Tíminn - 10.09.1972, Side 8

Tíminn - 10.09.1972, Side 8
TÍMINN Sunnudagur 10. septembcr 1972 Menn og máUfni Fyrsti sigurinn í londhelgisdeilunni Samningur islcndinga og Belga undirritaður. Við borðið sitja belgiski ambassadorinn, Einar Agústsson, Andersen, amhassador. Að baki þeim standa aðrir fulltrúar samninga ncfndanna. utanrikisráðherra Hans 8 Samkomulagið við Belga Merkasti atburður s.l. viku, var undirritun samkomulagsins við Belga um takmarkaðar veiði- heimildir innan hinnar nýju 50 sjómilna fiskveiðilögsögu is- lands. ljetta samkomulag er til stór- ávinnings I'yrir okkur íslendinga, þvi að i þvi felst raunverulega full viðurkenning belgisku rikis- stjórnarinnar á 50 milna fisk- veiðilögsögu islendinga i verki, þótt i samkomulaginu só þvi lýst ylir, að hvor rikisstjórnin um sig I hafi sinar skoðanir á þvi, hvernig fiskveiðilandhelgi beri að haga. ÍJetta samkomulag er þvi hval- reki lyrir okkur. Og só höfð i huga aðstaða okkar i baráltunni gegn þeirri áróðursherferð, sem brezka rikisstjórnin og brezkir togaraeigendur nú heyja gegn okkur, má likja þessum samningi við Belga, við það að hafa lengið slóra vinninginn i happdrættinu. Diplomatiskur sigur Með þessu samkomulagi hefur islenzka rikisstjórnin unnið stór- kostlegan diplómatiskan sigur. Belgia er eitt aðildarrikja Efna- hagsbandalagsins. Bað gerir þetta samkomulag óháð alstöðu annarra Efnahagsbandalags- rikja. I>að telur þetta samkomu- lag ,,lullna“gjandi lausn’ fyrir sig með tilvisun til þess l'yrirvara, sem Efnahagsbandalagið setti, af sinni hállu, i viðskiptasamning þann, er íslendingar hal'a undir- rilað við bandalagið og veitir ís- lendingum veruleg tollfriðindi með sjávarafurðir innan banda- lagsins. Eyrirvari Efnahags- bandalagsins var um það, að bandalagið áskildi sór rólt til að lála ákva'ði samningsins um toll- l'riðindi á sjávarvörum ekki koma til framkvæmda. cl' ..lullna'gjandi lausn’’ fyndist ekki i fiskveiðideil- unni. Með þessu samkomulagi við Belga. vaxa þvi óneitanlega lik- urnar á þvi að bandalagið muni ekki beita þessum fyrirvara, þótt ekki hafi tekiz.t að leysa deiluna við Breta lyrir 1. jan. 1974, er samningurinn á að taka gildi. Mikilvægl er einnig, að með samkomulaginu verður það ekki lengur borið á tslcndinga að þeir sýni ósveigjanleika og tillitsleysi i þessari deilu. Með þvi eru fa-rðar siinnur á samkomulagsvilja Is- lendinga. Ef þeim er sýndur skilningur og sanngirni, er auð- vclt að mæta þeim á miðri lcið og linna þá lausn. sem teljast verður viðunandi. Höfuðatriði samkomulagsins Höl'uðatriði samkomulagsins við Belgiu eru þessi: 1. Samið er til 19 mánaða. 2. Vciðiheimildir ná til (isvæða. Svæðin eru opin aðeins hluta árs- ins og ná l'lest inn að 14 milum. 2. Veiðihcimildirnar eru bundnarvið 19 tilgrcindra togara. 4 þeirra eru BIH- 550 tonn. en hinir eru allir minni en 250 tonn. Meðalstamð þessara 19 belgisku skipa er um 200 tonn. Samningur- inn er einungis bundinn við þessi skip og verði hætt að gera eitt- hvert þeirra út af einhverjum ástæðum. fækkar skipunum um leið. Ekki er leyfilegt að taka ný skip inn i samninginn. 