Tíminn - 10.09.1972, Side 5

Tíminn - 10.09.1972, Side 5
Sunnudagur 10. september 1972 TÍMINN 5 „Þetta gerír maður ekki!” Gott uppeldi og fáguð fram- koma hafa ætið þótt hið mesta hnoss — bæði hér á landi og annarsstaðar — en langt er siðan það heimsálit skapaðist, að „sannur Englendingur” væri gæddur þessum kostum um aðra menn fram. Dæmi- gerður Englendingur hefur þvi löngum verið álitinn sá maður, sem héldi skaphöfn sinni i algjöru jafnvægi á hverju sem gengi — i gjör- vallri framkomu hins „sanna Englendings” endurspeglaðist vandað og háþróað uppeldi. Samkvæmt þessu er „hinn sanni Englendingur” allra manna kurteisastur — hæfi- lega hlédrægur — maður fárra oröa en vel valinna. „Hinn sanni Englendingur” virðir ætið skoöanir og rétt annarra, en er að sama skapi ósýnt um yfirgang og ruddaskap út- lendinga, sem hann neyðist til að hafa afskipti af, enda hafa þeir vesalingar ekki borið gæfu til þess að njóta góðs ensks uppeldis og fágaðrar framkomu. Þessir kostir „hins sanna Englendings” hafa skapað honum mikið álit um gjörvalla heimsbyggðina: „Orð Englendings jafngilda skriflegum og vottfestum samningi” segir i ensku mál- tæki. Enska uppeldið og fram- koman leynir sér ekki, hvar sem slikur maður fer. Þessi skoðun útlendinga á „hinum sanna Englendingi” mun ennþá lifa góðu lifi viðast hvar — nema ef til vill hér á tslandi nú upp á siðkastið. En vert er að hafa i huga, að um- rædd skoðun útlendinga skap- aðist af framkomu ákveðinna stétta — stétta velmegunar og menntunar, sem ennþá hafa þessa kosti til að bera i rikum mæli — aö ég hygg. Mér vitan- lega dettur engum „sönnum Englendingi” i hug, að góða uppeldið og fágaða framkom- an nái niöur til lægri stéttanna — og allra sizt sjómanna! Raunar er ég þessari skoðun „hinna sönnu Englendinga” ósammála, en hinsvegar hélt ég að þessar „fornu dyggöir” lifðu ennþá góðu lifi i hópi ábyrgra menntamanna — einkum og sér i lagi ritstjóra — jafnvel aðstoðarritstjóra — jafn virðulegs ensks vikurits og „The Spectator” er. „The Spectator” telur sér m.a. til gildis að vera hægri sinnað og það sem meira er um vert — langelzta vikurit á Bretlandseyjum — stofnað fyrir hvorki meira né minna en 144 árum! Þar i landi telst það einnig til dyggða að vera gamall — þvi eldri þvi betri! Með jafn langa og merka sögu að baki, hlýtur maður að ætla að langþróað — já 144 ára upp- eldi — sýni sig og staðfesti i öllum skrifum blaðsins; að ritstjóri þess — og jafnvel að- stoðarritstjórinn — hafi öðlazt hnoss brezka yfirstéttar- menntamannsins — góða upp- eldið og fáguðu framkomuna Vonbrigði min voru þeim mun meiri, þegar ég las viku- legar dálk i seinasta hefti „The Spectators” eftir að- stoðarritstjórann — Patrick nokkurn Cosgrave, þar sem hann gerir landhelgismálinu skil i „nokkrum vel völdum orðum”. Þar er Einari Ágústssyni utanrikisráðherra likt við skripakarakter úr ópe- rettu eftir þá Gilbert og Sulli- van (manni verður hugsað til Sir Alec) — hvað sem það á nú að þýða — og siðan er fjallað um hina heimskulegu hræsni þessa hræsnisfulla fulltrúa ömurlegrar „non nation”. („Non nation” er illþýðanlegt — i orðunum felst að hér búi enginn þjóð, sem verð sé þvi nafni — nánast þjóöleysa). Að lokum brýzt út hjá Cosgrave tötrinu það, sem einungis er hægt að kalla fjarskalega barnalega vonzku fulltrúa þjóðar, sem ekki hefur lengur þau völdi i heiminum, sem brezka heimsveldið hafði meðan það var og hét — hann heitir á flota hennar hátignar að lúskra nú á þessum „fárán- legu gerviofstopamönnum, sem Islendingar eru” og von- ast til að slikt sé flota hennar hátignar ekki um megn! Ég ætla ekki aö fjalla um fá- vizku Cosgrave þessa á land- helgismálinu, (sem kemur m.a. fram i þvi að rugla sam- an fiskveiðilögsögu og