Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN SAUNA Getum afgreitt nokkra „Complett” gufubaðs- klefa l'yrir áramól BYGGIR HF. Sími 17220 SOKHSK RKFOEYHKB TT ARMULA 7 - SIAAI 84450 Kynningarnámskeið í JUDO verður haldið á vegum Judofélags Reykjavikur að Skipholti 21, Kennari verður N.Yamamoto 5. dan KDK Judo. Námskeiðið fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 7-8 s.d.., og hefst á þriðjudaginn kemur. Athugið að námskeið þetta stendur aðeins út september og er fyrir alla, unga sem gamla. JUDOKKLAG IIEYKJAVÍKUR. VÍSIR á mánudegi greinir frá íþróttaviðburdum helgarinnar Pyrstur meó "TTT fréttimar | ^ I il, Hvar er veður- lagið æskilegast Sunnudaginn þriðja september síðast liðinn flutti Páll Bergþórsson veðurfræðingur bráðskemmtilegt útvarps- erindi i þættinum Loft, láðog lögur. Var það, samkvæmt venju, fyrir hádegi, á eilefta timanum. íslendingar tala mikið um veður, þeir líta oft til veðurs, og það hef ur hingað til þótt góður kostur á mönnum að vera veðurglöggir. Þeir hafa líka til skamms tima verið háðari veðurfari en flestar þjóðir aðrar. Þetta hef ur ekki látið sig án vitnisburðar í bókmenntum þjóðarinnar, enda hefur það verið um islendinga sagt, að þeir hafi alltaf á öllum timum bundið alla sína reynslu í skáldskap. Ég er bóndi, allt mitt á undir sól og regni sagði Stephan G. Hvar hefur veðurfar og skáldskapur tvinnazf saman á áhrifameiri hátt en hér? En víkjum nú aftur að því, sem getið var í upphafi og varð tilefni þessara hugleiðinga. Meginefnið í erindi Páls Bergþórssonar var að bera saman veðrið í Reykjavík, London og Nlew York. Við skulum snöggvast heyra, hvað hann hefur að segja um hitann á þessum þrem stöðum: „Meðalhiti ársins er fimm stig i Reykjavik, tiu og hálft i London og tólf og hálft i New York. En ef litið er á sumarið sérstaklega, verður munurinn talsvert meiri. Hlýjasti mánuður ársins er júli á öllum þessum stöðum. t>á er meöalhitinn ellefu stig i Reykja- vik, seytján og hálft i London og hvorki meira né minna en tuttugu og íimm stig i New York. Tvi- madalaust mundu flestir kjósa helzt Lundúnahitann..” Þetta og reyndar margt fleira skemmtilegt, segir Páll um sumarhitann. En hvernig skyldi ástandið vera að vetrinum? Um það segir svo í áðurnefndu erindi: ..Kaldasti mánuður ársins á öllum þessum stöðum er yfirleitt janúar, en febrúar fylgir fast á hæla honum. i London er janúar- hitinn að meðaltali fjögur stig, eitt i New York. en við frostmark i Reykjavik. Greinilega hefur London þarna vinninginn, og stundum koma þar janúarmán- uðir. þegar aldrei frýs. Þór hefur frostið komizt i meira en fimmtán stig i London i janúar. siðast árið 19(i2. En það er ekki nema rúm- lega eins stigs munur á meðalhita janúar i Reykjavik og New York, hiti rétt um frostmark. Af þvi leiðir, að frost og frostleysa eru álika algeng á báðum stöðum i janúar og frostakaflarnir verða viðlika harðir. Sá sem getur lifað af veturinn i New York vegna kulda, ætti þvi að geta það jafn vel i Reykjavik. Hitt er svo annað mál. að veturinn er lengri i Reykjavik.” Einn er sá þáttur í veður- fari lands okkar, sem er mörgum manni til ama. Það er vindurinn. Að minnsta kosti þykir okkur, sem borizt höfum á hið svo- kallaða höfuðborgarsvæði, sem hér sé alltaf einhver ónotagustur, úr einhverri átt. Við skulum athuga, hvort vísindamanninum er eins illa við storminn og hinum almenna vegfar- anda, sem varla getur gengið svo fyrir húshorn, að hann fái ekki væna ryk- gusu framan i sig úr næsta húsasundi. Páll segir: „Nú er komið að öðrum þætti veðursins, sem er óhagstæðastur Reykjavik i samanburði við heimsborgina London og raunar lika New York, en það er vindur- inn. og þá nánar tiltekið vind- hraðinn. ísland er á allmiklu hvgða- og vindasvæði. Loftslags- fræðingar tala um íslandslægð- ina sem ákveðið fyrirbæri á til- teknum stað á kortinu. milli islands og Suður-Grænlands....Og nú er Reykjavik einmitt i þeim hluta landsins. sem næst liggur íslandslægðinni. Þar er þvi vinda von. og ekki bætir það úr. að land- ið er skóglaust að kalla. Þetta kemur lika greinilega fram i samanburði Reykjavikur og Lundúna. í Reykjavik er veður- hæðin ljórir eða meira helming ársins, en i London er veðurhæðin aðeins 40% af árinu fjögur vind- stig eða meira. Þó er munurinn öllu skýrari, þegar litið er á, hvað hvassviðri eru algeng, átta vindstig eða meira. i Reykjavik nær veðurhæðin hvassviðri