Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 41
7FÖSTUDAGUR 14. maí 2004 F37100504 Soldis er blómaverslun á Vita- stígnum sem hefur starfað í sex ár. Eigendurnir Sóley Jóhanns- dóttir og Bryndís Tómasdóttir hafa lagt áherslu á sölu á silki- blómum og silkitrjám en einnig er gott úrval af blómapottum og gjafavörum. Inn á milli blómanna glittir svo í fatnað og skó sem nýlega bættust í vöruúrvalið. Blómin eru flutt inn frá Þýskalandi, Svíþjóð og Ítalíu en öll framleiðslan fer fram í Asíu. Soldis leggur sig fram við að fylgja árstíðunum í vöruúrval- inu, nú ber til dæmis mest á sumarplöntum, í haust tekur nýtt við og í nóvember fer Sold- is í jólabúninginn með öllu til- heyrandi. Ráðgjöf til viðskiptavina er ört vaxandi þáttur hjá fyrirtæk- inu, bæði til einstaklinga og fyr- irtækja. Arna Sigríður Sæmundsdótt- ir er blómaskreytir Soldis, hún sinnir mismunandi þörfum við- skiptavinanna, býr til stærri og minni skreytingar fyrir hin ýmsu tækifæri og ráðleggur fólki um notkun og uppsetningu blómanna. ■ Boxwood-tré 17.900 kr. (kúlulaga tré), pottur 7000 kr. Baunablóm og lavender, hvorutveggja selt í stykkjatali 1.200 kr. (hvítt og fjólublátt saman í potti), pottur 4.700 kr. Agave-tré 17.900 kr. Pottur 12.000 kr. Magnólíur 1.900 kr. stk. og hvönn 980 kr. stk. Leirvasi 9.800 kr. Það er fátt sem stenst skínandi hreina glugga og vitaskuld mesta synd að sitja uppi með grútskítugar rúður þegar landið er í sem mestum blóma og lit- skrúðgi. Eitt af vorverkunum er að þvo gluggana að innan sem utan og víst hefur tækninni fleygt fram síðan hús- freyjurnar settu ajax í tuskuna og struku af glerinu, og enduðu svo á glerúða til að fá sem mestan gljáa á verkið. Víst dugar hún enn vel þessi gamla aðferð, en gluggaþvottarmenn mæla frekar með heitu vatni og uppþvottalegi í gluggaþvottinn, og sértilgerðum kústum úr svínshárum til að bera sápuvatnið á glerið. Þá er rúðuskafa ómissandi til að ljúka verkinu og skafa burt vatn og sápu, en mikilvægt er að nota aldrei tusku á gler þar sem hætta er á skýja- myndun og ljótum taumum. Ef menn vilja svo endilega nota glerúða í lokin, er best að úða beint á rúðuna og nota sköfuna til að þerra og mynda gljáann. Mörg fyrirtæki bjóða upp á gluggaþvott, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Upplagt er að nota slíka þjónustu þegar um stóra og himinháa glugga er að ræða, enda verðið viðráðanlegt og gert eftir tilboði í hvert og eitt hús, miðað við gluggafjölda og umfang. [ GLUGGAÞVOTTUR ] Engar tuskur leyfðar Silkiblóm í Soldis: Verslunin tekur árstíðarbreytingum [ Co-op setur reglur ] Vilja ekki heilsu- spillandi vörur Co-op, bresk keðja stórmarkaða, hefur bannað verslunum sínum að selja hreinsiefni og hreinlætisvörur sem innihalda efni sem talin eru hættuleg náttúrunni og heilsu manna, þrátt fyrir að vörurnar hafi hlotið samþykki yfirvalda og löglegt sé að selja þær. Yfirmaður Co-op segir að sannanir liggi fyrir um slæm áhrif efnanna og að aðrar vörur verði seldar í staðinn. Hvetja talsmenn fyrirtækisins aðra til að feta í fótspor þeirra. Markaðsfræðingar telja að um snjallan leik sé að ræða, en nýleg bresk könnun sýndi að sex af tíu neytendum myndu sniðganga vörur af siðferðislegum ástæðum. Níu af hverjum tíu vildu aukið eftirlit með söluaðilum. 32-33 (06-07) Allt Heimili 13.5.2004 15:55 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.