Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 10. september 1972 TÍMINN 17 töku þegar þær hafa Sinnt skyld- um sínum i starfi og á heimilinu. Frásagnir af málum kvenna i dagblöðum og timaritum eru gott dæmi um hvernig fjölmiðlarnir vinna, þegar þeir koma ekki fram sem málpipur fyrir stjórnmálaá- róður. Án þess að ljóstra upp nokkrum leyndarmálum sagði Vera mér allt. sem hún taldi sig geta sagt mér. um starfsemi blaðs hennar. Sovézk dagblöð — eins og bæk- ur. timarit, miðar á niðursuðu- dósirog allt annað prentað mál — eru ritskoðuð af opinberum aðil- um áður en þau koma út. Sú stað- reynd, að ritskoðun á sér stað merkir ekki að allt sem birtist i blöðunum sé samkvæmt stefnu sovézku stjórnarinnar. Pravda, málgagn miðstjórnar Kommún- istaflokksins, og i örlitið minni mæli Izvestia, blað stjórnarinnar, eru miðiar fyrir tilkynningar æðstu stjórnvalda um innanrikis- og utanrikismál. önnur blöð en Izvestia og Pravda túlka allar þær skoðanir i þjóðfélaginu, sem yfirvöldin telja leyfilegar. Fjöldi dagblaða og timarita koma út i hinum ýmsu kjördæmum. 011 stór verkalýðs- félög eiga sin málgögn; og til eru blóð fyrir kennara og skólamenn, rithöfunda og leikara, skipuleggj- endur i landbúnaði og iðnaði, börn og foreldra. Flest blöðin eru leiðinleg á vestrænan mæli- kvarða, en sum eru minna leiðin leg en önnur. Vegfarandi sér sjaldan Moskvubúa lesa Pravda eða Izvestia. en margir lita i ,,Moskvu að kvöldi" til að athuga biómyndirnar eða lesa smáaug- lýsingarnar. Satt er. að öll dagblöðin verða að fylgja hinni opinberu stefnu i vissum málum. Ekkert blað gæti t.d. birt ummæli hagstæð Solzhenitsyn eins og stjórnmála* ástandið er nú. Nafn hans er alls ekki nefnt i blóðunum nema i undantekningartilfellum, eins og i vandlega skipulagðri árás i blöðunum þegar hann hlaut Nóbelsverðlaunin i bókmenntum 1970. Tiler „svartur listi'' yfir menn, sem ekki má nefna á prenti, Vesturlandabúar i Moskvu ganga út frá þvi visu. að þessi listi sé til, og eitt sinn spurði ég Veru hvort hún hefði séð hann. ,,Já," sagði hún i áhyggjutóni. ,,Segja má að hann sé nauðsynleg handbók hvers sovézk blaðamanns. Ég harma mjög að svoer. Ég tel ekk- ert efni svo hættulegt, að ekki komi til greina að ræða það á prenti." Skyniborinn lesandi getur ráðið i nöfn vissra manna á ,,svarta listanum" af þvi. hverju er sleppt úr fréttunum. Á blaðamanna- fundi. sem rithöfundasambandið efndi til, spurði eiginmaðurinn minn að þvi, hyort og hvenær nýj- ar útgáfur verka Mandelstams og Akhmatovu kæmu út.Starfsmað- ur rithöfundasambandsins svar- aði þvi til, að verk Akhmatovu hefðu verið gefin út á siðustu tiu árum og heildar útgáfa ljóða Mandelstams væri væntanleg. Þvi hefur stöðugt verið lofað undanfarin 15 ár, að ljóð Mandel- stams yrðu gefin út, og sú stað- reynd að þau hafa ekki komið út er orðin alþjóðleg skritla i bók- menntaheiminum. Frásögn af blaðamannafundinum birtist i Literaturnaya Gazeta, blaði rit- höfundasambandsins. Spurning- unni um Mandelstam og Akhma- tovu var sleppt. 