Tíminn - 15.09.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.09.1972, Blaðsíða 19
Föstudagur 15. september 1972 TÍMINN 19 Páskaferð til Isafjarðar - tvær vorferðir ÞÓ-Reykjavík. Páskaferöir Gullfoss til tsa- fjaröar hafa notiö mikilla vin- sælda undanfarin ár. og hefur sama fólkiö farið aftur og aftur i þessar ferðir. Nú er búið að ákveða að Gullfoss fari i ferð til isafjarðar um páskana 1973, og verður ferðin með svipuðu sniði og á undanförnum árum. Að páskaferðinni lokinni fer skipið i tvær vorferðir til Evrópu og verða þær sérstaklega skipu- til Evrópu lagðar fyrir farþega, sem vilja fara með skipinu i hringferð og koma með þvi heim aftur. En slikar ferðir hafa lengi verið mjög vinsælar og eftirsóttar. Ákveðið er. að fyrri ferðin verði farin i lok april og sú siðari um miðjan mai. Komið verður við i 5 til 6 höfnum erlendis i hvorri ferð. Sumaráætlun Gullfoss hefst svo i júni og brottför frá Reykjavik með 10 og 11 daga millibili til skiptis. Rafvirkjar - Múrarar Tvimenningskeppni i Bridge hefst mið- vikudaginn20. sept. kl. 8 i félagsheimilinu. Tilkynnið þátttöku i skrifstofur félaganna. Fjölmennið og mætið stundvislega. Póstferðir Flóabátsins Baldur milli Stykkishólms og Brjánslækjar verða i september á mánudögum kl 13.00og miövikudögum kl. 11,00 f.h. t okt.- des. jan.-mai á miðvikudögum og laugardögum. Brott- farartimi frá Stykkishólmi kl. 9,00 árdegis, til baka sömu daga. Flóabáturinn Baldur hf. Frá B.S.A.B. Eigendaskipti eru fyrirhuguð á 2 herb. i- búð i 4. byggingarflokki félagsins. Félagsmenn er vilja neyta forkaupsréttar, snúi sér til skrifstofunnar Siðumúla 34, fyrir 25. þ.m. Simar 33509 og 33699. Bsf. atvinnubifreiðastjóra. Nauðungaruppboð Áður auglýst uppboð á bifreiðunum,Y-1398 Y-2138, Y-2715 og G-4257, fer fram við félagsheimili Kópavogs i dag föstudaginn 15. sept. 1972 kl. 15,00. Bæjarfógetinn i Kópavogi. atlanti Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sími 228I Námsflokkarnir Kópavogi Enska: Kvöldflokkar, siðdegisflokkar fyrir börn fullorðna. Sænska, þýzka, franska, spænska. Áherzla lögð á talmál i öllum tungumálum. Erlendir kennarar. Mengi fyrir foreldra, teiknun og málun, skák fyrir byrjendur og lengra komna. Föndur fyrir 5-6 ára börn. Hjálparflokkarfyrir skólafólk i íslenzku, donsku, ensku og reikningi. Innritun i sima 42404 kl. 2-10 alla daga jafnt. Kennsla hefst 25. september. Múlafoss siglir til Færeyja í vetur ÞÓ—Reykjavik. Sem kunnugt er, þá er ákveöið að Gullfoss verði ekki í förum milli Islands, Færeyja og Kaup- mannahafnar i vetur. En i fyrri ferðum hefur Gullfoss flutt nokk- uð af pósti og vörum frá Reykjavik til Þórshafnar og frá Kaupmannahöfn til Færeyja, auk þess að skipið hefur flutt farþega milli þessara staða. Að auki hafa þær fregnir borizt frá Færeyjum, að Sameinaða gufuskipafélagið hafi ákveöið að leggja niður feröir Kronprins Frederiks til Færeyja. Að vonum hafa Færeyingar haft áhyggjur af þessu sambandsleysi viö umheiminn. Nú hefur Eimskipafélag Is- lands hins vegar ákveðið, að þar sem Gullfoss verður ekki í ferðum i vetur, hafi Múlafoss viðkomu i Þórshöfn i Færeyjum hálfs- mánaðarlega i vetur, á leiöinni frá Kaupmannahöfn til Islands. Skipið mun flytja vörur og póst frá Kaupmannahöfn til Færeyja, auk þess mun skipið taka vörur frá Islandi til Færeyja, og losa þær i Þórshöfn á heimleið. Frysti- vörur verða fluttar frá Islandi til Færeyja með öðrum skipum félagsins. Fyrsta skipsferö til Færeyja verður með Skógafossi 26. september, og siglir hann beint til Þórshafnar. Siðan fer Múlafoss frá Reykjavik 11. október og eftir það hálfsmánaðarlega. Varplönd Framhald af bls. 1. væri bezt að gefa svartbaknum það i verstöðvunum á veturna, þar sem hann heldur sig þá. Kjartan ólafsson, hjá búvöru- deild