Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 29
3FÖSTUDAGUR 14. maí 2004 Hinn níræði öldungur Robert Mondavi er að öðrum ólöstuðum fremsti víngerðarmaður Banda- ríkjanna í dag. Mondavi hóf ferill sinn í víngerð ekki fyrr en hann var orðinn ríflega fimm- tugur og segist þá fyrst hafa kynnst raunverulegri ástríðu í lífi sínu. Mondavi stýrir enn vínhúsinu ásamt börnum sín- um og hefur verið drjúgur við að efna til samstarfs við víngerðar- menn í öðrum löndum, hvort sem er í nýja heiminum eða rót- grónum vínlöndum á borð við Ítalíu. Woodbridge er grunnlína vínfyrirtækisins og hér á landi fást í Vínbúðum nokkrar tegundar vínanna, vinsælust hafa verið vín úr þrúgunum syrah og cabernet sauvignon. Wood- bridge-vínin eru mýkri en algengt er um vín frá Kaliforníu og prýði- leg matarvín. Woodbridge Cabernet Sauvignon er djúpkryddað með keim af súkkulaði og anís sem gefur víninu lakkrískenndan þokka. Vínið er þroskað í litlum eikartunnum sem gefa víninu mjúkan eikarkeim og langt lifandi eftirbragð. Vínið hentar vel með steikum og vel krydduðum kjúklingi. Ynd- islegt með súkkulaði og eftir- réttum. Sérstaklega gott með ostum. Verð í Vínbúðum 1.190 kr. Á vef víngerðarinnar Robert Mondavi, robert- mondavi.com, er mikið fjallað um samspil matar og víns. Þar er hægt að fá margar góðar uppskriftir að réttum sem henta með vínum og í sumum tilvikum, eins og með Wood- bridge Cabernet Sauvignon, er sértaklega mælt með tiltekn- um rétti með víninu. Í þessu til- felli er mælt með sveppa- og ostacrostini. robertmondavi.com/FoodWine/recipe ! HÚSRÁÐ MEÐ TÁRIN Í AUGUNUM Cointreau er heimsþekktur drykkur sem framleiddur hefur verið allt frá 1849. Fíngert bragð Cointreau á rætur sínar að rekja til blöndu af ilmríkum appelsínu- berki af bæði súrum og sætum appel- sínum sem hafa verið ræktaðar í Kar- abíahafinu og á Spáni til framleiðslu á Cointreau. Einkenni Cointreau sem app- elsínulíkjörs er að allt bragð er sótt beint í náttúrlegar afurðir appelsínubarkarins. Náttúrlegar ilmolíur barkarins af súru og sætu appelsínunum gefa hið ekta Coin- treau bragð. Cointreau er hægt að drekka eitt og sér eftir mat eða sem undirstöðu í fræga kokteila eins og Cosmopolitan, Mai Tai, Margarita og fleiri. Á síðunni vin.is eru uppskriftir að fleiri kokteilum. Cointreau Cosmopolitan (hin upprunalega uppskrift) 3 cl Cointreau 6 cl ABSOLUT CITRON safi úr 1/2 límónu örlítill trönuberjasafi [ EUROVISION KOKTEILLINN ] Cointreau Cosmopolitan Vínið með matnum: Woodbridge og sveppa crostini Róbert Mondavi er orðinn níræður. Hann hóf feril sinn í víngerð fyrir fjörutíu árum. Sveppa- og osta-crostini 2 msk. extra virgin ólífuolía 400 g poróbeló-sveppir 150 g villtir sveppir 2 hvítlauksrif, fínsöxuð 1 msk. söxuð steinselja 1 tsk. ferskt tímían 1 1/2 bolli rifinn brauðostur 12 sneiðar af crostini-brauði Hitið olíu á pönnu. Steikið hvítlaukinn í tvær mínútur. Bætið sveppunum við og eldið þar til vökvinn hefur gufað upp. Bætið stein- selju og tímían saman við. Smakkið til salti og pipar og takið af hitanum. Setjið brauðið á ofnplötu og ristið létt í ofni. Nota má til- búið crostini eða snittubrauð. Snúið brauð- inu við, setjið ost ofan á og látið vera í ofn- inum þar til osturinn bráðnar. Setjið sveppa- blönduna ofan á og skreytið með tímían- stönglum. Margir gráta nær aldrei og ekkert nema laukur kemur út á þeim tárunum. Fyrir þá sem þola illa þetta veikleikamerki koma hér nokkur húsráð sem auðvelt er að prófa á meðan kvöldmaturinn er útbúinn: * haldið hvítu brauði á milli tannanna á meðan þið skerið. Látið undrunaraugu fjölskyldumeðlima ekkert á ykkur fá * stillið viftuna á fullan kraft og skerið undir henni * kveikið á kerti við hlið skurðarborðsins; þurr augu og rómantík, allt á einu bretti * setjið laukinn í frysti hálftíma áður en þið skerið hann. Þetta minnkar líka lyktina af honum * setjið laukinn í örbylgjuna í nokkrar mínútur áður en þið skerið hann 28-29 (02-03) Allt Matur 13.5.2004 17:26 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.