Tíminn - 15.09.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.09.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 15. september 1972 TÍMINN 15 „Þaö er alveg rétt. Þess vegna veröur vinna að hefjast aftur i verk- smiöjunum, hvaö sem öllu verkfalli liöur. En ef verkamannafélagiö veröur viðupkennt sem samningsaöili af hálfu verkamannanna, verður ekki komizthjá launahækkunum, og kröfur þess eru svo miklar, að allt héngi á heljarþröm eftir sem áður. Vonin er sii, aö nú er byrjaö aö kreppa aö þeim sjálfum þarna hinum megin og....” „Þaö veit ég, Harrý, það veit ég. Jafnvel hérna megin gætir þess, hve þrengra er i búi nú heldur en var i siöastliöinni viku, og nú fara jólin i hönd. Þaö verður eitthvað aö gera. En hvað er hægt aö gera”? Ég horfði fast á hann. Ég sá, að hann var ekki bjartsýnn á úrræðin. „Bankafulltrúarnir voruokkursammálaum það aðaöeins eittúrræði væri fyrir hendi: Verkamenn sem vilja vinna, verða að vinna fyrir þau laun, sem unnt er að borga. Þeir, sem ekki vilja þekkjast það”, — hann réttiútflata lófana—„þeir verða aðhalda sig utan verksmiðjuhliðanna og láta verkamannasambandið ala önn fyrir sér. Við getum fengið nógan vinnukraft og alla þá hjálp sem við þörfnumst, og það eru margir langþreyttir á atvinnuleysinu hér eins og annars staðar.” „Þú átt við að hefja vinnumeðverkfallsbrjótum —sviklum”? Ég hafði aldrei notað þetta orð fyrr, nema i samtali minu við Jóa Kellý. Ég sá að Harrý furðaði sig á þessari nafngift. „Já, þú getur kallað vinnufúsa menn það”, sagði hann. „Ég segi ekki, að þetta verði gert árekstralaust en öll önnur úrræði hafa verið reynd til þrautar siðan verkfallið hófst”. „Arekstralaust?” spurði ég. „Yrðu þá kannske nýir árekstrar?” „Þeir gætu reynt aðbeita ofbeldi. En þaðyrði litið úr þeim, þó að þeir vopnuðust hökum og garðhrifum, ef rikisherinn yrði kvaddur á vett- vang.” Hann þagnaði, er hann sá skelfingarsvipinn á andliti minu. „Þú skallt ekki verða hrædd strax, Emma min. Auðvitað vonum við, að til sliks komi aldrei. Við vonum,$ð allt geti farið friðsamlega fram”. Ég þagði um stund. Ég sat þarna við hliðina á honum á legubekknum og reyndi að rifja það upp, sem ég hafði lesið um verkfallsóeirðir og bardaga milli verkamanna og hermanna i öðrum iðnaðarborgum. Einu sinni hafði ég lesið frásögn um það, er liðsforingjar réðust á þyrp- ingu karla og kvenna með reidd byssuskepti og börðu þá niður, sem ekki höfðu svigrúm til að forða sér, að öðru sinni hafði verið sagt frá þvi, að mannfjölda hefði verið dreift með táragasi. Gat Harrý haft þetta i huga, er hann sagði mér ráðagerðirnar? „En ef Friðarpipuverksmiðjurnar yrðu ekki opnaðar aftur — fyrst um sinn á ég við?” Ég sá, að hann var orðinn þreyttur á spurningum minum. „Það verður að opna þær”, sagði hann. „Annað hvort verður að opna þær eða allt hrynur i rúst. Veiztu, hve mikiðhver verkfallsdagurkostar? — Nei, vitaskuld ekki. Ég get sagt þér það, ef þig langar til að vita það. Og peningarnir streyma ekki inn af sjálfu sér” „Það er hræðilegt af þér að tala svona”, sagði ég með grátstafinn i kverkunum. „Það er eins og peningarnir séu mest virði af öllu — meira virði en lif og hamingja vesalings verkamannanna. Ef til vill lit ég öðrum augum á þetta af þvi að ég hef gengið i skóla með sumum þeirra. Ég get ekki kallað þá „vinnukraft”, þeir erú menn. Þeir hafa lika talsvert til sins máls, og ég hef séð börnin...” „Þetta