Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 19. september 1972 TÍMINN 9 Ctgefandi: Fra'msóknarflokkurfnn : Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- : arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson : Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tlmáns) : Auglvsingastjóri: Steingrlmur, GislascMii, • Ritstjórnarskrif : stofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300-18306 j Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýs- : ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald : 225 krónur á mánuði innan lands, I lausasölu 15 krónur ein takið. Blaðaprent h.f. Nýting fiskimiðanna Fyrir allmörgum árum hóf Jón Skaftason að flytja á Alþingi tillögu um skipulega nýtingu fiskimiðanna innan islenzkrar fiskveiðilög- sögu. Fyrrverandi stjórn sinnti þessu máli ekki lengi vel, en lét þó að lokum undan og skipaði nefnd til að gera tillögur um þetta verkefni. Sú nefnd skilaði áliti um skipulag dragnóta- og togveiða og voru þær siðar samþykktar á Al- þingi til tveggja ára og sú samþykkt framlengd til eins árs á siðasta þingi. Ætlunin var, að nefndin skilaði einnig áliti um skipulag ann- arra veiða, t.d. veiða með net og nót, en það hefur dregizt til þessa. Sá dráttur mun að ein- hverju leyti hafa stafað af þvi, að fyrir dyrum stóð að færa fiskveiðilögsöguna úr 12 milum i 50 milur. Eftir útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 50 milur verður það ekki lengur dregið að taka allt þetta mál til nýrrar og rækilegrar athugunar með það fyrir augum, að settar verði reglur um skipulegar veiðar innan hinnar nýju fiskveiði lögsögu. Tilgangur með þessum reglum verður að vera sá, að koma i veg fyrir ofveiði og hindra allt, sem hægt er að telja rányrkju, eftir þvi sem auðið er. Fiskstofnarnir við íslands- strendur eru i mikilli og vaxandi hættu, ef ekki verður dregið úr þeirri rányrkju, sem hér hef- ur verið rekin á undanförnum árum, m.a. inn- an fiskveiðilögsögunnar með net og nót. Út- færsla fiskveiðilögsögunnar kemur þvi aðeins að gagni, að henni fylgi markvissar friðunar- aðgerðir innan hinnar nýju fiskveiðilögsögu. Á þann hátt gæta Islendingar bezt framtiðar- hagsmuna sinna og á þann hátt auglýsa þeir bezt út á við, að einn aðaltilgangur útfærslunn- ar er að hindra rányrkju. Nefnd sú, sem hefur unnið að þessum málum, verður strax að hefja störf sin. Næsta Alþingi verður að fá tillögur hennar til meðferðar og það verður að vera eitt af helztu málum þess. Á nýloknum fundi þing- flokks Framsóknarmanna var þetta mál rætt að loknu itarlegu erindi, sem Bjarni Guð- björnsson flutti um sjávarútvegsmál. Á fundinum rikti eindregið sú skoðun, að af- greiðsla þessa máls mætti ekki dragast lengur en til næsta þings. Helzt þyrfti henni að ljúka á fyrra helmingi þingsins. Hér er um eitt stærsta hagsmunamál þjóðar- innar að ræða. Vafalitið er það nauðsynlegt, eins og Ingvar Hallgrimsson fiskifræðingur hefur bent á, að jafnhliða setningu slikra reglna hefjist ný fiskveiðistefna. Sú stefna þarf m.a. að felast i þvi, að hugsa ekki fyrst og fremst um aflamagnið, heldur um sem bezta nýtingu þess og að fá þannig sem hæst verð fyrir það. í þeim efnum eiga bæði útgerðar- menn og skipstjórnarmenn