Tíminn - 14.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.09.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. septembcr 1972 TÍMINN 5 Bitill handtekinn Bitillinn Paul McCartney var á hljómleikaför i Sviþjóð i sum- ar ásamt hljómsveit sinni, The Wings. Hljómleikahaldið drógst á langinn og þegar McCartney var búinn að svæla upp allar hassbirgðir sinar, simaði hann skrifstofu sinni i London og bað um sendingu. Allt gekk þetta fljótt og vel fyrir sig, en sænsku tollverðir- nir fundu svo mikla hasslykt af pakkanum, sem merktur var tónlistarmanninum, að þeir áttu ekki annars úrkosta en að opna pakkann. Siðan fór lögreglan til væntanlegs viðtakanda, og eftir hljómleika, sem haldnir voru i Lundi var McCartney, kona hans, Linda, og öll hljómsveitin handtekin. Hópnum var samt sleppt eftir að umboðsmennir- nir greiddu 9 þúsund sænskar krónur i sektarfé. McCartney var ánægður með allt uppistandið. Hann sagði, að þetta væri góð auglýsing fyrir sig og hljómsveitina, og þurfti ekki að kvarta, þvi uppselt var á alla hljómleikana sem haldnir voru i Sviþjóð. ,,Söng” ekki Það er kallað ,,að syngja” á amerisku, þegar glæpamenn leysa frá skjóðunni og gefa yfir- völdum upplýsingar um félaga sina eða aðra gla>pamenn. Ný- verið ætluðu lögregluyfirvöld að láta Frank Sinatra „Syngja”, þegar hann eftir margra ára þjark fékkst loks til að koma fyrir dómstól til að segja frá tengslum sinum við Mafiuna, en lengi hefur verið sá orðrómur á kreiki, að söngvarinn fyrrver- andi væri tengdur starfsemi Mafiunnar i spilaborginni Las Vegas og i New Jersey. Þegar Sinatra loks fékkst til að mæta i réttarsal var engu lik- ara en það væri hann sem hafði valdið, en rannsóknardómarinn væri sá sem ætti að vera auð- mjúkur frammi fyrir sakborn- ingnum. Söngvarinn byrjaði á að reka fréttamenn og áheyr- endur út úr dómssalnum, glotti að dómaranum, og sagðist aldrei hafa neitt saman við Mafiuna að sælda og dómarinn hlypi eftir ómerkilegustu kjaftasögum. — Svo hef ég ekki meira að gera hér herrar minir, og dómari og lögreglumenn hneygðu sig djúpt þegar Sinatra tók i hendur þeirra og gekk út úr salnum, og þökkuðu honum fyr- ir komuna. giftast og skilja Skilja, aftur. Britt Ekland, sem gift var Peter Sellers, hefur nú komizt að samkomulagi við fyrrver- andi mann sinn um að fá i sinn hlut ibúð hans i London og flytur nú þangað inn ásamt núverandi unnusta sinum, bandariska kvikmyndaframleiðandanum Lou Adler. Peter Sellers stendur nú i þriðja skilnaðarmáli sinu. Hann kvæntist leikkonunni Miranda Quarry, sem er 22 árum yngri en hann, en það hjónaband blessast ekki fremur en hin fyrri. Myndin er af Britt Ekland og Lou Adler og var tekin af ljós- myndara Timans á Keflavikur- flugvelli s.l. vor. — Albert. þetta var þá ekki konan þin eftir allt saman. Til reikningskennarans: — Vilduð þér ekki hætta að láta Jónas hafa þessi reikningsdæmi um heila flösku af vini á 30 krónur. Maðurinn minn verður alveg galinn þegar hann sér þau. — Herrann þarna hinum megin bað mig að spyrja, hvort hann mætti bjóða yður upp á minka- pels. DENNI Hver er i heimilisleik? Við erum yr t ■ > * | I|» ■ það ekki, það heitir CASA hjá DÆAAALAUSr okkur. ©i?72, , 7-M

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.