er veiklyndi”. Drættirnir kringum munninn urðu hörkulegir, og hann horfði harðneskjulega á mig. „Þú spurðir um staðreyndir, og þærhef ég sagtþér. Þú ættir að hætta aðleggja til mála, sem þú berð ekki skynbragö á, og þú ættir lika að venja þig af þessu næturflandri með ókunnugum læknum og taka þér hvild frá liknarstörfum um það leyti sólarhringsins”. Mér varð orðfall svo undrandi varð ég. Hvernig gat hann hafa frétt um ferö mina á heimili Angelettu, nýkominn heim? Ég hafði sjálf ætlað að segja honum þetta ævintýr. „Æ”. sagði ég. „Hefur þú frétt um....?” „Já, ég hef frétt um það. Þess háttar fréttist fljótt”. Ég fann, að mér hitnaði I geði. Mér sárnaði ummæli hans, og mér var mjög á móti skapi, að hann færi að spyrja mig um Merek Vance. „Ef þú hefur rekizt á Hönnu i Boston”, sagði ég „og' hún sagt þér þetta, þá veiztu sjálfur hve ýkin hún er”. Ég haföi ekkert hugsaö út i, hvað ég var að segja. En hann reis allt I einu á fætur og gekk út að glugganum, eins og hann væri að forðast að lita framan i mig. Hanna hafði þá sagt honum tíðindin. Ég gat imyndað mér, hvilikan mat hún hafði gert sér úr þessu. „Ég ætlaöi aö segja þér þetta sjálf Harrý”. Ég stóð upp og gekk til hans þar sem hann stóð og fitlaöi við gluggatjaldsnúruna. „Og Vance læknir bað mig ekki heldur um það. Ég fór bara með honum, af þvi að hann fékk lánaðan vagninn. Það er engin ástæöa fyrir þig aö láta þér mislika þetta” Ég smeygði hendinni undir arm hans og reyndi aö fá hann til þess að lita á mig. En hann gaf þvi engan gaum. „Elsku Harrý”, sagöi ég hjákátlega, þvi að mér fannst ég vera svo yfirgefin, þegar hann vildi ekki lita á mig. „Mér datt ekki í hug, að þér myndi falla þetta svona þungt. Þú mátt ekki láta þér mislika þetta,, Loks sneri hann sér aö mér, og þó að hann brosti.þá var brosið kalt og veitti mér enga hugsvölun. „Þaö skiptir ekki mestu máli, hvort mér likar þetta illa eöa ekki”, sagði hann og talaði hægt og settlega, svo aö ég missti áreiöanlega ekki af neinu orði. „Þú veröur að gæta þess að gera þig ekki að bitbeini al- mennings.Þér ermeiriathygliveittenalþýðustúlku hér i Blairsborg. Forfeður þinir hafa átt og rekið Friðarpipuverksmiöjurnar. Þú ert ein greinin á ættarmeiðnum, og þvimátt þú ekki gleyma.” „Ég hef aldrei gleymt þvi”, svaraöi ég, „en ég hygg, að það sé æði- margt, sem okkur hefur ekki auðnazt að skilja ennþá. Það ,sem var hárrétt fyrir fimmtiu árum — jafnvel tiu árum — getur verið orðið rangt núna”. Ég veitti þvieftirtekt, að brúnirjótt. augu hans, sem voru mér jafnvel enn hjartfólgnari en hvelfdar augnabrúnir og glettnis- legur munnurinn, urðu auðnarlega kuldaleg, og ég flýtti mér að segja það, sem mér bjó i brjósti áður en hann sneri frá mér aftur. „Ég þykist ekki vera neinn spekingur en ég reyni að meta málefni að verðleikum. Iðjurekstur getur orðið of viðamikill fyrir eina ætt — getur oröið eins og snjóköggull, sem alltaf helðst utan á, unz honum verður ekki valdið”. Sjálfri mér til undrunar var ég farin aðendurtaka samlikingu Jóa Kellýs. „Indánahöfðinginn með fjaðurskrúðið hefur lengi verið vörumerki okkar, og það hefur margt breytzt allan þann tima.” „En alltaf hefur þetta vörumerki notið álits, og ávallt hafa verk- smiðjurnar verið til blessunar og farsældar. Og undirstaða alls þessa hafa alltaf verið peningar — fjármagn”, svaraði hann. „Ég hef stundum gagnrýnt framleiðsluhættina, og enn er ég