Tíminn - 15.09.1972, Page 1

Tíminn - 15.09.1972, Page 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFIÐJAN SlMI: 19294 XÍ/wbtcLfutAÁlaJi. hJt RAFTÆKJADÉILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 áhöfnum togaranna vegna tog- viraklippinga varðskipsmanna. Ekki að þeir sjái eftir trollunum, það kemur niður á útgeröinni, ekki þeim, heldur vegna þeirrar hættu, sem þeir telja fylgja þvi, þegar klippt er á virana. Jón sagði og, að tog^raeigendur hefðu ekki farið fram á herskipa- vernd(það væru aðeins sjómenn- irnir, sem bæðu um hana. Út- gerðarmenn myndu ekki gera það fyrr en séð yrði fyrir endann á þeim viðræðum, sem vonir standa til að geti farið fram milli Islendinga og Breta um lausn landhelgisdeilunnar. Sagði Jón, að fólk byndi miklar vonir við þær viðræður og að ekki væri mikil harka hlaupin i menn enn sem komið er. Bretar fiska lítið vegna frátafa ísl. varðskipanna Þ.B.—Reykjavik. Okkur lék hugur á að vita afla- brögð Breta hér viö land upp á siðkastið og hringdum i Jón Olgeirsson I Grimsby og spurðum hann, hvort togarar þaðan fengju teljandi afla. Jón sagði, að afli væri ævinlega heldur tregur um þetta leyti árs, en þvi væri ekki að leyna, að sumir fengju minna en búizt væri við, en öðrum gengi þokkalega. T.d. seldu tveir allvel i siöustu viku, annar fyrir 21.000 pund, hinn fyrir 19.000. Það, sem veldur lélegum afla, er það, sem Jón kallaði frátafir vegna varðskipa, og sagði hann, að urgur væri i Það er ekki alltaf svona mikil kyrrð i kringum varð- skipið Ægi, cins og á þessari mynd, sem tekin var af flagg- skipi islenzka varðskipaflot- ans út af Vestfjörðum i vik- unni. Þarna var Ægir að lóna yfir brezkum togurum, og sólargeislar brutust öðru hvcrju i gcgnum skýja- þykknið. (Timamynd Gunnar) Minkurinn og svartbakur að eyðileggja varplöndin - segir Helgi Þórarinsson bóndi í Æðey Þ,—Reykjavík. Allt útlit er nú fyrir að dúntekja verði mun minni á þessu ári en hún hefur verið undanfarin ár. Margar ástæður eru fyrir þessu, m.a. að svartbaknum hefur fjölg- að mikið og hann hefur drepið fjölda unga rétt þegar þeir hafa verið að skriða úr hreiðrunum. Þá er minkurinn orðinn skaðvald- ur i mörgum varplöndum. t vor gerði einnig mikið hret, rétt þeg- ar varptiminn var hafinn, og þá eyðilagðist mikill dúnn. Helgi Þórarinsson, bóndi i Æð- ey, sagði i viðtali við Timann, að dúntekjan i Æðey yrði miklu minni i Æðey að þessu sinni, en hún hefur verið undanfarin ár. Búizt er við, að dúntekjan i Æðey verði allt að 30-35 kilóum minni að | þessu sinni, en i fyrra. Sagði Helgi að þau 11 ár, sem hann hefði verið i Æðey, hefði dúntekja orðið mest 90 kiló. Mest var dúntekja i Æðey áriö 1926, 210 kg, en siðan má segja að hún hafi fariö si- minnkandi. ,,Ef svo heldur áfram, sem horfir,” sagði Helgi ,,þá verður engin dúntekja hér eftir nokkur ár. Minkurinn og svartbakurinn eru að eyðileggja varplöndin. Ennþá hefur minkurinn ekki gert usla i varplandinu, en hann er ið- inn við að drepa ungana, þegar þeir sleppa á sjóinn, en minkur- inn gerir sér litið fyrir og syndir yfir sundið milli Æðeyjar og lands. Mesti skaðvaldurinn er senni- lega svartbakurinn, honum hefur fjölgað gifurlega, enda er ekkert raunhæft gert til að fækka honum. En það er mesta áhugamál okk- ar æðarræktunarmanna, sagði Helgi, að halda honum niðri. Bezta aðferðin til aö fækka hon- um er að gefa honum svefnlyf, og Framhald á bls. 19 Þannig er æðardúnninn auglýstur erlendis, og er textinn eitthvað á þessa leið: Þetta er sameiginlegt með mér (unga litla) og konung- legum tignum, — sem sé æðar- dúnninn! Seðlabankinn eignaðist filmusetningartækin KJ—Reykjavik. i gærdag fór fram uppboð á eignum þrotabús Lithoprents, en lýstar kröfur i búið munu hafa verið i kringum 22 milljónir króna. Svo fóru leikar á uppboöinu, að lög- fræðingur Seðlabankans bauð 1,3 milljónir I tvær filmu- setningarvélar ásamt tilheyr- andi tækjum, en heyrzt haföi að bankinn muni hafa átt fjög- urra milljóna króna kröfu i fyrirtækið vegna kaupa á þessum f ilmuse tn in gar- tækjum. Margt var um mannfnn f húsakynnum Lithoprents við Lindargötu, þar sem uppboöiö fór fram, og skiptust viö- staddir eiginlega i tvo hópa. Annars vegar voru lögmenn, sem höfðu hagsmuna að gæta i sambandi við uppboöið, og hins vegar voru prentarar og prents m iðjueigendur, sem vildu fylgjast með, hvað yrði nú af þessum margumtöluðu filmusetningarvélum Litho- prents. Filmusetningarvélarnar voru dýrustu og mestu tækin i þrotabúinu, en svo brá við, að enginn i prentiðnaðinum bauð i tækin. Lögfræðingur Seðla- bankans bauð fyrst hálfa milljón, hækkaði sig siðan i eina milljón og siðan i eina komma þrjár milljónir og voru tækin slegin honum á þá upphæð. Enginn bauð á móti fulltrúa Seðlabankans, en samt hækkaði hann boð sin úr hálfri i eina komma þrjár milljónir. Myndavél ein mikil, sem boðin var upp, seldist ekki, og heldur ckki þrjár offsetprent- vélar, cn aftur á móti seldist ein venjuleg flatpressa, og fékkst hún fyrir gott verð, að sögn kunnáttumanna. Þá voru seld ýmis önnur tæki og áhöld, en að meðtaldri prcntvélinni, sem fór á 250 þús. mun varla hafa verið selt á uppboðinu fyrir meirá en eina milljón, auk þess sem filmusetningartækin scldúst á 1,3 milljónir, eða upp i 22 milljóna skuld seldust tæki og áhöld fyrir um 2,3 milljónir. Sitja þvi einhverjir með sárt ennið eftir viðskipti við Litho- prent.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.