Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 1
● byggir á reynslunni frá jerúsalem Birna Björnsdóttir: ▲ SÍÐA 35 Systir Selmu hjálpar Jónsa ● 36 ára í dag Hreinn Hreinsson: ▲ SÍÐA 36 Vonar að mamma mæti og jóðli MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FÖSTUDAGUR KONUNGLEGT BRÚÐKAUP Friðrik krónprins Danmerkur og Mary heitmey hans ganga í heilagt hjónaband í dag. Bein útsending verður á breiðtjaldi í Norræna húsinu frá brúðkaupsveislunni. Kaffistofan verður opin og fólk getur tekið veitingar með sér inn í salinn. Útsendingin hefst klukkan 19. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÚRKOMUSVÆÐI GENGUR YFIR Rigning og síðan skúrir sunnan- og vestantil í fyrstu en síðan einnig fyrir norðan og austan. Lægir síðdegis. Sjá síðu 6 14. maí 2004 – 131. tölublað – 4. árgangur BLÁSA Í HERLÚÐRA Opinberum starfsmönnum er nóg boðið vegna frumvarps um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og þeir krefjast þess að fjármálaráðherra dragi það til baka hið fyrsta. Sjá síðu 2 ÁTÖKIN MAGNAST Átök halda áfram að magnast innan efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis. Nýr meirihluti nefndarinnar var myndaður á fundi hennar í gær og lagði hann til að fjölmiðlafrumvarpið yrði tekið af dagskrá þingsins og rætt í sumar. Sjá síðu 2 ÓÞARFA ÁHYGGJUR Framkvæmda- stjóri verðbréfasviðs Landsbankans segir áhyggjur af hringamyndun óraunhæfar. Engin ástæða sé til að breyta samkeppnislögum. Sjá síðu 6 HAUKAR ÍSLANDSMEISTARAR Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla annað árið í röð í gær- kvöld þegar þeir lögðu Valsmenn, 33-31, í þriðja leik liðanna í úrslitum á Ásvöllum. Sjá síðu 41 1 4 . M A Í T I L 2 0 . M A Í 2 0 0 4birta vikulegt tímarit um fólkið í landinu NR. 19 . 2004 Sjónvarpsdagskrá næstu7daga Eurovision mikil áskorun Jónsi:i: Gabríela Friðriksdóttir vildi verða forsætisráðherra Listahátíð að hefjast Dáðasti björn í heimi Appelsínugul orka Konunglegt brúðkaup Jónsi: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Áskorun í Eurovision birta ● listahátíð ● appelsínugul orka Sa m kv æ m t f jö lm i›l ak ön nu n Ga llu ps m ar s '0 4 48%65% Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 38 Sjónvarp 48 Murat Özka: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Býður lostæti að hætti Tyrkja ● matur ● tíska ● heimili Ferðir forseta: Algjör leynd FORSETINN Algjör leynd hvíldi yfir ferðum forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í gær. Skrifstofa forsetans veitti engar upplýsingar um ferða- áætlun hans eða hvort hann yrði við brúðkaup danska ríkisarfans í Kaupmannahöfn í dag. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær- kvöld fengust þau svör að til- kynnt yrði um ferðir forsetans þegar þær hefðu verið ákveðn- ar. Um miðjan dag í gær var hins vegar tilkynnt að eiginkona for- setans, frú Dorrit Moussaieff, væri komin til Kaupmannahafn- ar til að taka þátt í hátíðarhöld- um vegna brúðkaupsins. ■ ALÞINGI „Ég hef enga ástæðu til að ræða við forseta Íslands,“ segir Halldór Blöndal, forseti Alþingis, aðspurður um hvort hann hafi rætt við Ólaf Ragnar Grímsson vegna óvæntrar heimkomu hans frá út- löndum í fyrradag. „Það er engin spenna í kringum mig út af heimkomu forsetans. Ég veit að vísu af því þegar hann kem- ur og fer úr landi, en hann ræður með hvaða flugi hann kemur og fer. Ég hef ekki lagt á mig að velta mik- ið vöngum yfir því,“ segir Halldór. „Hvað finnst þér um sögusagnir um að forsetinn íhugi að skrifa ekki undir fjölmiðla- lögin?