Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Þriðjudagur 19. september 1972 Ryk er ástæðan fyrir at- vinnusjúkdómum í álverinu Sem kunnugt er af fréttum, þá fór Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið fram á það við Heilbrigðiseftirlitrikisins, að það tæki til athugunar ábendingar 9 starfsgreinafélaga vegna meintra atvinnusjúkdóma hjá sjarfsmönnum ISALS i Straums- vik. Heilbrigðiseftirlitið hefur nú lokið athugunum sinum og hefur það sent heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skýrslu um athuganir sinar. 1 skýrslunni kemur fram, að til þess að fá sem beztan samanburð hafi álverksmiðja i Noregi verið skoðuð og í Noregi naut heil- brigðiseftirlitið góðrar aðstoðar atvinnusjúkdómastofnunar Noregs. Eftir miklar rannsóknir i ál- verinu i Stramsvik, kom fram, að magn eitraðra lofttegunda var ekkert tiltakanlega mikið og langt innan þeirra marka, sem hættulegt getur talizt. —Að öllum rannsóknunum athugunum, segir i skýrslunni, verður að telja, að ryk það, sem framkallast við ál- vinnslu, bæði frá surali, kryoliti og sóti skautanna, sem byggð er úr tjöru, kolum og asfalti, sé aðal skaðvaldurinn og sé viss fjöldi manna, sem ekki þoli það ryk til lengdar, og er það i samræmi við það, sem annars staðar þekkist við svipaðan verksmiðju rekstur. Hér fer á eftir meginhlutinn af skýrslu Baldurs Johnsens for- stöðumanns Ileilbrigftiseftirltts rikisiiis um niðurstöður af athug- iiiiiun hans. Fyrst ræðir hann um sjúkdómsrannsóknirnar á þeim mönnum sem grunur lck á að tck- ið hefðu atvinnusjúkdóma við vinnu i álverinu i Straumsvik.- Undirritaður, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits rikisins, var með bréfi dags. 28. marz s.l. frá Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, beðinn að rannsaka og hraða rannsókn: 1) Hvort aðstæður i Straumsvik séu þannig, að hætta sé á atvinnu sjúkdómum hjá starfsmönnum. 2) Hvaða sjúkdóma geti hugsanlega orðið vart við starf semina eins og nú er. 3) Hvort veikindatilvik hjá starfsmönnum, sem tilgreind eru i áðurnefndu bréfi (þ.e. bréfið, sem ráðuneytinu hefur borizt frá starfsgreinarfélögum og fylgdi með i afriti), verði rakin til þeirra. Umrætt bréf barst mér i hendur á skirdag 30. marz. (Fskj. I) Þar sem beðið var um að hraða rannsókninni, þótti mér tilvaliö að nota það sem eftir var af dym- bilvikunni til að gera undir- búningsathugun á aðstæðum i verksmiðjunni og fór þvi á vett- vang til fyrstu skoðunar á föstu- daginn langa, 31. marz, eins og kunnugt er, er unnið alla daga, jafnt heiga sem rúmhelga, á vöktum. Við hliðið fann ég Erick Hiíbner, sem fylgdi mér um verk- smiðjuna. Ekkert samband var haft við yfirmann verksmiöjunnar i þessari fyrstu skoðunarför. Þá var auk kerskála, steypu- skála og skautsmiðju skoðuð klæðaskif taherbergi, hreinlætis- tæki böð og matsalir starfsfólks. Vinnan var i fullum gangi I vinnuskálunum. Fyrstu áhrif af þessarri skoðunarferð voru þau, að all- mikið ryk væri i þessum vinnusöl- um, og sveið mig I hálsinn. Eftir þessa fyrstu athugun þótti mér rétt, að haga rannsókn þannig: 1.) Gera tilteknar loft- mengunarrannsóknir, aðrar en flúorrannsóknir i áður umræddum vinnuskálum einkum þó á S02, sem þekkt er að þvi að valda ertingu i öndunarfærum, en flestar kvartanir starfsmanna voru einmitt frá öndunarfærum. Grimur