Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 6
6 14. maí 2004 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 74,2 -0,13% Sterlingspund 130,9 -0,56% Dönsk króna 11,78 -0,50% Evra 87,83 -0,33% Gengisvístala krónu 123,65 -0,33% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 378 Velta 10.557 milljónir ICEX-15 2.689 0,46% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 337.685 Síldarvinnslan hf. 229.885 Marel hf. 167.825 Mesta hækkun Marel hf. 2,58% Burðarás hf. 2,00% Straumur fjárfestingarbanki hf. 1,57% Mesta lækkun Össur hf -1,74% Flugleiðir hf. -1,33% Landsbanki Íslands hf. -0,62% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.000,6 -0,4% Nasdaq* 1.921,6 -0,2% FTSE 4.453,8 0,9% DAX 3.824,9 1,3% NK50 1.356,6 -0,1% S&P* 1.092,4 -0,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hver er formaður Landssambands líf-eyrissjóða? 2Ein af stofnunum borgarinnar braut ádögunum jafnréttislög. Hvaða stofnun var það? 3Hvaða verslunarkeðju keypti Baugurí vikunni í félagi við aðra? Svörin eru á bls. 50 Kristinn H. Gunnarsson segist vinna með Framsókn- arflokknum: Geta flokksmenn treyst viðskiptaráðherra ALÞINGI Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, vísar því alger- lega á bug að flokkurinn geti ekki lengur treyst á hann í erfiðum mál- um, eins og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra fullyrti í blaðinu í gær, en Kristinn var gagnrýndur fyrir að standa ekki með flokknum í veigamiklum málum. Hann segir engin dæmi þess að hann hafi greitt atkvæði gegn ákvæðum stjórnar- sáttmála eða flokkssamþykktar. „Hins vegar tel ég að fjölmiðla- frumvarpið brjóti í bága við stjórn- arskrána. Ég tel líka að ákvæði í hlerunarfrumvarpi dómsmálaráð- herra og ákvæði um aldursmörk í útlendingalögum séu mjög slæm. Valgerður getur ekki treyst því að ég samþykki allt það sem hún sam- þykkir í ríkisstjórn og mér finnst spurningar hafa vaknað um hvort flokksmenn og stuðningsmenn Framsóknarflokksins geti treyst því að ráðherra fylgi fram þeim sjónarmiðum sem flokkurinn styð- ur,“ segir Kristinn. „Ég vinn með Framsóknar- flokknum, samþykktum flokksins og sjónarmiðum flokksmanna, sem hverjir af fætur öðrum hafa ályktað um að fjölmiðlafrumvarpinu eigi að frestað,“ bætir hann við.■ VIÐSKIPTI „Mér finnast áhyggjur af hringamyndun ekki raunhæfar. Við erum ný sloppin út úr ástandi, sem varði næstum í heila öld, þar sem voru tvö viðskiptaveldi,“ seg- ir Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptasviðs Landsbanka Íslands, en Félag við- skipta- og hagfræðinga hélt há- degisverðarfund í gær um hringa- myndun, viðskiptablokkir og sam- þjöppun. Yngvi segir að á síðustu tíu til fimmtán árum hafi mynd- ast um fimmtán fjárfestahópar, ekki einungis Baugur og Sam- son. Hóparnir hafi ekki sýnt neina tilburði til að mynda auð- hringi þó að vissulega séu þetta auðugir menn. Hann seg- ir að áður hafi verið mikið lagt upp úr völdum og stjórnmála- legum tengslum en í dag sé það ekki eins ríkt í mönnum og var þá. „Áherslan er meira lögð á rekstr- arárangur, kannski vegna þess að fjárfestingahóparnir hafa horft um öxl og séð það sem varð gömlu viðskiptaveldunum að falli. Þegar meira var hugsað um völd en ár- angur.“ Yngvi segir íslensku fjárfesta- hópana vera tiltölulega marga. Að vísu séu ákveðnir markaðir þar sem er fákeppni og menn hafi markaðsráðandi stöðu en það sé líka raunin í okkar nágrannalönd- um. Hann segir markaðshlutfall þriggja stærstu fyrirtækjanna í matvæladreifingu í Skandinavíu vera jafn stórt og á Íslandi. „Lög- gjöfin sem tekin hefur verið upp á grundvelli Evrópska efnahags- svæðisins er sniðin að þessum að- stæðum og Ísland hefur enga raunverulega sérstöðu. Ef lög- gjöfin er talin virka þar ætti hún líka að virka hér.