Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 26
Ófriður Davíðs Undanfarin misseri hefur þjóðfélagið logað í illdeilum um fjölmörg mál sem runnið hafa frá ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Nefna má deilur um málefni aldraðra, öryrkja- málið, Íraksmálin, eftirlaunafrumvarpið, skipan hæstaréttardómara og nú síðast fjölmiðlafrumvarpið. Kannski er það kostur, en sennilega til lengri tíma galli og líklegast bara eintóm leti, en við Íslendingar höfum haft ótrúlegt langlundargeð gagnvart stjórnarháttum Davíðs Oddssonar. En núna er eins og eitt- hvað nýtt sé í loftinu og fólk sé ekki eins til í að kokgleypa og bara gleyma. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar er sú staðreynd að yfirgangurinn er yfirgengilegur og fólki stendur ekki á sama. Hins vegar sú staðreynd að frumvarpið fjallar um fjölmiðla sem er nú skrambi sjálfhverf stétt og lætur ekki gleyma sér. Sama hvað um stjórnunarstíl Davíðs Oddssonar má segja þá er stíllinn þó að minnsta kosti nokkuð fyrirsjáanlegur; forsætisráðherra er fyrir- munað að geta – eða vilja – stjórna landinu í sæmilegri sátt. Það er ekki einu sinni hægt að hafa þokkalegan frið um eignarhald á Þingvöllum. Anna Sigrún Baldursdóttir á sellan.is Póstmódernismi Fullyrða má með réttu að póstmódern- þankagangurinn sé skref afturábak frá upplýsingunni en ekki framþróun. Þegar menn eru farnir að gefa sér að hvað sem er geti verið rétt á sinn hátt og að margir sannleikar séu á sveimi, allir jafn réttháir, eru menn staddir á hálum ís. Birgir Baldursson á vantru.net Tveir heimar Ég les ekki oft Vogue. Ég les það helst á læknastofum þar sem ég þarf að bíða. Og þegar mér var orðið ljóst hvað væri í tísku einmitt núna, í maí 2004, rann upp fyrir mér að það eru ekki bara tvö Íslönd til heldur tveir heimar. Katrín Jakobsdóttir á murinn.is Ósjálfstæðir þingmenn Og að lokum, fyrst talað var um afstöðu heilla stjórnmálaflokka, hvernig stendur þá á því að tilteknir fjölmiðlar tala í sífellu um að stjórnarþingmenn séu ósjálfstæðir í störfum og greiði atkvæði samkvæmt skipunum einhverra vondra foringja? Hvað með stjórnarandstöðuna? Þar heyrist aðeins ein rödd og þingmenn sem sjálfir hafa lagt fram tillögur um það að „koma í veg fyrir að einn eða fáir sterkir aðilar nái slíkum yfirburðum á markaðnum að tjáningarfrelsi og upplýsingaflæði sé ógnað“, þeir æmta hvorki né skræmta og enginn spyr þá neins. Ekki hafa fjölmiðlarnir, sem þessa daga tala ekki um neitt nema fjölmiðlafrumvarpið, nokkurn minnsta áhuga á þessum furðulegu og skýringarlausu kúvendingum eins og þeim sem blasa við hjá þingmönnum Samfylkingarinnar, flokksins sem fyrir tveimur árum vildi hreinlega færa opinberri stofnun þau tæki sem þyrfti til að skipta fyrirtækinu Baugi upp – ganga þar með að miklum mun lengra en fjölmiðlafrumvarpið gerir. Vefþjóðviljinn á andriki.is Sjónvarpsstöðin Omega, sem er sögð í eigu Jesú Krists, er þekkt fyrir að sjónvarpa alls konar for- dómum og vitleysu. Það er réttur þeirra sem standa að stöðinni enda ríkir málfrelsi enn hér á landi. Al- gerlega óverjandi er hins vegar hvernig aðstandendur stöðvarinn- ar nýta sér aftur og aftur varnar- leysi fólks sem augljóslega á við erfið geðræn vandamál að stríða. Það hljóta að vera einhver lög sem ná yfir