land- helgi), en illt er til þess að vita, að fulltrúi brezku menntastéttarinnar og þeirra, sem hlotið hafa „gott upp- eldi”, skuli bregðast vonum foreldra sinna og annarra á þennan hátt — með sliku orð- bragði. Það stoðar litið þótt „The Spectator” sé 144 ára gamall og það þyki „fint”. Maður gæti haldið að „góða uppeldið og fágaða framkoman” sé að fjara út vegna ellihrumleika. Ég vona að Patrick þessi Cosgrave sé sú undantekning, sem sannar regluna — að hin- ar fornu dyggðir góðs uppeldis og framkomu ráði enn á Eng- landi — en Cosgrave þennan beri að skoða sem frávilling — sem dæmi um óþæga strákinn, sem mömmurnar benda góð börnunum á þeim til viðvörun- ar og segja: „Svona gerir maður ekki!” Páll Heiðar Jónsson. Sviðsmynd úr „Kjarnorka og kvenhylli”. Taliö frá vinstri: Þorleifur alþingismaður Ólafsson (Eggert Ólafsson) Valdimar stjórnmálaleiðtogi (Baldur Hólmgeirsson). „Gisli” — imynd vegagerðarmannsins, stytta reist af vega- gerðarmönnum með svipmót eins þeirra. Verndarvæltur Flókalundar Vestur á Kleifaheiði gnæfir steinkarl mikill og alkunnur, likt og jötunninn, sem stendur meö járnstaf i hendi jafnan við Lómagnúp — smiði vega- gerðarmanna og talinn hafa talsvert mikinn svip af Hákoni i Haga, sem lengi var höfðingi mestur i sveit Barðstrend- inga. Flestir, sem þar fara um i fyrsta skipti, munu staldra við til þess að heilsa upp á karl. Úr Vatnsfirði er vegur um Hornatær i Arnarfjörð, og minnugir þeirrar frægöar, sem „Hákoni” hafði hlotnazt á Kleifaheiði, reistu vega- gerðarmennirnir aðra styttu, skammt frá brúnni á Pennu. Svo er sagt, að sá, sem þar var hafður að fyrirmynd, hafi ver- ið úr hópi vegagerðarmanna sjálfra, Glsli Gislason frá Hvammi á Barðaströnd, og kannski má telja þessa lik- neskju heiðursvarða vega- gerðarmanna, svo hreinlega sem hún er úr þeirri stétt runnin að öllu leyti. Hann er þarna á krossgöt- um, svo að segja, imyndun þeirra, sem ruddu brautir um urð og klungur, og er vafa- laust gott til fararheilla á Vestfjörðum að hugsa fallega til hans og sýna honum verö- uga lotningu. Kannski veröur einhvern tima fariö að heita á þá „Hákon”, þegar uggur er i mönnum á ökuferðum á þess- um slóðum, likt og fólk hét á heilaga Barböru i Kapellu- hrauni fyrr á öldum. A næstu grösum er svo gisti- húsið Flókalundur, sem tekið hefur út mikinn vöxt I sumar eins og áður hefur verið skýrt frá, og er oröinn prýðilegasta athvarf þeirra, sem mega eiga þægilega nótt á leið sinni milli Vestfjarða og annarra lands- hluta eða dveljast nokkra daga i fallegu umhverfi, sem vissulega er i Vatnsfirði. Ef til vill má þvi segja, að „Gisli” sé jafnframt verndar- vættur þessa gististaðar. Kjarnorka og kven hylli til Færeyja Samband norrænna bandalaga áhugamannafélaga fékk sl. vor fimm hundruð þúsund kr. styrk frá Norræna menningarmála- sjóðnum til leikferða áhuga- mannaleikflokka milli Norður- landa. Þar af fær Leikfélag Keflavikur hundrað og fimmtiu þúsund kr. til Færeyjafarar með leikritið „Kjarnorka og kven- hylli” eftir Agnar Þórðarson. Sýnt verður i „Havnar sjónleika- húsið” i Þórshöfn fimmtánda, sextánda og sautjánda september næstkomandi. Fimmtán hlutverk eru i „Kjarnorka og kvenhylli”, og með þau fara: Eggert Ólafsson, Ingibjörg Hafliðadóttir, Hrefna Traustadóttir, Albert Karl Sand- ers, Sævar Helgason, Áslaug Bergsteinsdóttir, Baldur Hólm- geirsson, Finnur Magnússon, Ragnheiður Skúladóttir, Jónfna Kristjánsdóttir, Eygló Jensdóttir, Karl Guðjónsson, Ólafur Sigur- vinsson og Magnús Gislason. Leikstjóri er Sævar Helgason, og hefur hann einnig gert leikmynd. Sævar hefur stjórnar leikritum viða um land. Hann útskrifaöist úr leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1962.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.