Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 33
SPAIN AUSTRIA NORWAY FRANCE SERBIA & MONTENEGRO MALTA NETHERLANDS GERMANY ALBANIA UKRAINE CROATIA BOSNIA BELGIUM RUSSIA MACEDONIA GREECE ICELAND IRELAND POLAND UNITED KINGDOM CYPRUS TURKEY ROMANIA SWEDEN „Hið klassíska akademíska kortér er ekki inni í myndinni. Öll plön verða að standast vegna rækilegrar tímaáætlun- ar. Á móti kemur að þrátt fyr- ir allan tímaundirbúning renn- ir maður blint í sjóinn. Enginn veit í raun hvernig fer á úrslitastundu,“ segir Jón Jósep, sem keppir fyrir hönd Íslands í júróvisjón í ár. Aðspurður segir hann erfitt að spá fyrir um úrslit en segir skandinavíska poppkúltúrinn erfiðan keppinaut. „Ef ég horfi alveg taktískt á málið, þá spái ég Svíunum fyrsta sætinu. Auðvitað getur þetta farið á hvaða veg sem er, en Svíarnir eru afar meg- instefnulegir í popplegri Evrópuhefð og ég tel það þeim til tekna.“ Fjölskylduna segir Jónsi þegar hafa fjárfest í ólíkum þjóðum. Sjálfur er hann afar hrifinn af rúmenska laginu. Eig- inkona Jónsa veðjar á serbneska lagið en son- urinn er kolfallinn fyrir Rúslönu. „Niðurstaða fjölskyldunnar er nokkuð fyndin, þar sem ekkert þessara laga er miðevrópskt. Þarna eru þó nokkur hross sem maður veðjar á, eins og sænska lagið sem er jafnt skothelt og sjálf- ur Volvo-inn. Svíarnir eru ótrúlega naskir. Þeir senda holdgerving júróvisjón til keppni á hverju ári. Þessi þjóð ríður yfirleitt feitum hesti frá keppninni og hefur aldrei hjólað í júróvisjón á DBS grip.“ Að baki íslenska at- riðinu liggja stífar æfingar og segir Jónsi ferlið ólíkt því sem hann á að venjast, hvað varðar athygli, vinnutíma og skipulagningu. „Þetta er búið að vera ákaflega skemmtilegt,“ segir hann en teymið hefur notið aðstoðar fyrrum júróvisjónsérfræðinga sem hafa gef- ið íslenska teyminu góð ráð. „Selma lagði lín- urnar og kenndi mér að tækla myndavélarnar á sviðinu. Birgittu hef ég líka verið í sam- bandi við, en ég þekki æfingaplan hennar vel. Þá hef ég sent meila hingað og þangað í júróvisjónsamfélagið og hef rekist á fólk sem er skemmtilega djúpt þenkjandi. Innan um leikmenn hef ég rekist á fagfólk sem hefur þaulhugsað hverja hreyfingu á sviði. En ég hef aftur haft gaman og gagn að þeim sem upplifa keppnina.“ Jónsi er bjartsýnn á frammistöðu Íslands í ár en segir enn fremur að hvernig sem leikar fari að lokum verði óneitanlega spennandi að reka smiðshöggið á framlag íslensku þjóðar- innar. „Það er viss ábyrgð að leggja lokahönd á plóginn fyrir hönd þjóðarinnar. Ég get ekki spáð úrslitum fremur en nokkur annar í þess- um heimi. Sjálfur ætla ég hins vegar að hafa gaman af, er harðákveðinn í að láta mér ekki leiðast og ætla umfram allt að vera ég sjálfur. Að endingu get ég ekkert sagt annað en Áfram Ísland! og gleðilegt júróvisjónpartí! Jón Jósep júróvisjónfari: „Ætla umfram allt að vera ég sjálfur og hafa gaman af öllu.“ Gleðilegt júróvisjónpartí!  M yn d/ G VA evró forsíða 33 (1) lesið 13.5.2004 17:10 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.