Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 10. september 1972 Kven„réttindi" í Sovétríkjunum Orðið „kvenfrelsisbarátta" hefur ekki sömu merkingu að öllu leyti fyrir konur i Rússlandi og 'vestrænar kynsystur þeirra. Nokkur mikilvæg mál eru þó sameiginleg, svo sem takmörkun barneigna, fóstureyðingar, vinnujafnrétti og barnaheimili. En margar þeirra þurfa einnig að berjast fyrir þvi að fá, ef þær óska þess, tækifæri til að lifa venjulegu heimilislifi. Eftirfarandi viðtal blaðamannsins Susan Jacoby við rússneska stéttarsystur sina varpar ljósi á vandamál kvenna i kommúnistaþjóðfélagi. t næsta mánuði kemur út bók eftir hana með flokki fróðlegra viðtala frá Sovétrikjunum. Susan Jacoby er 27 ára og rússneskumælandi. Hún hefur dvalizt tvö ár i Moskvu. Vcra cr :!1 árs og blaðamaður. Hún vinnur við dagblað, sem endurspeglar dyggilega rétttrú- arstefnu Kommúnistaflokksins á hverjum tima i stjórnmálum og menningarmálum, en er öllu frjálslegra i afstöðu sinni til þjóð- félagsog menningarmála. t blað- inu er lögð áherzla á vandamál, | svo sem mikla tiðni hjónaskiln- aða i Sovétrikjunum, umönnun barna, stöðu konunnar, húsnæðis- mai. Vera hefur sérhæft sig i málefnum, sem liita | að stöðu kvenna i sovézku þjóð- félagi. Hún hefur skrifað um ólik efni, allt frá fjölgun hjónaskiln- aða — þeir eru nú hvergi tiðari en i Sovétrikjunum — til sérstakra i vandamála mæðra, sem vinna úti. Einkalif Veru og starf hennar fara auðveldlegar saman en sagt verður um flestar rússneskar konur. Hún er giftefnafræðingi og eiga þau fimm ára son. Þjóð- félagsmálin, sem hún fjallar um i skrifum sinum, eru mikilvægur þáttur i daglegu lifi hennar sjálfr- ar. Vera var einnig meðlimur i Kommúnistaflokknum — eini flokksfélaginn, sem ég þekkti vel. Það var ekkert skritið að út- lendingur þekkti fáa meðiimi i flokknum. Aðeins 14,5 mill [ jónir eru i Kommúnistaflokknum af yfir 280 milljónum ibúa. Lýsing Veru á æsku sinni var ekki itarleg, en þó komst ég að raun um að f jölskylda hennar til heyrði sovézku yfirstéttinni. Fað- ir hennar vann fyrir utanrikis- ráðuneytið og móðirin var fiðlu- leikari. Vera sagði mér aldrei ná- kyæmlega hvað faðir hennar gerði. en það var ekkert furðu- legt. Hann kann að hafa verið tengdur sovézku leyniþjónust i unni, eins og margir sovéskir sendiráðsmenn, eða honum hefur e.t.v. verið bannað að skýra frá starfi sinu. Vera hafði sem barn i átt heima i allmörg ár i Evrópu. Hún talaði svolitið i frönsku og ensku, en gat þó ekki haldið uppi samræðum að ráði i hvorugu málinu. Arið 1962 var Vera á þriðja ári i námi i arkitektúr i Moskvu. „Ég hafði sýnt listræna hæfileika á barnsaldri og einu sinni langaði mig til að verða málari," útskýrði hún. ,,En þegar ég varð eldri kom i ljós að hæfileikar minir i málaralist voru einungis áhuga- mennska. Siðan komst ég að þeirri niðurstöðu, að arkitektúr væri ekki heldur starf við mitt hæfi. ,,Ég vissi ekki hvað ég átti að hafa fyrir stafni, svo ég fór að skrifa smásögur um fólk og atburði, sem vöktu áhuga minn." Á stúdentsárunum hafði það haft mikil áhrif á hana hve ömurleg flest ibúðarhús i Moskvu voru. Hún skrifaði stutta grein um sérlega slæmt sam- býlishús og sendi hana ritstjóra dagblaðsins, sem hún vinnur nú við. Ritstjórinn birti ekki greinina en kvaddi hana til viðtals. Arang ur þess varð sá að hún fékk starf við blaðið. Fyrst voru henni feng- in auðveld verkefni, svo fór hún að skrifa um almenn efni og eftir tvö ar var hún orðin fullfær blaða- maður. ,,Ég byrjaði á að skrifa um húsnæðis- og umferðamál. Vegna náms mins er auðskilið hversvegna mér voru fengin hús- næðismálin i hendur, en umferða- málin komu i minn hlut einfald- lega af þvi að það vantaði mann i þau. Vera sagði mér, að margir Rússar gerðust blaðamenn af þvi að þeir virtust ekki endast i neinu öðru starfi. „Blaðamenn eru vandræðagemlingar, það er eng- inn efi", átti hún til með að segja og renndi þá gjarnan hendinni i' gegnum þykkan svartan hárlubb- ann. Ég brosti með sjálfri mér, þvi að ég átti erfitt með að hugsa mér félaga i kommúnistaflokkn- um sem vandræðagemling i so- vézku þjóðfélagi, en Veru var al- vara. ,,Ég var aldrei á réttri hillu fyrr en ég fór að vinna á blaðinu." Löngun Veru til að skrifa um vandamál kvenna varð til vegna eigin reynslu sem eiginkona og móðir. Hún giftist 1965 og varð vanfær ári seinna. „Við ætluðum ekki að eignast barn svona fljótt," sagði hún. ,,Við bjuggum i einsherbergis ibúð, og eins og þú veizt er ekki auðvelt að fá stærra húsnæði. Mig langaði heldur ekki til að hætta