Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 14
14 „Hann sagði, að þú hefðir hjálpað til við aðgerðina, eins og þú værir þaulvön hjúkrunarkona”. „Samt var ég hrædd, hræddari en ég hef nokkru sinni áður verið. Vitaskuld gat ég ekki mikið hjálpað honum. Eg gerði ekkert nema að halda á ljósinu. — Hann er alvég undraverður maður, Emma. Ef barn- ið lifir þetta af, þá er það eingöngu honum að þakka. En sjálfur leit hann á þetta eins og ofur sjálfsagðan hlut”. „Og þvi ætti hann svo sem ekki að gera það? Þetta er hversdagslegur viðburður fyrir lækni. En mér þykir vænt um, að hann skuli meta þina aðstoð. Og ég er þakklát fyrir, að það var ekki nein næm sótt, sem að barninu gekk”. Ég brosti og hellti kaffi i bollann minn. Emma frænka var ekki hleypidómalaus meö öllu, og að sumu leyti var hún eins og barn. Ég fann, að Merek Vance hafði hagað orðum sinum eins og bezt átti við. „Frændi þinn er farinn til Bostonar”, sagði hún eftir dálitla þögn. „Hann og Harrý og Parker fóru með morgunlestinni. Mér þótti nú lak- ara, að þeir skyldu fara allir i einu, ef eitthvert uppþot skyldi verða við verksmiðjurnar. — Jói gamli liggur i rúminu. Ég lét hann hátta aítur, þegar hann var búinn að kveikja upp i miðstöðinni. Ég veit ekki, hvern- ig við förum að hér i vetur, ef við missum bæði hann og miðstöðvarhit- ann”. Dyrnar á herbergi Hönnu stóðu i hálfa gátt hálftima siðar, er mér varð gengið framhjá þeim. Sjálf sat hún á miðju gólfi, og allt i kringum hana, á stólum, rúmi og legubekk, lágu hrúgur af kjólum — allir kjólarnir, sem hún átti sjálf, að nokkrum minna viðbættum. „lfvað er á seiði?” spurði ég og nam staðar við dyrnar. Hún hrökk við og horfði háðslega á mig um stund, áður en hún svaraði. „Ég ætla að fara i laugardagsboð hjá May Lowell i Waltham”, svar- aði hún. „Florence Eaton skrifaði mér og sagði, að ég mætti koma, og mér finnst sjálfsagt að þiggja það, fremur en að hirast hér heima um helgina”. „Náttúrlega”. Mér stóð á sama um ráðagerðir hennar, en föt min vildi ég ekki vita i hennar vörzlum, þótt hún hefði bersýnilega hugsað sér að taka eitthvað af þeim traustataki. En ég ætla hvorki að lána þér Borgundarkjólinn minn né græna silkikjólinn. Þeir fara beina leið inn i fataskápinn minn, þar sem þeir voru”. Ég tók þá umsvifalaust úr kjóla dyngjunni. „Og þú skalt ekki heldur gera ráðfyrir að hitta Harrý. Hann heíur ærið að sýsla”. „Hver var að tala um Harrý?” Hún spratt á fætur og tór að rifa til i skáphólfi sinu. „Ég ællaöi ekki að betla út úr þér þessa kjóla”, sagði hún og vatt sér að mér aftur. „Þeir mega mygla á snögunum i skápnum þinum fyrir mér. Og þú þarft ekki að stökkva upp á nef þér, Emilia, út af hvaða smáræði, sem er. — Fólk, sem þveitist með ókunnugum lækn- um út um allar jarðir og kemur ekki heim fyrr en á morgnana, ætti lika að spara sér umvandanirnar”. Augnabrýrnar sigu, og ég sá, að hún var þreytuleg og æst i skapi. Ég sá, að hendur hennar titruðu, er hún tók bláan hatt, sem hún átti, og lét hann niður i hatteski. Svo kastaði hún ljósum lokkum sinum frá enninu og leit á mig aftur. „Ó-já”, byrjaði hún. „Við heyrðum sagt frá likarstörfum þinum við kaífiborðið i morgun. Það var Ijómandi hugðnæm frásögn, kannske helzt til falleg til þess að vera tekin trúanleg. Þetta var eins og óprentaður kapituli úr ævisögu Florence Nightingale”. „Þú mátt gjarna minnast þess”, sagði ég, „að ég á eins mikið tilkall til vagnsins og þú, þótt ég noti hann ekki eins oft. — Já, og meðal ann- arra orða: hvernig stóð á þvi, að þú sást, að hann var horíinn? Ekki gazt þú séð það héðan heiman frá húsinu”. Þrjózkusvipur færðist yfir andlit hennar. Augun dökknuðu eins og þau gerðu ævinlega, þegar hún var barn og einhvern vanda bar að höndum. Hún tautaði eitthvað, sem ég skildi ekki. „Hvað segirðu?” spurði ég. „Þú veizt, að ég nem ekki það, sem þú segir, þegar þú snýrð þér frá mér”. TÍMINN „Einmitt það”, sagði hún og vatt sér að mér og bar varirnar til af óvenjulegri nákvæmni. „Ég fór niður til þess að vita, hvort lyklarnir væru í bifreiðinni. Mig minnti, að ég hefði skilið þá þar eftir. Þú getur þér þess nærri, hvort mér brá ekki i brún, þegar bifreiðin var horfin. Það var að mér komið að sima á lögreglustöðina”. „Það er nýtt, að þú skulir hafa áhyggjur út af þvi, hvar þú skilur lykl- ana eftir. Þú veizt, að þú skilur þá hér um bil alltaf eftir