Tíminn - 10.09.1972, Qupperneq 2

Tíminn - 10.09.1972, Qupperneq 2
2 Sunnudagur 10. september 1972 Sölustarf - Búvélar Eitt af stærstu fyrirtækjum landsins i búvélainnflutningi, vill ráða mann til sölu- starfa. Umsækjandi verður að hafa hæfileika og þekkingu til að geta leiðbeint um meðferð og notkun véla i landbúnaði. Einnig er æskileg nokkur staðgóð búfræðiþekking ásamt allgóðri kunnáttu i ensku og Norðurlandamáli. Tilboð sendist blaðinu fyrir 14. þ.m. merkt. 1353.Fullriþagmælskuer heitið. Félagsstarf ddcvbovopxn. Starfsemin sem var i Tónabæ flytur i Félagsheimili Fóstbræðra, Langholtsvegi 109-111. Miðvikudaginn 13. september verður ,,Opið hús” frá kl. 1.30 til 5.30 e.h. Félagsstarf eldri borgara Langholtsvegi 109-111. Allar nánari upplýsingar í sima 18-800 kl. 10 til 12 f.h. UPPB0Ð Eftir kröfu skiptaréttar Reykjavikur verða neðangreindar eignir þb. Lithoprents h.f. seldar ef viðunandi boð fæst, á opinberu uppboði, sem haldið verður að Lindargötu 48, fimmtudag 14. september n.k. kl. 13.30. 1. Pappirsbirgftir fyrirtækisins. 2. Skrifstofuhúsgögn, peningaskápar, skrifstofuvélar. :t. Margskonar vélar og áhöld svo sem skurðhnifur, lleidelberg Digulvél, Kolland offsetvél, Planeta offsetvél, Solna offsetvél, heftivél, brotvél, hulsuborvél, rifgatari, filmusöx, filmusetningarvél ásamt tveim setningarborb- um, loflpressu, 9 leturkössum, 9 letursteinum og tilh. áhöldum, stór myndavél, stækkunarvél, litgreiningavél, hitavaskur denisitometer, kolbogaljós, lýsingarborð, 4 st. pvottaskálar, skuröarsax, skeytingarborð :í st., Portland spiravél með hreyfli, hjólagrind f. plötur 2 st., stimilkiukka. 1. Birgðir af prentplötum, ásamt framköliunarefni og prentfilmum. 5. Mikið magn af prcntfilmum af bókum o.fl., sem selt verður með fyrirvara um betra rétt :tja manns, Munirnir verða til sýnis á uppboðsstað miðvikudag 13. sept. n.k. kl. 13.30 — 17.00. Upplýsingar um vélar og áhöld veitir Unnsteinn Beek, borgarfógeti. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. r< ee KKAK KAFGEYMKí þjónusta - sala - hleðsla - viðgerðir I I I Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla INotum eingöngu og seljum járninnihaldslaust kemiskt hreinsaö rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta „SÖNNAK RÆSIR 55 BÍLINN^ Tæhniver AFREIÐSLA Laugavegi 168 — Simi 33-1-5 Árelíus Níelsson: Án krístins dóms Margir virðast álita kristindóm sér óviðkomandi. Þeir hafi ekkert þangað að sækja og þurfi þar ekkert að efla. Enn aðrir vilja leita annarra fullkomnari trúarbragða. Talað er um, að sumir verði Asatrúar, aðrir Bahai-trúar á Islandi nú á þessu ári, svo að vitnað sé i tvennt, sem er þó býsna óskylt og fjarlægt, þótt hvoru tveggja geti verið gott að einhverju leyti. En Bahai-trúarbrögð byggja á kærleika og frelsi, þótt ekki geti ég fundið þar neitt, sem Kristur ekki gæti veitt á sama hátt. Enda gætu sömu kraftar starfað undir misjöfnum nöfnum Asatrúin var aftur á móti, og er i eðli sinu, trúarbrögð hinna blindu náttúruafla likt og Jahve trúin upphaflega, blóðfórnir barnfórnir og skefjalaus grimmd getalitaðþar allar brautir, ef vel er að gáð. Býst ég við, að fæstir vildu skipta á leiðsögn Asatrúar og kirkju eða kristni nú, ef þeir þekktu til þess, hvað þeir eru að segja, eða hverju þeir heita fylgd i raun og veru. En hvað værum við þá án kristindóms? Og i þvi sambandi má gera sterkan greinarmun á kirkju og kristnum dómi. Margt á vegi kirkjunnar eru aðeins umbúðir og kenningar, leiðsögn misviturra manna á ýmsum öldum. Kristinn dómur er kjarninn, perlan, guðsriki réttlætis, friöar og gleði, sem Kristur kenndi um. Allt hið bezta er frá þvi