Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Þriðjudagur 19. september 1972 Hálfnað erverk þá haf ið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn BARIZT UM BARÐ OG MINJAR. Ég hefi verið að biða heftir þvi, hvort i brjósti mér segði til sin strengur i sambandi við þær „þjóðlegu" minjar, sem Arkitektafélag tslands býðst til að byrja að varðveita. Þótt ekki sé að öllu leyti, er ástæðulaust að tortryggja rausn þeirra, en samt ómaksins vert aðfhuga, hve mikil ccnnxQnirrJí Menntamálaráðuneytið, Laus staða Umsóknarfrestur um kennarastöðu i ensku við Menntaskólann á ísafirði er framlengdur til 25. september n.k. Æskilegt er, að kennarinn gæti kennt að nokkru leyti við Gagnfræðaskólann á tsafirði. Umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. 13. september 1972. Stúlkur athugið^ Kvennaskólinn ^mí4 á Blönduósi starfar, sem átta mánaða hús- mæðraskóli. Nemendur eiga einnig kost á námskeiðum frá 1. október til 16. desember og 10. janú- ar til mailoka. Verklegt og bóklegt nám. Vélritun, bók- færsla. Umsóknir sendist sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Aðalbjörg Ingvarsdóttir simi 95-4239. útgjöld þeir kynnu að láta eftir liggja almenningi til handa. Slikt má þó ekki telja eftir, ef af þvi stafaði menningarauki, en dýrt gæti þetta orðið, einkum ef smiða ætti eins konar niðursuðudós yfir húsin eins og einhver gerði ráð fyrir. Það þarf ekki að teljast mæli- kvarði á gildi þessarar hug- sjónar, þótt ég, úreltur ung- mennafélagi, sem á sinum tima komst ekki hjá að hnýsast i feril og framtiðarviðhorf þjóðarinnar, finni ekki ylinn i þessu máli. Reykjavík hefir með góðum myndarbrag komið upp húsasafni i Arbæ, og þar eiga þessi hús að vera, ef þau teljast þess virði. Þó hafa þau þá yfirburði umfram ýmsar byggingar nú, að þau voru vatnsheld, og væri arkitektum það mikil fremd að finna kröftum sinum forráð i þvi að varna hús- leka, þó ekki væri nema i einum skóla. Mér hefir gengið seint að fyrirhitta menn, sem hafa áhuga á þessum húsum, og sýnir það raunar hversu vonlaust það er, þegar á að fara að kaldhamra til- finningalifið. Samt get ég mér til, að sitt hvað sé minjavert við þau eins og gerist um annað, sem komið er til ára sinna. En svo vel vill til, að Menntaskólinn og Stjórnarráðshúsið blasa þarna við, og ef gera skal meira veður um húsastflinn má visa á Arbæ, auk þess sem hver búhagur maður gæti bangað saman svona nokkru á hvaða öld sem er. Það mun vera i ráði að reisa hér sögualdarbæ. Fyrsta byggð hér á landi hefir vafalaust verið eins konar flóttamannaskýli, en er fram liðu stundir rættist úr með stærð og gerð bygginganna svo auk vinnu- og svefnrýmis urðu til góðir skálar, þar sem for- ráðamenn héldu uppi mannamót- um. Þessa eftirlikingu (replica) mætti byggja i Reykjavik. Mörg dæmi eru um það, að eftirlikingar séu varðveittar í borgum, og myndi svæðið við Aðalstræti vera sjálfkjörið i þessu falli, ef rann- sóknum þar yrði lqkið. En við Lækjargötu fæst autt svæði, þegar gömlu húsin hafa verið fjarlægð. Engin firra sýnist það vera að reisa bæinn þar á barðinu ásamt skála, þar sem rikis- og borgarstjórn gætu eftir atvikum sinnt gestum. Slfkri byggingu mætti skapa umhverfi, og yrði dvöl þar erlendum fyrirmönnum sem og öðrum hin mesta nýjung. Þegar Willy Brandt, kanzlari, var i opinberri heimsókn vestan hafs kaus hann sér náttstað i La Posta i New Mexico, eftir að hinu forskrifaða skrúði lauk. La Posta ' er ekki eftirliking, heldur húsa- kynnin sjálf eins og þau voru á j miklum sögu- og umbrotatimum. ! Mest seldi hvíldarstóll- inn á Norðurlöndum Bólstraðir með ekta leðri og áklæði Framleiðandi stálgrindar: Stáliðjan h.f. Bólstrun: Bólsturverkstæði Skeifunnar Einkaleyfi á islandi: Skeifan h.f. Þetta val kanzlarans kann að vera tákn um það, hvernig jafn- vel þjóðhöfðingjar þarfnast orðið að losna undan prjáli, en þarna virtist ekki gerður greinarmunur á háum og lágum. Þetta gat ekki farið fram hjá mér, er mig bar þar