Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 13
TÍMINN Þriðjudagur 19. september 1972 ,,..og fóstrur með litla fóikið úr leikskóiunum...” Tfmamyndir Róbert. Auglýsing um gjaldfallinn þungaskatt skv. ökumælum Fjármálaráðuneytið minnir hér með þá bifreiðaeigendur sem hlut eiga að máli á, að gjalddagi þungaskatts skv. öku- mælum fyrir 3 ársfjórðung 1972 er 11. október og eindagi 22. dagur sama mánaðar. Fyrir 11 október n.k. eiga þvi eigendur ökumælisskyldra bifreiða að hafa komið með bifreiðar sinar til álesturs hjá næsta eftirlitsmanni öku- mæla. Gjaldfallinn þungaskatt ber að greiða hjá viðkomandi innheimtumanni rikis- sjóðs, sýslumanni eða bæjarfógeta, en i Reykjavik hjá tollstjóra. Þeir bifreiðaeigendur, sem ekki hafa greitt skattinn á eindagámega búast við að bifreiðar þeirra verði teknar úr um- ferð og númer þeirra tekin til geymslu, unz full skil hafa verið gerð. Fjármálaráðuneytið 18. sept. 1972. Konan kastaðist út og bílinn valt á hana Klp—Reykjavík Sjónarvottar að árekstri, sem varö á gatnamótum Furumels og Hagamels i gærdag, voru vissir um, aö þeir væru vitni aö stór- slysi, ef ekki dauðaslysi, er kona kastaöist út úr bifreiö viö árekstur og bifreiðin valt yfir hana. Stórri ameriskri bifreið var ekiö á mikilli ferð inn á Haga- melinn og i hliðina á litilli bifreið, sem var aö aka i austurátt. Við áreksturinn kastaðist kona út, og bifreiðin lagðist á hliðina og yfir hana. Menn hlupu til, en létti, þegar þeir sáu, að bifreiðin var aöeins yfir fótum hennar. Hafði hún kastazt það langt, að hliöin náði ekki lengra og varð það henni til lifs. Ólögmæt kosning í Nessókn A sunnudaginn fór fram prest- kosning i Nesprestakaiii i Reykjavik, og kjörsókn svo dræm, að kosningin vaið ólög- mæt. A kjörskrá voru 6.042, en at- kvæöi greiddu aðeins 2.612 eöa 43.2%. Atkvæöi veröa talin á fimmtudag á skrifstofu biskups. ÍNessóknvoru i kjöri þeir séra Asgeir Ingibergsson, séra Jóhann Hiiöar og séra Páli Páls- son. Séra Gunnar Kristjánsson dró umsókn sina til baka i siöustu viku. Séð yfir llafravatnsrétt i góöu veöri. Kveður i runni, kvakar i mó kvikur þrastasöngur, eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara i göngur. Svo kvað Jónas Hallgrimsson forðum — og hvaða sveitarstrák- ur hefur ekki hlakkað til gangnanna? En nú er öldin önnur og mikill meirihluti islenzkra barna hefur enga hugmynd um, hvenær sauð- burður byrjar á vorin eða göngur hefjast á haustin. Þó eru mörg kaupstaðabörn i sveit á sumrin, sem betur fer, en þvi miður ekki nema tiltölulega litill hluti þeirra. Og það sem verra er: Yfirleitt komast þau alls ekki á grænt gras, fyrr en sauðburður er úti, og þau þurfa að vera farin þaðan áð- ur en réttir hefjast. Fyrir þvi sér skólakerfiðokkar. Þaö sakar ekki að geta þess i leiðinni, að reyndur barnakennari hefur látið svo um mælt við þann, sem þessi orð skrifar, að hann geti ævinlega á haustin þekkt úr þau börn, sem verið hafa i sveit um sumarið. Hann segir, að þau hafi fjöl- breytilegri orðaforða og eigi auð- veldara með að tjá hugsanir sinar en hin, sem orðið hafa að búa við asfaltið sumarlangt. Og meira en það: Hann segir lika, að þvi fyrc sem börnin fara i sveitina á vorin, og þvi seinna,sem þau koma til bæjanna á haustin, þvi meiri munur sé á málfari þeirra til hins betra. t gær átjánda september, var réttað i Hafravatnsrétt. Hún er ekki lengra frá Reykjavfk en svo að mæður geta skotizt þangað með börn sín, kennarar með nemendur sina og fóstrur með litla fólkið á leikskólunum. Sem betur fer hefur þetta óspart veriö notað og heyrzt hefur, að það sé stundum litið færra fólk en kind- ur. En á það skal enginn dómur lagður, hvort svo hefur einnig verið i gær. Gott og vel. Sizt ber þaö að lasta. En er ekki hægt að gera enn betur. Getum við ekki gert meira l'yrir börnin okkar en að lofa þeim að skreDDa i eina haustrétt (þeir sem það gera)? Hér stendur ekki til að deila á barnafræðsluna i landinu, þaðan af siður að setja fram einhverjar „padentlausnir”, sem allir ættu að geta sætt sig við. En væri ekki ómaksins vert að leggja heilann i bleyti og reyna að finna einhver ráð til þess að börn kaupstaöanna — svo mörg sem við verður komið — fái að njóta þeirra örfáu daga vor og haust, sem samneyti manns og sauðkindar. eru hvað nánust? Er hægt að hugsa sér nokkuðeins öfugt og rangsnúið og að börn séu dauðhrædd við lömb? Þó hefur slikt margoft komið i ljós, og þarf vist ekki langt að leita dæmanna. Það er auðvitað gott, og meira að segja nauösynlegt, að kenna börnum og unglingum þær greinar, bóklegar og verklegar, sem þeim mega að gagni koma i lifinu. En svo nauðsynlegt sem það er, aö þau kunni skil á vötn- um i Finnlandi eða skordýrum i Afriku, þá er hitt þó enn nauðsyn- legra, að þau slitni ekki úr tengsl- um við lifandi náttúru, sem þau sjálf og viö öll erum hluti af. -VS. ý liott, hott á hesti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.