Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 32
Skurðarmottur eru hreint tilvaldar í bústaðinn eða tjald- ferðalagið enda léttar og sveigjanlegar. Í Byggt og búið er hægt að fá mottur í nokkrum litum og þannig má nota rauðar fyrir kjöt, grænar fyrir grænmeti og gult fyrir annað – allt til að koma í veg fyrir sýkingar. Fossháls 1 • 110 Reykjavík • Sími 525 0800 • www.badheimar.is Skólavörðustíg 21 101 Reykjavík Símar 552 2419 / 698 7273 Opið virka daga kl. 12:00-18.00 og laugardaga kl. 12:00-16.00 Andblær liðinna ára Antik-Húsið Iðnbúð 1 · 210 Garðabæ s: 565-8060 · fax:565-8033 Gardínustangir Sérsmíði Gjafavara Smíðajárn ÞAKSPRAUTUN Tökum að okkur sprautun á öllu bárujárni ss. þökum ofl. Gerum föst og hagstæð verðtilboð. Vönduð vinna. Uppl í síma 6930660 NÝMÁLUN EHF • BREKKUBRAUT 7 230 REYKJANESBÆR L istakonan Gunnella hefur ný-lega bætt vinnuaðstöðu sína í kjallaranum heima hjá sér. „Þegar tækifæri gafst þá ákvað ég að nýta neðri hæðina svo nú er þar þægi- leg vinnuaðstaða og ég get hengt upp myndirnar, sem ég gat ekki áður. Ég setti meðal annars upp málverkabrautir svo ég þarf ekki að negla í veggina og kom fyrir ljóskösturum. Þetta gjörbreytir allri aðstöðunni og ég get skamm- laust boðið fólki niður ef það vill skoða myndir. Aðalvinnuaðstaðan er hins vegar enn úti í bílskúr, sem er ágætur, en hér á neðri hæðinni fer fram lokafrágangur og fleira.“ Gunnella segir frábært að geta verið með vinnuaðstöðu heima. „Tíminn nýtist betur. Ég vil líka vera frjáls með minn vinnutíma og geta stokkið í önnur verk á milli. Núna til dæmis, þegar sum- arið er komið, breytist ég í mold- vörpu og kem ekki inn fyrr en haustar. Ég er þá dauðfegin að byrja aftur við trönurnar.“ Myndir Gunnellu eru sérstakar og nokkuð húmorískar en hún segir sjálf að sér finnist þær mjög þjóðlegar. „Það er ekki hægt annað, birtan, lands- lagið, sagan og menningin, þetta eru allt órjúfanlegir þættir í okkur og kemur fram á þennan veg í myndunum mínum. Ég mála íslenskar sveitakonur, sem oftast eru bú- stnar og búsældarlegar, við leik og störf. Oft eru þær að gróður- setja og kemur þar í gegn minn eigin áhugi á gróðursetningu og uppgræðslu. Mér þykir vænt um að heyra að fólki þyki þær húmorískar. Mynd- list á að gleðja augu og hjarta. Ég er samt alls ekki að reyna að mála fyndnar myndir og í rauninni ræð ég engu um það hvernig útkoman verður. Maður leggur bara af stað í ferð með hvítan strigann og smá hugmynd og vonar að ferðin verði stutt og þægileg. Svo endar hún á allt annan veg en ég hugsaði mér í upphafi, oftast eftir langt og ansi strangt ferðalag. En alltaf legg ég aftur af stað. Það er svo gaman að ferðast.“ Gunnella segist ekki finna fyrir öðru en að mikill áhugi sé á mynd- list í dag, en hún útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista- og handíða- skólans árið 1986. „Ég vann í grafíkinni fyrstu árin eftir útskrift en sneri mér svo alfarið að olíu- málverkinu, það hentar mér vel.“ ■ Vinnuaðstaða heima fyrir: Með sýningaraðstöðu í kjallaranum Gunnella málar myndir af búsældarlegum íslenskum konum við ýmis störf. Gunnella selur verk sín í Gallerí Fold en vildi einnig koma upp sýningaraðstöðu heima hjá sér. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Duka í Kringlunni: Nýir bollar frá Höganes Í versluninni Duka í Kringlunni er nú verið að kynna nýjung frá Höga- nes, þrjár gerðir af bollum og diska undir. Af því tilefni er 20% afsláttur af boll- unum. Fyrir þá sem eru nýbyrjaðir að búa, vantar gjöf fyrir unga parið eða langar bara í smartari hnífapör er 20% afsláttur af öllum hnífaparakössum í versluninni. Auk þess fást nú kassar með matar- og kaffi- hnífapörum úr stáli á 14.900 kr. en settið var áður á 24.900 kr. Í kassan- um er einnig salatsett, ausa, köku- spaði og fleira sem nauðsynlegt er fyrir matarboðið. Einnig má nefna mortél úr pott- járni, fondue-potta og skaftpotta sem eru nú á tilboði. ■ 32-33 (06-07) Allt Heimili 13.5.2004 15:54 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.