þeirrar skoðunar, að þeir séu harla gamaldags i ýmsum greinum. En allt um það viðurkenni ég, hve traust og affarasælt fyrirtæki Friðarpipuverk- smiðjurnar hafa verið og i þinum sporum væri ég hreykinn af þeim” 1207 Lárétt 1) Yljaðir. — 6) Fiska. — 7) Grassylla. — 9) Eins. — 10) Heimskan. — 11) Einkst. — 12) 51. — 13) Sverta. — 15) Orrust- una. — Lóðrétt 1) Mánuður. — 2) Komast. — 3) Timaskipti. — 4) öfugt nhm. — 5) Striðnina. — 8) reykja. —9) Mál— 13) Ess. — 14) Röð. — Ráðning á gátu No. 1206 Lárétt I) Myrkurs. — 6) Rum. — 7) Rs. — 9) Fa. — 10) Galdrar. — II) Al. — 12) Óp. — 13) Ana. — 15) Sýknaði. — 1) Morgans. — 2) RR. — 3) Kuldinn. — 4) Um. — 5) Skarpri. — 8) Sal. — 9) FAÓ — 13) Ak. — 14) AA. — i ftl b i s 7 5 ‘7 IO U ■r/i Jy\ /5 D R E K I Farsóttin breiðist út — Þráttfyrir aðgerðir Stundum fer Dreki úr frumskóginum', segir þjóðsagan... illililii FÖSTUDAGUR 15. september 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimikl. 7.50.Morg unstund barnanna kl. 8.45: Lilja Kristjánsdjittir heldur áfram lestri sögunnár „Mariönnu” eftir van Holst (11). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Popp- hornið kl. 10.25: Stephen Stills og CCS syngja og leika. Frettir kl. 11.00 Tón- leikar: Félagar i Vinarokt- ettinum leika Tvöfaldan kvartett i e-moll op. 87 eftir Louis Spohr / Walther Lud- wig syngur lög úr laga- flokknum „Malarstúlkunni fögru” eftir Schubert. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegiö Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Þrútið loft” cftir P.G. Wodehouse Sunna Stefánsdóttir islenzk- aði. Jón Aðils leikari les sögulok (25). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miödcgistónleikar: Ei- leen Croxford og David Parkhouse leika Sónötu fyrir selló og pianó i g-moll op. 19 eftir Rahkmaninoff. Hermann Klemeyer og Sin- fóniuhljómsveit Berlinar leika Divertiment fyrir flautu og hljómsveit op. 52 eftir Busoni: Bunte stj. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Úr ferðalagi um Norður- lönd. Frásögn Málfriðar Einarsdóttur. 18.00 Frcttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Frcttaspegill 19.45 Við bókaskápinn Eirikur Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri talar. 20.00 Pianókonsert i a-moll op. 16 cftir Gricg Dinu Lipatti og hljómsveitin Phil- harmonia leika: Alceo Galliera stj. 20.30 Mál til mcðferðar Arni Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn. 21.00 Ariur úr itölskum óper- um Maria Chiara syngur með hljómsveit Alþýðu- óperunnar i Vin: Nello Santi stjórnar. 21.30 útvarpssagan: „Dala- lif” eftir Guðrúnu frá Lundi Valdimar Lárusson les (23). 22.00 Fréttir. 22.15 Vcðurfregnir. Kvöldsag- an: „Bréf i stað rósa” cftir Stefan Zweig Edda Þórar- insdóttir leikkona lýkur lestri sögunnar i þýðingu Þórarins Guðnasonar (4). 22.35 Danslög i 300 ár. Jón Gröndal kynnir. 23.05 A tólfta timanumLétt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. liiiill 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 „Pop Story” Finnskir listamenn flytja lög og söngva úr „Jesus Christ Superstar”. Einnig leikur svissneska popp-hljóm- sveitin „The Forerunners” (Nordvision — Finnska sjónvarpið) Þýðandi Kristin Mantyla. 21.20 Ironside . Bandariskur sakamálaflokkur. Fóstur- barnið.Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.10 Erlend málefni. Um- sjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.