SIS sagði, að árið 1969 hefði dúnhreinsunarstöð SIS hreinsað 2825 kg af óhreinsuðum dún, og út úr þvi hefði fengizt 783 kg af full- hreinsuðum dún. Arið 1970 feng- ust 825 kg af hreinsuðum dún og i fyrra fengust 1082 kg. Af þessu magni seldi SIS 471 kg, en hitt seldu bændurnir sjálfir. Salan á dúninum innanlands gengur fyrir, og hefur um það bil helmingur hans farið á innanlandsmarkaö, og kostar hvert kg 4000 kg, en erlendis fæst nokkru hærra verð fyrir hann. Kjartan sagði, að samkvæmt þeim upplýsingum, sem hann hefði fengið.væri allt útlit fyrir, aö dúntekjan drægist verulega sam- an á þessu ári. Hann sagði einnig, að áhugi bænda á dúninum hefði farið heldur dvinandi, þar sem verðið mætti ekki vera lægra til þess að þessi búskapur bæri sig, en gifurleg vinna fylgir dúntekj- unni. Askja Framhald af bls. 8. ar, og það er svo sannarlega kom- inn timi til þess. Þar voru um margar helgar i sumar hátt á fjóröa hundrað manns, og þar er náttúrurikinu lika hætta búin. Að minu áliti ætti að friðlýsa Heröu- breiðarlindir og Oskju samtimis og miða skipulagið við það, að staöirnir væru ætlaðir fólki, en farartækjum haldið utan við þá. Hér þyrfti auðvitað eftirlit, sem auðvelt ætti að vera að tengja vörzlu sæluhúss, en nýtt og fallegt sæluhús þarf að risa i Herður- breiðarlindum. Ég efast ekki um, aö yfirvöld náttúruverndarmála og Ferðafélag Akureyrar, sem á Þorsteinsskála, og reyndar fleiri ferðafélög og ferðaskrifstofur, hafa fullan hug á þessu, og má vel vera að þessir aðilar séu komnir á veg með undirbúning. Það yrði svo sjálfsagt mál að fela Pétri Jónssyni að sjá um endurbætur vega á þessum slóðum, þegar bú- ið er að afmá vegarslóðina og umferðarspjöllin i sjálfri öskju. Eystcinn Þorvaldsson. Til húsnæðislausra kennaranema Samtök islenzkra kennaranema geta e.t.v. útvegað ykkur húsnæði og fæði i heimavist. Upplýsingar i sima 33226 n.k. mánudag kl. 5-8 og þriðjudag kl. 5-8. Skrifstofustarf Stúlka óskast til skrifstofustarfa á hafnar- skrifstofunni i Reykjavik. Umsóknir sendist hafnarskrifstofunni fyrir 25. september n.k. Hafnarstjórinn i Reykjavik. wipac Þokulj ós Ryðfrítt stál — 4 mismunandi gerðir Ennfremur varagler og hlifðarpokar fyrir þokuljós Póstsendum um allt land J-TT 7T ARMULA 7 - SIAAI 84450 Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf i löggiltum iðngreinum fara fram um land allt i október og nóvember n.k. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber aö sækja um próftöku fyrir þá nemendur sina, sem lokiö hafa námstíma og burt- faraprófi frá iðnskóla. Ennfremur er heimilt að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sem eiga 2 mánuði eða minna eftir af námstimanum, enda hafi þeir lokið iðnskólaprófi. Umsóknir um próftöku sendist formanni viðkomandi próf- nefndar FYRIR I. OKTÓBER N.K., ásamt venjulegum gögnum og prófgjaldi. Meistarar og iðnfyrirtæki í Reykjavik fá umsóknareyöu- blöð afhent á skrifstofu Iðnfræðsluráðs, sem einnig veitir upplýsingar um formenn prófnefnda. Reykjavik 15. september 1972. Iðnfræðsluráð. Tilkynning frá Sjálfsbjörg Dvalarheimili Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, við Hátún 12, Reykjavik, tekur til starfa á komandi vetri. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sjálfs- bjargar l.s.f. Laugavegi 120,hjá Sjálfsbjargarfélögunum út um land, öryrkjabandalagi Islands, Hátúni 10, Reykjavik á Reykjalundi og hjá héraðslæknum. Aðeins þeir einstaklingar koma til greina sem hafa ferlivist, en þarfnast verulegrar aðstoöar vegna fötlunar. Að ööru jöfnu sitja þeir fyrir um dvöl, sem eru á aldrinum 16-60 ára Umsóknarfrestur er til 15. nóvember n.k. Umsóknir sendist til skrifstofu Sjálfsbjargar, 1. s.f. að Laugavegi 120, Reykjavik Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.