runnið. Tökum nærtækt dæmi. Lögfræðingur ræddi við félags- fræðing og leiðtoga i tryggingam- álum eitt kvöld um daginn. Þar kom margt fram, sem fáir munu i fljótu bragði hafa tengt við kirkju og kristinn dóm. En samt var naumast minnzt á eitt einasta atriði i þessum óskum og fyrirheitum um manns- æmandi lif, sem er að ýmsu leyti komið i framkvæmd hér i okkar fámenna þjóðfélagi, að ekki ætti það rætur sinar og brennipunkt i kærleikskenningum og réttlætis- tilfinningum þeim, sem kristinn dómur hefur innrætt gegnum aldirnar. Samtalið varð i minum eyrum ein fegursta og áhrifamesta predikun, sem ég hef heyrt. Og út um allan heim, já, austur i rauða Kina og suður i svörtustu Afriku er óskað og vonað eftir sama öryggi, sömu hjálp sömu tryggingum. Og sums staðar er þessum óskum nú þegar fullnægt, jafnvel þar, sem Kristur er naumast nefndur á nafn, og fæstir, kannski enginn gerir sér grein fyrir þvi, að þar er andi hans og elska nú þegar að verki. Svona er kristinn dómur. Og sumar þjóðir t.d. Japanir, eru hálfkristnar i háttum og sam- félagsbyggingu sé miöað við dag- legt lif, þótt kirkjulegt uppeldi, sé þar ekki, og fáir geri sér grein fyrir, hvaðan gott kemur. Þannig verður vandsvarað, hvaða fólk er kristið, hvaða þjóðir eru kristnar i raun og veru. ,,Af ávöxtunum skulu þér þekkja þá”. Gætu t.d. Japanir eða Indverjar verið betur kristnir en Banda- ríkjamenn og Rússar, svo eitt- hvað sé nefnt til að hugsa um? Gæti Bahai-trú verið byggð upp af kristnum grunni, grein á meoði guðsrikis, ein hin blóm- legasta? Svona mætti lengi hugsa og spyrja. ■ Eitt er vist. „Viðar er guð en i Görðum”, eins og sagt var i gamla daga. „Viða er á ferðum hans vottar i heim, þótt viðjum og sverðum sé otað mót þeim”. Enginn skyldi fordæma. „Prófið allt, haldið þvi, sem rétt er”, sagði Páll postuli. An kristins dóms væri veröldin köld og grimm og.auk þess vonlaus og vansæl. Með kristnum dómi — krafti og anda kærleikans, getur útsker við heimskaut norður i sval- köldum sævi orðið slunnar ey, paradis á jörðu. Hvað þá hin betri og blómlegri lönd hinnardýrðleguplánetu, sem við köllum jörð og geymir að undur , sem við köllum lif? Þegar ferðast er um Mið- Evrópu og við augum blasa allar dásemdir gróandans, visindanna, listanna og auðsins verður manni að hugsa: ,Hvernig getur það átt sér stað, að fyrir nokkrum árum var hér meiri fátækt, neyð, böl og dauði, en nokkur orð fá lýst- Jafnvel á norður á Islandi var verið að tina saman fatnað til að senda fólki á þessum frjósömu svæðum og matarbita til að metta hungrandi fjöldann, þar sem nú er aftur orðið eitt rfkasta land heims?” Jú, svarið er auðfundið. Þeim hafði verið falin forysta um nokkur ár;guðlausum mönnum og grimmum, með hefnd og hroka að leiðarstjörnu. Nokkur árvoru essar vitnu og dáðriku þjóðir án ristindóms. Og afleiðingin: Fjöldamorð, fjöldagrafir, þræla- búðir, útrýmingarstöðvar, gas ofnar, borgir i rústum, kvalaóp, dauðastunur, skelfing, kúgun, pyndingar, i einu orði sagt, helviti á jörðu. An kristins dóms. Gætum við fullþakkað að hafa eignazt slika gjöf sem hann? Gætum hans, geymum og varð- veitum. Verum aldrei án kristins dóms. FYRSTAR 1887 ogenn ífullu fjöri steel power 1.5 VOLT IEC R20 Daninn Wilhelm Hellesen fann upp og framleiddi fyrstu nothæfu þurrrafhlöðuna fyrir 85 árum. í dag streyma HELLESENS rafhlöður hingað beint frá Kóngsins (Drottningarinnar) Kaupmannahöfn, hlaðnar orku. Hringið eða komið og tryggið yður þessa afbragðsvöru. Við önnumst bæði heildsölu- og smásöludreifingu. RAFTÆKJADEILD HAFNARSTRÆTI 23 • REYKJAViK • SiMI 18395 • SlMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.