Tíminn - 19.09.1972, Qupperneq 5

Tíminn - 19.09.1972, Qupperneq 5
Þriöjudagur 19. september 1972 TÍMINN 5 Landhelgissöfnunin: Starfsemin skipuiögð Klp—Reykjavik Nefnd sú, sem rikisstjórnin skipaði til að vinna að landhelgis- söfnuninni, boðaði i gær blaða- menn á sinn fund og skýrði frá ýmsu, sem er á döfinni i sam- bandi við söfnunina. Nefndin hefur nú ráðið Jón As- geirsson, fréttamann útvarpsins, framkvæmdastjóra söfnuninnar, og hefur hann fengið sig lausan úr starfi til næstu áramóta, svo að hann geti sinnt þessu starfi. Þá hefur nefndin fengið húsnæði að Laugavegi 13, og mun hún opna þar skrifstofu einhvern næstu daga. Á fundinum kom m.a. fram, að þegar hefði safnazt hátt i fimmtu milljón króna i land helgissöfnunina, og bærust gjafir alls staðar að af landinu. Fyrir- hugað væri að hefja einn af meginþáttum söfnunarinnar, 2. október,þ.a. að menn gefi sem svarar einum daglaunum sinum i þeim mánuði til landhelgis- söfnunarinnar. En margt fleira er á döfinni i sambandi við söfnunina, sem skýrt verður frá siðar. I gær bárust landhelgissöfn- uninni margar gjafir Þar á meðal barst bréf frá félagi gull smiða, sem býðst til þess að láta gera landhelgispeninga úr gulli silfri og eir, og verðí andvirði þeirra látiðrenna isöfnunina. Þá gaf Július Halldórsson fisksali 20 þúsund krónur, og fleiri hafa gefið þ.á.m. vistmenn á Hrafn- istu. Velti bílnum og hljóp Klp—Reykjavfk Fólk, sem stóð á gatnamótum Bústaðarvegar og Asgarðs um hádegið á laugardaginn, sá hvar bifreið kom á mikilli ferð i beygjuna kastaðist til og valt. Bif reiðastjórinn skreið út skömmu siðar og gaf sig á tal við fólkið, sem ekkert sá athugavert við hann eða framkomu hans, þar til hann tók allt i einu til fótanna og hvarf út i buskann. Lögreglan, sem kom á staðinn skömmu siðar, fékk góða lýsingu á manninum og reyndi siðan að ná sambandi við eiganda bif- reiðarinnar, en hann fannst hvergi. Einhvern tima um helgina var svo hringt til rann- sóknarlögreglunnar, og þar var kominn eigandinn, sem sagði að bifreið sinni hefði verið stolið. Er nú verið að kanna málið, en sá eigandinn, sem hringdi hefur enn ekki gefið sig fram og ekki sótt bifreiðina, sem enn er i vörzlu lögreglunnar. KJ—Reykjavik í brezka blaðinu Daily Telegraph er skýrt frá þvi á laugardaginn, að brezka stjórnin hafi aflétt innflutningsbanni á fiski frá Austur-Evrópurfkjum. Segir i fréttinni, að þetta sé ekki gert vegna hugsanlegs skorts á fiski af íslandsmiðum, heldur sé þetta i samræmi við stefnu Efna- hagsbandalagsins. Það sé stefna Efnahagsbandalagsins að leyfa frjálsan innflutning á fiski frá löndum utan bandalagsins, svo fremi sem ekki sé um undirboð að ræða. Á víðavangi Framhald af bls. 3. islandsmiða, og hefur þeim nú verið stefnt fyrir agabrot. í viðtali við Guardian segir einn hásetanna frá truflunum varðskipsins Ægis og siðan frá þvi, er togarinn Boston Attacker frá sama útgerðar- félagi bilaði og Boston Explorer varð að taka hann i tog alla leið til Bretlands. Hann sagði ástæðuna fyrir þvi að hann og félagar hans 6 hefðu neitaö að fara aftur til veiða á tslandsmiðum vera þá, að tekjurnar yrðu minni en þeir vildu sætta sig við. —TK Tuttugu og ein Tristar-þota veröur i almennu flugi fyrir lok þessa árs, en Eastern i Bandaríkjunum hefur þessa þotu þegar I þjónustu sinni, og hér er ein þeirra á Iofti. „Hljóðlátasta þotan" um L-loll Tristar - segja Lockheed verksmiðjurnar KJ—Reykjvik Það er dálitið undarleg tilfinn- ing að vera i þotu yfir Kili, og fara i lyftu á milli hæða i þotunni, en þetta gátu þeir reynt, sem i gær voru boðnir i kynningarflug með Tristarþotunni frá Lockheed — verksmiðjunum bandarisku. island er siðasti staðurinn, þar sem þessi þota var kynnt, en hún er einskonar millistærð á milli ,,Júbó”-þotunnar Boeing 747 og DC-8-þotanna, eins og Loftleiðir nota. Tristar-þoturnar frá Lockheed eru búnar þrem Rolls Royce- hreyflum, en þeir eru framleiddir i Bretlandi, og var um tima talið, að verksmiðjurnar yrðu að leggja upp laupana, vegna fjárhags- erfiðleika við framleiðslu þessara hreyfla. Svo fór þó að lokum, að fjárhagnum var bjargað og fram- leiðsla