þessa misnotkun? Eitt er víst, það er fátt eins siðlaust og að misnota veikt fólk, hvort sem sá gjörningur er löglegur eða ekki. Ég hef líklegast sjaldan orðið eins reiður og þegar ég skipti fyrir tilviljun yfir á sjónvarps- stöðina Omega í fyrradag. Eins og svo oft áður var einhver þáttar- stjórnandinn að taka viðtal við gest, sem í þetta sinn var ung kona. Þessi unga kona var að segja frá því hvernig hún „frelsaðist“ til trúar á Jesú Krist og hvað henni þætti Omega frábær sjónvarps- stöð. Ekki óvenjulegt viðtal, enda fjalla næstum öll viðtöl á þessari stöð um „frelsun“ einstaklinga og um hvað Omega er frábær stöð. Að sjálfsögðu var verið að safna fyrir einhverjum nýjum sjón- varpssendi og voru áhorfendur hvattir til þess að hjálpa „drottni“ með peningagjöfum á milli þess að unga konan sagði frá reynslu sinni af Jesú. Það var þó ekki þessi gengdar- lausi og barnalegi trúaráróður sem reitti mig til reiði. Heldur sú staðreynd að unga konan sem var að flytja „vitnisburð“ um „frels- un“ sína átti augljóslega við geð- ræn vandamál að stríða. Konan talaði um að hún hefði frá um tólf ára aldri átt fjöldamörg samtöl við „djöfla“ og aðrar verur og það sem meira er fullyrti hún að henni hefði margsinnis verið nauðgað af djöflinum sjálfum. Lýsti hún nauðgununum sem raunveruleg- um líkamlegum árásum. Skýrari merki um geðsjúkdóm eru vart til. Það voru ekki bara þessar ítar- legu lýsingar konunnar á sam- skiptum sínum við djöfulinn sem gáfu það til kynna að hún ætti við geðræn vandamál að stríða. Fas hennar, líkamleg tjáning og talsmáti voru einnig augljós merki. Þar að auki minntist hún einnig á að hún hefði lengi átt erfitt með svefn og hefði á tíma- bili haft mikinn áhuga á dulspeki. Þessi frásögn gefur sterklega til kynna að konan þjáist af geðklofa, sem er mjög alvarlegur geðsjúk- dómur. Sjúkdómur sem nauðsyn- legt er að hún fái viðeigandi með- ferð við sem allra fyrst. Á vefsíðunni doktor.is segir meðal annars um geðklofa (schizo- phrenia): Svefntruflanir, einbeitingarerf- iðleikar, tvíbendni, truflanir á til- finningasviðinu, vímuefnamis- notkun og mikill áhugi á dulspeki- legum efnum geta einnig verið í sjúkdómsmyndinni. Hjá flestum koma tímabil með ofskynjunum, ranghugmyndir (oft með furðuleg- um hugmyndum eða ofsóknarhug- myndum) og/eða samhengislitlu tali. [...] Sjálfsvíg eru algeng með- al ungra geðklofasjúklinga. Sið- blinda á hæsta stigi Geðklofi er eins og áður segir alvarlegur sjúkdómur og því er nauðsynlegt að þeir sem þjást af honum fái sem fyrst viðeigandi meðferð en séu ekki misnotaðir af fégráðugum og siðspilltum trú- boðum. Ég fullyrði að þeir sem nýta sér veikindi fólks með þess- um hætti eru bæði fégráðugir og siðspilltir. Aðstandendur stöðvar- innar misnota ekki aðeins geð- fatlaða heldur taka þeir blygðun- arlaust undir ranghugmyndir þeirra sem hlýtur að draga úr lík- um þess a sjúklingarnir leiti sér aðstoðar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég verð vitni að því að alvarlega veik manneskja er notuð til að safna peningum „til dýrðar Jesú“ á þessari stöð. Aftur og aftur kom- ast þessir menn upp með þennan ósóma og enginn virðist gera neitt. Hvar eru hagsmunasamtök geðfatlaðra? Hvar er löggjafinn? Hvar eru fulltrúar trúfélaga sem setja sig upp