Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 KR Ferðaþjónusta Iceland Express, Suðurlandsbraut 24, Sími 5 500 600, icelandexpress.is H im in n o g h af - 9 04 05 18 Iceland Express hefur brátt verið á lofti í 18 mánuði. Af því tilefni bjóðum við 1800 flugsæti á 18 krónur, aðra leiðina auk skatta. 18 króna tilboðið gildir í flugferðir til London og Kaupmannahafnar á tímabilinu 18. september til 18. nóvember á völdum dagsetningum. KR KR KR KR KR KR KR KR KR KR KR KR KR KR KR KR KR Sala hefst í dag 9. ágúst á icelandexpress.is Sértilboð fyrir 18 ára tvíbura Tvíburar sem eiga 18 ára afmæli á þessu ári fá sérstakt 18–18 tilboð af þessu tilefni. Þeir fá flugferðina heim einnig á 18 krónur og því báðar leiðir á samtals 36 krónur hvor, auk skatta. (Hér er ekki átt við fólk í stjörnumerkinu Tvíburum, heldur raunverulega tvíbura). Þeir tvíburar sem hyggjast nýta sér þetta tilboð eru beðnir að mæta á söluskrifstofu Iceland Express, milli kl. 9 og 9.30 í dag, mánudaginn 9. ágúst. aðra leiðina auk skatta krónur Skattar frá Íslandi: Fullorðnir 2.550 kr. Börn 2–12 ára 1.825 kr. 1800 flugsæti á 8Sólríkur dagurí TasiilaqÞetta er skrifað á sólríkum sunnudegi íTasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands.Dyggir hlustendur veðurfrétta þekkja bæ-inn undir nafninu Ammassalik, en af ein-hverjum ástæðum bera flestir grænlenskirbæir tvö eða jafnvel þrjú nöfn. Hér á aðal-torginu eru kát og tápmikil börn frá Íslandiog Grænlandi að undirbúa fyrsta barna-skákmótið í sögu bæjarins. Krakkarnirbrutu niður tungumálamúra á augabragðiog gleðin ræður ríkjum.AMMASSALIK er eyja, á sömu breidd-argráðu og Ísafjörður og Trékyllisvík.Hérna búa tæplega tvö þúsund manns, og ágjörvöllu Austur-Grænlandi eru aðeins umþrjú þúsund og fimm hundruð íbúar. Þettaeru næstu nágrannar Íslendinga og samt er þetta heimur sem flestum okkar er fram- andi og ókunnur. DAGURINN hófst á tónleikum. Þegar kirkjuklukkurnar hringdu hófu sleðahund- arnir upp raust sína: þetta er eymdarinnar söngur um það hlutskipti að liggja bundinn og hlekkjaður þegar fjöllin kalla. Engin hundategund í heiminum er jafnskyld úlf- inum. Spangólið berst út á fjörðinn, þar sem glampar á hafísinn í sólinni. Niðri við höfn eru veiðimenn að koma að landi, kappinn Carló hefur fangað boldangsstóran blöðrusel, lostæti sem ætti að þagga niður í hundunum. VÍST er þetta eins og paradísareyja. Uppi á heiðinni eru vötn full af vænni bleikju og þorskurinn gengur alla leið inn í höfnina. Á fallegum degi eins og núna, þegar ungur hlátur ómar á torginu, er erfitt að ímynda sér að Tasiilaq sé sá bær á Norðurlöndum þar sem flest börn falla fyrir eigin hendi. Í mars frömdu níu börn sjálfsmorð. VIÐ viljum helst ekki tala um þetta, segir kennari við grunnskólann þegar við löbb- um framhjá gamla kirkjugarðinum. Nýi kirkjugarðurinn er í gróðursælum dal, inn af þorpinu. Þar er samfelld breiða af litrík- um gerviblómum á gröfum sem flestar bera aðeins númer, eins og í hermanna- grafreitum. OG víst er þetta stríð gegn ungu kynslóð- inni, stríð gegn framtíðinni, stríð gegn okkar góðu nágrönnum. Og þetta er stríð sem verður ekki stöðvað með ráðstefnum eða fundahöldum fullorðna fólksins, heldur aðeins með því að búa börnunum heim sem ekki er grimmur og vonarsnauður. Þetta er stríð sem aðeins gleðin getur bundið endi á. Og þess vegna er stórkostlegt að horfa á krakkana hér á torginu í Tasiilaq hlæja saman. Hér er vonarneisti handa framtíð- inni. ■ HRAFNS JÖKULSSONAR BAKÞANKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.