Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.09.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 10. september 1972 TÍMINN 19 „ n±- j-n Framhald Kven,,rettindi af nsíöu. Ég spurði Veruhvernig teknar væru ákvarðanir um viðtæk efni, svo sem stöðu kvenna. Hún sagði að mörg blöð. þ.á.m. hennar eig- ið. héldu fundi með blaðamönn- um. ritstjórum. lesendum. sem sýnt hefðu viðkomandi málefni sérstakan áhuga og byggju yfir þekkingu á þvi. og hlutaðeigandi embættismönnum. Fund hennar blaðs um mál kvenna sóttu nokkrir félagsfræðingar. læknar og fóstrur. Engin þörf er á að sér- stakir fulltrúar Flokksins sitji fundi sem þessa, þvi að flestir rit- stjórar eru i Flokknum og þeir hafa stöðugt samráð við háttsetta menn þar um hvaða stefnu skuli fyigt- A einum slikum fundi var ákveðið, að starfsmenn blaðsins skyldu efna til nokkurrra mánaða rannsókna á vöggustofum og barnaheimilum. ,,Þetta er mikið vandamál," sagði Vera. ,,Venjulegur verka- maður hefur mánaðar sumar- leyfi. En flest barnaheimili og vöggustofur eru aðeins opnar út maimánuð. Barn innan sjö ára aldurs kemst ekki i sumarbúðir og auk þess eru þær ekki nógu margar til i landinu að þær rúmi óll eldri börnin. Sumir foreldrar taka sumarleyfi sitt i hvoru lagi til að gæta smábarna sinna yfir sumarið. Þau hafa þvi aldrei tækifæri til að taka sér fri saman. Það hefur slæm áhrif á hjóna- bandið." Blað Veru hafði birt sérlega hreinskilningsleg skrif um það óréttlæti, sem sovézkar konur eru beittar á vinnumarkaðinum. Reglan sömu laun fyrir sömu vinnu er jafnvel enn tryggari i sessi en hjá flestum vestrænum þjóðum, en eins og annars staðar er hyldýpi á milli lagabókstafsins og raunveruleikans. Menntakon- ur i Sovétrikjunum eiga aðgang að störfum, sem karlmenn einir skipa á Vesturlöndum, en konur fyrir austan eru lika i miklum meirihluta i lægstlaunuðu, og minnst eftirsóttustu störfunum. Kvenprófessorar, — læknar, — lögfræðingar og kvenvisinda- menn eru fleiri þar en á Vestur- löndum. En eftirsóttustu störfin á öllum sviðum eru skipuð karl- mönnum. 70% sovézkra lækna eru konur, en fáar þeirra eru yfir- læknar eða skurðlæknar. Á sam- yrkjubúum og i verksmiðjum gegna karlar stjórnunarstörfum meðan konur vinna erfiðisvinnu. Krúsjeff sagði einu sinni á fundi um landbúnaðarmál: ,,Við vitum öll hve mikilvægu hlutverki konur gegna hvarvetna i uppbyggingu kommúnismans. Eh af einhverj- um ástæðum eru fáar konur hér i salnum. Takið kiki og svipizt um. Hér eru aðallega menn, sem vinna að skipulagningu og stjórn- un. Það litur út fyrir að karlarnir skipuleggi og stjórni en konurnar vinni verkin." i blaði Veru birtist greinaflokk- ur um þörfina á aukinni þátttöku kvenna i stjórn verksmiðja og samyrkjubúa. i einni grein var bent. að helmingi fleiri konur en karlar vinna ófaglærð störf i þungaiðnaði . Einnig var stungið upp á þvi að konur fengju greitt úr trygging- um eftir barnsburð, svo að þær þyrftu ekki að byrja að vinna úti fyrr en eftir nokkur ár, ef þær vildu hafa þaðsvo. „Hversvegna, getur fólk i sósialisku riki ekki viðurkennt. að uppeldi barn er starf. sem er mikilvægt fyrir þjóðfélagið?" spurði Vera. ..Hversvegna á kona að þurfa að vinna úti til að sjá fyrir fjölskyld- unni og láta barn sitt i hendurnar á ókunnugum, sem fá borgað fyr- ir að vinna starf. sem hún vill sjálf helzt annast? Ég sjálf vildi ekki vera heima i meira en eitt eða tvö ár eftir barnsburð, en það sama á ekki við um allar konur. Við gætum haft sérstök námskeið fyrirkonur. sem eru visindamenn og læknar. svo að þær geti fylgzt með þróuninni i sinum greinum og farið aftur að vinna eftir nokkur ár án þess að vera orðnar á eftir,timanum." Sú slcoðun margra feðra rúss- nesku byltingarinnar. að rikið ætti að annast uppeldi barnanna, olli Veru engum heilabrotum. ..