Tíminn - 14.09.1972, Qupperneq 1

Tíminn - 14.09.1972, Qupperneq 1
I IIGNIS FRYSTIKISTUR I RAFÍORG SÍMI: 26660 RAFIfiJAN SÍMI: 19294 208. tölublað — Fimmtudagur 14. sept.—56. árgangur 2>a« A/ raftækjadeild Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 ÞÓ-Rcykjavik. Ný kirkja var vigð i Melgras- eyrarsókn í Nauteyrarhreppi á sunnudaginn. Biskupinn yfir islandi, Sigurbjörn Kinarsson, vigöi kirkjuna, cn vigsluvottur var séra Baldur Vilhelmson. Um lcift og vigluincssan fór fram, var cinn piltur úr Nauteyrarhrcppi, Magnús .lónsson, fcrmdur og litil stúlka var skirft, og lilaut hún nafniö Hólmfriður Jóna. Þessi nýja kirkja á Melgras- eyri, kemur i stað gamals bæn- húss, sem þar stóð, en fauk fyrir nokkrum árum. En bænhús hefur veriðá Melgraseyri frá fyrstu tið, og heimildir skýra frá bænhúsi á Melgraseyri árið 1337. Það var i ágústmánuði árið 1969 að ákveðið var að hefja byggingu nýrrar kirkju á Melgraseyri. Strax árið eftir hófust bygginga- framkvæmdir og var lokið við grunninn það ár, árið 1971 var kirkjan gerð fokheld og lokið var við smiði hennar á þessu ári. Magnús H. Gislason teiknaði kirkjuna sem er 6x8 metrar að stærð og er öll mjög falleg. Stefán Jónsson húsasmiðameistari reisti kirkjuna. Ingvar Jónsson sá um allar innréttingar og frágang á þaki, og er auðséð á öllu að vel hefur veriö vandaö til verka. tbúar og ekki sizt brottfluttir ibúar úr Melgraseyrarsókn hafa verið mjög duglegir við að koma kirkjunni upp, bæði með fjár- framlögum og sjálfboðavinnu. Þegar kirkjan var vigð var veður mjög gott og fjölmennti fólk til kirkju. Á annað hundrað manns voru við vigsluna, en kirkjan sjálf tekur ekki nema 60 manns i sæti, sem er talið fullnóg fyrir ibúa hreppsins. Biskup islands, Sigurbjörn Einarsson, og sóknarpresturinn séra Baldur Vilhelmsson, ganga úr kirkju cftir vigslu nýju kirkjunnar á Melgraseyri. Kirkjan f baksýn. Timamynd: Þó. Kirkjuvígsla á „Erum að gefast upp á þessu” • sagði Harold Daniel skipstjóri á Lucidu í gær Það var i þessari Ibúö I fjölbýlishúsi i Alfheimum, sem konan fannst látin á mánudagskvöldið. (Timamynd: Gunnar) Melgraseyri Þoka hindraði talningu Brezku togararnir voru að veiöum aðeins norðan við Vest- firði i gær, út af Dýrafirði. A þess- um slóðum var þoka og rigning og því ekki heppilegt veður til athugana úr lofti. Viðræður Breta og Þjóðverja 1 gærmorgun fór sendinefnd frá brezku stjórninni til Bonn til við- ræðna við Þjóðverja um sam- vinnu i landhelgisdeilunni við Is- lendinga. Munu stjórnir landanna ætla að samræma sjónarmið sin og jafnvel koma fram sem ein heild þegar sezt verður að samn- ingaborðinu á móti Islendingum. Bretar hafa enn ekki svarað orðsendingu Islendinga frá 11. ágúst s.l. og það er því þeirra, samkvæmt alþjóðavenjum, að hafa frumkvæði um samninga- viöræöur. „Ekkert bendir til árásar” - segir Magnús Eggertsson um rannsókn á dauða konunnar í Álfheimum Klp-Reykjavik. Ekkert nýtt hefur komið fram við rannsókn á dauöa konunnar, sem fannst látin i ibúð sinni i Álfheimum á mánudagskvöldið. Lögreglan vann i gær við að taka myndir og teikna upp ailt i ibúðinni, sem er i fjölbýlishúsi og sér- fræðingar á ýmsum sviðum voru þar einnig aö störfum. Að sögn Magnusar Eggerts- sonar, yfirlögregluþjóns, hefur ekkert komið i ljós, sem bent gæti til þess að þarna hefði verið um árás að ræða, og heldur ekki að þetta heföi verið slys, en þó væru meiri likur fyrir þvl að svo væri. En svona mál þyrfti að rannsaka til hlitar, og það yrði gert i þessu tilfelli. Beðið væri eftir krufningsskýrslu en i þvi sam- bandi yrði aö gera ýmislegar rannsóknir og gæti þvi orðið nokkur bið á að hún yrði tilbú- Sonur konunnar mun hal'a komið að henni liggjandi i blóöi sinu á stofugólfinu á mánudagskvöldið. Hringdi hann þegar á sjúkrabifreið og þegar flutningsmennirnir komu á staðinn sáu þeir að konan var látin og gerðu þá lögreglunni viövart. Konan mun hafa veriö með áverka á hnakka og voru blóö- blettir viða á veggjum, bæöi i eldhúsi, stofu og gangi. Magnús Eggertsson, sagöi að það væru nokkrir staðir og hlutir i ibúðinni sem hún hefði getað dottið á og fengið þenn- an áverka, og væri verið að rannsaka þá með öðru. KJ-Reykjavík. Það var mun rólegra á miöun- um við landið i gærdag, en i fyrradag. Að sögn Adams skip- herra á aðstoðarskipinu Miröndu sáu bre/.kir togarainenn við Vest- firði ckki^ til ferða varðskipa og voru allir að veiðum i gær. Harold Daniel, skipstjóri á tog- aranum Lucida H-403, sagði i við-. tali i dag, að allir brezku togara- skipstjórarnir við Island óskuöu þess, að brezki flotinn veitti þeim vernd á miðunum. ,,Við erum að verða uppgefnir á þessu ástandi á miðunum”, sagði Daniel, en hann varð óþyrmilega fyrir barðinu á virahnif Ægis i fyrradag. Skipstjórinn'sagöist vera búinn aö útbúa aðra vörpu og væri hann aö veiðum eins og hinir togarar- nir. Hann sagði, að þegar Ægir hefði siglt fyrir aftan Lucidu i fyrradag, hefðu togaramenn reynt að renna reipi i skrúfu varðskipsins, en það hefði mis- tekizt. Þegar Ægir skar á togvir inn, tapaði togarinn helmingi virsins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.