Tíminn - 19.09.1972, Page 14

Tíminn - 19.09.1972, Page 14
14 TÍMINN Priðjudagur 19. september 1972 Ég lét bollann á undirskálina og stóð upp, án þess að biða eftir svari hennar. Ég var svo óþreyjufull, að ég kom nær þvi klukkustund of snemma á brautarstöðina. En i þetta skipti fann ég ekki til þess, að biðsalurinn væri ömurlegur né leiðar þær minningar, sem við hann voru tengdar. Þótt veðrið væri drungalegt og suddi i lofti, andaði ég með velþóknun að mér þef af óunnu timbri og hálfbrunnum kolum og gufu af blautum ullarfrökkum og skóhlifum. Mér hafði verið óvenjulega létt i skapi er leigubifreiðin flutti mig til brautarstöðvarinnar. Umferðin á götunum var mikil og tafsamt, þar sem þröngar götur mættust. Krap var á gangstéttunum, og blaut drifan settist i flygsum á regnhlifar fólksins, sem beið þess að komast yfir gangbrautir gatnanna. En þetta orkaði ekki á hug minn þennan skuggalega desembermorgun. Ég var hress og endurnærð, þrátt fyrir litinn nætursvefn, og öli skynfæri min voru óvenjulega vökul. Það var engu likara en fólk fyndi, hve létt var yfir mér og hrifist af þvi. Bifreiðarstjórinn brosti til min um leið og hann hjálpaði mér út úr vagni sinum. Burðarkarlinn þreif undir eins pjönkur minar, maðurinn, sem seldi farseðlana, gaf sér hæfilegan tima til þess að afgreiða mig, þrátt fyrir jólaannrikið, og fólkið, sem beið á bekkjun- um, horfði ekki á mig með jafn fjarrænum svip og það tiðast gerði. Ég hafði ekki lil'að svona dag siðan sumarið, er ég trúlofaðist og hamingj- an brosti til min frá hverju strái við götu mina. „Það sést sjaldan sældarsvipur á fólki nú á dögum”, hafði Manga eitt sinn sagt. ,,Það er bókstaílega óvænt hnoss að sjá mann, sem ekki er seyrður og sútarlegur”. Manga myndi undir eins sjá breytinguna, sem á mér var orðin og geta sér til um ástæðuna. Þau voru skörp, gráu augun hennar. Hún myndi einskis þurl'a að spyrja. Já, Manga og Táta voru gæddar ein- hverjum hæfileikum til þess að lesa i hug minn, og ég gat treyst þvi, að hvorug þeirra brygðist mér. Ég settist á einn bekkinn og beið. Ósjálf- rátl datt mér Merek Vance i hug. Nú fyrst varð mér hugsað um það, að honum kynni að hal'a gramizt, að ég fór á brott, án þess að segja honum frá þvi. Að sönnu halði aðeins einn dagur fallið úr, en orðsending min til hans hal'ði verið snubbótt. Hann hlaut að hafa fundið tómlætið, sem fólgið var bak við orðin sjáll'. Ég óskaði þess, að ég gæti hlaupið inn i einhvern simaklefann og talað við hann úr fjarlægðinni. En það var mér ekki l'ært, svo að ég fór að hugsa um, á hvern hátt ég gæti gert dálitla yfirbót, áður en ég kæmi til Blairsborgar. Ég varð að búa hann undiraðheyra tiðindin,sem éghafðiaðsegja. Égsprattuppog gekk að ritsimaaígreiðslunni og tók eyðublað af borðinu. Mér gekk erfiðlega að orða skeytið. Ég varð lika að vera varkár i orðavali, þvi að starfsfólk simans er stunum helzt til gjarnt til að þýða á sina tungu skeyti, sem það sendir eða veitir móttöku. Ég svipaðist um i ráðaleysi, og augu min höfnuðu við bréfspjöld á borðinu og langa runu af margtuggnum málsháttum og tilvitnunum og heillaóskum. Ég fann ekkert, sem hentaði mér, en > ég notfærði mér hugmyndina og byrjaði að skrifa á gulan pappirinn: MEREK VANCE Ráðhústorgi, Balirsborg. Mass. Ó, komið