Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 10. september 1972 TÍMINN Útgefandi: Frámsóknarflokkurinn : Framkvæmdastjóri: Kristján Benetliktsson. Ritstjórar: Þór-I;l : arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlssoníj: : Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Tlmans).;!; ; Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-||l| ; stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300-18306^; I Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreioslusfmi 12323 — auglýs-jl;; ; ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaldl;; i 225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-jl;l takið. Blaöaprent h.f. Vinnuafköst bænda í grein, sem Ingi Tryggvason, blaðafulltrúi búnaðarsamtakanna, ritaði i Timann 2. sept. sl. svarar hann enn þeim firrum, sem haldið hefur verið fram um vinnuafköst bænda, vegna þess að Alþýðublaðið hafði i heilagri vandlæt- ingu talið það hina mestu ósvifni að draga i efa þá aðferð, sem Björn Matthiasson beitti við út- reikninga á vinnuaflsafköstum i landbúnaði. Þeir útreikningar gefa alranga mynd af vinnuafköstum bænda og framleiðni i landbún- aði. Þessir útreikningar eru byggðir á trygg- ingarskyldum vinnuvikum skv. ákvæðum tryggingalaga, en ekki þeim vinnustundum, sem bændum eru greiddar i verðlagsgrundvelli landbúnaðarins. Það er auðvitað hin mesta firra að nota gjör- ólikar og ósambærilegar tölur við ákvöroun kaups annars vegar og mat á afköstum hins vegar. Þetta gera Björn Matthiasson og leiðarahöfundur Alþýðublaðsins og láta eins og þeir viti ekki um það mikla ósamræmi, sem er vissulega milli tryggðra vinnuvikna og að fullu greiddra vinnuvikna i landbúnaði. Ingi Tryggvason bendir i grein sinni á nokkur dæmi til sönnunar þessu ósamræmi. Hann segir: „Mjög margt gamalt fólk hefur að einhverju leyti tekjur af landbúnaði og er tryggt allt árið. Þvi miður er ekki til nein rannsókn á þessum þætti tryggingarmála svo að ég viti, en til að fá örlitla hugmynd um þetta, gerði ég fyrirspurn um hjón, sem ég þekki. Bóndinn er fæddur 1892 og býr með syni sinum og tengdadóttur. Kona eldri bóndans er fædd 1892 og hefur verið að mestu rúmföst heima hjá sér nokkur undanfar- in ár. Spurningu minni svaraði viðkomandi starfsmaður skattstjóra á þessa leið: „Þessi hjón eru tryggð samanlagt 104 vinnu- vikur á ári við landbunað. Þau hafa allar sinar tekjur af landbúnaði, aðrar en ellilaun. Þessi ákvörðun um fjölda tryggðra vinnuvikna er i samræmi við reglur okkar, enda hefur bóndinn ekki óskað eftir, að trygging verði felld niður." Sumum kann að finnast, að dæmi sem þetta sé litið sönnunargagn. En ef við litum á þá staðreynd, að meðalaldur þeirra, sem land- búnað stunda, er mjög hár, hlýtur mönnum að vera ljóst, að afköstin fara ekki endilega eftir fjölda tryggðra vinnuvikna. Ingi bendir á fjöldamörg önnur atriði til sönnunar þvi, að ekki er hægt að nota tryggðar vinnuvikur i landbúnaði sem grundvöll út- reikninga i vinnuaflsafköstum. Hann sýnir ennfremur fram á, að óvéfengjanlegt er, að ákvörðun um fjölda tryggðra vinnuvikna fer með allt öðrum hætti fram i landbúnaði en öll- um öðrum atvinnugreinum landsmanna. Það eitt út af fyrir sig væri vissulega nægjanlegt til að útiloka samanburð á „vinnuaflsafköstum" við aðrar stéttir byggða á þessum grunni. Hinn eini raunhæfi grundvöllur til útreikn- inga á vinnuafköstum bænda og framleiðni- aukningu i landbúnaði hlýtur að vera sá vinnu- timi bænda, sem þjóðfélagið fæst til að viður- kenna á hverjum tima i verðlagsgrundvelli landbúnaðarins. -TK Frumstæðir þjóðflokkar verða hart úti í stríði Styrjöldin raskar margvíslegum Greinin, sem hér fer á eftir, segir frá Meomönnum við Mekong-á, en höfundarnir dvöldust hjá