4. Hvert þessara skipa verður að sækja um sérstakt leyfi til veiða á umsömdum svæðum og verður veiðileyfi gefið út til 6 mánaða i senn. Gerist eitthvert skipanna brotlegt við islenzkar reglur má visa þvi af miðunum við ísland. 5. Belgisku skipin skulu gæta sérstakrar varúðar vegna neta is- lenzkra fiskiskipa. 6. Islenzka landhelgisgæzlan á fyllsta rétt til að rannsaka veiði- búnað þeirra skipa. sem veiði- leyfi hafa fengið og krefjast þeirra upplýsinga um veiðarnar, sem hún telur nauðsynlegar. 7. Með samningunum er komið i veg fyrir humarveiðar Belgiu- manna hér við land, en þeir hafa veitt milli 10og 12 þúsund tonn af humri hér við land á undanförn- um árum. Upphaf undanhalds Breta l>að sem mestu skiptir þó i þessu öllu er það, að samkomu- lagið byggist á leyliheimildum, sem sa>kja verður um til islenzkra stjórnvalda og þau veita til tak- markaðs tima i senn. Ennfremur er um leið viðurkenndur réttur is- lenz.krar löggæzlu til að fram- l'ylgja þeim reglum. sem um leyfi þessi gilda og þar með viður- kenna Belgiumenn islenzka lög- sögu um fiskveiðar innan nýju 50 milna markanna. Ilér helur þvi heldur betur verið rofið skarð i þann múr. sem Brctar og Vestur-l>jóðverjar hala verið að byggja upp i Vestur- Evrópu gegn hagsmunum og rétt- indum Islendinga. Annar merkisatburður vikunn- ar var sá, að varðskip klippti á togvir togara. sem var að veiðum innan hinnar nýju liigsögu án nafns og númers og án þjóðfána. Brezka rikisstjórnin mótmælti þessum aðgerðum varðskipsins. Ulanrikisráðherra svaraði með mótmælum islenzku rikis- stjórnarinnar gegn óliiglegum veiðum brezkra skipa i islenzkri fiskveiðiliigsögu og sérstaklega mótmælti hann þvi athæfi að skip sigldu með málað yl'ir nafn og númer og væru slik skip réttlaus. Arangur þess varð sá. að skip- herra brez.ka eftirlitsskipsins Miranda. gaf út dagskipun til brezku togaraskipstjóranna um að mála aítur á nafn og númer. I>að væri ekki til neins. Varð- skipin þekktu þá hvort eð væri. Siðan hal'a flestir eða allir brezku togararnir tekið upp nal'n og númer að nýju. Árangur útfærslunnar segir þegar til sín En hvernig ætli þeim aflist blessuðum? Aflinn virðist hafa verið ærið rýr. enda athafna lriður ekki mikill. islenzku varð- skipin sifellt að trul'la og vindur i taugum brezkra togaramanna. Margir virðast þegar hafa leitað út fyrir og brezkir togarar eru nú talsvert færri hér á miðunum en vant er á þessum árstima. Segir það sina sögu um ástandið og árangur veiðibrotanna og einnig að fjölmargir brezkir togaraskip- stjórar muna enn timabilið frá 1958—1961 og vita. að það er ekki hægt að stunda togveiðar með góðum árangri undir herskipa- vernd. nema heilt herskip fylgi hverjum togara og það sé ,,skipp- erinn" á togaranum en ekki aðmirállinn. sem ferðinni ræður! l>að er raunar þegar komið i ljós. að útfærsla fiskveiðilög- sögunnar hefur borið verulegan árangur til friðunar. Brezku togararnir verða að hnappa sig á tveimur veiðisvæðum og á meðan eru önnur svæði i friði. Togararn- ir eiga sifellt yfir höfði sér að verða teknir og færðir til hafnar og þeir munu verða l'yrir sifelld- um truflunum við veiðarnar. Veiðar þeirra verða þvi ekki árangursrikar. l>að má færa að þvi sterkar likur. að afli brezku togaranna verði minni við þessar aðstæður, en hann hefði orðið. ef Bretar hefðu fallizt á það