Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 4
4 14. maí 2004 FÖSTUDAGUR Ekurðu minna eftir hækkun eldsneytisverðs? Spurning dagsins í dag: Er rétt að lækka skatta strax? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 56% 44% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is FJÖLMIÐLAR Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja SBV, segist ekki sjá að breyting- ar sem gerðar voru á fjölmiðla- frumvarpinu breyti miklu um það álit sem þau gáfu Alþingi þann 10. maí. SBV greindi efnahags- og við- skiptanefnd þá frá því að lögfest- ing fjölmiðlafrumvarpsins kæmi í veg fyrir að hægt væri að skrá hérlend fjölmiðlafyrirtæki í Kauphöll Íslands. Einnig þyrfti að gera breytingar svo hægt væri að veita einhvers konar tíma- bundna undanþágu frá svoköll- uðum hlutfallsviðmiðunum á eignarhaldi. Þá gætu bankar gripið inn í rekstur fjölmiðla sem ættu í fjárhagsvanda, rétt eins og þau gera hjá öðrum fyrirtækjum á markaði. Guðjón segir að þær breyting- ar sem gerðar voru hjá allsherj- arnefnd eigi væntanlega að gera fjölmiðlafyrirtækjum kleift að skrá sig hjá Kauphöllinni. „Ég er ekki viss um að þær gangi nægi- lega langt til þess,“ segir Guðjón og bætir við að engar breytingar hafi verið gerðar til þess að bank- ar gætu gripið tímabundið inn í rekstur fjölmiðla. ■ Vilja friðargæslu- lið til Palestínu Um 40 eru látnir og á þriðja hundrað særðir eftir harða bardaga á Gaza síðustu þrjá daga. Samtök hlutlausra ríkja vilja að friðargæslulið verði sent á vettvang til að binda endi á blóðug átökin. MIÐAUSTURLÖND, AP Samtök hlut- lausra ríkja, sem inniheldur 116 ríki, hvetur Sameinuðu þjóðirnar til að senda friðargæslulið á vett- vang til að binda endi á blóðug átök Ísraela og Palestínumanna. Sam- tökin samþykktu þetta á neyðar- fundi í gær en ólíklegt verður að teljast að nokkuð verði af því. Til að svo verði þurfa bæði Ísraelar og Palestínumenn að samþykkja komu friðargæsluliðsins. Abdullah Ahmad Badawi, for- sætisráðherra Malasíu sem er í forsæti samtakanna, sagði átök Ísraela og Palestínumanna rót stórs hluta þess ofbeldis sem ætti sér stað í Miðausturlöndum. „Al- þjóðasamfélagið og Sameinuðu þjóðirnar mega ekki við því að þessi deila verði óleyst til lang- frama,“ sagði Badawi. Ellefu Palestínumenn létust þegar Ísraelar skutu eldflaugum á flóttamannabúðir í Gaza í stærstu árás sinni á Gaza um margra ára skeið. 29 Palestínumenn til viðbót- ar særðust í árásinni. Á sama tíma leituðu hundruð ísraelskra her- manna að líkum fimm félaga sinna sem létust þegar Palestínumenn sprengdu brynvarið farartæki þeirra í loft upp. Síðustu þrjá daga hafa ellefu ísraelskir hermenn og 27 Palest- ínumenn látið lífið. Á þriðja hund- rað Palestínumenn hafa særst. Eyðileggingin er gríðarleg, ekki síst vegna þess að Ísraelar hafa rifið hús og eyðilagt helstu götuna í Zeitoun-hverfi. „Ég ákalla heiminn. Fordæmið þessa glæpi hersins gegn þjóð okk- ar,“ sagði Jasser Arafat Palestínu- leiðtogi. Shaul Mofaz, varnarmála- ráðherra Ísraels, sagði hins vegar að árásirnar væru réttlætanlegar og að þeim yrði haldið áfram. ■ Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga: Stjórnvöld bregðist við fátækt EFNAHAGSMÁL „Hjúkrunarfræðing- ar hvetja stjórnvöld til að bregð- ast við fátækt á Íslandi og gera þær ráðstafanir sem þarf til að allir þegnar þessa lands megi búa við mannsæmandi kjör, gott heilsufar og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni, þjóðinni til heilla.“ Svo segir í ályktun frá fundi hjúkrunarfræðinga 12. maí 2004, sem er Alþjóðadagur hjúkrunar- fræðinga. Hjúkrunarfræðingar um allan heim hafa helgað Alþjóðadaginn baráttunni gegn fátækt. Fátækt er eitt af helstu vandamálum mann- kynsins en talið er að um 2,8 millj- arðar manna búi við sára fátækt. Sýnt hefur verið fram á að fá- tækt er til á Íslandi. Vítahringur fátæktar og sjúkdóma er þekktur, þar sem hinir fátæku eru almennt við verri heilsu en þeir sem betur eru settir félags- og efnahagslega í samfélaginu og að verra heilsu- far leiði til minni vinnugetu og lægri tekna. Í stefnu Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga í hjúkrunar- og heil- brigðismálum er lögð áhersla á