Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 28
Sítrónur eru afar ríkar af C-vítamíni en fáir leggja það á sig að snæða þær eintómar. Súra bragðið er hins vegar ómissandi í hina ýmsu rétti, fallegt matarskraut og fátt jafnast á við að kreista smá sítrónu út í ískalt sódavatn á heitum sumardegi. „Sökum starfs míns þurfti ég að fara mikið til Kóreu og kynntist þar matargerð sem ég kolféll fyr- ir,“ segir Örn Gunnlaugsson, eig- andi Galbi sem er kóreskur veit- ingastaður á Fosshóteli við Baróns- stíg. „Ég átti mér eftirlætis veit- ingastað í Kóreu sem ég sótti oft og ég endaði þar í eldhúsinu þar sem ég lærði allt um kóreska matargerð.“ Vitneskjuna flutti hann svo með sér til Íslands þar sem hann opnaði fyrsta og eina kóreska grillstaðinn á Íslandi. Staðurinn er að mörgu leyti frábrugðinn öðrum veitingastöð- um þar sem gashellu er að finna á hverju borði. Ofan á helluna er sett sérstök panna sem notuð er til að grilla þunnar sneiðar af kjöti og fiski sem búið er að mar- ínera með ýmsu kryddi og fleira. Meðlætið er grænmeti sem ein- nig hefur verið marínerað eftir kúnstarinnar reglum. „Ég sé um að marínera og út- búa allan matinn en gestirnir elda hann svo sjálfir á borðinu. Matn- um er vafið inn í salatblað með sósu og borðaður þannig,“ segir Örn. Hráefnið hérna segir hann vera mjög gott og tekur eftir að ferðamenn eru sérstaklega ólmir í fiskinn og lambið. Hann notar margar tegundir af fiski og þar á meðal ýsu í forrétt sem svipar til sushi og er hrá ýsa vafin í þang. „Mörgum þykir þetta sérstak- ur matur en öllum þykir hann góður þegar þeir smakka hann,“ segir Örn. ■ Víngerðarlist!NÁMSKEIÐ BYRJENDUR Í HEIMAVÍNGERÐ! Námskeiðin okkar eru aftur að byrja! Áman stendur fyrir námskeiðum í heimavíngerð. Farið verður yfir ferilinn við víngerðina og gefin góð ráð. Leiðbeinendur eru starfsmenn Ámunnar. Lengd u.þ.b. 2 klukkustundir. Verð kr. 2.000 og innifalið er byrjunarsett. Þátttakendum býðst 20% afsláttur af öllum vörum Ámunnar í Skeifunni á námskeiðskvöldinu. Skráðu þig! Skráning og nánari upplýsingar í síma: 533 1020 og á www.aman.is, aman@aman.is sími 566 6103 YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænt ræktaðar vörur Örn Gunnlaugsson átti sér eftirlætisveitingastað í Kóreu þar sem hann lærði svo að útbúa matinn sjálfur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Veitingastaðurinn Galbi á Skúlagötu: Vildi kynna Íslendingum kóreskan mat Engiferkryddað nautafilet að hætti Kóreumanna (fyrir fjóra) 800 g nautaframhryggsfilet 50 ml edik 2 msk. sykur 250 ml sojasósa 2 tsk. grófmalaður svartur pipar 1 msk. sesamolía 3 msk. fersk engiferrót, hökkuð Meðlæti jöklasalat í blöðum sneiddar agúrkur sneiddir sveppir rifnar gulrætur kryddaðar með sykri, sítrónusafa, engifer og myntu kimchi, saltpæklað og kryddlegið grænmeti hrísgrjón hoi sin sósa, chili dipping eða ostrusósa Aðferð Skerið filetið niður í þunnar sneiðar, 10–15 g hver. Setjið í skál og hellið ediki yfir ásamt sesamolíu og sykri og hrærið vel í. Geymið í kæli í tvo sólar- hringa. Hrærið 4–5 sinnum meðan kjötið er í þessari maríneringu. Takið kjötið úr maríneringunni eftir tvo sólarhringa og sigtið. Setjið kjötbitana í skál og blandið sojasósunni út í ásamt lauk, pipar og engifer. Hrærið vel í og geymið í kæli í tvo til þrjá sólarhringa. Hrærið í nokkrum sinnum meðan kjötið er í þessari maríneringu. Áður en kjötið er borið á borð sigtið vökvann frá. Kjötið er borið fram hrátt (marínerað) og grillað yfir gasloga á meðan borðað er. Gætið þess að grilla bitana ekki of lengi. Maturinn er borðaður þannig að kjötbiti er tekinn og dýft í sósu áður en hann er lagður í kálblað, síðan er sett í kálblaðið ferskt grænmeti og brotið saman. Bandaríkjamenn borða 350 pitsu- sneiðar á hverri sekúndu. Pitsustaðir eru 17% af öllum veit- ingastöðum í heiminum. Samkvæmt nýlegri Gallupkönnun vilja börn á aldrinum 3–11 ára helst af öllu pitsur í hádegis- og kvöld- mat. Pepperóní er langvinsælasta pitsu- áleggið í Bandaríkjunum. Túnfiskur er langvinsælasta pitsu- áleggið í Evrópu. Pitsuiðnaðurinn veltir 32 milljörð- um Bandaríkjdala á ári. Fyrsti pitsustaðurinn, Port Alba, var opnaður í Napólí árið 1830 og starfar enn. Mosarellaosturinn sem fyrst var notaður á pitsur var gerður úr buffalómjólk. Engar uppskriftir af pitsum er þó að finna í ítölskum matreiðslubókum sem skrifaðar eru fyrir 1950. [ SMÆLKI UM PITSU ] Umfangsmikill iðnaður 28-29 (02-03) Allt Matur 13.5.2004 16:51 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.