonir Fylkismanna um Íslandsmeistaratitilinn eru orðnar hverfandi en um það hafa þeir sjálfir séð. Döpur spila- mennska liðsins að undanförnu rennir stoðum undir þá skoðun margra knattspyrnuáhugamanna að velgengni þeirra framan af móti hafi að mestu leyti byggst á heppni. Fylkismenn, tíminn er að renna út. sms@frettabladid.is Keflavík vann Fylki örugglega í annað sinn á innan við vikutíma: Þórarinn með stjörnuleik ÞÓRARINN KRISTJÁNSSON Fylkismenn réðu ekkert við „bjargvættinn“ frá Keflavík. HEITT Í KOLUNUM Það munaði oft litlu að upp úr syði í leik KR og ÍBV í gær. Hér sést dæmi um það. STIG ÍSLENSKA LIÐSINS Magnús Gunnarsson 32 Jakob Sigurðsson 7 Eiríkur Önundarson 6 Hlynur Bæringsson 6 Sigurður Þorvaldsson 6 Páll Axel Vilbergsson 6 Fannar Ólafsson 6 Friðrik Stefánsson 2 Páll Kristinsson 2 Lárus Jónsson 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.