Tíminn - 15.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.09.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. september 1972 TÍMINN 7 Dýrseldar hugsjónir Jane Fonda varð þegar fræg þegar hún fæddist. Þurfti ekki annað til, en að hún er dóttir hins dáða leikara Henry Fonda. Þegar hún hafði aldur til varð hún fræg fyrir kvikmyndaleik og fyrir að giftast leikstjóranum Roger Vadim og eiga með hon- um barn. Vadim gerði konu sina enn frægari með þvi að láta hana leika fatalausa, en það þykir sumum dónalegt. En sjálf hefur hún skapað sér mesta frægð með þvi að gerast einhver umsvifamesta mótmæiakona, sem um getur. Leikkonan ferðast um veröldina og flytur ræður, og mótmælir kynþáttamisrétti, Vietnam- striði, karlréttindum og yfirleitt öllu þvi, sem nú er i tizku að mótmæla. 1 sumar dvaldi Jane Fonda i Hanoi og hélt þar margar út- varpsræður, og hvatti banda- riska hermenn til að leggja niður vopn og hætta að berjast við Norður-Vietnama. Þetta þótti fulllangt gengið og var skipuð nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins til að rannsaka málið. Hefur nefndin undir höndum segulbandsupp- tökur af öllum ræðunum, sem leikkonan flutti i Hanoi. Næstu daga verður ákveðið, hvort höfðað verði mál á hendur leik- konunni og hún ákærð fyrir landráð. Mótmælafólk um allan heim lit- ur á Jane Fonda sem mikla hug- sjónakonu, sem þorir að bjóða öllu og öllum birginn án þess að hugsa um eigið skinn og þær af- leiðingar, sem barátta hennar kann að hafa fyrir hana sjálfa. En allt í einu kom hljóð úr óvæntu horni. Tékkneska blaðið Svet Prace upplýsti fyrir nokkr- um dögum, að „hugsjónir” leik- konunnar eru dýrseldar. Skýrir blaðið svo frá, aö Jane Fonda hafi verið beðin að tala á mót- mælafundi gegn Vietnamstrið- inu i Mexikó. Allt i lagi, sagði hún, en það kostar 250 þúsund krónur, ef ég á að halda hálf- tima ræðu. Flugfar á fyrsta far- rými fram og til baka, gistingu og fæði á fyrsta flokks hóteli, stóran einkabfl með bilstjóra og nokkra lifverði meðan ég dvel i landinu. — Leyfum þessari Jane Fonda að halda sig innan landamæra Bandarikjanna, sagði i blaðinu, þar sem áheyrendur eru fúsir til að borga fyrir að hlusta á hana. Þessi sjálfskipaði friðarsinni talar ekki einu sinni i sima, nema að heimta háar upphæðir fyrir það. öldungadeild Bandarfkjaþings hefur farið fram á,að leikkonan verði kærð fyrir landráð, en bú- izt er við, að niðurstaða dóms- málaráðuneytisins verði hin sama og tékkneska blaðsins: Jane Fonda ákærir sig sjálf. Gamlar árgerðir i tizku Ekki er mikið gefandi fyrir 10 til 20 ára gamla bila, en séu þeir orðnir 40 ára eða eldri eru þeir hreinasta gullnáma og þvi eldri sem árgerðirnar eru, þvi dýrari eru bilarnir og ekki á færi ann- arra en efnafólks að kaupa þá. John Bonham, trommuleikari Led Zeppelin, keypti nýlega T- tegund af Ford árgerð 1932. Lét hann setja aflmikla Chevrolet- vél i bilinn og getur nú ekið þeim gamla á allt aö 200 km. hraða. Garminn keypti hann á 700 þús- und krónur og þar að auki greiddi hann um 450 þúsund krónur fyrir endurbætur og flutning á honum i flugvél frá Bandarikjunum til Englands. Sést hann hér akandi á dýr- gripnum. A hinni myndinni er einnig gamall bill, en hvaöa tegund og árgerð það er vitum viö ekki, en stúlkan er örugglega yngra módel en farartækið. Myndin er annars úr nýrri kvik- mynd, sem danski leikstjórinn Gabriel Axel er að gera, en hann er sá sami og gerði myndina um Rauðu skikkjuna hér á landi. Hvaö stúlkan er að gera svona á sig komin uppi á bilnum, fáum við ekki að vita fyrr en myndin verður sýnd hér á landi siðar á áratugnum. kafS — Þetta er i 7814. skipti, sem þú 1 segir þennan brandara. m 0 ^ J*M . & 1>V jjjr' í«r#3 — Við skulum biða og sjá, hvað hann þorir að ganga langt. Þau nýgiftu voru að fara i brúð- kaupsferð, og frúin hafði áhyggjur af þvi, að hún kynni að verða sjóveik. — Hafðu engar áhyggjur af þvi, elskan min, við björgum þvi með ást. — Já, svaraði hún hikandi, en við ætlum lika að sigla heim. Mr Wlr-0 -jjfcr ° 0C I | I 1 Flest fólk er hrifið af erfiðis- I I I I vinnu. Einkum þó ef það borgar jLjJJ-' 1 i 1 1- fyrir hana. ’ é- # * - Karlmaður fer ekki að velta fyrir sér greindarvisitölu konu fyrr en hann er búinn að sjá allt annað við hana. — Er maðurinn yðar heima? - — Nei, hann er það sjaldan, en ef þér gangið upp með ánni og sjáið veiðistöng með sinum orm- inum á hvorum enda, er maður- 1 inn minn annar þeirra. DENNi DÆMALAUSI Svo fór, sem fór. — Já, ég get sagt það sama.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.