Jónsson, héraðslæknir I Hafnarfirði, hafði áður látið gera rannsókn á ílúorsamböndum i þvagi nokkurra starfsmanna, og reyndist magn þeirra neðan þeirra marka, sem boðað gætu hættuástand. (Fskj. II og III) 2) Þá þótti mér óhjákvæmilegt að skoða samskonar verksmiðju i Noregi, og varð fyrir valinu litið eitt eldri verksmiðja i eigu Alusuisse, sem er nákvæmlega eins og Straumsvikur-verksmiðj- an er, hvað alla uppbyggingu snertir, og stærðin er eins og Straumsvikur-verksmiðjan verð- ur eftir stækkunina. Til þess að fá aðgang aö þeirri verksmiðju, naut ég ómetanlegrar fyrir- greiðslu atvinnusjúkdóma- stofnunar Noregs, en forstöðu- maður hennar er dr. Norseth. Þessi verksmiðja er staðsett á fögrum stað i Harðangursfirði, 2ja-3ja tima siglingu frá Bergen með hraðbáti, þar heitir „Husnæs". Þessi heimsókn i Husnæs-verk- smiðjuna reyndist mjög árangursrik. Þar fékkst: a) Góður samanburðargrund- völlur hvað snerti útbúnað og rekstur, til samanburðar við Straumsvikur-verksmiðjuna. b) Þar fékkst einnig tækifæri til þess að rannsaka aðbúð og að- stöðu verkafólks þar á staðnum, og ekki sizt ýmislegt sem varðaði takmörkun á vinnutima verka- fólks þar I verksmiðjunni. c) Þar fengust einnig upp- lýsingar um — og voru raunar sýnilegar — skemmdir þær, sem verksmiðjan hafði valdið i um- hverfi sinu, áður en hreinsunar- tæki voru sett i hana, og einnig, hvernig þau hreinsunartæki höfðu verið starfrækt, hvaða erfiðleikar hefðu verið á starfrækslu þeirra i fyrstu og hvaða aðgerðum og að- í'erðum þurfti að beita til að tryggja góðan árangur af hreinsunartækjum, þar sem þau eru sett upp, en það er önnur saga. 3) Þá þótti nauðsynlegt að kanna sem bezt starfssemi at- vinnusjúkdómastofnunar Noregs (Yrkeshygienisk Institut), en það er staðsett i Oslo, og naut ég þar góðrar fyrirgreiðslu dr. Norseth, sem áður er á minnst, svo og Jörgens Jahr, yfirverkfræðings. Þessi stofnun hefur yfirumsjón með öllum verksmiðjurekstri i Noregi hvað snertir atvinnusjúk- dóma. 4) Þá þótti nauðsynlegt að ná sambandi viö alla þá verkamenn, sem starfað höfðu i Alverinu i Straumsvik, til þess að kanna heilsufar þeirra með samtölum, og afla samtimis i þvi skyni upp- lýsinga um þær rannsóknir, sem gerðar höfðu verið, af hinum ýmsu læknum og lækninga- stofnunum hér landi. 1 þessu skyni var þegar haft samband við Verkamannafélagið Hlif i Hafnarfirði og það beðið að senda skrá yfir þá verkamenn, sem höfðu veikst i Alverinu og varö orsök til þeirra skrifa frá starfsgreinafélögum,sem áöur er á minnst og bréf ráðuneytisins byggðist á. Svar barst frá Verkamanna- félaginu Hlif, þ. 13.5. og voru þar tilgreindir eftirfarandi menn: a), b),c),d),e),f),g),h), samtals8 manns, en auk þess kom siðar ótilkvaddur i), til viðtals. (Fskj. IV) Þegar er bréf Verkamanna- félagsins Hlifar hafði borizt, 13.5. S.I.; var öllum þessum mönnum skrifað og þeir beðnir að koma til viðtals i skrifstofu Heilbrigðis- eftirlits rlkisins og komu þá i fyrstu aðeins 3 af þessum 8 mönn- um og var þá skrifað aftur hinn 5.