Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 16
16 14. maí 2004 FÖSTUDAGUR Í KYNNI VIÐ TÆKNINA Indversku kosningunum er lokið tæpum mánuði eftir að þær hófust. Ein af ástæð- unum fyrir því hversu langan tíma þær tóku er hversu afskekktir sumir landshlutar eru. Kosningastarfsmenn þurftu að ferðast á fílum til að komast til Luri, þar sem heimamenn hafa hvorki aðgang að raf- magni né síma. SKIPULAGSMÁL Fullgerðar íbúðir í Reykjavík árið 2003 voru 872 og hafa ekki verið fleiri síðan árið 1987, samkvæmt yfirliti frá emb- ætti byggingarfulltrúa um bygg- ingarframkvæmdir í Reykjavík árið 2003 sem fram kom á borgar- ráðsfundi í gær. Fulltrúar Reykjavíkurlistans segja tölurnar staðfesta mikinn uppgang í skipulags- og bygging- armálum í borginni. Á síðasta ári hafi fermetrafjöldi byggðra íbúða verið um 250 þúsund og sú tala hafi aðeins verið hærri árið 1989, um 275 þúsund. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks segja Reykjavíkurlistann hafa sinnt skipulags- og lóðamál- um illa í sinni meirihlutatíð. Lóða- skortur hafi verið viðvarandi og hafi það stórhækkað lóðaverð. Þeir gagnrýna að R-listinn hafi að mestu ráðstafað lóðum undir fjöl- býlishús í þeim tilgangi að fjölga úthlutuðum íbúðum á kostnað fjölbreytni í íbúðargerðum í nýj- ustu hverfum borgarinnar. Í Grafarholti og á Norðlingaholti hafi aðeins sjö prósentum lóða verið úthlutað fyrir einbýlishús en 80 prósent undir fjölbýlishús. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks segja aðeins 11,2 prósentum lóða hafa verið úthlutað undir einbýlishús frá árinu 1995. Á árunum 1982 til 1994, í meirihlutatíð Sjálfstæðis- flokks, hafi hins vegar verið út- hlutað 25,5 prósentum lóða undir einbýli. Ólafur F. Magnússon, Frjáls- lynda flokknum, sagði yfirlits- skýrsluna staðfesta mikla upp- byggingu í borginni á síðasta ári. Framboð á litlum íbúðum hafi stóraukist, sem sé þýð- ingarmikið fyrir efnaminna fólk. Hann segir aðalatriðið þó vera að uppbygging og skipulag á höfuðborgarsvæðinu taki mið af þeirri staðreynd að um eina skipulags- og atvinnulega heild sé að ræða. hrs@frettabladid.is Heilbrigðisráðherra: Viturleg ákvörðun FÉLAGSMÁL Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra kveðst þeirrar skoðunar að ákvörðun miðstjórnar Bandalags háskólamanna í mars síðastliðnum um að kjósa samvinnu við stjórnendur Landspítala í stað þess að fara í mál, hafi verið skyn- samleg, en fyrst og fremst viturleg. Þetta kom fram í ávarpi ráðherra á nýafstöðnum aðalfundi BHM. Ráðherra sagði að samvinnan gagnaðist félagsmönnum betur en orðaskak í réttarsölum. Hún gæti líka skilað þeim árangri að sam- skipti stjórnenda og starfsmanna yrðu gegnsærri, báðir aðilar vissu þannig örugglega hvar hinn stæði. ■ KJARAMÁL Virkjunarsamningur verkamanna á Kárahnjúkum og Landsvirkjunar var samþykktur í atkvæðagreiðslu með tæplega 60 prósenta meirihluta. Einhver óánægja var meðal íslenskra verkamanna á Kárahnjúkum um að allir skyldu fá að kjósa um samninginn. Skýr ákvæði eru í virkjunarsamningnum um að allir sem undir honum vinni eigi rétt á að greiða atkvæði. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, segir samninginn skipta erlendu starfs- mennina mestu máli því þeir vinni á kauptaxtanum. „Hinir eru í mörgum tilfellum með eitthvað annað,“ segir Þorbjörn og bætir við: „Það eru örugglega mjög blendnar tilfinningar til niður- stöðunnar.“ Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður stéttarfélaga á Kárahnjúkum, segir að miðað við kosningaþátttökuna hefðu Ís- lendingar getað fellt samninginn ef óánægja um þá hefði ríkt. 202 sögðu já í atkvæðagreiðsl- unni og var samningurinn sam- þykktur með 58,7 prósenta meiri- hluta. Nei sögðu 135, sem eru tæp- lega 40 prósent. 