margt ólært. Það gleymist ekki Blöð stjórnarandstöðuflokkanna gera sér nú tiðrætt um efnahagsmál. Þau sleppa þó þvi að minnast á fortiðina. Þau vita, að menn eru enn ekki búnir að gleyma þvi að „viðreisnarstjórn- in” felldi gengi krónunnar fjórum sinnum á einum áratug og setti heimsmet i verkföllum á sama tima. Það er alveg rétt hjá stjórnarand- stöðublöðunum, að þeim hentar bezt að minn- ast ekki á fortiðina. FRLENT YFIRLIT Bandaríkin ein gegn öllum í Öryggisráðinu Hörð samkeppni Nixons og McGoverns um fylgi Gyðinga Gulda Meir A FUNDI, sem öryggisráö Sameinuðu þjóðanna hélt sunnudaginn 10. þ.m., lentu Bandarikin i þeirri aðstöðu að vera ein gegn öllum og þurfa að siðustu að beita neitunar- valdi til að fella tillögu, þar sem skorað vár á rikin i Austurlöndum nær eða „alla viðkomandi aðila, að hætta tafarlaust öllum hernaðarað- gerðum” og sýna á annan hátt fyllstu aðgætni. Tilefni tillög- unnar var það, að stjórnir Libanons og Sýrlands höfðu kært stjórn ísraels fyrir loft- árásir, sem hún hafði látið gera á bæi og þorp i Libanon og Sýrlandi i hefndarskyni fyrir morðin á israölsku iþróttamönnunum i Milnchen. Flytjendur tillögunnar voru Somalia, Guinea og Júgó- slavia. Af 15 rikjum, sem eiga sæti i öryggisráðinu, greiddu 13 atkvæði með tillögunni, en Panama sat hjá. Bandarikin greiddu ein atkvæði á móti og tóku jafnframt fram, að þau beittu neitunarvaldi. Tillagan náði þvi ekki fram að ganga. í málflutningi sinum lagði fulltrúi Bandarikjanna sér- staka áherzlu á, að öryggis- ráðið fordæmdi hryðjuverkið i Munchen og atferli skæruliða yfirleitt. önnur riki töldu það meginmáli skipta, að stöðva frekari hefndarverk jafnt af hálfu rikja sem samtaka. Þetta fólst lika i tillögunni. Vestur-Evrópurikin i ráðinu, þ.e. Bretland, Frakkland og Belgia hugðust ganga til móts við þetta sjónarmið Banda- rikjanna og fluttu breytingar- tillögu þess efnis, að öryggis- ráðið skoraði jafnt á viðkom- andi riki og skæruliðasamtök að hætta öllum hernaðarað- gerðum og skemmdarverk- um. Bæði Sovétrikin og Kina beittu neitunarvaldi til að fella þessa breytingartillögu. Eftir það greiddu Vestur-Evrópu- rikin atkvæði með áður- greindri aðaltillögu, sem Bandarikin felldu með neit- unarvaldi sinu. Þetta var i annað sinn, sem Bandarikin beittu neitunar- valdi i öryggisráðinu. Þau beittu neitunarvaldi i öryggis- ráðinu i fyrsta sinn 17. marz 1970, er þau komu i veg fyrir að samþykkt yrði tillaga um að beita vopnavaldi gegn Rhodesiu. Þetta var einnig i annað sinn, sem Kina beitti neitunarvald i sinu. Kina beitti neitunarvaldi i fyrsta sinn 25. ágúst, er þau komu i veg fyrir, að Bangladesh fengi aðild að Sameinuðu þjóð- unum. Hins vegar var þetta i 109. sinn, sem Rússar beittu neitunarvaldi. ÞAÐ ER opinbert leyndar- mál, að það var ótti við kjós- endur af Gyðingaættum i Bandarikjunum, er réði mestu um þá afstöðu Bandarikja- stjórnar að beita neitunar- valdigegn áðurnefndri tillögu. Bandarikjastjórn vissi, að Israelsstjórn hugði á meiri hefndaraðgerðir og vildi ekki lýsa fyrirfram andstöðu gegn þvi, þar sem það hefði getað mælztilla fyrir meðal Gyöinga i Bandarikjunum. Undir niðri er Bandarikjastjórn vafalitiö mótfallin þessum hefndarað- gerðum Israelsmanna, sem bitna