Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTÖRG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SÍJMI: 19294 205. tölublað — Sunnudagur. 10. sept. —56. árgangur. D RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Þessi mynd er tekin úr loftiyfir Viðey fyrir skömmu. Lengst til hægri sjást gömlu gripahúsin, þá kemur kirkjan og kirkjugarðurinn, er nú hefur veriö girtur og þá Viðeyjarstofa, sem veriö er aö vinna viö og koma i upprunalega mynd. (Ljósm. Gunnar). Viðeyjarstofa færð sem næst upprunalegri mynd Klp—Reykjavík. t sumar hefur verið unnio að fullum krafti við lagfæringu á Viðeyjarstofu i Viðey. Þetta er annað sumarið, sem unnið er við lagfæringar á húsinu, er orðið var Komið að þrem brezkum togurum að veiðum Stp-Reykjavik. í fyrrakvöld kom varðskip að þrem brezkum togurum að veið- um norðvestur af Straumnesi. Einn togaranna, FD-187, þrjósk- aðist i fyrstu við, að fara af svæð- inu, en eftir nokkrar orðahnipp- ingar dró hann vörpuna upp. Skipstjórinn á FD-187, en togari þessi ber nafnið WYRE Conqureor, hafði samband við skipstjórann á Miröndu og sagði, að varðskipsmenn heföu reynt að fara um borö i togarann, en þvl hefði verið afstýrt. Rétt er að taka fram, að varð- skipsmenn reyndu ekki að fara um borð i togarann, og er þetta þvi hugarburður togaraskipstjór- mjög illa farið, bæði að utan og innan. Bjarni Ólafsson kennari, sem hefur haft umsjón með verkinu, sagði i viðtali við Timann i gær, að þegar væri búið að gera við loftbita, útveggi og glugga. Það væri þó aðeins litill hluti af þvi, sem gera þyrfti. 1 mörg horn væri að lita, enda húsið bæði stórt og mikið I alla staði. Hann sagði, að i sumar heföi meðal annars verið löguð þakbrún, sem væri sérstæð, og hefði það verið vandasamt verk. Einnig hefði um leiö verið gert við þakið, en hugmyndin væri aö skipta um það allt. Fyrir utan þetta og margt ann- að, bæði smátt og stórt, hefði einnig verið grafiö mikið frá hús- inu, þvi fyrirhugað væri að skipta um gólf i þvi. Yrði það 24 senti- metrum lægra en þaö, sem nú væri, en þannig hefði það verið i upphafi. Hefði gólfið verið hækk- að einhvern tima, þar eð þá hefði verið farið að flæða inn i husið. Astæðan til þess hefði verið su, að jarðvegurinn við húsið hefði verið orðinn svo hár, að vatn hefði komizt óhindrað inn. Bjarni sagði næsta verkefnið væri að fást við innréttingarnar. En auk þess væri ýmislegt annað ógert i þessu mikla og sögufræga húsi. Fjárveiting til þessara framkvæmda væri gömul, og hrykki féð skammt á þessum tim- um, þar sem vinnulaun væru há og efni dýrt. Hann sagðist þó vona, að úr þessu rættist og að ekki yrði þess langt að biða, að fólk gæti skoðað þetta fræga hús, eins og það var i sinni uppruna- legu mynd. Útfærslu fagnað Kjördæmissamband Fram- sóknarmanna I Norðurlandskjör- dæmi eystra hélt almennan stjórnmálafund á Akureyri i fyrrakvöld. Framsögumenn voru Halldór E. Sigurðsson fjármála- ráðherra, sem talaði um efna- hagsmál, Ingvar Gislason, sem ræddi aðallega um sérmál kjör- dæmisins, og Þórarinn Þórarins- son, sem fjallaði um landhelgis- málið. Fundarstjóri var Sigurður Óli Brynjólfsson. Ýmsir tóku til máls á fund- inum, sem var fjölmennur, og svofelld ályktun var samþykkt með lófataki: „Almennur stjórnmálafundur, haldinn á Akureyri 8. september 1972 á vegum Framsóknarflokks- ins, fagnar útfærslu islenzku fisk- veiðilógsógunnar i 50 sjómilur. Fundurinn er þess fullviss, aö skelegg barátta rikisstjórnarinn- ar og einhugur landsmanna mun tryggja lokasigur i þessu lifs- hagsmunamáli Islendinga." Pramma hvolfir á Húsavík Stp-Reykjavik. A miðvikudaginn hvolfdi pramma frá dýpkunarskipinu Gretti, sem vinnur að dýpkun Húsavikurhafnar, er hann var að flytja sand úr höfninni út á dýpið. Þrir menn voru á prammanum, og urðu þeir að velkjast alllengi i köldum sjónum, áður en þeim var bjargað. Ekki mun þeim þó hafa orðið meint af volkinu. Pramm- innerá flotholtum, og igærmorg- un hafði enn ekki tekizt að rétta hann við. „Langt síðan hér leið síðast yfir föður" segir aðstoðaryfirljósmóðir fæðingarheimilisins - Jbó æ algengara, að eiginmenn séu viðstaddir fæðingu SJ—Reykjavik Það verður sífellt algeng- ara, að feður séu viðstaddir fæðingu barna sinna. Svo mjög hefur afstaða fólks til barnsfæðinga meira að segja breytzt, að við þekkjum dæmi þess, að feður hafa tekið ljós- myndir og litskuggamyndir af konum sinum meðan á fæð- ingu stendur og hjóhin síðan sýnt nánustu vinum og vanda- mönnum. 1 þessum tilfellum hefur verið um að ræða islenzk hjón, sem dvalizt hafa f Svi- þjóð, en ekki vitum við dæmi þess, að feður hafi tekið myndir af konum sinum við fæðingu hér á landi. — Það hefur verið algengt i nokkur ár, að feður væru við- staddir fæðingu, sagði að- stoðaryfirljósmóðir fæðingar- heimilis Reykjavlkurborgar okkur. 1 fyrstu þótti þetta óvenjulegt, en nú eru feður viðstaddir fæðingar hér dag- lega og það er óvenjulegra, ef menn sængurkvennanna hér eru ekki við fæðingu. — Kemur fyrir, að feðrum bregði við að fylgjast með fæðingu, jafnvel hnigi i ómegin? — O-nei, nei. Það er langt siðan slikt hefur komið fyrir hjá okkur. Og þeir, sem ekki treysta sér til að fylgjast með fæðingunni, biðja ekki um það. — Teljið þið æskilegt, að feður séu við fæðingu barna sinna? — Já, það er tvimælalaust æskilegt, að þeir fylgist meö þessu, ef allt er eins og það á að vera. Og það er yfirleitt mikil hjálp og uppörvun fyrir konurnar. Ef eitthvað er at- hugavert, kemur hins vegar ,ekki til greina, að feðurnir séu við fæðingu. Kemur ekki til greina við afbrigðilega fæðingu Að undanförnu hafa verið yfir niutiu fæðingar að meðal- tali I fæðingarheimilinu. 1 fæð- ingardeild íandspitalans hafa hins vegar verið yfir 100 fæð- ingar að meðaltali á mánuði og allt upp i 150. Þar hafa feður einnig verið viðstaddir fæðingar undan- farin ár, að sögn yfirljós- móðurinnar. Framhald á bls. 19 Lif hefur kviknað, þroskazt og dafnað, og í fyllingu timans fæö- ist nýr einstaklingur að náttúrlegu lögmáli til viðhalds kynstofn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.