Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 55
Berlusconi norðursins Á þessum síðustu og verstu dögum fjölmiðlafrumvarps hef- ur því verið haldið fram að ríkis- stjórnin vilji forða Íslandi frá því að verða önnur Berlusconía – lýðveldisskrípi þar sem einn maður drottnar yfir stjórnmála- lífinu og ræður einnig þeirri mynd sem dregin er upp af því í fjölmiðlum. Þetta er ekki alls kostar rétt. Þvert á móti mátti litlu muna að hér skapaðist sam- bærilegt ástand og á Ítalíu – að- eins með öfugum söguþræði. Sem kunnugt er lítur Davíð Oddsson mjög upp til Berlusconi – svo mjög að hann þýddi kosn- ingaslagorð Berlusconi fyrir síð- ustu kosningar; áfram Ísland! Berlusconi finnst Davíð líka skemmtilegur karl og bauð hon- um fyrir ári að dvelja í sumar- höll sinni í prívatfríi sínu. Berlusconi er auðjöfur sem hef- ur sótt inn í ítölsk stjórnmál frá norðri. Hann er táknmynd hinna dugmiklu Norður-Ítala, vill losa landið undan ríkisvæðingu og kerfiskörlum að sunnan. Davíð hóf svipaða baráttu en hefur eig- inlega snúið við, staðið fyrir ríki- svæðingu og viljað sveipa auð- jöfrana böndum. Berlusconi sótti frá einkamiðlum sínum og náði ríkismiðlunum. Davíð tók fyrst ríkismiðlana og hefur síð- an reynt að ná undir sig einka- miðlunum. Það munaði litlu að Davíð tækist að skapa sína Berlusconíu fyrir tveimur árum eða svo. Hann hafði náð að koma sínum mönnum í allar lykilstöður hjá Ríkisútvarpinu og náð að sveigja Morgunblaðið til fylgilags úr hálfgerðri stjórnarandstöðu. Fréttablaðið var á leið á hausinn og DV var komið í hendur heit- trúaðra, þeirra sömu og áttu Skjá einn. Þeir höfðu gert sam- komulag við annan ríkisbankann um að knýja Norðurljós í gjald- þrot til að koma Stöð 2 og til- heyrandi í hendur Skjás eins. Líklega hefði þetta tekist ef hús- verði einum í Búnaðarbankanum hefði ekki blöskrað aðfarirnar, ljósritað samsærisskjal og kom- ið í hendur á stjórnendum Stöðv- ar 2. Við það missti bankinn kjarkinn og dró að sér hendurn- ar. Eftir þetta fór allt öðruvísi en Davíð vildi. Fréttablaðið var endurreist, náði meiri hylli en Morgunblaðið, eigendur þess tóku yfir útgáfu DV og björguðu loks Norðurljósum frá þrotum. Berlusconía Davíðs var eyði- lögð. Það er erfitt að skilja fjöl- miðlafrumvarp Davíðs öðruvísi en sem aðra tilraun til að leika eftir Berlusconi. Forráðamenn Skjás eins eru svo kátir með frumvarpið að þeir hafa gleymt að yfirlýstur tilgangur þess sé að auka fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði. Þess í stað keppast þeir við að fagna frum- varpinu sem endalokum harðar samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Þeir skilja frumvarpið þannig að það færi þeim Stöð 2 og tilheyr- andi með sælum dögum lítillar samkeppni. Í fyrstu drögum frumvarps- ins vildi Davíð taka Fréttablaðið og DV af eigendum sínum með lögum. Eftir að honum var bent á að hann gæti vart afnumið prentfrelsi var þetta fellt út úr frumvarpinu. Blöðin bíða því næsta skrefs ef fjölmiðlafrum- varpið nær í gegn. Castro norðursins Í Karíbahafinu ríkir Castro enn á Kúbu. Kúba er eins konar tímaskekkja. Þar er kommún- istaflokkur enn við völd þótt bak- land hans í Austur-Evrópu sé hrunið. Af virðingu við Castro hafa landsmenn fallist á að halda stjórnskipan óbreyttri meðan gamli maðurinn tórir. Á Kúbu er níundi áratugur síðustu aldar enn ekki kominn. Þar stendur tíminn