Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN t>riAjudagur 19. september 1972 METÞÁTTTAKA t KLÚBBA- KEPPNI HJA GR Ein fjölmennasta klúbbakeppnii I golfisem hér hefur verið haldin i i langan tima, fór fram á velli Golfklúbbs Reykjavikur s.l. laugardag. Var það hin árlega Baccardi keppni, sem er 18 holu höggleikur með forgjöf fyrir karla og konur. Enginn unglingur undir 18 ára aldri fékk að vera með i þessari keppni, en samt voru þátttak- endur 74 talsins Úrslit urðu þessi með forgjöf i karlaflokki: Arnkell B. Guðmundsson 79+11 = 68 Astráður Þórðarson 96+24 = 72 Kristján Astráðsson 92 + 20 = 72 Þeir Ástráður og Kristján, sem eru feðgar, urðu að leika auka- holu til úrslita, og sigraði pabbinn i þeirri viðureign. 1 kvennaflokki uröu úrslit þessi: Hanna Aðalsteinsdóttir 93+ 19 = 94 Salvör Sigurðardóttir 104 + 29 = 75 lianna Gisladóttir 107 + 24 = 78 Af einstökum keppendum náði Einar Guðnason beztu skori, 77 högg. Annar varð Arnkell B. Guð- mundsson á 79 og þriðji Haukur V, Guðmundsson á 81. SÆVAR SIGRAÐI 1 FI- KEPPNINNI HJA GA Um helgina fór fram á „Stóra bola” á Akureyri 36 holu keppni, sem Flugfélag Islands gefur ár- lega verðlaun til, en þetta er opin keppni. Þar sigraði Sævar Gunnarsson, sem lék á 161 höggi. Annar varð Gunnar Solnes á 168 og þriðji Björgvin Þorsteinsson á 170. Sævar sigraði einnig með forgjöf. „STÓRI BOLI - PARAÐUR” k'irmakeppni Golfklúbbs Akur- eyrar lauk i siðustu viku. Þar gerðist það, að Gunnar Sólnes, sem lék fyrir Varma h.f. lék „Stóra bola” á pari, eða 36 höggum, og er hann fyrstur manna til að gera það. NÝLIÐAKEPPNI GR LOKIÐ Lokið er hjá GR nýliða- keppninni 1972. Þar leiða saman hesta sina byrjendur klúbbsins i golfi, og er leikin holukeppni með útsláttarfyrirkomulagi. Sigurvegari i ár varð Halldór Ásgeirsson, sem sigraði Arnór Þórhallsson i úrslitum 8:6 ÞEIR BEZTU MÆTAST UM NÆSTU HELGI Um næstu helgi fer fram hin ár- lega meistarakeppni F1 hjá Golf- klúbbi Reykjavikur. Til hennar býður GR og Flugfélag lslands, sem sér um að koma utanbæjar- keppendum á staðinn endur- gjaldslaust og gefur auk þess verðlaunin. Þeir? sem taka þátt i þessari keppm. eru 10 efstu menn i stiga- keppni GSI i ár, auk þess sem allir núverandi og fyrrverandi klúbbmeistarar og Islands- meistarar i meistaraflokki karla er boðið að vera með. Má ætla, að þeir verði á milli 15 og 20 i allt, og leika þeir einn á móti einum i holukeppni, sem hefst á laugar- dagsmorgun. MATUR I VERÐLAUN A NESSVELLINUM Siðasta keppni ársins, fyrir utan bændaglimuna, á velli Golf- klúbbs Ness fer fram n.k. laugar- dag. Er það Veitingakeppni, þar sem 1. verðlaun eru matur fyrir sigurvegarann og maka i ein- hverju af beztu veitingahúsum borgarinnar. Hefur ávallt verið fjölmennt i þessari keppni og hart barizt, enda eru kylfingar mat- menn miklir og kunna að meta verðlaun, sem þeir geta bæöi drukkið og etið. Þessi skemmtilega mynd er frá Olympiuleikunum i Miinchen og sýnir Heidi Rosendahl, Vestur-Þýzkalandi, I langstökki, en hún sigraði í þeirri grein. Eins og sézt á myndinni þyrlast sandurinn upp, þegar hún lendir i gryfjunni. Áhugi á spretthlaupum mun vaxa gífurlega í Sovétríkjunum - segir Valerij Borzov, sem sigraði í 100 og 200 m á Olympíuleikunum í Miinchen Sovézku iþróttamennirnir náðu mjög góðum árangri á Olympiuleikunum. Þeir fengu flest gullverðlaun (50) og fengu fleiri verðlaun i heild, en nokkur önnur þjóð. Fréttaritari APN bað nokkra sovézka iþróttamenn og Olympiusigurvegara að segja frá þeim áhrifum, sem leikarnir höfðu haft á þá og dvölinni i Múnchen. VALERIJ BORZOV, sigur- vegari i 100 og 200 metra spretthlaupi: Það þarf ekki að taka það fram, að ég er ánægður. Það er mér mikið gleðiefni, að spretthlaup verð- ur nú mjög vinsælt i Sovétrikj- unum, en sú iþrótt hefur lengi verið amerisk. Það er kunn- ugt, að Olympiusigrar örva alltaf til þátttöku i