aðallega á saklausu og varnarlausu fólki og eru þvi i sjálfu sér ekkert réttlætan- legri en óhæfuverkið i Miinchen. Á þennan hátt verð- ur heldur ekki dregið úr áhrif- um skæruliða, heldur verður þetta vafalaust til þess, að þeim bætist liðsauki og starf- semi þeirra færist i vöxt. At- kvæðagreiöslan i öryggisráð- inu sýndi glöggt, að Israel hefur heiminn á móti sér i þessum efnum. En það hefur bersýnilega engin áhrif á ísraelsstjórn. Hún hefur haldið árásum á Libanon áfram, bæði i lofti og á landi. Meðal þeirra stjórna, sem hafa sérstaklega mót- mælt þessu framferði, eru stjórnir Bretlands og Frakk- lands. Einkum voru mótmæli frönsku rikisstjórnarinnar ákveðin, en frá gamalli tið eru náin tengsl milli Frakklands og Libanons. SVO öflug eru áhrif Gyðinga i Bandarikjunum, að úrslit kosninga i mörgum stærstu rikjunum hafa oft oltið á af- stöðu þeirra. Sérstaklega er þessi afstaða þeirra sterk i forsetakosningum. Aðalflokk- arnir hafa þá mjög sótzt eftir fylgi þeirra og hefur demókrötum oftast veitt betur. McGovern hefur á þingi verið heldur talinn hliðhollur Aröbum og hefur þvi verið frekar kuldalega tekið af Gyð- ingum. Þetta hefur Nixon reynt að notfæra sér eftir megni og hafa verið taldar horfur á, að hann myndi fá meira fylgi meðal Gyðinga en frambjóðendur republikana i forsetakosningum hafa yfir- leitt fengið. Atkvæðagreiðslan i öryggisráðinu bendir til, að Nixon ætli að beita öllum ráð- um til að fá sem mest fylgi Gyðinga. McGovern hefur einnig gert sér ljóst, að það er mikilvægt fyrir hann, að ná hylli Gyð- inga. Hann hefur þvi mætt á fundum hjá þeim að undan- förnu og lýst hollustu sinni við ísrael. Fljótlega eftir atburð- ina i Munchen lét hann svo ummælt, að Bandarfkin ættu ekki að hafa nein stjórnmála- samskipti við Egyptaland fyrr en Egyptar hefðu afneitað skæruliðasamtökum og tekið afstöðu gegn þeim. Svona langt hefur Nixon ekki treyst sér til að ganga og sennilega myndi McGovern ekki heldur gera það, ef hann yrði forseti. Afleiðing slikrar stefnu gæti , ekki orðið nein önnur en sú, að reka Egypta aftur i faðm Rússa. Sennilega hefur þessi yfirlýsing McGoverns þvi tak- mörkuð áhrif á afstöðu Gyð- inga, en hann hefur gert ann- að, að þvi er blaðamennirnir Evans og Novak telja, — en það er að láta það berast til Gyðinga, að hann sé oröinn af- huga þvi að gera Fulbright að utanrikisráðherra, ef hann yrði forseti. McGovern hefur áður látið I ljós, að hann myndi helzt kjósa Fulbright i það starf. Það, sem hefur orðið Fulbright hér að falli, eru tillögur, sem hann hefur boriö fram til lausnar á deil- um Araba og tsraelsmanna. Þessar tillögur hafa fallið ísraelsmönnum illa i geð, en hlotið sæmilegar undirtektir hjá Aröbum. í höfuðatriðum eru þær byggðar á sama grundvelli og ályktun sú, sem öryggisráðið gerði um þessi mál i nóvember 1967 og oft er vitnað til. Arabar hafa verið fúsir til aö fallast á hana, en tsraelsmenn ekki. Bersýnilegt er á þessu, að þeir Nixon og McGovern telja sig nauðbeygða til þess, með- an á kosningabaráttunni stendur, að dansa meira og minna eftir pipu Goldu Meir, hvað sem svo verður eftir kosningarnar. Sennilega lita þeir þá málin raunsærri . augum. þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.