Tristar-þotanna gat haldið áfram. ,,Allt þetta umstang með RR- hreyflana tafði okkur i sex mán- uði”, sagði einn af fulltrúum Lockheed-verksmiðjanna i viðtali við Timann i gærmorgun, um borð i Tristar-sýningarþotunni, sem þá var á flugi hátt yfir suður- ströndinni. ,,En samt sem áður erum við þegar búnir að selja 164 þotur, og fyrir lok þessa árs verð- ur 21 þota i notkun á áætlunarleið- um” Sýningarferðin með Tristar- þotuna hefur staðið i 38 daga, og hefur þotan, sem var á Islandi i gær, farið til 24 landa i Evrópu, Asiu og Mið-Austurlöndum. Bolurinn er nærri 6 metra breiður Tristar þotan er ekki sérlega rennileg i útliti, þvi að bolurinn er mjög sver, og innanmálið er sex metrar, þar sem það er mest. Sýningarþotan var með merki BEA á stéli, og var það eins konar viðurkenning á þvi, að nýlega hefur BEA-flugfélagið brezka pantað sex Tristar, og gert pönt- un með fyrirvara á sex öðrum. 1 sýningarþotunni eru 232 sæti, og var sérlega rúmt um gestina, enda var vélin ekki nærri full. Fremst og aftast eru barir, og umhverfis þá þægilegir sófar og borð. Á fyrsta farrimi fremst i vélinni eru sex sæti þvert yfir, en á ferðamannarýminu eru átta sæti, öll mjög breið og þægileg, og gott bil á milli sætanna. Lokaðar farangursgeymslur eru yfir sæta- röðunum, en i miðjum farþega- rýminu eru fatahengi, svo þægi- legt er að hengja föt á herðatré, meöan á flugi stendur. Gangarnir á milli sætaraðanna eru rúmgóð- ir, svo að þar geta bæði farþegar og flugfreyjur gengið um án þess að rekast á. Við hvert sæti er heyrnartól, og má velja á milli 15 „stereo” tónlistardagskráa. Tristar er hljóðlát Það sem framleiðendur þot- unnar leggja megin áherzlu á við kynningu hennar, er, hve hún er hljóðlát, og hve auðvelt sé að fljúga henni. Gestirnir i gær urðu áþreifan- lega varir við, hve hljóðlátþotan er, miðað við t.d. Boeing og DC-8 og ennfremur hve þægilegt er að fljúga i henni. Þá er meira borið i innrétting- una i þessari þotu en minni þot- um, og margt smávegis, sem ger- ir ferð farþegans ánægjulegri og þægilegri. Að visu getur verið breytilegt, hvað flugfélögin vilja hafa mörg sæti i vélinni, og aukinn sætafjöldi þýðir auðvitað minni þægindi. Venjulega eru „eldhúsin” i flugvélunum i þeim miðjum, eða aftast og fremst. f Tristar hafa þeir, samkvæmt óskum margra flugfélaga, sett „eldhúsið” á neðri hæðina, Úr eldhúsinu eru tvær lyftur , sem flytja bæði fólk og 'mat upp og niður, og með þessu vinnst, að matarlykt leggur ekki um alla vélina, og þjónustu- liðið fær betri aðstöðu til að útbúa og framreiða matinn. Þá eru þarna i „kjallaranum” góðar geymslur fyrir varning til sölu um borð, svo að aldrei á að vera skortur á neinu, jafnvel þótt fjög- ur hundruð farþegar séu meö vél- inni, en það er hámarksfarþega- talan. Mesti flughraði er 965 km á klukkustund, og flugþol er 5.600 km. Það þýðir, að vélin getur t.d. farið i einum áfanga frá Chicago til London, svo eitthvað sé nefnt. Tristar er með sjálfstýringu og útbúnaði til „sjálflendingar”, en það þýðir, að flugmennirnir stilla aðeins þessi tæki, sem siðan sjá um að fljúga vélinni á ákveðinn stað og lenda henni þar. Fylgjast þá flugmennirnir aðeins með tækjum vélarinnar, en > stýra henni ekki, hvorki á flugi né i lendingu. Segja verksmiðjurnar, að með þessum tækjum megi lenda auðveldlega, þótt ekki sé nema 700 feta skyggni á flug- brautinni, sem lent er á. Þotan dregur liklega nafn sitt af þvi, að hreyflar hennar eru þrir, einn undir hvorum væng og einn i stéli. Kaupa Loftleiöir? Aðalerindið með komunni hing- að var að kynna Loftleiðamönn- um þotu þessa, og voru þeir lika fjölmennir um borð, ásamt full- trúum Flugfélagsins, ferðaskrif- stofa, flugmálayfirvalda og fleiri. Tristar er aðeins ein af mörgum þotutegundum/ sem Loftleiðir kynna sér og fylgjast með, þvi að einhvern tima kemur ab þvi, ab DC-8-þoturnar verði of litlar fyrir þá og fullnægi ekki kröfum far- þeganna um þægindi. | jfg v # r^Ai Sætin á ferðamannarýminu eru breið og þægileg. t miðjunni eru fatahengin, sem mörgum munu þykja þægileg á lengri leiðum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.