Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 21
21FÖSTUDAGUR 14. maí 2004 fjölskylduveldið væri liðið undir lok. Sex ár eru síðan Sonia tók að sér forystu í Kongressflokknum. Hún hafði reynt að halda sig til hlés en var loks sannfærð um að halda uppi merki fjölskyldunnar og flokksins. Í fyrstu blés ekki byrlega. Flokkurinn beið sinn versta ósigur í kosningunum 1999 og útlit var fyrir annan kosninga- ósigur flokksins í ár allt þar til fyrstu tölur úr síðasta áfanga kosninganna birtust. Næsta kynslóð Það er ekki aðeins Sonia sem kemst til valda nú. Skömmu áður en frestur til framboðs rann út var tilkynnt um að sonur hennar og Rajivs, Rahul, yrði í framboði í Amethi þaðan sem þrír ættingjar hans voru kjörnir á þing. Fyrstur, árið 1980, var Sanjay föðurbróðir hans sem átti að verða arftaki Ind- iru Gandhi en lést í flugslysi. 1984 var Rajiv, faðir Rahuls, kjörinn á þing fyrir kjördæmið, og síðan Sonia, móðir hans. Rahul vakti mikla athygli í kosningunum og náði kjöri eins og búist hafði verið við. Systir hans Priyanka var ekki í framboði en tók virkan þátt í kosningabarátt- unni og virðist njóta gífurlegra vinsælda. Miðað við sögu Ind- lands og Kongressflokksins er ekki fjarri lagi að ætla að meðal þeirra systkina kunni að leynast fimmta forsætisráðherraefnið úr fjölskyldunni. ■ ÍRAK Mannréttindasamtökin Am- nesty International undrast yfir- lýsingar stjórnmálamanna um að nýjustu ásakanir um pyntingar á föngum í Írak hafi komið þeim á óvart. Þá harmar Íslandsdeild Amnesty að stjórnvöld vestrænna ríkja bregðist ekki við fyrr en myndir af pyntingum eru birtar opinberlega. Í fréttatilkynningu sem Ís- landsdeild Amnesty sendi frá sér 10. maí segir að íslenskum yfir- völdum hafi mátt vera vel kunn- ugt um ásakanir um pyntingar í Írak, meðal annars vegna skýrslu sem Íslandsdeild Amnesty sendi utanríkisráðherra og formönnum þingflokka í febrúar á þessu ári. Í skýrslunni er meðal annars greint frá áskökunum um pyntingar í Írak sem Amnesty International hafði fengið upplýsingar um. Ís- landsdeildin telur rétt að fram komi að samtökin hafi allt frá inn- rásinni í Írak fylgst náið með ástandi mannréttinda í landinu og safnað upplýsingum sem birtar hafa verið í fjölmörgum skýrslum og yfirlýsingum samtakanna, þar á meðal ásakanir um pyntingar í fangelsum og gæsluvarðhalds- stöðvum hernámsliðsins. Upplýs- ingar Amnesty um pyntingar byggja fyrst og fremst á viðtölum við fanga sem leystir hafa verið úr haldi og hafa lýst þeirri með- ferð sem þeir sættu í varðhaldi og fangelsum. Gögn Amnesty International eru opinber og að- gengileg öllum. ■ ÞJÓÐSÖNGURINN SUNGINN Starfsmenn við filippeysku forseta- og sveit- arstjórnarkosningarnar sungu þjóðsönginn áður en þeir tóku til við að telja atkvæði. Kjarnorkuáætlun Írana: Gætu þróað kjarnavopn STOKKHÓLMUR, AP Íranar gætu þróað kjarnorkuvopn á næstu tveimur árum en það er ólíklegt að þeir láti verða af því, sagði Hans Blix, fyrr- um yfirmaður vopnaeftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna í Írak, í viðtali við sænska ríkisútvarpið. Blix, sem er staddur í Íran, sagði að búnaður til auðgunar úrans gæti allt eins verið notaður til friðsam- legra nota. Íranar gerðu ekki grein fyrir búnaðinum þegar þeir lýstu starfsemi sinni og vaknaði því grunur um að búnaðinn ætti að nota til að þróa kjarnorkuvopn en ekki aðeins kjarnorku til friðsamlegra nota eins og Íranar halda fram. Ásakanir um pyntingar í Írak: Gögn Amnesty opinber og aðgengileg öllum ABU GHRAIB FANGELSIÐ Í ÍRAK Vestrænir fjölmiðlar hafa að undanförnu sýnt myndir af grimmdarlegri meðferð her- manna innrásarliðsins á íröskum stríðs- föngum. INNAN SÖMU FJÖLSKYLDU Forsætisráðherrar úr Nehru/Gandhi-fjölskyldunni Jawaharlal Nehru 1947-1964* Indira Gandhi 1966-1977 og 1980-1984* Rajiv Gandhi 1984-1989 Sonja Gandhi 2004- ? *Létust bæði í embætti FORSÆTISRÁÐHERRA FRAMTÍÐARINNAR? Rahul Gandhi, sonur tveggja forsætisráð- herra, barnabarn þess þriðja og barna- barnabarn þess fjórða, náði kjöri á þing í fyrsta sinn. 20-21 13.5.2004 17:04 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.