tilboð islenzku rikisstjórnarinnar, sem siðast var gert. Brezk togarautgerð mun þvi tæplega hagnast á þeirri hörðu afstöðu. sem komið hefur i veg i'yrir bráðabirgðasamkomu- lag. Tökum það rólega l>egar brezk togaraútgerð fær um þetta sönnur aukast vonandi likurnar á þvi að leysa megi deil- una með bráðabirgðasamkomu- lagi. en islenzka rikisstjórnin helur enn itrekað vilja sinn til bráðabirgðasamkomulags á sanngjörnum grundvelli. islendingar geta þvi haldið stillingu sinni. limfram allt ber að forðast allt það sem leitt getur til slysa og óhappa. Hér ber að sýna þolinmæði. en um leið elju við að trul'la veiðiskap brezkra, svo sem Irekast er unnt. Sú tið kemur að veiðiþjófur verði tekinn og látinn svara til saka. f>að gerir ekkert til þótt það verði ekki al- veg á næstunni. I grein. sem Ingvar Hallgrims- son. forstjóri Hafrannsóknastofn- unarinnar ritaði nýlega, kemur þetta m.a. fram: Þorskur ,.l>að er samdóma álit fiski- fræðinga i Hlöndum beggja megin Atlantzhafs. að þorskstofnar Atlanzhalsins séu fullnýttir eða ofveiddir og að nauðsyn beri til að létta á sókninni i þá. ef ekki á illa að fara. l>etta á ekki hvað sizt við um islenzka þorskstofninn. Dánarorsök nytjafiska er fyrst og fremst veiði. og sóknina i stofninn má t.d. marka af þvi. hve árleg dauðslöll i stofninum hafa vaxið. A árunum milli heimsstyrj- aldanna dóu um 45% af stofninum árlega. á striðsárunum lækkuðu dauðsföllin i 37% árlega. en juk- ust siðan stöðugt. og er nú svo komið. að 70% hins kynþroska hluta stofnsins deyja árlega. l>etta er hærri dánartala en i öðr- um þorskstofnum Norður-Atlanz- hafs. og kann ég ekki dæmi þess. að nokkur fiskstofn þoli slika sókn til langframa. Vegna þessarar auknu sóknar. sem er nú orðin meiri en viðkoma stofnsins. fer fiskurinn sifellt smækkandi. fleiri og fleiri fiska þarf i tonnið og vinnsla hvers tonns. verður sifellt dýrari. Árið 1928 var rösklega helmingur afl- ans fiskur eldri en 10 ára, en árið 1938 var um 35% á þessum aldri. Á striðsárunum fékk þorskurinn talsverða hvild og að loknu striði var hann vænni en áður, og árið 1948 var yfir 60% fisksins i aflan- um eldri en 10 ára, stór og vænn fiskur. En nú hallar fljótt á ógæfuhlið, og árið 1958 er aðeins um 20% aflans fiskur eldri en 10 ára. og árin 1970 og 1971 finnst ekki svo gamall fiskur i aflanum, hann nær ekki 10 ára aldri. Sá stóri og væni þorskur, sem var uppistaða aflans árin 1928 og 1948, er nú ekki lengur til, hann er veiddur á yngri aldri sem smærri fiskur. Ýsa Ýsustofninn hér við land er i litlu betra ástandi, en ýsa er mjög hraðvaxta fiskur, og kemur greinilega fram hjá henni, hve mikið vinnst við að veiða stóran fisk fyrirsmáan. Tveggja ára ýsa vegur um hálft kiló. fjögurra ára um 1,7 kiló og fimm ára ýsa vegur um 2,1 kiló”. Friðunarráðstafanir Nú þegar við höfum fært fisk- veiðilögsöguna út i 50 sjómilur getum við. án samninga við aðra, gert nauðsynlegar ráðstafanir til að friða hrygningar og uppeldis- stöðvar. l>á fellur ýsustofninn undir okkar lögsögu og þá mun- um við koma i veg fyrir að veidd sé tveggja og þriggja ára ýsa. Þá geymum við hana i sjónum, lát- um hana timgast og um leið margfalda þyngd sina. Þær friðunaraðgerðir, sem gerðar verða með