þeim i þrjár vikur við undirbúning sjón- varpsþáttar, sem sýndur er i flokknum „Heimur, sem er að hverfa". Kemur afar skýrt fram i greininni, hve herfilega viðvarandi styrjöld getur leikið frum- stæða, fátæka minnihiuta- þjóðflokka, sem engra hagsmuna eiga að gæta i styrjöldinni og einskis óska fremur en að fá að lifa I friði. Styrjaldarófreskjan slettir hala sinum vfða, og stundum stoðar jafnvel ekki að reyna að flýja með allt sitt á friðvænlegri stað. UM 250 þúsundir Meomanna búa i hálendi Laos, en tvær milljónir þeirra búa i Kina og annars staðar i suð-austur Asiu. 1 skýrslu, sem lögð var fram i Oldungadeild Banda- fikjaþings árið 1970 stóð þetta m . a.um Meomenn: „Saga Meomanna i Laos er sannariega harmsaga. Heita má, að þeir séu allir flótta- menn, annað hvort óbreyttir borgarar á flótta frá orrustu- svæðum eða fyrrverandi her- menn á flótta eftir ósigur. Meomenn i Laos voru taldir um 400 þúsund árið 1960, en að minnsta kosti 40-50% fullorðinna karla hafa fallið og um 25% kvenna og barna hafa einnig orðið styrjöldinni. að bráð með einhverjum hætti.". Franskur mannfræðingur, Jacques Lemoine að nafni, var leiðsögumaður okkar til þorps Meomannai óshólmum Mekong-árinnar. Hann taldi framanskráða lýsingu orðum aukna og kvað þorpið, sem við fórum til, einmitt bera þess vott, að sumum Meomanna hefði tekizt að bjarga sér og menningu sinni með hlutleysi i styrjöldinni. LEMOINE hóf rannsóknir sinar meðal Meomanna fyrir átta árum. Honum ætlaði að ganga illa að finna þorp, sem sloppið hefði við varanleg áhrif styrjaldarinnar. Ibúar fyrsta þorpsins, sem hann settist að i, voru undir svo sterkum áhrifum styrjaldar- innar, að minnstu munaði að þeir dræpu hann, þar sem þeir töldu hann útsendara Pathet Lao. begar Lemoine kom til þorpsins, sem hann visaði okkur til, sætti hann grun- semdum, sem jöðruðu við fjandskap. Þorpsbúar sögðu honum ekki að hypja sig, en létu honum ekki i té neinn mat, en þannig koma þeir ein- mitt fram við alla óvelkomna gesti. Lemoine þraukaði, en ibuar þorpsins þóttust einmitt fá grun sinn staðfestan þegar hann tók að rita hjá sér nöfn einstakrá" manna i sambandi við athuganir sinar á fjölgun fólksins. Það lá svo sem i aug- um uppi, að hinn konunglegi her Laos eða Bandarikjamenn höfðu sent hann á vettvang. Hálft annað ár leið áður en þorpsbúar hættu að skrökva hefðbundnum lífsháttum þeirra og veldur erfiðleikum, en tilgangur og markmið þeirra er þeim oftast hulið að honum og fóru að taka hon- um með vinsemd. ÞORPSBÚAR fræddu Lemoine nokkru siðar á þvi, hvers vegna þeir viðhefðu svona mikla varfærni. Hinn konunglegi her Laos kvaddi þá til herþjónustu árið 1962 og fékk þeim i hendur bandariska riffla. Þeir voru auðvitað ánægðir með að eignast nýjar byssur eins og sönnum veiöi- mönnum ber. Menn af Khme-þjóðflokkn- um bjuggu i þorpi einu i næsta nágrenni. Pathet Lao hafði skömmu áður kvatt pá i her sinn og fengið þeim rússneskar og kinverkar byssur. Tveir smávægilegir árekstrar urðu milli ibúa þorpanna, en kvöld eitt var Meomönnum skipað að gera árás á grannþorpið. Þeir hlýddu þeirri skipan, báru eld að þorpinu og drápu nokkra menn. Daginn eftir fundu þeir til sneypu og tóku að óttast hefndir. Þeir gerðu sér ljósar afleiðingar nútima hernaðar ogskiluðu rifflunum til þeirra, sem höfðu kvatt þá til vopna. Að svo búnu tóku þeir saman silfur sitt, sáðkorn,búsmuni og hross og lögðu af stað yfir Mekongá til þess að byggja sér nýtt þorp, þar sem þeir gætu lifað i friði að nýju. HINN konunglegi her Laos hótaði að ráðast á þorpið og brenna nýbyggðu húsin, ef þorpsbúar hyrfu ekki aftur til fyrri heimkynna. Bandarikja- menn komu einnig á vettvang i þyrlu og reyndu að fá þorps- búa til að þiggja aðstoð. Þegar