á móti svona mis- notkun? Styður þjóðkirkjan þessa stöð? Þessa misnotkun þarf að stöðva og það strax. Grein þessi birtist upphaflega á vefsíðunni skodun.is 14. maí 2004 FÖSTUDAGUR26 AF NETINU Menn verða nálgast álitaefnið án þess að láta álit sitt á fjölmiðla- frumvarpinu byrgja sér sýn. Málskotsrétturinn og fjölmiðlafrumvarpið Miklar vangaveltur eru nú uppi um hvort forseti Íslands muni neita að staðfesta væntanleg lög um eignarhald á fjölmiðlum og skjóta málinu til þjóðaratkvæð- is. Slík ákvörðun yrði í meira lagi söguleg og gæti hugsanlega búið til stjórnskipunarkreppu sem Íslendingar hafa sem betur fer aldrei kynnst. Umdeilt er meðal fræði- manna hvort það sé yfir höfuð á færi forseta að neita að stað- festa lög. Virtir lögspekingar hafa þó sagt að fjölmiðlamálið sé betur til þess fallið en mörg önnur að láta reyna á hvort mál- skotsréttur forsetans sé til stað- ar. En það er ekki þar með sagt að það liggi hreinlega í augum uppi að forsetinn eigi að láta á það reyna. Og það álitaefni verða menn að nálgast án þess að láta sitt eigið álit á fjölmiðla- frumvarpinu byrgja sér sýn. Undirritaður hefur til að mynda ekki farið dult með and- stöðu sína við fjölmiðlafrum- varpið. Byggist sú afstaða eink- um og sér í lagi á því að vænt- anleg lagasetning mun hafa stórkostleg áhrif til verri vegar á skilyrði einkarekinna fjöl- miðla á Íslandi. Og sannarlega hefur undirritaður vonað að stuðningsmenn frumvarpsins á þingi sæju að sér. En veldur sá er á heldur. Þingmönnum hefur verið falið það hlutverk að setja lög og þeir bera auðvitað póli- tíska ábyrgð á væntanlegri lagasetningu. Telji menn að lögin stangist á við stjórnarskrá þá geta þeir leitað réttar síns fyrir dómstól- um. Núverandi forseti hefur sjálfur bent á að forseti getur ekki skotið máli til þjóðar- atkvæðis af þeirri ástæðu einni að hann telji þau stangast á við stjórnarskrá. Það er annarra greina ríkisvaldsins að leggja mat á slíkt. Hafa verður í huga að lögin taka ekki gildi fyrr en eftir tvö ár og því gefst tími til að láta reyna á gildi þeirra gagnvart stjórnarskrá fyrir dómstólum hér á landi. Yfirvofandi vá er því ekki fyrir dyrum að þessu leyti. Það kann að vera freistandi fyrir andstæðinga fjölmiðla- frumvarpsins að binda vonir við að forsetinn neiti að stað- festa væntanleg fjölmiðlalög. En hafi mönnum þótt valdi beitt á hæpnum forsendum í þessu máli hingað til, þá yrði tól- funum kastað ef forsetinn tæki upp á því að beita umdeildu valdi sínu til koma í veg fyrir að vilji Alþingis fengi að ráða. Á meðan hægt er að leiðrétta þann órétt, sem hugsanlega felst í lagasetningu á fjölmiðla, með þeim hætti sem íslensk stjórnskipun gerir ráð fyrir, er engin ástæða til að láta reyna á umdeildan málskotsrétt forset- ans. ■ BORGAR ÞÓR EINARSSON UMRÆÐAN SYNJUNARVALD FORSETA ,, Það var þó ekki þessi gengdarlausi og barnalegi trúaráróður sem reitti mig til reiði. Held- ur sú staðreynd að unga konan sem var að flytja „vitnisburð“ um „frelsun“ sína átti augljóslega við geðræn vandamál að stríða. ,, ÆVINTÝRI GRIMS HÖFUNDUR: HALLGRÍMUR HELGASON SIGURÐUR HÓLM GUNNARSSON ritstjóri á skodun.is UMRÆÐAN MISNOTKUN GEÐFATLAÐRA Siðlaust trúboð á Omega 26-47 (26-27) Umræða 13.5.2004 17:43 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.