i vagninum”. Hún reigði höfuðið þóttalega, og ljóst hárið bylgjaðist fagurlega um grannar axlir hennar og gula peysuna, sem fór svo vel við það. En hún var ólundarleg til munns og augna, þegar hún sneri sér aftur að kjólum sinum og klæðnaði. Ég tók regnkápuna mina og hélt út. Manga var að þrifa anddyrið. Ég sá það undir eins af höfuðburði hennar og axlaburði, er hún bar ryksug- una milli hornanna, að hún var enn niðursokknari i hugsanir sinar heldur en hvað hún átti annrikt. „Jæja, Manga”, sagði ég um leið og hún hliðraði til fyrir mér til að hleypa mér framhjá. „Þú hefur auðvitað heyrt um ferðir minar i nótt”. „Já”, svaraði hún. „Ég hef heyrt um þær, og vel sé ykkur báðum”. Mig furðaði á þvi, að hún skyldi ekki skamma mig. Ég hafði að minnsta kosti búizt við hörðum snuprum. „Og þegar þú sérð hann”, hélt hún áfram, „þá skaltu biðja hann að koma hingað og lita á Jóa gamla. Hann er allur i keng dag, karlinn, og þar þarf eitthvað meira en þessa béaða sinnepsplástra til þess að rétta úr honum aftur”. „Eigum við þá ekki að sima til Weeks?” „Það erekki Weeks, sem ég var að tala um”. Hún rétti úr sér og hélt ryksugunni i fanginu. „Nei”, hélt hún áframog horfði á mig athugulum augum, „það er ungi læknirinn, sem ég vil fá. Nýir vængir sópa bezt”. Lárétt 1) Leyfi. — 6) Forföður. — 7) Ilvilt (lesið afturábak) 9) Hvað?. — 10) Ell. — 11) Eins. - 12) Ármynni. — 13) Ohreinka. — 15) Upptökuat- höfn. — Lóðrétt 1) Sönglaði. — 2) Trall. — 3) Lækkun verðs. — 4) Tónn. — 5) Frá ttaliu. — 8) Fiska. — 9) Flissaði. — 13) Úttekið. — 14) Eins. — Ráðning á gátu No. 1202 Lárétt 1) íslands. — 6) Æla. — 7) LI. — 9) Af. — 10) Aldanna. -—11) NM, — 12) In. — 13) Ris. — 15) Skralti. — Lóðrétt 1) Irlands. — 2) Læ. — 3) Albania. — 4) Na. — 5) Sof- andi. — 8) Ilm. — 9) Ani. -r- 13) RR. — 14) ST. — Sunnudagur 10. september 1972 iil!í iS niWH í I!, MÁNUDAGUR 11. september 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. landsmálabl.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siödegissagan. „Þrútið loft" eftir Þ.G. Wodehouse Jón Aðils leikari les (21). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15. Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Sagan af Sólrúnu” 18. Fréttir á cnsku 18.10 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Daglcgt mál Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Um daginn og veginn Jón Baldvin Hannibalsson skólameistari talar. 19.55 Mánudagslögin 20.30 Erlcndar raddir um islenzk öryggismál (Áður útv. 3. júni) Einar Karl Haraldsson tók saman. Lesari auk hans: Sigmund- ur örn Arngrimsson. — Á eftir stjórnar Tómas Karls- son ritstjóri umræðum um öryggismálin og þátt- takendur i þeim eru: Björn Bjarnason lögfræðingur og Ragnar Arnalds alþingis- maður. 21.30 Útvarpssagan: „Dala- lif” eftir Guörúnu frá Lundi Valdimar Lárusson leikari les (21). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir talar um meðferð sláturdýra. 22.40 Hljómplötusafniö i um- sjá Gunnars Guðmundsson- ar. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 11. september 18.00 Frá Ólympiuleikunum Kynnir Ómar Ttagnarsson. (Evrovision) Hlé. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Um loftin blá. Brezk mynd, þar sem rakin er saga loftbelgja og loftfara og sagt frá tilraunum manna, til að fullkomna þessi farartæki. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Samspil. Hér gerir sænski „Kultur-kvartett- inn” undir forystu Jan Bark tilraun að semja tónlist fyr- ir sjónvarp, með þá kenn- ingu að leiðarljósi, að hljómur og mynd skuli vera ein órjúfanleg heild. (Nord- vision — Sænska sjónvarp- ið) 21.20 Sumarhyski. Verðlauna- leikrit eftir sænska rithöf- undinn Lars Molin. Leik- stjóri Christian Lund. Meðal leikenda: Ernst Gunther, Gun Jönsson, Wanja Basel, Anders Nyström. Britt Örnehed og Oscar Ljung. Þýðandi Dóra Hafsteinsd- óttir. Sumarhyski er nafnið, sem ibúar smábæja við sjávarsiðuna i austan- og sunnanverðri Sviþjóð hafa valið gestum sinum, stór- borgarbúum inngn úr landi, sem koma þegar vorar með sitt hafurtask, færa með sér umstang og ólæti — og pen- inga. 1 þessu leikriti leitast Lars Molin við áð lýsa sum- ardvöl baðgestanna, sam- skiptum þeirra innbyrðis og við gestgjafana, frá sjónar- hóli heimamanns. (Nord- vision — Sænska sjónvarp- ið) 22.55 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.