þér, trúfastir, syngjandi, sigrandi. Kem tal'arlaust. E. Blair. Afgreiðslustúlkan taldi orðin. Hún staðnæmdist spyrjandi með blýantinn yfir ó-inu, en ég hristi höfuðið við spurn hennar og tillögu um að fella það niður. Við sjálfa mig sagði ég: Merek Vance mun áreiðan- lega vita, hvað þetta skeyti þýðir á læknamáli, hvernig svo sem það kann að brenglast. Ég leit á klukkuna. Hana vantaði sjö minútur i tiu. Ég reyndi að gera mér i hugarlund, hve langt yrði þangað til skeyti mitt kæmist i hendur viðtakanda. 1 huga mér sá ég sendisveininn hjóla yfir torgið i regnkápu og með gráa, kollháa húfu, hringja dyrabjöllunni læknisins og biða með kvittunina og blýantinn i hendinni. Ef til vill væri Vance á leið út i bif- reiðina sina. Þá næmi hann staðar með hattinn á höfðinu og rifi gult skeytið upp. Svo legði hann það á skrifborðið sitt ofan á önnur blöð og bréf. Skyndilega datt mér Harrý i hug. Kverkarnar á mér urðu þurrar, og ég leitaði ákaft að orðum, sem hæfðu tiðindunum, er ég ætlaði að segja honum i einrúmi um kvöldið. Biðsalurinn hvarf i móðu fyrir augunum á mér, er ég hugsaði til þeirrar stundar. ,,Harrý”, ætlaði ég að segja, ,,Harrý! Okkur hefur verið svo margt mótdrægt, elsku vinur minn. Hugsaðu þér, að þetta breyttist — einhver dásamleg breyting ætti sér stað! ” Ég skalf af unaði, er mér varð hugsað til þess, að ég ætti eftir að heyra rödd hans einu sinni enn. Ef til vill þurfti ég að biða þess i marg- ar vikur, jafnvel mánuði, en ég gat vel beðið. Allt var að verða eins og það var áður, jafnvel miklu betra, þúsund sinnum betra. Fálætið, sem ég hafði orðið að búa við siðan ég kom aftur til Blairsborgar, var úr sögunni. Ekkert ekki einu sinni verksmiðjudeilurnar — gat framar varpað skugga á hamingju okkar. 1 snyrtistofu kvenna sá ég gamla bibliu, sem fest var við borðið, sem hún lá á, og ég tók að fletta henni, eins og ég gerði stundum forðum, þegar ég var trúræknari en nú. Athygli min beindist að þessu versi i orðskviðum Salómons: „Langdregin eftirvænting gerir hjartan sjúkt, . en uppfyllt ósk er lifstré”. Lifstré.... Voru þaðekki greinar þess, sem nú skutu grænum blöðum i sál minni? Ég stóö undrandi andspænis sannindum þessara orða. Og enn er ég full lotningar, er ég skrifa þessi orð á hvita örkina, þvi að þau voru eins og bergmál frá hjarta minu — bergmál allra hjartna sem slá og vona, hvar i heimi og á hvaða-ima sem er. Ég var að koma mér fyrir við glugga járnbrautarvagnsins, þegar burðarkarl rogaðist eftir ganginum með farangur, sem ég bar kennsl á. Það var hatteski, sem var merkt mér, ferðataska Hönnu systur minnar og lítill, grár fótapoki, sem ég hafði gefið henni á siöasta afmæli henn- ar. Á eftir karlinum kom Hanna sjálf. Ég ætlaði að seilast til hennar um leið og hún gekk fram hjá mér, en náði ekki til hennar. Athygli hennar beindist öll að burðarkarlinum, sem var að visa henni á sæti einhvers staðar aftur i vagninum. Hún var með nýjan, grænan hatt á höfðinu — ofurlitiö krili, sem lá eins og laufblað ofan á björtu, bylgjuðu hárí henn- ar. Hún var rjóð i kinnum og dró andann ótt og hafði bersýnilega flýtt sér mjög. Hanna þurfti ævinlega að flýta sér, og lestin var lika á förum. Það var ekki að undra, þótt hún vekti athygli fólks. Það var sérstaklega ekki að undra, þótt karlmennirnir gleymdu umræðuefni sinu, þegar hún kom blaðskellandi inn i vagninn. Ef ég væri karlmaður, hugsaði ég, myndi ég áreiðanlega lita Hönnu hýru auga —ekki sjálfa mig. Það var furðulegt, að hún skyldi ekki vera gift fyrir löngu. Mörg tækifæri höfðu henni boðizt til að.... Verið gat, að Lárétt Lóðrétt ) Land. — 6) Púka — 7) 1) Pjáturs,- 2) Sá.