það sjónarmið að heilbrigðisþjón- usta sé hluti mannréttinda og því beri að tryggja að allir hafi jafnan aðgang að henni, segir í ályktun- inni. ■ MORÐIÐ Maðurinn með hnífinn er sagður vera Abu Musab al-Zarqawi. Morð Bandaríkjamanns: al-Zarqawi sagður sekur WASHINGTON, AP Bandarískir leyni- þjónustumenn telja að hryðju- verkaforinginn Abu Musab al- Zarqawi hafi afhöfðað Bandaríkja- manninn Nicholas Berg. Þetta segja þeir eftir að hafa raddgreint myndbandsupptöku af morðinu sem var birt á heimasíðu á netinu. Leyniþjónustumennirnir segja mjög líklegt að al-Zarqawi hafi sjálfur myrt Berg. Morðið þykir minna á morðið á Daniel Pearl, bandarískum blaðamanni sem var myrtur í Afganistan og myndbandi af morðinu síðar dreift. ■ VIÐSKIPTI Samtök verslunar og þjónustu mótmæla uppsögn Ís- lensks markaðar á starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í ályktun samtakanna segir að upp- sögnin sé gerð í hefndarskyni fyrir þá ákvörðun Íslensks mark- aðar að kæra Flugstöðina fyrir brot á samkeppnislögum. Ætla megi að uppsögnin sé öðrum fyrir- tækjum í Flugstöðinni til viðvör- unar um að véfengja ekki hin um- deilanlegu vinnubrögð Flugstöðv- arinnar sem starfi í skjóli ríkisins Samtök verslunar og þjónustu telja að skýringar stjórnenda Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. séu ekki trúverðugar og fráleitt sé að telja fyrirtækið Íslenskan markað, eftir 35 ára rekstur í flug- stöðinni, óhæft til þátttöku í for- vali um aðstöðu í flugstöðinni. Þarna ráði ekki ferðinni sanngirn- issjónarmið og jafnræðisregla. Samtök verslunar og þjónustu telja að í þessari stöðu eigi að heimila Íslenskum markaði þátt- töku í umræddu forvali og við samninga í kjölfarið verði öðrum en þeim sem hvað mest hafa deilt í málinu, falið að ganga frá mál- um. ■ ÆSKA PALESTÍNU Palestínumenn hættu sér út á götur Zeitoun-hverfis í Gaza-borg eftir að ísraelskir hermenn drógu sig í hlé í gær. Þeirra á meðal var þessi ungi drengur. Ellefu Ísraelar og 27 Palestínumenn hafa látið lífið síðustu daga. GUÐJÓN RÚNARSSON Segir að ekki verði annað séð en að það verði erfitt fyrir samkeppnisráð og útvarps- leyfishafa að meta hvort fyrirtæki sem vilji kaupa fjölmiðlafyrirtæki séu í markaðsráð- andi stöðu. ■ VISINDI Kosningar í Írak: Brýnt að ákveða reglur BAGDAD, AP Ef halda á kosningar í Írak í janúar á næsta ári verður að samþykkja kosningalöggjöf og koma á fót sjálfstæðri kjörstjórn áður en maí rennur sitt skeið á enda. Þetta sagði Carina Perelli, helsti sér- fræðingur Sameinuðu þjóðanna í kosningum. Perelli sagði að fjöldi borgarafunda verður haldinn í Írak fyrir mánaðamót svo Írakar fái tækifæri til að segja hvers konar kosningakerfi þeir telji henta sér best og hverjir ættu að sitja í kjör- stjórn. Hann segir að meðal þess sem fólk þurfi að ákveða er hvort byggja eigi á þingræði eða öflugu forsetaembætti. ■ Samtök banka og verðbréfafyrirtækja um fjölmiðla- frumvarpið: Bindur hendur banka FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Samtök verslunar og þjónustu segja uppsögn stjórnenda flugstöðvarinnar á samningi við Íslenskan markað hefndaraðgerð vegna kvörtunar til samkeppnisyfirvalda. NORÐMENN HEFJA HVALVEIÐAR Kvóti norskra hvalveiðibáta sem farnir eru til veiða á Barentshafi eru 670 skepnur á þessari vertíð en henni lýkur 31. ágúst. Noregur er eina þjóð- in sem enn veiðir hvali á efna- hagslegum forsendum en Ísland og Japan veiða færri skepnur í vísindaskyni. Grunnskólakennarar: Lítið þokast SAMNINGAR Lítið þokast í deilu grunnskólakennara og sveitarfé- laga. Á fundi hjá sáttasemjara í gær lögðu kennarar fram yfirlýs- ingu þar sem segir að launanefnd sveitarfélaga hafi ekkert komið til móts við kröfur grunnskóla- kennara í veigamiklum atriðum. Launanefndin bendir á að lagðar hafi verið fram metnaðarfullar tillögur og sátt hafi náðst um veigamikil atriði. Mikilvægt sé nú að samningsaðilar einbeiti sér að því að finna þau atriði sem sátt getur náðst um. Fundað verður í deilunni hjá ríkissáttasemjara 25. maí. ■ Samtök verslunar og þjónustu: Mótmæla uppsögn á leigu- samningi Íslensks markaðar 04-05 13.5.2004 22:20 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.