Þeir sáu stundum langt yfir skammt". sagði hún. .,Sú hug- mynd á ekki miklu fylgi að fagna i landi okkar. Hún er andstæð mannlegu eðli. Ég tel mig góðan kommúnista. en það er ekki Flokksins að ala upp son minn." Margar hugmyndir Veru um þessi efni komust alla leið á siður blaðsins. en ekki alltaf undir hennar eigin nafni. Hún lagði til efni i margar greina um konur, sem birtust undir höfundarnafni einhvers félagsfræðings. Hversvegna rússneskar konui eru „hamingjusamar" Dæmi um andstæðar skoðanir. sem birtust i sovézkum blöðum. voru skrif hinna ihaldssamari blaða um konur. Þar var alltaf lögð áherzla á að konur i Rússlandi væru ham- ingjusamari en nokkursstaðar annarsstaðar i heiminum, og að sovézkt þjóðskipulag gerði kon- um i fyllsta máta auðvelt að vinna úti og eiga jafnframt fjöl- skyldu. ícg spurði Veru aldrei beint að þvi. hvernig hún afbæri að svo fá- ar hugmyndir hennar kæmust á prént. Þær þeirra. sem komust alla leið. voru blandaðar og dul- búnar til þess að kómast i gegn- um ritskoðunina. En hún kom sjálf að þessu með þvi að spyrja mig hver munurinn væri á rit- skoðun og ritstjórn blaðs mins. Ég sagði Veru, að munurinn væri sá, að það að ritstýra blaði væri persónulegt mál en ritskoð- un væri opinber. Ef blaðamann og ritstjóra greinir á, getur hann snúið sér til annars ritstjóra um birtingu á efni sinu, eða jafnvel skipt um starf. Vera vann hjá einu frjálslynd- asta blaði Sovétrikjanna. Hún hefði ekki getað boðið öðru blaði hugmynd sina um getnaðar- varnagreinina og búizt við að fá hana samþykkta. Ég spurði hana hvernig hún af- bæri að vita að allt, sem hún skrifaði væri ekki aðeins háð samþykki einstakra ritstjóra heldur eínnig allsherjar pólitiskri stefnu. ,,Þú gætir eins spurt hvernig ég get verið Rússi," svaraði hún. „Fólk eins og ég það telur sitt hlutverk, að koma einhverju i gegnum ritskoðunina, sem kannski hefði ekki komizt það, hefði einhver annar skipað okkar sess. Sumar hugmynda minna lifa hana af, rússneskur lesandi kemur auga á þær þótt utlending- ur geri það ekki." Hún nefndi sem dæmi atriði, sem ég hefði aldrei tekið eftir, i Aðeins venjuleg vika. Á einum stað segir Olga við manninn sinn, að þau tali aðeins saman um pen- inga — aldrei um hugmyndir eða heimsmálin. Hann minnir hana á, að þau hafi rætt um styrjöldina i Vietnam og „Tékkóslóvakiu". Vera sagði mér að bara það, að nefna Vietnam og Tékkóslóvakiu i sömu setningunni væri slungin aðferö til að likja atburðunum i löndunum tveim saman, aðferð. sem dygði til að komast i gegnum ritskoðunina. Hún hló sigrihrós- andi þegar ég viðurkenndi, að ég hefði ekki komið auga á þetta af sjálfsdáðum. Eins og flestir Rússar. efaðist Vera ekki um rétt stjórnarinnar til að halda uppi ritskoðun. Hún vildi aðeins leyfa viðtækari um- ræður innan ramma ritskoðunar- innar. Hún taldi. að stjó.rnin hefði rétt til að setja vissa rithöfunda i bann. en hefði ekki átt að senda Solsjenitsyn i útlegð. Vera játaði hreinskilnislega að