Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 49
MÁNUDAGUR 9. ágúst 2004 Fullt verð kr. 36,600 Tilboðsverð kr. 29,900 Vöðlur, skór, sandhlíf og belti. Simms Freestone öndunarvöðlu sett Mörkinni 6, s. 568 7090 Aðeins 11 dagar í gæsaveiðina Hafnarstræti 5 sími 551 6760 Síðumúli 8 sími 568 8410 www.veidihornid.is Veiðihornið býður Stoeger á frábæru kynningarverði Stoeger eru hálfsjálfvirkar haglabyssur framleiddar í Tyrklandi af fyrirtæki í eigu Beretta. Dreifingaraðili í Bandaríkjunum er Benelli USA. Byssurnar eru bakslagsskiftar, með snúningsbolta líkt og í Benelli og fleiri ítölskum byssum. Hnotuskefti eða svört plastskefti. 26” hlaup. Ólarfestingar og 5 þrengingar fylgja. Frábært verð. Aðeins 59.900.- staðgreitt. Gangurinn er góður þessa dagana og veiðin verður greinilega meiri en á síðasta ári, árnar gætu bætt sig um einhver þúsund laxa á milli ára. Í fyrra veiddust 34 þúsund lax- ar, á þessu tímabili gætu þeir farið yfir 40 þúsund. Ein af þeim lax- veiðiám sem eru að bæta sig veru- lega á milli ára er Leirvogsá, sem er orðin besta veiðiá landsins, mið- að við stangafjölda. Einhverjir eru farnir að tala um að hún fari í þús- und laxa, sem væri meiriháttar á tvær stangir. Leirvogsá hefur gefið Laxá á Ásum, dýrustu laxeiðiá landsins, langt nef. „Veiðin gengur ótrúlega vel hérna í Leirvogsá og núna eru komnir 570 laxar á land en allt sumarið í fyrra veiddust 558 lax- ar, svo þetta er orðið betra og hell- ingur eftir af veiðitímabilinu,“ sagði Skúli Skarphéðinsson veiði- vörður við Leirvogsá í gærdag. En Leirvogsá er að gefa fína veiði ár eftir ár og fáum löxum er sleppt aftur í hana af veiðimönnum. Bestu dagarnir eru að gefa 20 til 40 laxa og fyrir hádegi einn dag- inn veiddust 30 laxar. „Það eru komnir 2000 laxar í gegnum teljarann, svo er nóg af fiski ennþá í ánni fyrir veiðimenn. Mest eru þetta 4 til 6 punda laxar sem eru að veiðast, tíu sem hafa fengist eru yfir 10 pundin. Þessi fiskur sem er að veiðast er af seiðum sem var sleppt hérna og eru frá Laxeyri í Borgarfirði,“ sagði Skúli ennfremur. Í Langá á Mýrum er gangurinn einnig mjög góður en þar var Ingvi Hrafn Jónsson við Stangar- hylinn seinnipartinn í gær. „Veiði- skapurinn gengur vel og núna eru komnir 1110 laxar á land og yfir þúsund laxar eru gengnir inn á Fjallið,“sagði Ingvi Hrafn og bætti við,“ég gæti trúað því að áin færi í kringum 2500 laxa ef það verður sami gangur í veiðinni og verið hefur, það væri flott.“ „Það eru komnir 15 laxar úr Hvannadalsá og 5 þeirra var sleppt aftur í ána, eitthvað hefur sést af fiski,“sagði Arnór Hannes- son, einn af eigendum Hvanna- dalsár í Ísafjarðardjúpi, en við sögðum frá því að aðeins einn lax væri kominn á land og það var fjarri sannleikanum. „Síðasta holl veiðimanna í ánni fékk 4 laxa, við erum komnir með sleppitjarnir við ána og vonumst til að veiðin fari að aukast á næstu áum,“sagði Arnór ennfremur. Hvannadalsá er falleg veiðiá og veiðin í henni var góð hérna áður fyrr og fiskurinn vænn í henni, sá tími mun vonandi koma með tíð og tíma. Góður gangur hefur verið í Breið- dalsá og veiðimenn verið að fá þetta 18-20 laxa á dag og mikið virðist vera af fiski víða í ánni. Fyrsti laxinn er kominn á land úr Glerá í Dölum en fiskinn veiddi séra Gunnlaugur Stefánsson, í Fossinum. ■ VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. Á LEIÐ Í VEIÐI Norskir veiðimenn við Langadalsá í Ísafjarðardjúpi, að leggja af stað í veiðina. Þeir fengu fjóra laxa og misstu fimm. Leirvogsá langfengsælust FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR B EN D ER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.