937 menn voru á kjörskrá og greiddu 36,7 prósent þeirra atkvæði. Það er besta þátt- taka í kjaraviðræðum vorsins, segir á vef Samtaka atvinnulífsins. Vélamenn fengu mestu hækk- unina þar sem vaxandi eftirspurn er eftir þeim, segir Þorbjörn Guð- mundsson: „Svo eru hópar sem eru nánast ekki að fá neitt nema lágmarkshækkun“. Kjarasamningurinn tekur strax gildi. ■ Nýr virkjunarsamningur Landsvirkjunar og SA umdeildur: Skiptir mestu fyrir erlenda starfsmenn ■ LÖGREGLUFRÉTTIR GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI JEPPADEKK • FÓL KSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK Við erum snöggir að umfelga Vísindastörf: Tvær milljónir í verðlaun VÍSINDI Ingileif Jónsdóttir, dósent við ónæmisfræðideild Landspít- ala - háskólasjúkrahúss, hefur hlotið verðlaun fyrir vísindastörf sín úr nýstofnuðum sjóði Land- spítala - háskólasjúkrahúss. Verð- launin voru afhent á nýafstöðnum ársfundi LSH og nema þau 2 millj- ónum króna. Sjóðinn stofnuðu tveir læknar sem hafa lengi starfað við Land- spítala - háskólasjúkrahús og næstum jafn lengi gegnt kennara- stöðum við læknadeild Háskóla Íslands. Þetta eru þeir Árni Krist- insson og Þórður Harðarson. Sjóðnum er einkum ætlað að veita verðlaun fyrir frábæran ár- angur á sviði lækna- og heilbrigð- isvísinda. ■ ÁREKSTUR TVEGGJA BÍLA Tveir bílar rákust á á gatnamótum Austurlandsvegar og Fagra- dalsbrautar rétt fyrir klukkan fimm í gær. Engin meiðsl urðu á fólki en bílarnir skemmdust töluvert. INGILEIF JÓNS- DÓTTIR Verðlaun- uð fyrir vísinda- störf. FUGLAR Seltirningar hafa tekið eft- ir því að álftin Svandís sneri heim á Seltjörn tíunda árið í röð. Stuttu síðar kom steggur hennar til jafn margra ára. Álftin Svandís varð landsfræg í kosningum árið 1994 þegar hún tryggði stöðu meirihlutans það árið. Sigurgeir Sigurðsson, þáver- andi bæjarstjóri, hafði látið byggja hólma í tjörninni án sam- ráðs við minnihlutann. Urðu mikl- ar deilur þar sem margir töldu hólmann ganga frá fuglalífi tjarn- arinnar. Um skeið virtist sem hólminn myndi kosta sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi meirihlutann en þegar hæst lét kom álftin á svæð- ið og nam land í hólmanum. Álftin var samstundis nefnd Svandís Sigurgeirsdóttir og hefur ásamt maka og nokkrum tugum af- kvæma skráð lögheimili í bæjar- félaginu, samkvæmt upplýsingum frá Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra. ■ Álftin Svandís mætt á svæðið: Á Seltjörn tíunda árið í röð SELTJÖRN Hér sjást álftirnar tvær sem hafa hreiðrað um sig á Sel- tjörn síðustu tíu árin. Þær hafa komið upp tugum unga. KÁRAHNJÚKAR Vel hefur verið fylgst með launagreiðslum til erlendra starfsmanna á Kárahnjúkum. Frá 10. október hafa þeir fengið greitt samkvæmt íslenskum kauptöxtum og sýnist framkvæmda- stjóra Samiðnar það ganga vel. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AF D ÍS E R LA Fjölgun íbúða á kostnað fjölbreytni Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja R-listann fjölga úthlutuðum íbúðum á kostnað fjölbreytni í nýjustu hverfum borgarinnar. Í skýrslu byggingarfulltrúa segir að árið 2003 hafi fermetrafjöldi byggðra íbúða verið 250 þúsund og aðeins hafi meira verið byggt árið 1989. GRAFARHOLT Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýna að aðeins um sjö prósentum lóða í Grafarholti og á Norðlingaholti hafi verið úthlutað undir einbýlishús á síðasta ári. 16-17 13.5.2004 20:43 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.