viðkomandi iþróttagreinum. Það þýðir, að þúsundir drengja munu streyma til frjálsiþróttadeild- anna og óska eftir að þjálfa spretthlaup. VASILIJ ALEXÉJEV, sig- urvegari flyftingum: Ég var oft spurður að þvi i Milnchen, hvort mér þætti það ekki leitt, að heimurinn yrði aldrei vitni að þvi, þegar iþróttamenn mundu lyfta 700 kg, en til þess mun ekki koma eftir að press- an hefur verið strikuð út af prógramminu. En þetta mun ekki breyta lyftingum mikið. Tvær æfingar og jafnvel ein er nægilegt til að sýna likams- krafta mannsins. Nú verða 450 kiló æðsta takmark lyftingai manna, eins og 700 kiló áður. Ég er viss um, að menn munu lyfta þeirri þyngd og gera framfarir I öðrum greinum. Heimurinn mun aftur njóta þess að sjá sovézka lyftinga- menn, þegar farið verður að setja ný heimsmet. VIKTOR SANÉJEV: sigur- vegari i þristökki. Olympiu- leikarnir i Múnchen sýndu ljóslega iþróttaframfarir i heiminum. Aðstæðurnar i MUnchén voru fullkomnar og eiga sinn þátt i hinum góða árangri, sem iþróttamenn ýmissa þjóöa náðu á leikun- um. Ég hef veriö i mörgum löndum og fylgzt með hundruðum keppna og get þess vegna borið saman. Olympiuleikarnir i Múnchen voru i samræmi við hinar hörðustu kröfur. IGOR TSELOVALNIKOV, sigurvegari i keppni á tveggja manna reiðhóli: Sigur minn og Vladimir Semenets var sagð- ur mjög eftirtektarverður. En var hann það i raun og veru? Ég held, að fáir hafi búist við sigri sovézka dýfing- armannsins Vladimir Vasin, hjólreiðarliði Sovétmanna og sigri fleiri félaga okkar. Ég veit ekki, hvað erlendir sér- fræðingar sögðu um sigur okkar, en i okkar augum er hann réttmætur árangur af þvi þrotlausa starfi, sem sér- hver sovézkur Olympiufari vann og þeirrar takmarka- lausu umhyggju, sem við vor um allir urhvatöir' lieima, meðan æfingar stóðu yfir. OLGA KORBÚT, sigurveg- ari i fimleikum kvenna: Eftir leikana, þegar ég hef loksins haft ráðrúm til að hugsa mig um, hef ég oft lagt fyrir míg spurninguna: Hvað var paö, sem stuðlaði að sigri minum? Til þess liggja margar ástæð- ur: Mikil og erfið þjálfun, hjálp og aðstoð sérmenntaðra þjálfara, góður andi innan liðsins og svo auðvitað löngun- in til að sigra, sem er eiginleg hverjum iþróttamanni. En það er ein ástæða enn og það er sambandið við áhorfendur. Lófatak áhorfenda hvatti mig á erfiðustu minútunum. Margir i MUnchen voru að- dáendur minur og fyrir það er ég þeim þakklát, en það kom svo á daginn, að ég átti e,kki eingöngu aðdáendur i Múnch- en, þvi að ég fékk bréf og skeyti frá þúsundum sjón- varpsáhorfenda i ýmsum borgúm Vestur-Þýzkalands. 4 Olympiuleikunum eignaðist ég ótal nýja vini og slikt hefur alltaf dásamleg áhrif. APN Borzov, sovézki spretthlauparinn, sem „stal” sigrinum frá Bandarikjamönnum i spretthlaupum. 1 X 2 Úrslit i getraunaleikjum siðustu viku: xArsenal- Liverpool 0-0 2Coventry- Newcastle 0-3 2C. Palaee - WBA 0-2 I Derby - Birmingham 1-0 2Everlon Southampton 0-1 1 Ipswich - Stoke 2-0 1 Leeds - Leicester 3-1 1 Maneh. City - Tottenham 2-1 1 Sheff. Utd. — Chelsea 2-1 1 West Ilam - Norwich 4 0 1 Wolves - Manch. Utd. 2-0 xllullCity Burnley 1-1 Sundþing 23. sept. Ársþing Sundsambands Islands fer fram i Reykjavik, laugar- daginn 23. september n.k. og hefst að Hótel Esju við Suðurlands- braut kl. 13.00 Samkv. 5. gr. laga SSl þá fer — fulltrúafjöldi hvers aðila eftir tölu virkra sundmanna, þannig að fyrir allt að 50 menn koma 2 full- trúar og siðan 1 fyrir hverja 50 eða brot úr 50 uppi allt að full 200 félaga og þá 1 fulltrúi fyrir hvert fullt 100 félaga. Ef tillögur óskast lagðar fyrir þingið. skal þeim skilað i siðasta lagi viku fyrir sundþing. Handknatt- leiksmót Gróttu Hið árlega handknattleiksmót Gróttu i meistarafl. kvenna fer fram daganna 23. 24. og 28. sept. n.k. i iþróttahúsinu Seltjarnar- nesi. Nánari upplýsingar i sima 43723.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.