að garði, þótt heimamenn gætu ekki stillt sig um að benda á staðinn, þar sem Brandt hafði tekið á sig náðir, enda stutt um liðið. Svefnherbergin eru ekki mikil að flatarmáli, en hinir djúp- rauðu eðalviðir, litsterku tjöld, húsmunir og dásamlegt fólk brugðu upp sviði, sem hvergi var nema þar, en þvi hefi ég minnzt á þetta nú, að einmitt á þessum' stað flaug mér i hug, hvernig sögualdarbyggingar hér gætu orðið fágæt og skemmtileg frávik frá hinu yfirdrepsfulla, óseðjandi stússi, sem hér á landi er kannski einna ótemjulegast. Og þótt allt yrði ólikt um La Posta og t.d. skála Njáls, þá eru þaðan fræg ill- indi Berþóru og Hallgerðar og i La Posta var Billy the Kid fjötr- aður. Þessar hugleiðingar hafa leitt mig á aðra slóð og þó skylda. Fyrrv. stjórn mun hafa áformað að byggja stjórnarráðshús, þar sem hin umdeildu hús standa, og núv. stjórn mun hafa erft þá skoð- un. En ef stjórnmálamennirnir halda, að þjóðina vanti nú að- kallandi slik húsakynni, þá ætla ég að þeir reikni skakkt. Þjóð, sem ekki hefir unnið fyrir sér i áratugi, þrátt fyrir mikinn fyrir- slátt, vantar eitthvað fremur en stórhýsi yfir stjórnarfar sitt, þar sem grjótstrengir og járnslár skipta rúðum. Um þessa fullyrð- ingu vitna éigi aðeins kröggur at- vinnuveganna heldur einnig allir þeir milljarðar, sem þjóðinni hafa áskotnazt, án þess að svo miklu hafi þurft til að kosta sem að koma sér upp vettlingum. Ef rúm vantar undir skjöl nægir skipulegt birgi, kannski undir sögualdarbænum, en vanti gólfpláss undir vélar og annan starfskraft er ágætt ráð að þrengja að sér og vinna vel. Ég veit hvað ég syng. t meira en 30 ár hefi ég unnið með mínu starfsliði i skrifstofu, sem er minni en 20 fer- metrar. Á þessum árum hefir umsetning nær hundrað-faldazt, og þegar erfiðast var um vik þurfti bara að lengja vinnu- daginn. Auðvitað hefði margt mátt betur fara að minu leyti, en þarna safnaði ég heilsu og kröft- um. Nú er ekki til þess ætlandi, að reynsla eins smáborgara, þótt atkvæðisbær sé, megi sin neins, en þess i stað má festa augu á annarri smáþjóð, sem er svo rik, að hún þekkir orð eins og rikis- skuldir aðeins með aðstoð upp- sláttarbóka. Þessi þjóð lætur sér nægja þinghús, sem fullgert var 1819, en hefir síðan fengið nokk- urn viðauka svo þar er einnig æðsti dómstóll landsins, söfn, skrifstofur o.fl. Aðrar stjórnarat- hafnir búa við húsakost með sömu hagsýni, en landið hafði efni á þvi að „saga" veg i gegnum klettabelti, og þegar ekið er þar i gegn gina yfir slikar hrikabrúnir til beggja handa að einungis sér upp i heiðan himin. Það var sagt, að amerisk kona hafi spurt um það, hvort Almannagjá hefði verið gerð með tilliti til hátiða- haldanna 1930, og hlaut mikið spé fyrir, einkum hjá þeim, sem héldu að enginn gæti gert neitt markvert nema guðdómurinn. Ég hefi nú borizt frá hinu upp- runalega umræðuefni nokkuð af leið og þó ekki alveg. Varla er svo á þessa svonefndu Bernhöftstorfu minnzt, að ekki sé komin draumahöll i skiptin. Þessir tveir fagurgalar ýtast nú á um áhrif og skattfé meðan þeir, sem reyna að gera upp á milli hófsemi og bruðls, hagsýni og sýndar- mennsku, einfaldleika og tildurs hika við að láta á sér bæra. Friðrik Þorvaldsson. BARNAKÓR HATEIGSKIRKJU Kórskólinn byrjar starf sitt á ný fyrir börn 8-11 ára. Kennt verður: Söngur, nótnalestur o.fl. i byrjenda og framhaldsflokkum, ef óskað er,einnig pianó- og blokkflautuleikur. Innritun fer fram i Háteigskirkju 20.-22. sept. kl. 4-7. óskað er eftir að fullorðnir fylgir börnunum til innritunar. Sóknarnefnd Háteigskirkju. Afgreiðslumenn Við viljum ráða menn til afgreiðslustarfa nú þegar. Upplýsingar gefur Samband — Starfs- mannahald SKEIFAN KJORGARCI, SIMl. 16975 Skipasmfðastöðin Skipavík hf. Stykkishólmi vill ráða nú þegar nokkra skipasmiði, eða menn vana smiði. Getum einnig bætt nokkrum mönnum við i nám í skipasmiði. Umsækjendur hafi samband við verk- stjóra i sima 8178 eða 8326.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.