“ „Með því að synja lögunum um staðfestingu væri hann að ganga gegn vilja Alþingis. Það væri undarlegt ef þjóðhöfðingi gerði það,“ segir Halldór, sem seg- ir það ekki koma sér á óvart að stjórnarandstað- an beiti málþófi í umræðum um fjölmiðlafrumvarpið. „Mér finnst málþófið núna óvenju mikið. Það er lýsandi fyrir það að búið er að halda 89 ræður um fundarstjórn þingforseta, sem er góður mælikvarði á það hvort mál- þóf er eða ekki. Hátt í 30 eru enn á mælendaskrá við aðra umræðu, nánast allt stjórnarandstæðingar,“ segir Halldór. Ekki er búist við að annarri umræðu um fjölmiðlafrumvarpið ljúki í dag, en forseti Alþingis ger- ir sér vonir um að henni geti lokið á morgun, verði þingfundur boð- aður. ■ SKATTALÆKKANIR Framsóknarmenn telja ekki tímabært að lögfesta skattalækkanir sem boðaðar eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en engin andstaða er sögð innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins við að lög- festa slíkar breytingar nú á vorþingi. Í stefnuyfirlýsingunni segir að skattalækkanir yrðu ákveðnar nánar í tengslum við gerð kjarasamninga. Nú hefur verið skrifað undir nær alla kjarasamninga á almennum vinnu- markaði á mjög svipuðum nótum og bendir flest til að þeir verði sam- þykktir. Gunnar I. Birgisson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði við Fréttablaðið í gær að hann væri enn vongóður um að skattalækkanirnar yrðu lögfestar fyrir þinglok en Gunn- ar hefur sagt að hann fari ekki í sum- arfrí fyrr en það hefur verið gert. „Það er engin andstaða við að lögfesta skattalækkanir meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Það eru aðrir sem hindra málið, það liggur ljóst fyrir,“ sagði Gunnar. Í umræðum á Alþingi 23. febrúar sl. sagði Geir H. Haarde fjármálaráð- herra að það væri stefna ríkisstjórn- arinnar að lögfesta skattalækkanir að loknum kjarasamningum. Í sömu um- ræðum sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að línur þyrftu að skýrast betur áður en greint yrði frá aðkomu ríkisstjórnarinnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í um- ræðum á Alþingi 8. mars sl. að ný- gerðir kjarasamningar sköpuðu skil- yrði til þess að áform ríkisstjórnar- innar um skattalækkanir gætu náð fram að ganga að því gefnu að samn- ingarnir yrðu mótandi á vinnumark- aði. Hjálmar Árnason, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, sagði við Fréttablaðið í gær að hann teldi ekki tímabært að lögfesta skatta- lækkanir á vorþingi. „Það eru ólíkar áherslur milli stjórnarflokkanna um útfærsluna. Við framsóknarmenn höfum lagt áherslu á að skattalækk- anir haldist í hendur við ákvarðanir sem snerta velferðarkerfið. Um þetta þarf að ríkja algjör sátt en það er mín skoðun að þessi lögfesting þurfi að verða fyrir áramót,“ sagði Hjálmar. borgar@frettabladid.is REGNBOGI YFIR REYKJANESBRAUT Við óvænta heimkomu forseta Íslands úr heimsókn til Mexíkó í fyrradag tók þessi fallegi regn- bogi á móti Ólafi Ragnari Grímssyni er hann ók heim til Bessastaða. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort forsetinn myndi fara með morgunvélinni til Kaupmannahafnar til að vera við brúðkaup danska ríkisarfans. Geri hann það ekur hann þessa sömu leið. Halldór Blöndal um óvænta heimkomu forseta Íslands: Hef enga ástæðu til að ræða við forsetann Framsókn treg til skattalækkana Enn ríkir óvissa um hvort skattalækkanir verði lögfestar á vorþingi. Stjórnarsáttmálinn kveður á um ákvörðun um skattalækkanir í tengslum við kjarasamninga. Ólíkar áherslur milli stjórnar- flokkanna segir þingflokksformaður Framsóknar. HALLDÓR BLÖNDAL Forseti Alþingis segir það undarlegt ef þjóðhöfðingi synjaði lögum staðfestingar og gengi þannig gegn vilja Alþingis. ÓVISSA UM LÖGFESTINGU SKATTALÆKKANA Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson á Bessastöðum 23. maí í fyrra er ný ríkis- stjórn tók við. Í stjórnarsáttmála segir að skattalækkanir verði ákveðnar í tengslum við kjarasamninga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 01 13.5.2004 22:40 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.