að vinna. En ég vildi ekki setja hvitvoðung á rikis- vöggustofu. Hvernig áttum við að fara að? Það er mjög erfitt að fá einhvern til að gæta smábarns. Konur i Sovétrikjunum fá fæðingarorlof á launum i 56 daga og starfi þeirra er haldið opnu i ár eftir barnsfæðingu. Þegar sonur Veru Sasha fæddist lánaði móðir hennar henni ráðskonu, sem verið hafði hjá fjölskyldunni árum saman. En sú staðreynd var ein- mitt enn eitt merkið um forrétt- indaaðstöðu fjölskyldu Veru (það er nær ómögulegt að fá húshjálp i rússneskum borgum, ekki einu sinni part úr degi; það er álitið litilsvirðandi að vinna við hús- hjálp) Eins og flestir Rússar, sem ég þekkti, talaöi Vera aldrei um stéttakerfi Sovétrikjanna, sem var hliðhollt henni og fjölskyldu hennar. Hún komst oft svo að orði, að hún væri heppnari en margar rússneskar konur, en hún skilgreindi aldrei „heppni" sina i tengslum við stéttaskiptingu. Þegar sonur Veru var þriggja mánaða, komst ráðskonan að þeirri niðurstöðu, að hún væri of gömul til að hugsa um svo ungt barn og settist i helgan stein með ellilaun frá rikinu. Vera var að hugsa um að byrja aftur að vinna,, en varð að taka það, sem hún átti eftir af ársfriinu af þvi að hún hafði engan til að gæta barnsins. Móðir hennar og tengdamóðir unnu báðar úti og voru hikandi við að taka á sig þá ábyrgð að gæta barnabarns sins alla daga, en ákváðu að taka það að sér sameiginlega eftir að drengurinn væri orðinn eins árs. „Ég hefði misst vinnuna á blað- inu ef ég hefði ekki byrjað aftur eftir ár," sagði Vera. „En nú er ég fegin að ég gat verið heima Hefðbundið hlutverk sovézku konunnar: aö ala börn til þess að berjast fyrir föðurlandið. fyrsta árið. Ég hefði misst af dýr- mætri reynslu hefði ég farið strax að vinna. Þessvegna tel ég að við þurfum að endurskoða lögin um fæðingarorlof, en samkvæmt þeim fá konur aðeins 56 daga leyfi á launum. Það er ekki nóg." Þeg- ar Vera fór aftur að vinna ákvað fjölskyldan að rikisbarnaheimili væri ekki heppilegt fyrir svo ungt barn. Drengurinn fór ekki á dag- heimili fyrr en hann var orðinn þriggja og hálfs árs. „Mér finnst reginmunur á þvi Kona við vlsindastörf I Sovétrikjunum. að láta eins árs barn frá sér allan daginn og þvi að senda þriggja ára barn á dagheimili," sagði Vera. „Sonur minn er fjörugur og forvitinn, og tilbúinn að fara á dagheimili, en það var hann vissulega ekki þegar hann var eins eða tveggja ára." Vera og eiginmaður hennar voru i góðri aðstöðu. Þau höfðu nóg peningaráð, svo þau lentu ekki i fjárhagsörðugleikum, þeg- ar Vera varð að hætta að vinna i ár eftir að barnið fæddist.Á heim- ilum, þar sem eiginmaðurinn hef- ur meðalt., vinnur eiginkonan af nauðsyn. Fjárhagsþarfir fjöl- skyldunnar ráða meira en hug- myndafræðilegur þrýstingur um að fjórar af hverjum fimm konum i Sovétrikjunum vinna úti. Venju- legir hlutir eins og sjónvarpstæki og isskápar geta kostað þriggja eða fjögurra mánaða laun verka- manns. Flestar sovézkar fjöl- skyldur þurfa tvenn full laun til að geta lifað þægilega. Vinnutimi Veru er það sveigjanlegur, að hún og eigin- maður hennar hafa meira af syni sinum að segja en flestir foreldr- ar i Sovétrikjunum af börnum sinum. Venjulegur vinnutimi hennar er frá tiu til sjö og yfirleitt fer hún með Sasha á barnaheimil- ið um hálftiuleytið. Yfirleitt er vinnutimi þannig að foreldrar þurfa að fara með börnin á dag- heimili fyrir átta. Maður Veru byrjar að vinna kl. 8.30, og hann getur venjulega sótt son sinn fyrir kl. sex. Vera hefur meiri fritima en ella þegar mikilvægir opinber- ir atburðir eru framundan, þvi að þá þurfa sovézk blöð að nota mest af blaðsiðurými sinu undir áróð- ur, þ.á.m. langar ræður eftir leið- toga flokksins. „Ég vann ekkert i þrjár vikur fyrir og tvær vikur eftir flokksþingið," sagði Vera. ..Við nutum lifsins — fórum i hár- greiðslu, út að borða i hádeginu, verzluðum. Ég kom heim um miðjan dag og sótti Sasha siðdeg- is. „Ég veit að ég var gæfusöm að öll vandamál leystust i sambandi við Sasha. Þegar ég fór að vinna, langaði mig til að skrifa um öll fjölskylduvandamálin i landi, þar sem flestar konur vinna úti. Ég er ekki sammála fólkinu, sem hróp- ar: „Heim aftur með konurhar," en ég er þeirrar skoðunar að búa þurfi betur i haginn fyrir mæður, sem vínna úti. Um þetta leyti gekk ég einnig i Flokkinn. Mér finnst konur þyrftu að hafa meiri áhrif innan hans. Aðeins 20% af félógum i Kommúnistaflokknum eru konur, og aðalástæðan er sú, að rússneskar konur hafa litinn tima aflögu til stjórnmálaþátt-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.