- 3) Klagaði- 4) linkstafir. - 9) Nafar. - 10) Al.-5) Amstrið,- 8) Trú.- 9) Ósa,- and, — 11) Pila. — 12) Fersk — 13) Ær‘ 14) Af-' 3) Abreiður. — 15) Ergilegra. — Lóðrétt i Knock out. — 2) Leyfist. — 3) næðissöm. — 4) Efni. — 5) Tölu- srtkostnaðarsama. — 8) Aur. — ) Elska 13) Tónn. — 14) Félag. áðning á gátu No. 1209 Lárétt Páskana.-6) All,- 7) Át.-9) Ós,- I) Tregast,- 11) UÚ- 12) Ar,- 13) ða.- 15) Skrifað.- HVELL G E I R I D R E K I 11 11 sllí Jí Þriöjudagur 19. september 7.00 Morgunútvarp■ 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 ,,Lifð og ég”. Eggert Stcfánsson söngvari segir frá.Pétur Pétursson les (2). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Sagan af Sóirúnu” eftir Dagbjörtu Dagsdóttur. Þór- unn Magnúsdóttir leikkona lýkur lestrinum (20). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Kréttaspcgill 19.45 islenzkt umhverfi. Steingrimur Hermannsson framkvæmdastjóri rann sóknarráðs rikisins talar um undirbúning og áætlana- gerð að framkvæmdum, sem breyta umhverfinu (Áður útv. 29. ág.). 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 21.00 íþróttir. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.20 Smásaga: „Syfja” eftir Anton Tsjekov. Pétur Sumarliðason þýddi. Ingi- björg Stephensen les. 21.40 „Leikir”, balletttónlist cftir Debussy. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Endur- minningar Jóngeirs Daviðs- sonar Eyrbekk. Jónas Arnason byrjar lestur út bók sinni „Tekið i blökk- ina”. 22.50 Ilarmonikulög. Sölve Strand leikur með hljóm- sveit sinni. 22.55 Á hljóðbergi. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir 20.25 Vcður og auglýsingar 20.30 Ashton-fjölskyldan Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 21. þáttur.. Hetju fagnað. Þýðandi Jón O. Edwald. Efni 20. þáttar: Sheila heimsækir heimili tengdaforeldra sinna. Hún hef áhyggjur af Davið sem ekkert hefur látið frá sér heyra að undanförnu. Sheft- on Briggs hefur áhuga á framleiðslu svinakjöts, en lendir i ógöngum. Margrét og Michael eru ákveðin að hefja sambúð, en Margrét hefur ekki náð sér eftir loft- árásina og barn þeirra fæð- ist andvana. 21.20 iþróttir. Yfirlit um keppni á Ólympiuleikunum. Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. 22.20 Séð með eigin augum Sænsk heimildamynd gerð að tilhlutan nefndar. sem starfar á vegum alþjóð- legrar stofnunar að rann- sóknum á striðsglæpum Bandarikjamanna i Indó- Kina. Nefndina skipa Bandarikjamaður. Svii, Norðmaður. Englendingur og Rússi. 1 myndinni er rætt við ýmsa aðila Vietnam-- striðsins. brugðið upp myndum af afleiðingum loftárása og útskýrður tæknibúnaður Bandarikja- hers til sprengju- og eitur- hernaðar. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. Að myndinni lokinni hefst i sjónvarpssal umræðuþáttur um efni hennar. Umræðum stýrir Eiður Guðnason. Þess ber að geta. aö mynd þessi er alls ekki við barna hæfi. 23.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.