Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 14. maí 2004 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 45 69 04 /2 00 4 Áhrifarík jakkaföt Mikið úrval af nýjum og flottum jakkafötum! Verð frá 22.900 kr. E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. ■ LISTAHÁTÍÐ M yndlistarsýningin Í nær-mynd - bandarísk samtíma- list verður opnuð í Listasafni Ís- lands í dag klukkan 18, um leið og Listahátíð Reykjavíkur verður sett. En almenningi gefst tæki- færi til að berja verkin augum frá og með morgundeginum klukkan 11. Á sýningunni verða verk ell- efu bandarískra listamanna sem fengin eru frá Astrup Fearnley- listasafninu í Osló. „Þemað í sýningunni er þessi sterki straumur sem verið hefur í bandarískri myndlist undan- farna áratugi, ummyndun hvers- dagslegra hluta þar sem þeir eru sviðsettir upp á nýtt og þeim er gefin ný merking. Myndlistar- mennirnir eru allir að vinna með tákn neyslusamfélagsins og með tilvísanir í listasöguna en með því að setja þetta í nýtt samhengi öðlast táknin nýja merkingu,“ segir Ólafur Kvaran, forstöðu- maður Listasafns Íslands. „Það er ákaflega merkilegur viðburð- ur að fá sýningu af þessu tagi þar sem mörg af lykilverkum nú- tímalistarinnar eru saman kom- in. Má þar nefna verk Andy War- hol, stóra rafmagnsstólinn þar sem hann teflir saman stólnum og litaflæði auglýsingamyndar- innar.“ Þeir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Jeff Koons, Sherrie Levine, Bruce Nauman, Cindy Sherman, Andy Warhol, Ro- bert Gober, Felix Gonzales- Torres, Duane Hanson, Louise Lawler, Richard Prince og Charles Ray sem öll hafa verið miðlæg í nútímalistsköpun á und- anförnum tuttugu árum. Sjálfur segir Ólafur að hann eigi mörg uppáhaldsverk á þess- ari sýningu og tiltekur sérstak- lega verk Jeff Koons, Andy War- hol og Cindy Sherman. „Það er bæði merkilegt að sjá þessi verk og að sjá þau saman því á samsýn- ingum sem þessum verða til sam- töl á milli verka.“ ■ Gömul tákn í nýjum búningi MICHAEL JACKSON OG BUBBLES EFTIR JEFF KOONS Þetta er líklega dýrasta og eitt þekktasta verk sýningarinnar um bandaríska samtímalist sem opnar í Listasafninu í dag. Önnur merk verk listasögunnar verða einnig til sýnis. Mikið verður um að vera í mið-bæ Reykjavíkur á morgun, fyrsta heila dag Listahátíðar Reykjavíkur sem ákveðið hefur verið að kalla Litríkan laugardag. Meðal þess sem fyrir augun ber er sýning Loftfimleikaflokks Vesturports og Artbox en klukkan 14.30 mun fimleikafólkið sýna magnað áhættuatriði ástarinnar í Austurstræti. Mikil eftirvænting hefur legið í loftinu eftir þessum loftfimleikum en í slíku eru að- standendur Vesturports ýmsu vanir eftir fimleikaatriðin í Rómeó og Júlíu. 22. maí klukkan 20 mun Vestur- port svo flytja Rómeó og Júlíu á Shakespeare-enskunni í Borgar- leikhúsinu. ■ Sveiflan æfð Á GÓÐRI SVEIFLU Á æfingu Loftfimleikaflokks Vesturports fyrir áhættuatriðið í miðborg Reykjavíkur á laugardag. ■ LISTAHÁTÍÐ 52-53 (32-33) Fólk 13.5.2004 20:47 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.