1 frétt á ensku um fundinn frá Tass, hinni opinberu sovezku fréttastofu, var Akhma- tovu getið en nafn Mandelstams er ekki nefnt. Greinilega er ..svarti listi" rússneskra blaða lengri en listinn. sem enskudeild- in hjá Tass verður að fylgja. Að slepptum nöfnum og mál- efnum, sem eru á bannlista, er töluverð breidd i blaðaskrifum um mál, sem varða almenning, einkum þau, sem eru efnahags- legs eða félagslegs eðlis. Ihald- samari blöðin lofsyngja ástandið i Sovétrikjunum. Þegar þau gagn- rýna eitthvað, er það venjulega borgaraleg villa, sem þau telja sig hafa fundið innan hins sanna kerfis kommúnismans. Frjáls- lyndari blöð beina athyglinni að menntamálum. stöðu kvenna og þörfum neytenda. þau ræða ekki aðeins það sem vel fer heldur einnig mistökin. Literaturna Ga- zeta og Komosomolskaya Pravda birta tugi greina árlega um vöru- skort og önnur neytendamál og Ömmurnar ala upp börnin, meðan mæðurnar vinna að uppbyggingu hins sósíaliska þjóðfélags. gagnrýna kostnaðinn við skrif- stofubákn stjórnarinnar. Frétta- menn Literaturna Gazeta gerðu fróðlegar rannsóknir og birtu töl- ur um, hve hægt væri að prenta margar kennslubækur fyrir pen- ingana, sem spöruðust, ef eyðu- blöð stjórnarinnar væru ekki Ut- fyllt i þririti. Einnig voru birtar skammir um útgefendur fyrir að prenta bækur án tillits til notkun- ar þeirra. Árið 1969 var meira en 45.000 pundum af bókum, sem enginn leit við, ekið á haugana. „Allir ungir blaðamenn vilja skrifa slikar greinar," sagði Vera. ,,Min skoðun er sú, að við ættum að birta f ærri langar ræður eftir leiðtogana i blöðunum, en gera meira að rannsóknarblaða- mennsku." Flokksráðamenn, ritstjórar, blaðamenn, sérfræðingar og jafn- vel lesendur koma með hug- myndir að greinum. Lesenda- bréfadálkar eru mikilvægir i sovézkum blöðum. Þeir eru eini opinberi vettvangurinn fyrir kvartanir vegna reksturs ýmissa stofnana. Bréf um viðkvæm, póli- tisk mál eru ekki birt. En bréf um hversdagsleg vandamál i sovézku þjóðfélagi birtast og vekja stund- um blaðaherferðir. Haustið 1970 takmarkaði ráð- herrafundur Sovétrikjanna með lögum, hve mikla heimavinnu kennarar máttu setja börnum fyrir. Hún mátti taka minnst hálf- tima á dag i neðstu bekkjum barnaskóla, en mest 4 tima i framhaldsskólum. Mikil heima- vinna barna hefur lengi verið við- kvæmtmál hjá foreldrum, en hún var liður i ósveigjanlegu mennta- kerfi Stalinstimans. Blöð fengu hundruð bréfa frá foreldrum, sem kvörtuðu yfir þvi að kennarar virtu að vettugi fyrirmælin frá 1970. Af sumum unglingum var krafizt átta til niu stunda heima- vinnu daglega. Blöðin tóku mál- stað foreldranna, og kennarar, sem skeyttu ekki um nýju tak- markanirnar, hiutu harða gagn- rýni i blaðagreinum. Aukin blaðaskrif um mál kvenna á milli 1969 og 1971 áttu rætur að rekja til vaxandi áhuga almennings og stjórnvalda. Vera sagði mér að áhugi ritstjórnar blaðs hennar á blaðaefni, sem snerti stöðu konunnar, hafi tekið að vaxa eftir þvi sem lesenda- bréfum um sama efni fjölgaði. Seint á árinu 1969 birtist i mánaðarritinu Nvoy Mir stutt skáldsaga, „Aðeins venjuleg vika", eftir unga skáldkonu, Natalyu Barnskayu. Skáldsagan