í stað. Þegar stjórnarathafnir Davíðs Oddssonar og ríkisstjórnar hans á undanförnum mánuðum eru skoðaðar er engu líkara en mark- mið þeirra sé að færa íslenskt samfélag afturábak – til þess tíma þegar öll völd í samfélaginu fléttuðust saman utan um for- ystu stjórnmálaflokkanna og þá náttúrlega helst Sjálfstæðis- flokksins. Þótt Íslendingar til- heyrðu Vestur-Evrópu var margt í samfélagi okkar líkara því sem tíðkaðist austan járntjalds en meðal lýðræðisþjóða Vestur- landa. Hér var frami manna bundinn flokksskírteinum líkt og í kommúnistaríkjunum, hér var viðskiptalífinu stýrt út frá póli- tískum markmiðum, viðskipta- bankarnir lutu stjórn stjórn- málaflokkanna – hér var listinni meira að segja stýrt af stjórn- málamönnum með pólitískri út- hlutun listamannalauna. Ísland var því afleitt land; samfélagið var einn allsherjar vitleysis- gangur líkur því sem tíðkaðist fyrir austan járntjald. Með þjóðinni vaknaði sterk löngun til að losna undan þessu ástandi þegar líða tók á tuttug- ustu öldina og undir lok hennar var þessi löngun orðin svo sterk að stjórnvöld urðu að láta undan. Ákveðnustu skrefin voru tekin í tíð fyrstu ríkisstjórnar Davíðs og það eina skref að samþykkja inn- göngu Íslands í Evrópska efna- hagssvæðið var svo stórt að allt leit út fyrir að ekki yrði aftur snúið. Það er kostulegt í sögu- legu ljósi að Íslendingar tóku þetta skref um svipað leyti og þjóðir Austur-Evrópu ákváðu að hætta að taka mark á kommún- ismanum og hann gufaði upp í kjölfarið. Síðustu misseri hefur hins vegar mátt sjá nokkur merki þess að ýmsir vilja staldra við á leiðinni að samfélagi líku því sem best gerist meðal nágranna- þjóða okkar. Fjölmiðlafrumvarp- ið er aðeins grófasta dæmið en alls ekki það eina. Lögin á lögleg- an samning milli stofnfjáreig- enda Spron og Búnaðarbankans eru annað. Ríkisábyrgðin til DeCode einnig – eftirlaunalögin minna líka fremur á forréttindi flokksgæðinga Austur-Evrópu en eftirlaunakjör opinberra starfs- manna sem eru þjónar borgar- anna. En skýrustu merkin eru átök ráðherra við ýmsar stofnan- ir samfélagsins. Það er eins og þeir eigi erfitt með að sætta sig við þá valddreifingu sem felst í opnu og lýðræðislegu samfélagi. Þótt lögin séu skýr hamra þeir á einhverju sem þeir kalla leik- reglur og má ekki skilja öðruvísi en sem gömlu reglurnar sem héldu sovétkerfinu saman á Ís- landi; reglur sem kváðu á um að ekkert væri leyfilegt nema flokkurinn gæfi fyrir því grænt ljós – menn skyldu ekki stofna fyrirtæki, ekki kaupa fyrirtæki, ekki stofna né gefa út blað; nema með blessun flokksins. Síðasti kaflinn í forsætisráð- herratíð Davíðs Oddssonar stefnir í að verða jafn vitlaus tímaskekkja og þrályndi Castros á Kúbu. Davíð er ekki lengur réttur maður á réttum stað og á réttum tíma heldur vitlaus mað- ur á vitlausum stað á vitlausum tíma. Hann stendur gegn vilja þjóðarinnar að færa Ísland til nú- tíma og upp að hlið bestu sam- félaga á Vesturlöndum og vill þröngva okkur aftur og austur. Og við vitum ekki hvernig við eigum að bregðast við – ekki frekar en Kúbverjar. Þetta er svo undarleg staða – svo einstök – að við finnum engin fordæmi um eðlileg viðbrögð. Það er eins og við séum stödd í einhverri martraðarveröld – fram undan er ókannað land. ■ 35FÖSTUDAGUR 14. maí 2004 54-55 (34-35) smári 13.5.2004 22:01 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.