Tíminn - 10.09.1972, Page 20

Tíminn - 10.09.1972, Page 20
Liður þér betur? /Miklu betur. Mengunar, stjórnin virðist vera búin . að missa tökin á —v-i þróuninni!________^ Til Rómver- byggðarinnar? Mig grunaði það .... B ^Sunnudagu r 10. scptember 1972^ Skipi sökkt, flugvélar skotnar niður Fréttir frá tsrael i gær herma, að tsraelsmenn hafi skotið niður 3 sýrlenzkar flugvélar yfir Gólan- hæöum og sökkt einu sýrlenzku skipi. — Alls fórust 66 manns og 40 særðust, þar á meðal konur og börn, i loftárásum tsraelsmanna á Sýrlandi og Libanon á föstudag- inn. Trilla brann við Malarrif Stp-Reykjavik. Tiu lesta bátur, Vinur GK 448 frá Ilafnarfirði, brann á laugar- dagsnótt út af Malarrifi á Snæ- fellsnesi. Tveir eöa þrír menn voru á bátnum, og kom báturinn Léttir frá Rifi þeim til bjargar. Gr fréttamaður hafði samband við Slysavarnafélagið um kl. 11 á laugardagsmorgun voru menn- irnir staddir á Arnarstapa og ætl- uðu að ná fiugvél frá Hellissandi. Sprengjuhótun Gander, Newfoundland NTB „Sprengjan”, sem olli þvf, að Júmbóþota með 354 farþega um borðvarðaðnauðlenda á Gander- flugvelli á föstudag, reyndist aðeins vera skartgripaskrin. Þot- an, sem er frá Air France, var á leið frá Paris til Montreal, þegar starfsmenn flugfélagsins á Orly- flugvelli utan við Paris fengu til- kynningu i sima þess efnis, að sprengja væri um borð i áður- nefndri flugvél. Flugvélin var tekin til rannsóknar i Gander með mikilli varúð, en öllum til mikils léttis að aðeins um saklaust skartgripaskrin að ræða. Mikil æsing á Norður-írlandi Norður-trland. Brezkir fallhlifahermenn og lögreglumenn lentu enn i átök- um við mótmælendur i Belfast á föstudag. Að minnsta kosti 12 lögreglumenn særðust og tveir háttsettir stjórnmálamenn úr hópi mótmælenda urðu fyrir múgárás, er þeir komu til að stilla til friðar. Brian Faulkner, fyrrverandi forsætisráðherra N-lrlands, komst naumlega undan er múg urinn hðf að grýta bíl hans. Lög- reglan kom honum i flýti inn i nærliggjandi byggingu. Stratton Mills,sem er sambandsfulltrúi i brezka þinginu, varð einnig fyr- ir árás múgsins, en slapp undan. 111111111111111 Blaðburðarfólk óskast við eftirtaldar götur: Reynimelur, Vesturgata, Skólavörðustigur, Hjaröarhagi, Tómasarhagi, I.aufásvegur, Suðurgata, Grimsstaöarholt, Tjarnargata, Hólstaöahlfö, Langholtsvegur, Vogar, Laugavegur, Nökkvavogur og Gnoöavogur. Kinnig vantar sendla hálfan eða allan daginn, og einn sendil á vélhjóli. Upplýsingar á afgreiöslu blaösins, Bankastræti 7, simi 12323. Nær 4 millj. kr. í landhelgissjóð Eins og fram hefur komið i fréttum, beitti forsætisráðherra ólafur Jóhannesson sér fyrir þvi, að hafin yrði landssöfnun i land- helgissjóð vegna útfærslu nýju landhelginnar þ. 1. september s.l. Skipuð hefur verið 9 manna framkvæmdanefnd til að annast söfnuna. Nefndin hefur kom ið saman til fundar, og nokkur undirbúningur er hafinn, m.a. hefur söfnunin fengið húsnæði að Tjarnargötu 3, þar sem framlög- um verður veitt móttaka á al- mennum skrifstofutima. Þá hafa bankar og póst- og simstöðvar sýnt þá velvild að taka á móti framlögum, og nú þegar hafa sumir opnað reikninga i þvi skyni, svo sem: Girónr. Pósturogsimi 11000 Alþýðubankinn hf. 7900 Hlr. nr. Landsbanki Isl. 15800 Útvegsbanki Isl. 6140 Búnaðarbanki Isl. 111 Verzlunarb. Isl. 22128 Nefndin hefur ákveðið, að fénu skuli ekki varið i almennan rekst- ur Landhelgisgæzlunnar, heldur skuli þvi varið til kaupa á skipi eða flugvél eða tækjabúnaði, eftir þvi hver þörfin er brýnust. Nú þegar hafa safnazt hátt á 4. milljón króna viðs vegar að af landinu, og kunnugt er um fleiri framlög, sem ókomin eru. öllum þessum aðilum, jafnt félögum sem einstaklingum, vill nefndin þakka góð framlog. Mikill áhugi er greinilega rikj- andi hjá þjóðinni um hið mikla hagsmunamál, sem gæzla hinnar nýju 50 milna landhelgi er, og framkvæmdanefndin væntir þess, að landsmenn sýni einhug og standi saman um eflingu land- ; helgissjóðs.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.