birtist meðan Aleksandr Tvar- dovsky var enn aðalritstjóri blaðsins. Siðar knúðu afturhalds- sinnar hann til að hætta störfum, en það höfðu þeir verið að reyna frá þvi hann fylgdi Solzhenitsyn að málum upp úr 1960. „Aðeins vejuleg vika" var óvenjulega hreinskilnisleg lýsing á vandamálum konu, sem reynir að ala tvö litil börn án aðstoðar ömmu eða ráðskonu, vinna fulla vinnu utan heimilis, fylgjast með nýjungum i. visindagrein sinn og halda einnig ástum eiginmanns sins. Söguhetjan er visindakona að nafni Olga, sem á tvö börn á leikskólaaldri. i furðulega ljósum kafla á rhælikvarða sovézkra bók- mennta, rifjar Olga upp áhyggjur sinar þegar hún uppgötvaði að hún var vanfær i annað sinn. Hún pantaði fóstureyðingu (þær eru löglegar og nú algengasta getnaðarvörnin i Sovétrikjunum) en eftir að hún hafði rætt við mann sinn fann hún, að hún treysti sér ekki til að gangast undir fóstureyðingu. Með tvö börn innan við þriggja ára aldur varð Olga að hætta að vinna úti og maður hennar varð að fá sér aðra vinnu til að sjá fyrir fjölskyld- unni. Kvöld eitt elskuðust Olga og maður hennar og gleymdu að stilla verkjaraklukkuna. (Þótt kynmök væru ekki nefnd á nafn var augljóst hvað átt var við i þessum kafla. Eitt af hlutverkum ritskoðunarinnar er að halda uppi opinberum tepruskap hvað kynlif snertir.) Olgasvaf yfirsig.og hún lýsir ringulreiðinni á heimilinu næstadag. Hún og eiginmaðurinn urðu bæði of sein til vinnu. i asan- um gleymdi hún að segja honum frá pólitiskum skyldufundi á vinnustað hennar um kvöldið. Hún gat ekki náð sambandi við hann i vinnunni, og þegar hún kom heim var hann bálreiður, börnin grátandi og svöng. Ofugt við megnið af skáldskap, sem birtist i sovézkum timarit- um, var „Aðeins venjuleg vika" saga, sem vakti deilur. í veizlum deildu menn og konur um hlut- skipti Olgu. Þótt sagan birtist í Novy Mir fengu önnur blöð bréfa- flóð um hana. Viðbrögð fólks sýndu að Baranskaya hafði hreyft við málefnum, sem skipta rúss- neska karlmenn og konur miklu. Kóstureyðingar i stað getnaðarvarna ,,Ég kbm inn á skrifstofuna skömmu eftir að heftið af Novy Mir með sögunni kom út og hafði ekki enn lesið hana," sagði Vera. ,,Fyrst hróp og köll — ' þrir blaðamenn, tveir karlar og ein kona deildu. Mennirnir sögðu, að vandræði Olgu væru henni sjálfri að kenna — enginn hefði þvingað hana til að eignast síðara barnið. Konan andmælti þeim. „Ekkert nema samvizkan. Það mætti halda að konan yrði vanfær án þess að karlmaðurinn kæmi þar nærri. Ég hélt að menn tryðu ekki á meyfæðingar eftir Byltingu." „Þannig gekk það allan daginn. Ritstjórinn sagði, að engin von væri til að neinn ynni nokkurn hlut. Þegar ég kom heim var ég' búin að lesa söguna pg- rnér til undrunar hafði maðurinn minn lesið hana ájrannsóknarstofunni. Yuri (rnaðúr hennar) sagði, að ein.af konunum, sem vinna með - honum, hefði komið með eintak af Novy Mir á rannsóknarstofuna og hefði verið að rifast um sögu Barnaskayu við aðra konu, svo hann fékk heftið lánað, til að fá að vita um hvað þær voru að þræta. Maðurinn minn skildi sjónarmið höfundarins. Hann