hún hefði gengið i Flokkinn af þvi að það yki framamöguleika henn- ar i starfi. ..Meirihluti blaða- manna okkar eru ekki i Flokkn- stirtíaníií^' h"P- ••en flestir rit- 3SS552 ^ fcSð- Ég vil verða ritstjóri. Ég vil geta tekið til birt- ingar grein um getnaðarvarnir og fóstureyðingar." Eg spurði hana hve, nig henni mundi vera innan brjósts þesgr hún væri orðin ritstjöri, ef þ sem væru hærra settir ér segðu þá en ,.Nei". „Ég h augu við það þegar þar a jm ur", svaraði hún. Fæðingar Framhald af bls. 1. — Við höfum leyft það, ef þeir óska þess og við haft ástæður til, en stundum er yfirfullt hjá okkur, og þá verður þvi ekki við komið. — Er algengt, að þess sé óskað, að feður fái að vera við fæðingu? - Ekki segi ég það nú. Þó óska hjón þess alltaf annað slagið. — Teljið þið æskilegt, að feður séu við fæðingu? — Ef konunni finnst það betra, sé ég ekkert, sem mælir á móti þvi, að faðir barnsins sé við fæðinguna. Þá er það ef- laust æskilegt. Ef fæðing er hins vegar á einhvern hátt af- brigðileg, veit ég hvergi til, að leyft sé, að faðirinn sé við- staddur. — Kemur fyrir að líði yfir Hann er ekki forvitnari en svo, þó að ný veröld sé að opnast honum, að nennir ekki að ljúka upp augunum. Það er lika nógur timinn til þess að hvessa augun framan I hana versu á hring- brautum eða eiriksgötum tilverunnar. En hægri hendina réttir hann fram, svoað hann er kannskiaðheilsa. feður, sem fylgjast með fæð- ingu? — Það ræði ég ekki um. Slikt er einkamál þeirra, sem hlut eiga að máli. Héldu sig i yfir- vofandi lifshættu Eins og áður segir mun það einkanlega frá Sviþjóð komið, að eiginmenn fylgi konum sinum i fæðingarstofnanirnar og viki ekki frá þeim fyrr en þær hafa alið barn sitt. Al- mennt munu islendingar, sem þar dveljast, fylgja lands- venju i þessu efni nú orðið. Framan af árum kveinkuðu margir.sérviðþviog töldu það óhlýðilegt — og konurnar raunar verið sama sinnis. Sænsku ljósmæðrunum fannst þetta durnaraháttur, sem þær vildu ekki sætta sig við, og þess eru dæmi, þegar fyrstu tslendingarnir þar i landi létu undan fortölum þeirra og áskorunum, hafi sú hugsun hvarflað að konum, að þeim væri ekki hugað lif, er menn þeirra birtust á jafnólik- legum stað og fæðingarstofu. Þeim gat varla hugkvæmzt annað en þeir væru komnir þangað til þess að kveðja þær i siðasta sinn. Já9 gjörið þið svo wl. Regirið VÍðsMptíll Síminner C96> £1400 Verksmiðjuaf greiðsla K E A annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér óskið, af fjöl- breytilegri framleiðslu þeirra, landsþekktar úrvalsvörur, — allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlæt- isvörur frá Sjöfn, kjöt- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá Reykhúsi KEA. Gula- bandið og Flóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóru-sultur og safar, brauð- vörur frá Brauðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KEA, allt eru þetta þjóðkunnar og mjög eftir- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, roarg-auglýstar í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtal. Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin og reyn- ið viðskiptin. Síminner(96) 21400. 0> vífttv *!B BRAUD 6ER0 ^ REYK HÚS ~^þ* 1 1 SMJÖRLÍKIS GERÐ «0 8RAGA ílflffl i m fcJÖTI(AAl)A«b"I<JÍ ií2I VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA K-E-A AKUREYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.