þyrlan settist, hlupu þorps- búar inn i hús sin og komu ekki út fyrir dyr, þrátt fyrir fagur- yrðin, sem ómuðu úr gjallar- horni gestanna. Bandarikjamenn eru undar- legar og yfirnáttúrlega máttugar mannverur i augum þorpsbúa. Þeir virðast eiga heima óravegu i burtu, en sýn- ast eigi að siður ráða afar miklu um það, sem gerist i landinu. tbúarnir heyra mikiö frá þeim sagt i útvarps- stöðvunum fimm, sem út- varpa á tungu Meomanna, eða Peking-útvarpinu, Hanoi-út- varpinu, útvarpi Pathet Lao, útvarpi konunghollra manna i Laos og útvarpi Thailendinga. Bandarikjamenn eru orðnir að þjóðsagnapersónum, sem heimaménn óttast sifellt að þeir kunni að mæta á fáförn- um slóðum, þegar þeir eru á veiðum. MEOMENN óttast einnig hugsanleg áhrif Bandarikja- manna á sölu ópiums, sem þeir þurfa sjálfir á að halda og er auk þess mikilvægasta söluvaran i skiptum þeirra við sléttubúa. Ópium er afar létt, miðað við verð, og er þvi sér- lega hentug söluvara fyrir fjallabúa, þar sem vegir eru strjálir og miður góðir. En Meomenn gjalda þess, að heroin er unnið úr ópium og þrir fjórðu af öllu heroini á heimsmarkaðinum er runníö frá hálendi suð-austur Asiu. Bandarikjamenn hafa lagt hart að rikisstjórnum i suð- austur Asíu að banna ópium- rækt, og ráða stjórnmálin heima i Bandarikjunum þar mestu um. Hin konunglega rikisstjórn i Laos gaf út slik lög fyrir niu mánuðum, og Meomenn i þorpinu, sem við heimsóttum, áttu I fyrsta sinni i erfiöleikum með að selja ópiumframleiðslu sina. Háðulegast er þó i þessu sambandi, að Bandarikja- menn hafa áður hvatt Meo- menn til ópiumræktar og Frakkar áður en þeir komu þarna til sögu. CIA hefir til skamms tima flutt megin- hlutann af ópiumframleiðslu Meomanna, enda var það hentug aðferð til að öðlast vel- vild þeirra. VIÐ héldum til hjá Chu Yao, einum af öldungum þorpsins og helzta töframanni eða presti i dalnum. Chu Yao reykti ávallt ópium áður en hann framdi helgiathafnir sin- ar. Hann sagði okkur, að hann þyrfti á þvi að halda til þess að halda út þulusöngiið og gandreiðina, en hún er há- punktur bæði friðmælinga og útrekstrar illra anda. Töframaðurinn er sóttur til að lækna likamlega veiki og sálarkvilla. Meomenn þekkja ekkert til læknavisinda, og i þeirra augum er orsök illra drauma og mýraköldu hin sama, eða illir andar. Töfra- maðurinn er sóttur til þess að komast að þvi, hvaða illir andar séu að verki, og friða þá. Þegar Chu Yao fremur særingar sinar, bindur hann fyrir augun, stigur á bak hesti skýja og vinda — sem er brakandi trébekkur — og heldur af stað i för sina til himnanna við bjölluhljóm og þulusöngl. Þegar Chu Yao er kominn til himna, sendir hann andaher sinn til orrustu gegn hinum illu öndum. Þegar orrustan hefst, stekkur hann af baki hesti sinum þyljandi i ákafa, bregður sverði sinu og heggur til hinna illu anda. Þetta er hápunktur athafnar- innar og allir vona, að særingamaðurinn sigri og sjúklingnum batni. ÞEGAR þorpsbúar fóru yfir Mekongána fyrir tiu árum, settust þeir að á svæði, sem er hvorugum striðsaðilanum mikilvægt, og þess vegna hefir litið verið barizt i nágrenninu. lbúarnir leyfa hermönnum beggja að leggja leið sina um dalinn, en staldri þeir of lengi við, er hætt að gefa þeim mat. Erfiðleikar steðjuðu að meðan við dvöldumst i daln- um. Tveir ungir menn úr þorpinu höfðu verið teknir og neyddir með valdi til að ganga i hinn konunglega her Laos, þegar þeir fóru i heimsókn til aðalborgar byggðarlagsins. I fimm ár hafði enginn reynt að knýja þá til herþjónustu. Ef stjórnarvöldin hefðu sent skrásetjara i dalinn, eins og hótað hafði verið hefðu þorps- búar einfaldlega tekið saman pjönkur sinar og lagt af stað að nýju i leit að friði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.