> júni s.l. og bættust þá nokkrir við, en aldrei náðist til f), g), Astæðan fyrir þvi, hve illa gekk að fá þessa umræddu menn til viðtals, mun aðallega vera sú, að þeir eru flestir hættir störfum hjá Álverinu og komnir i aðra vinnu og sumir fluttir út á land eða farnir til sjós. Þegar búið var að hafa tal af þessum 6 mönnum er voru i hópi þeirra,er Verkamannafélagið Hlíf gaf upp, svo og i), þá var skrifað til lækna og stofnana, sem höfðu þessa menn til rannsóknar og meðferðar, og siðan reynt að gera sér grein fyrir ástandi hvers og eins og orsökum til þeirra sjúk- dóma, sem þeir hafa fengið á meðan þeir unnu i Álverinu. öll þessi eftirgrennslan tók 3 mánuði. Niðurstaða sjúkdóms- rannsókna Eins og áður segir, mættu 6 menn af þeim 8, sem Verka- mannafélagið Hlif gaf upp, og sem boðaðir voru til skoðunar og viðtals hjá Heilbrigðiseftirliti rikisins, en þar fyrir utan mætti i), sem ekki hafði verið sérstak- lega boðaður og auk þess er vitað nokkuð um þá g), og f), af þeim upplýsingum, sem fyrir liggja hjá trúnaðarlækni Álversins, dr. Hjaltested. Dr. Hjaltested hefur rannsakað alla mennina við upphaf starfs- ferils þeirra i Alverinu og ekki fundið neitt athugavert við heilsufar þeirra nema f), sem sagður er hafa haft þyngsli fyrir brjósti og fengið snert af asthma 1958, en þó verið einkennalaus siðan og ekki borið á neinu sér- stöku við skoðunina, en honum var þó sagt, að ef framangreind einkenni kæmu aftur i ljós, mætti hann ekki vinna i kerskála. Af þeim gögnum, sem fyrir liggja um þessa menn, bæði frá læknum á Vífilsstöðum svo og sjúkrasamlagslæknum þeirra og athugun undirritaðs auk frum- skoðunardr. Hjaltesteds, kemur i ljós að 2 af mönnunum eiga nákomna ættingja með ofnæmis- sjúkdóma. Báðir þessir menn hafa einnig sýnt einkenni um of- næmi, en auk þess hafa aðrir 2 sýnt einkenni um ofnæmi við sér- stakar ofnæmisrannsóknir, þannig eru 4 af þeim 7 sem rannsakaðir voru, með ofnæmi þ.e.a.s. rúmlega helmingur, en allir hafa mennirnir, sem rannsakaðir hafa verið, fengið smám saman vaxandi sjúkdóms- einkenni frá öndunarfærum. Þessi einkenni hafa oftast byrjað fyrst i nefi, með nefrennsli og særindum og siðan I nokkrum tilfellum þróast upp I hreina andarteppu, og þá einkum að næturlagi. Flestum mönnunum hafa batnað einkennin að nokkru eða öllu leyti, eftir að þeir hættu störf- um i Alverinu. Auk þessarra sjúkdómsein- kenna frá öndunarfærum, sem allir mennirnir hafa kvartað um, meira og minna, svo og ofnæmis, sem staðfest hefur verið með húð- prófum, hafa þessir menn einnig kvartað um mikla þreytu og slen og svefnhöfgi að lokinni vinnu. Flestir þessarra manna hafa unnið meira eða minna i ker- skála, en þó hafa nokkrir þeirra ekki komið nálægt kerskálanum og aðeins unnið við súráls- flutninga eða i skautasmiðju. Það má yfirleitt segja, að yfir- vinna I meira eða minna rikum mæli sé sameiginlegt með þessum mönnum, sem hér hafa verið til athugunar. Mest hefur yfirvinna verið hjá þeim sem hafa stundað upp- skipun súráls og unnið i lestum, á ýtum við að færa til súrálið, en einnig hefur það tiðkast, að menn hafa tekið a.m.k. tvær vaktir á sólarhring og hefur jafnvel verið sótzt eftir sliku, en það kemur i ljós, þegar talað er við suma mennina, að þau einkenni sem þeir hafa kvartað um, hafa verið nokkurnveginn i réttu hlutfalli við lengd vinnutimans. Oisal.ii- sjúkdómseinkenna mannaiina Það er enginn vafi á þvi, að ryk, sem i verksmiðjunni er, bæði i kerskála, skautsmiðju, steypu- skála og við súrálsuppskipun, er aðaiörsök andfærakvilla mannanna og þess ofnæmis sem vart hefur orðið, en yfirvinna aðalástæðan fyrir þeirri miklu þreytu og syfju, sem borið