nýrri löggjöf, sem Alþingi mun setja nú i haust, er það kemur saman að nýju, hljóta að beinast að þessu mark- miði. Furðuleg þrákelkni En i sambandi við þessar upp- lýsingar um ástand fiskstofnanna i Norður-Atlanzhafi er rétt að rifja hér upp furðuleg ummæli, sem Prior. fiskimálaráðherra Breta. lét eftir sér hafa i siðustu viku. Prior er m.a. spurður álits á þeim visindalegu rannsóknum, sem leitt hafa i ljós. að fiskstofn- arnir i Norður-Atlanzhafi eru i stórkostlegri hættu. en þar er bæði um að ræða skýrslu alþjóð- legrar sérfræðinganefndar og skýrslu Alþjóðahafrannsókna- ráðsins. Aðild að þessari skýrslu- gerð eiga m.a. brezkir sérfræð- ingar. og eru þeir samdóma öðr- um sérfræðingum um niðurstöð- urnar. Niðurstöður þessara vis indarannsókna voru m.a. birtar i frétt i brezka stórblaðinu The Guardian s.l. mánudag. Um niðurstöður þessara fjöl- þjóðlegu visindarannsókna segir fiskimálaráðherra Breta: ..Ég las þessa frétt i Guardian, og þessar upplýsingar eru alger- lega rangar. Það eru reyndar sveiflur i þessum efnum, en hið almenna ástand fiskstofnanna er talið fremur gott"!! i annan stað segir hr. Prior: ,,Við höfum alla tið verið reiðu- búnir til þess að ræða friðunar- ráðstafanir á vissum svæðum, og við erum enn reiðubúnir, svo framarlega sem slikar ráðstafan- ir gera ekki upp á milli þjóða, — Breta. Þjóðverja, islendinga eða annarra. Þetta hefur ekkert að segja. ef Islendingar halda veið- um áfram". Það er rétt að skoða þessar yfirlýsingar brezka sjávarút- vegsráðherrans i nokkru sam- hengi til að gera sér fulla grein fyrir þvi, hvernig ganga muni að koma i veg fyrir eyðingu fisk- stofnanna með fjölþjóðlegu sam- komulagi þeirra þjóða, sem aðild eiga að svæðastofnunum þeim, sem hafa eiga eftirlit og stjórn á fiskveiðum i Norður-Atlanzhafi. Til þess að verndunaraðgerðir komist i framkvæmd, þurfa allar aðildarþjóðir að svæðastofnunum að hafa staðfest aðgerðirnar. Það jafngildir neitunarvaldi hverrar aðildarþjóðar gegn framkvæmd verndunaraðgerða. Er nema von, að biðlund íslendinga sé þrotin Islendingar hafa árum saman og hvað eftir annað flutt tillögur i svæðastofnunum um tilteknar verndaraðgerðir til að koma i veg l'yrir rányrkju á fiskstofnunum. Þessi barátta hefur verið til einskis. Tillögur lslendinga hafa ekki náð fram að ganga, m.a. vegna andstöðu brezka fiski- málaráöuneytisins. Menn ættu þvi að geta gert sér allvel i hugar- lund. hvernig takast muni á næst- unni að gera nauðsynlegar ráð- staíanir. ráðstafanir. sem enga bið þola til að bjarga fiskstofnun- um frá yfirvofandi hættu tortim- ingar. ef það ætti að vera i hönd- um brezka fiskimálaráðherrans og ákveða. hve langt yrði gengið og^ hann gæti komið i veg fyrir nauðsynlegar ráðstafanir með af- stöðu sem jafngildir neitunar- valdi. Er nokkur i vafa um að hr. Pior myndi beita þvi neitunar valdi? Hann neitar að viðurkenna samdóma álit allra færustu sér- fræðinga m.a. brezkra, um hið hættulega ástand fiskstofnanna og segir það firrur einar og að engu hafandi. Það er ekki fyrr en búið er að gjöreyða fiskstofn- unum. eins og t.d. á St. Georges- banka. sem Bretar virðast til við- tals um friðunaraðgerðir. —'TK.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.