Tíminn - 10.09.1972, Side 3

Tíminn - 10.09.1972, Side 3
Sunnudagur 10. september 1972 TÍMINN 3 Drengur að lestri. Myndin er eign Bæjarbókasafn's Kópavogs. Ilér eru þrjár myndir i röð, sem allar tákna sögu bókarinnar. I.engst til hægri er maður að elta skinn á grindverki. i iniðju stendur maður með langan fjöðurstaf I hendi. Hann er að skrifa á bókfell. Yzt til vinstri situr svo maður á rúmi sinu og er að lesa bókina, sem hinir hafa skilað honum I hendur. BUID AD STEYPA UST AD KÖLDUKVÍSL * KJ-Reykjavík. Steypta veginum i Mosfells- sveitinni þokar áfram jafnt og þétt þessa dagana, en þegar mest rigndi um daginn tafðist verkið. Byrjað var að steypa við Úlfarsá.en steypa á veginn alla leið upp i Kollafjörð. 1 gær var steypuflokkurinn á kaflanum á milli Þingvallavegarins og Köldukvislar, en þó nokkur timi verður að liða áður en um- ferð er hleypt á steypuna. Þá þarf einnig að ganga frá öxlum og um- ferðarmerkjum, áður en almenn umferð hefst. Steypti vegurinn fylgir vegarstæði gamla vegarins að mestu leyti norður fyrir Köldu- kvisl, en þá tekur hann beina stefnu yfir Leiruvoginn, og liggur nær Fitjakoti en sá gamli. Mörg- um finnst eflaust skritið, að brekkur og beygjurnar við Brú- arlandi og Hlégarð skuli hafa ver- ið látnar halda sér, en þá ber þess að geta, að i framtiðinni er ráð- gert að þessi vegur liggi aðeins upp i Mosfellssveit frá höfuðborg- inni, en annar vegur veröi lagður með ströndinni, og þjóni sá vegur umferð vestur og norður. Farið er að aka fyrsta kaflann, sem steyptur var, og er nú ekið á steyptum vegi frá Elliðaám upp undir Blikastaði. Burstahúsið fremst á myndinni er gamli barnaskólinn, en sjálfvirk (Timamynd: Gunnar) Þarna liggur Vesturlandsvegur i fallegum sveigum hjá Brúarlandi simstöð er i litla húsinu næst. Ungur og reglusamur maður með fjölskyldu, óskar að komast út á land f kaupstað eða kauptún með atvinnu i huga. Er með mikla reynziu að baki sér í bíla, hjólbarða og smurstöðvarvinnu. Upplýsingar i sima 20481 sunnudag og mánudag kl. 5-7. Húsvörð vantar Veiðifélag Vatnsdalsár vill ráða húsvörð i veiðihúsið Flóðvang næsta vetur. — Einn- ig eru laus nokkur veiðileyfi. Upplýsingar veitir Guðm. Jónasson, Ási. ÞINGI Annar landsfundur Bóka- varðafélags islands stendur yfir i Norræna Húsinu i Reykjavik, svo sem kunnugt er af fréttum. Undirritaður brá sér þangað, þegar hlé varð á öðrum störfum, þvi að hon- um hafði verið sagt, að i and- dyri hússins væri mikið af fall- egum myndum, helguðum bóklestri. En ég var ekki fyrr kominn inn i húsið, en á vegi minum urðu konur tvær, og hétu báð- ar Kristin. Var önnur Kristin Þorsteinsdóttir bókavörður og hin Kristin H. Pétursdóttir bókavörður. Og það er bezt að kannast við það eins og það er: Ég steingleymdi að horfa á myndirnar, sem ég hafði ætlað að skoða en fór þess i stað að spjalla við konurnar. — Eruð þið ánægðar með aðsóknina? var fyrsta spurn- ingin, sem ég lagði fyrir þær. — Sýningin er einkum ætluð bókavörðum, þátttakendum þingsins. Við búumst þvi ekki við mikilli aðsókn frá almenn- ingi — en þó eru hér margir hlutir, sem fólk hefur gott af að kynnast. — Stendur Bókavarðafélag- ið eitt að þessu þingi? — Við buðum ýmsum aðil- um þátttöku. — Hverjum, til dæmis? — Það má til dæmis nefna rithöfuna, arkitekta og kenn- ara, sem allir sendu fulltrúa til þess að taka þátt i þessu með okkur. — Þiðtaliztþá ekkieinvið, bókaverðirnir? — Nei, langt i frá, enda væri það engan veginn æskilegt. Hlutverk bókasafna er mikið að breytast. Aður voru þau fyrst og fremst söfn — bóka- geymslur, er næstum hægt að segja. Nú eru þau óðum að þróast upp i það að verða menningarmiðstöðvar, og það er einmitt það, sem þau þurfa að verða. Þar á að fara fram alhliða menningarstarfsemi, þar sem ýmsir hópar vinna saman, — sögðu þær nöfnur að lokum. -VS.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.