um 5% af árinu. en i London viðast langt innan við 1%. Þess er þó rétt að geta að hvassviðrin i Reykja- vik koma aðallega að vetrinum, þau eru þá fimm sinnum algeng- ari en um hásumarið... Af þessu má marka, að á tslandi þarf sterkari mannvirki en i Englandi, allt frá tjöldum til stórhýsa, og það þarf hlýrri föt. Það er ekki lofthitinn einn , sem ræður vellið- an manna, oft er það vindurinn, sem segir um það siðasta orðið. Hér skal þó nefna það, sem betur verður komið að siðar, að vindur- inn á tslandi á þátt i þvi með si felldri endurnýjun, hvað loftið er hreint og ómengað, þar sem reyk- ur og stybba kynnu annars að safnast fyrir.” En það erfleira en hiti og vindur, sem setja svip á veðurfarið. Úrkoman er ekki síður gildur þáttur þess. Um hana hefur Páll þetta að segja: ,.í London mælast sex hundruð mm á ári. um átta hundruð i Reykjavik. en ellefu hundruð og tuttugu i New York. Reykjavik er þarna mitt á milli. í London er úr- koman nokkuð jöfn yfir allt árið, íjörutiu til sextiu mm á mánuði. t Reykjavik er sumarregn ósköp áþekkt þessu. en það sem muninn gerir. er að á veturna er úrkoman mun meiri i Reykjavik. sjötiu til niutiu mm á mánuði. En þessi vetrarúrkoma Reykjavikur er nokkuð svipuð og vetrarúrkoman i New York. Þetta má orða svo, að mjög likt úrkomumagn og i Iteykjavik megi upplifa með þvi að dveljast að vetrinum i New York. en að sumrinu i London. En i þessum samanburði má ekki gleyma þvi. að úrkoman á Islandi er ákaflega misjöfn. Þar sem hún er minnst. i innsveitum norðan lands. er hún meira en helmingi minni en i Reykjavik, en á Kvi- skerjum i öræfum er hún fjórum tii fimm sinnum meiri en i höfuð- borginni. Það rignir og snjóar sem sagt tiu sinnum meira á Kvi- skerjum en á Grimsstöðum á Fjöllum.” Nú mun vist nóg komið af orðréttum tilvitnunum, en það er sannast að segja, að undirrituðum þóttu þeir kaflar, sem hér hafa verið teknir, svo merkilegir, að ekki væri annað fært en að taka þá upp eins og þeir lögðu sig. Þarsem fellt var úr, á eitthvað tveim eða þrem stöðum, var það auð- kennt með punktum... Sú ein breyting var gerð, að tölur eru skrifaðar i bók- stöfum af ótta við prent- villupúkann alræmda, sem Sunnudagur 10. september 1972 Páll Bergþórsson alltaf er að angra þá, sem skrifa í blöð. En Páll Bergþórsson kemur miklu viðar við í erindi sinu, en hér hefur verið talið. Hann talar um snjókomuna, sem viða á islandi er ósmár þáttur veðurfarsins. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að í Reykjavík séu þeir dagar sextiu og fimm á ári, sem eitthvað verður vart snjó- komu eða slyddu, en í London aðeins fimmtán til tuttugu. Þetta er óneitan- lega mikill munur, og myndi margur sveitabónd- inn á islandi þykjast góðu bættur, ef hann hefði ekki meira af Vestri konungi að segja, en þeir Lundúnabú- ar. ,,Þokan gráa grípur féð..” var forðum kveðið. En ekki þurfa Reykvíking- ar að kvarfa undan henni, því þar kemur ekki nema einn þokudagur á mánuði, að sögn Páls. Aftur á móti er London ,,alkunn fyrir þokur sínar og þó sérstak- lega að vetrarlagi", segir hann. Og enn verður ekki hjá því komizt að vitna orð- rétt í erindi Páls Bergþórs- sonar: „Að vetrinum er þoka i London meira en fjórða hvern morgun sjö til átta daga i hverjum mán- uðinum, nóvember. desember og janúar. t desember 1952 var það, sem þokan var svo mikil og eitr- uð. að á fjórum dögum var talið, að dauðsföll hefðu verið fjögur þúsund fleiri en ella hefði orðið, aðallega vegna lungnakvefs og lungnabólgu. Nú er þess skylt að geta. að einmitt eftir þennan hrapalega atburð, tóku Bretar mikla rögg á sig, settustrangalög- gjöf gegn mengun lofts, og ástandið hefur siðan batnað mikið að sögn.” En þess ber að geta, að hin fræga Lundúnaþoka er næstum eingöngu bundin vetrinum. Á sumrin kemur hún á ekki nema á margra mánaða fresti. Enn er eitt atriði veður- fars, sem Páll Bergþórsson gerirskil í erindi sínu. Það eru þrumuveðrin. Segja má, að þau fyrirbæri fari langtum verr með Lundúnabúa en Reykvík- inga, því samkvæmt upp- lýsíngum Páls, koma fimmtán til tuttugu þrumudagar á ári þar í heimsborginni, og það sem verra er: Þeir koma næst- um allir að sumrinu. En í Reykjavík kemur að jafn- aði ekki nema einn þrumu- dagur á ári, og það eru yf ir- gnæfandi likurtil þessað sá eini dagur, þegar þrumur ganga hér, verði að vetrar- lagi, i útsynningséljum, Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.