Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 10. september 1972 TÍMINN 7 Slöngum innan 16 ára bannaður aðgangur Dyravörður i kvikmyndahúsi i Av bænum Belem i Brasiliu harðneitaði að hleypa náunga nokkrum inn i bióið, vegna þess að hann var með litla boaslöngu vafða um handlegg sér. En bit slöngutegundar þessarar er baneitrað. Slöngueigandinn mótmælti og sagði að slöngunni sinni langaði til að sjá myndina og i lögum stæði ekkert um, að slöngum væri meinaður að- gangur að kvikmyndahúsum. En dyravörðurinn lét ekki snúa á sig, en benti þessum um- hyggjusama eiganda eitur- kvikindisins, að myndin væri bönnuð innan 16 ára en slangan væri i mesta lagi tveggja ára. Þessum salomonsdómi var ekki hægt að mótmæla og slangan fékk ekki að sjá kvikmyndina. ★ Bústnar prinsessur 1 fyrradag birti Spegillinn mynd af kynbombunni Anitu Ekberg, sem ekki þótti neitt smástykki á sinum tima, en það voru hreinustu smámunir miðað við það sem nú er. En Ekberg unir glöð við sitt og segir að öll þau ósköp af kilóum, sem bætzt hafa á hennar fagra likama geri hana bara enn eftir- sóknarverðari i augum karl- manna. En það eru fleiri fagrar og frægar konur, sem verða að láta sig hafa það að eldast og breytazt i útliti samkvæmt þvi. 1 dag birtir Spegillinn myndir af tveim konungbornum persón- um, sem voru dáðar um allan heim fyrir fegurð, og enn vekja þær athygli hvar sem þær fara, þótt ekki sé nema vegna stöðu sinnar i mannfélaginu. Myndirnar voru teknar á bað- ströndum Miðjarðarhafsins i sumar. Til vinstri er Grace Kelly, prinsessa af Mónakó, sem áður var dáð leikkona og augnayndi karla sem kvenna. Aldur prinsessunnar er leyndarmál, en hún hefur alið manni sinum tvö börn og má vera að það hafi haft einhver áhrif á vaxtarlagið. Hin myndin er af Margréti, Englandsprinsessu, sem kölluð var fegusta prinsessa i Evrópu á'ður en hún lagðist i barneignir, en hún á þrjú börn. En það er enginn ungur fram á elliár, og eru prinsessur þar engin undan- tekning. Tveir golfleikarar voru fastir við 14. holuna. þvi tvær konur áttu i erfiðleikum með 15. holuna. — Farðu til þeirra og spurðu, hvort við megum ekki spila fram- hjá þeim. sagði annar. Hinn fór, en kom aftur að vörmu spori. — Nei, það gengur ekki. Þetta eru konan min og viðhaldið og þær mega ekki sjá mig. Spurð þú þær heldur. Þá fór hinn og kom bráðlega aftur. — Já.mikið er þetta litill heimur, sem við búum i.... Alldrukkinn herramaður staulaðist eftir gangstéttinni og mætti ungri stúlku. — Segðu mér, ljúfan. Hvað er ég með margar kúlur á enninu? — Þrjár, svaraði stúlkan undr- andi. — Gott. Þá eru bara fjórir staurar eftir heim. Konur geta þjáðst á margvis- legan hátt...en aldrei i þögn. Af hverju ertu að klóra þér? Af þvi ég er sá eini, sem veit, hvar mig klæjar. Einkaritarinn: — Það er hérna maður, sem vill að þér segið frá leyndardóminum að velgengni yðar. Forstjórinn: — Er það blaða- maður eða leynilögreglumaður? Á fæðingardeildinni: — Það er maður þarna frammi, sem viil gjarna sjá nýfæddan son sinn. Er einhver krakkinn vakandi? -Valborg. Siðan stelpan fór að læra á hörpuna, er ég ekki viss um, að mig langi til Himnarikis, þegar ég dey. DENNI DÆAAALAUSI Gina fæddist hér, en hún var búin til á italiu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.