hefur á hjá starfsmönnunum. Þess má geta i sambandi við hinn langa vinnutima, sem tiðkast i Álverinu hérna, að I verksmiðjum i Noregi er bannað að vinna meira en 10 yfirvinnutima á viku hverri, eða sem svarar 2 timum á hvern virkan dag. Þá vaknar sú spurning, hvað það sé I andrúmsloftinu og þá sér- staklega I rykinu, sem hafi þessi áhrif á slimhuð öndunarfæranna og i heild sinni á liðan þeirra starfsmanna, sem veikzt hafa. Til þess að kanna þetta, voru tekin sýnishorn af ryki og brenni- steins sýrlingi (S02) með sér- stökum tækjabúnaði, sem er I eigu Heilbrigðiseftirlits ríkisíns, en siðan var efnagreining látin fara fram á magni brennisteins- sýrlingsins á Rannsóknarstofnun iðnaðarins á Keldum, en um það fjallaði aðallega Hörður Þormar. Til þess að þessar rannsóknir gætu farið fram með nægilegum hraða og til þess að hægt væri að gera sér grein fyrir truflunum, sem fram kynnu að koma við söfnun sýnanna, þótti rétt að efnagreiningin gæti farið fram jafnharðan, svo til daglega, á hverju einstöku sýni eftir aö nokkur forpróf höfðu verið gerð, og til þess að annast þessa starf- semi, réð Heilbrigðiseftirlit rikisins I sina þjónustu Svein Guðbjartsson, sem annars starf- ar sem heilbrigðisfulltrúi i Hafnarfirði og flutti hann sýnin á milli daglega og sá um að setja upp flöskur og siupappir tvisvar á hverjum degi i verksmiðjunni i tveim tækjum, sem þar voru höfð i notkun og Heilbrigðiseftirlitið lagði til og undirritaður staðsetti. Fskj. V) Niðurstöður úr þessum rannsóknum voru þær, að brenni- steinssýrlingur (S02) reyndist innan þeirra marka, sem talin eru hættulaus, miðað við þær hámarkstölur (standarda), sem almennt eru viðurkenndar fyrir brennisteinssýrling, en það er 0,15 mg. i rúmmetra til upp- jafnaðar yfir sólarhringinn, eða hæst 0.50 mg. i rúmmetra miðað við einstakar mælingar. Meðaltal 24mælinga iStraums- vikur-verksmiðjunni i kerskála fyrir S02 reyndist 0.140 mg. I rúmmetra, en hæstu tölur úr ein- stökum mælingum fóru upp I 0.475. Eins og áður segir, er það fyrir neðan þau hámörk, sem al- mennt eru viðurkennd. Astæðan til þess, að sérstaklega þótti ástæða til að gefa gaum að brennisteinssýrlingi (S02) i andrúmslofti er hin miklu ertandi áhrif.sem mikið magn af honum I andrúmslofti hefur á slimhúðir öndunarfæra, og er slikt alþekkt i stórborgum utan fslands, þar sem mikil mengun á sé stað i and- rúmslofti. 1 ryksýnum sem tekin voru á siupappir, komu fram margvis- leg efni, sem ekki hefur verið tök á að efnagreina i svo litlu magni, en þó er augljóst af efnagreiningu ryks á bitum I kerskála (Fgskj. VI,ryksýniR-IogR-II), að þar er um að ræða i yfirgnæfandi meiri- hluta súrál, blandað kolaryki, og sóti auk krýolits. Það er almennt viðurkennt, að þessi rykblanda ásamt með meira eöa minna af flúorefnum, er talsvert ertandi fyrir öndunarfærin og er viss fjöldi manna, sem ekki þolir þetta ryk til lengdar, en hinsvegar verður ekki sagt að flúorið eitt i sjálfu sér sé hér aðalatriðið, enda ekki það mikið flúor i þvagi þeirra manna, sem rannsakaðir voru, og þar á meðal er þó einn þeirra, sem komu I þessa sér- stöku rannsókn, með lægsta flúorinnihaldið (0,17 mg/1), (c) .......) að það geti haft nein skað- leg áhrif. Vegna hins mikla slens, og þreytu og svefndrunga, sem bar á hjá umræddum starfsmönnum, þótti ástæða til að gera rannsókn á