“ Yngvi segir að ekki sé þörf á að breyta sam- keppnislögum en það mætti jafn- vel efla Samkeppnisstofnun. Yngvi segir sína niðurstöðu vera að ástand viðskiptalífsins á Íslandi sé harla gott í augnablik- inu. Hér séu um fimmtán kraft- miklir og áhugasamir hópar sem eru duglegir að leita að tækifær- um. Þeir breyti gömlum fyrir- tækjum og snúi við fyrirtækjum sem lent hafa í rekstrarerfiðleik- um. „Mér finnst þetta vera að- stæður sem ættu áfram að geta skapað þá stöðu að hér séu góð lífskjör og hér skapist skemmti- leg atvinnutækifæri fyrir mennt- að vinnuafl. hrs@frettabladid.is Ný vísitala: Verð fram- leiðslu lækkar VÍSITÖLUR Verð sjávarafurða hefur lækkað um 3,9 prósent milli árs- fjórðunga, samkvæmt vísitölu framleiðsluverðs sem Hagstofa Íslands hefur birt. Þetta er í fyrst- a skiptið sem vísitala er birt sem mælir breytingar á verði sem framleiðendur fá fyrir fram- leiðslu sína. Í heild lækkar verð innlendrar framleiðslu um 1,9 prósent á tímabilinu. Lækkun sjávarafurða skýrist að mestu af styrkingu krónunnar. Verð sjávar- afurða hefur lítið sem ekkert breyst í erlendum myntum. Fram- leiðsluvísitalan verður birt árs- fjórðungslega. ■ CARMEN Á ESKIFIRÐI Íslenska óperan setur upp Carmen eftir Bizet á Eskifirði í samvinnu við Óperustúd- íó Austurlands. Fjarðabyggð: Carmen á Eskifirði AUSTURLAND Einhver þekktasta ópera sem skrifuð hefur verið, Carmen, eftir franska tónskáldið Georges Bizet, verður sýnd á Eski- firði í kvöld. Það er Íslenska óperan í samstarfi við Óperustúdíó Austur- lands sem stendur að uppfærslunni. Undanfarna daga hefur kirkjunni og menningarmiðstöðinni á Eskifirði verið breytt í sögusvið óperunnar. Æfingar hafa staðið yfir undan- farnar vikur, bæði eystra og í Reykjavík. Fyrsta sameiginlega æf- ingin á sviði var á þriðjudagskvöldið. Með einsöngshlutverk fara Sesselja Kristjánsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Hulda Björk Garð- arsdóttir, frá Íslensku óperunni og Keith Reed, Þóra Guðmannsdóttir, og Margrét Lára Þórarinsdóttir, frá Óperustúdíói Austurlands. Sextán manna kór Óperustúdíósins og fjög- urra manna hljómsveit taka enn- fremur þátt í sýningunni. ■ BÓKASAFN ALEXANDRÍU FUNDIÐ Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið hið merka bókasafn Alex- andríu, hinnar fornu höfuðborgar Egyptalands. Við uppgröft hafa fundist minjar sem benda til stórra lestrarsala en samkvæmt gömlum sögnum var bókasafnið eitt hið fyrsta og merkasta í sög- unni. VIÐSNÚNINGUR Velta Opinna kerfa óx um 62 prósent á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaður félagsins nam 58 milljónum króna, en tæplega 40 milljón króna tap var fyrir sama tímabil í fyrra. Hagnaður fyrir af- skriftir nam rúmum 160 milljónum króna og jókst um 40 prósent. For- svarsmenn fyrirtækisins vænta þess að markaður félagsins á Norð- urlöndum taki við sér á árinu. SÖLUHAGNAÐUR Rekstur Trygg- ingamiðstöðvarinnar skilaði rúm- um milljarði í hagnað eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins, samanborið við 160 milljón króna hagnað fyrir sama tímabil í fyrra. Afkomubati félagsins skýrist að mestu af söluhagnaði fjárfestinga á tímabilinu. ■ VIÐSKIPTI Forsætisráðherra hótaði umboðs- manni Alþingis – hefur þú séð DV í dag? DEILT UM TRAUST Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, vísar því á bug að flokkurinn geti ekki leng- ur treyst á hann í erfiðum málum, eins og viðskiptaráðherra fullyrðir. „Valgerður getur ekki treyst því að ég samþykki allt það sem hún samþykkir í ríkisstjórn,“ segir hann. FUNDUR HJÁ FÉLAGI VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Á fundinum voru fyrirlesarar sammála um að ekki þyrfti að breyta samkeppnislögum, ef eitthvað væri þyrfti að efla Samkeppnisstofnun þar sem hún væri fáliðuð. „Löggjöfin sem tekin hefur verið upp á grund- velli Evrópska efnahags- svæðisins er sniðin að þessum að- stæðum og Ísland hefur enga raun- verulega sér- stöðu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ VÍSINDI Áhyggjur af hringa- myndun óraunhæfar Yngvi Örn Kristinsson, hjá Landsbanka Íslands, segir áhyggjur af hringamyndun ekki raunhæfar. Þjóðin sé nýsloppin út úr ástandi, sem varði næstum í heila öld, þar sem voru tvö viðskiptaveldi. 06-07 13.5.2004 22:11 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.