hjálpar mér mikið á heimilinu, einkum með Sasha, en hann er þeirrar skoðun- ar. að flestir rússneskir karlmenn ætlist til þess að konurnar geri allt. sem gera þarf á heimilinu jafnframt þvi að þær vinni út. „Yuri trúir ekki á fóstureyðing- ar. svo það var ekki hans skoðun að engin kona þurfi að eignast barn ef hún vill það ekki. Hann er efnafræðingur, og hefur lesið um vestræna getnaðarvarnapillur. Honum finnst skelfilegt. að Rúss- ar skuli hafa notað fóstureyðing- ar sem getnaðarvarnir siðustu áratugina." Nokkra siðusut mánuðina áður en ég fór frá Moskvu hafði Vera verið að reyna að fá birta blaða- grein, sem m.a. fjallaði um þær úreltu getnaðarvarnaaðferðir, sem tiðkast i Sovétrikjunum. Henni tókst það ekki vegna púri- tansks hugsunarháttar yfirvald- anna, serri vilja, að sem minnst sé um kynlif talað i blöðum og bók- um. (1 engum öðrum þætti sovézks mannlifs varð ég vör við slikt hyldýpi milli hegðunar al- mennings og hinnar opinberu stelnu.) Allsherjarbannið við að nefna kynlif á prenti kemur i veg fyrir birtingu staðreynda og fræðslu, sem mikil þörf er á og einnig erótisks skáldskapar og kláms. Umræða um, hvort fræðsla um kynlif i skólum sé æskileg eða ekki er að fara af stað i blöðunum. Ekki er þó komið beint að efninu heldur einkennist hún af orðskrúði eins og „fræðsla um likamlega og andlega heil- brigði'" Kn það er ekkert fint orð til yfir getnaðarverjur. Það er hægt að kalla morð Stalins „persónudýrkun", en hvernig á rithófundur að finna annað orð yf- ir smokk eða hettu'.' „Allir þekkja ástandið", sagði Vera. I ¦Sovétrikjunum eru framleiddir smokkar, sem eru svo þykkir aog klunnalegir að þeir eyðileggja kynierðislega ánægju. Enginn vill nota þá. Hettur eru aðeins fram- leiddar i tveim stærðum, þú ræð- ur hvort þú trúir þvi eða ekki. Svo þeim er ekki svo mjög treystandi. Og heilbrigðisyfirvöld okkar telja getnaðarvarnapillur skaðlegar. Fáeinir kvensjúkdómalæknar fá að gefa sjúklingum sinum „piliu na" — ég nota hana — en þeir geta aðeins hjálpað fáum (Annað dæmi um forréttindi sovézku yfir- stéttarinnar.) Þær ættu að fást i læknamiðstöðvum rikisins. Sovézkar konur eru sióléttar. Meirihluti kvenna, sem fá fóstur- eyðingu, er giftar konur. Hugsaðu þér, hvað það hlýtur að vera hræðilegt að láta drepa barn manns, sem þú elskar. En hug- leiddu einnig hvernig er fyrir hjón með eitt barn i einsherbergisibúð að eiga von á öðru afkvæmi. Mig langar ekki til að þurfa að velja. Mér finnst ekki heilbrigðisyfir- völd geta sagt: „Pillan er hættu- leg", þegar þau hafa ekkert betra að bjóða sovézkum konum. Vera sagði, að yfirmaður sinn væri henni sammála um að þörf væri á umræðum um getnaðar- varnir og fóstureyðingu, en málið væri enn of viðkvæmt til að blöðin gætu tekið það til meðferðar. „Ég held að ritstjórinn hafi viljað birta eitthvað um málið, en hafi fengið skipun frá æðri stöðum um að það væri ekki hægt. Við blaða- mennirnir vitum oft ekki hvar ákvarðanirnar eru teknar um hvað skuli birtast i blaðinu. Ég veit aðeins að svarið var „Nei". Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.