kolsýrlingi I verksmiðjunni og var Kormákur Sigurðsson, sem vanur er slikum rannsóknum hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur- borgar, fenginn til að gera nokkr- ar slikar rannsóknir á vegum Heilbrigðiseftirlits rikisins, \og kom i ljós að I kerskála var kol- sýlingur (CO) 10 ppm., þ.e.a.s. hlutar i miljón, en það er aðeins fimmti hluti af þvi sem talizt get- ur hættulegt fyrir heilsu manna. I steypuskála reyndist ekki mælanlegt magn af kolsýrlingi (CO). Þar var einnig mælt eldi (O 2) og reyndist það i hámarki 20,6%. Relativur raki I kerskála og skautasmiðju reyndist 40-56% og er það innan þeirra marka, sem hæfilegt má teljast. Lofthiti reyndist 11 gráður i skautsmiðju, en 19 gráður i ker- skála, og verður það eftir atvik- um og eðli vinnunnar og aðstöð- unnar á hvorum stað að teljast við hæfi. Að þessu öllu athuguðu/verður að telja,að ryk það sem framkall- ast við álvinnsluna bæði frá súr- áli, krýoliti og sóti skautanna, sem byggð er úr tjöru, kolum og asfalti, sé aðal skaðvaldurinn og sé viss fjöldi manna, sem ekki þoli það ryk til lengdar, og er það 1 samræmi við það sem annars staðar þekkist við svipaðan verk- smiðjurekstur. 1 Noregi er til dæmis litið svo á, að ekki sé óeðlilegt, að 3-5% af starfsmönnum, sem þó hafa verið rannsakaðir áður en þeir hófu starf i verksmiðjunni, þoli ekki vinnu i kerskála. Sumir þessara manna geta tekið við vinnu ann- ars staðar I álverinu, en aðrir verða algjörlega að hætta vinnu i þvi og forðast alla snertingu við slikan verksmiðjurekstur. Flestum mönnum batnar ann- ars til fulls, ef þeir hætta að vinna i verksmiðjum sem þessum, en einstaka bera þess menjar langan tima og gengur seint að batna, eða batnar e.t.v. alls ekki til fulls. I slikum tilfellum mun oftast vera um að ræða meðfætt veiklað mótsöðuafl I öndunarfærum, eða ofnæmi, sem erfitt er að finna við frumrannsókn, en það er einnig þekkt fyrirbæri I læknisfræðinni, að ofnæmi, sem tiltölulega litið hefur borið á, allt i einu magnast um allan helming, ef menn lenda i miklu ryki eða þeim kringum- stæðum, sem mjbg reyna á varnir likamans i þessum efnum, og get- ur þá slikt ofnæmi, sem þannig hefur magnazt upp, varað lengi, og e.t.v. aldri lagazt til fulls, og eina ráðið sé þá að halda sig algjörlega frá öllu þvi, sem á nokkurn hátt snertir ofnæmistil- hneigingu þeirra. Ekki er óliklegt,,að eitt af þeim tilfellum, sem hér kom til athug- unar, hafi haft ofnæmi, sem lýsti sér i sérstakri tegund af höfuð- verk (migrene) og hafi það ofnæmi magnazt mjög við starf I álverinu og maðurinn ekki náð sér til fulls, a.m.k. ekki ennþá, en hann hefur þegar gengið undir þrjár aðgerðir til að fjarlægja sveppi (polypa) úr nefi, sem að sjálfsögðu eru af ofnæmisvöldum, (Rhinitis allergica). Hann fékk einnig útþot (Urticaria) að sögn Björns Þórðarsonar læknis. Svipaða sögu er að segja um annan mann, sem gengur undir sjúkdómsgreiningunni Bronchitis asthmatica. Hann á i ætt sinni ná- kominn ættingja með asthma og sjálfur er hann með ofnæmi fyrir fjölda efna samkvæmt rannsókn- unvsem gerðar voru á Vífilsstöð- um, og munu þessir sjúkdómar hafa náð tökum á sjúklingi við starfið I Álverinu og ofnæmið magnazt, en asthmatilhneiging, sem kann að vera ættgeng (móðir asthmaveik), hefur fengið útrás, Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.