Tíminn - 19.09.1972, Side 17

Tíminn - 19.09.1972, Side 17
Þriftjudagur 19. september 1972 TÍMINN 17 Tekst Eyjamönnum að sigra norsku Vfkingana á sunnudag? Lið Norðmanna er mjög leikreynt. Meðalaldur liðsmanna er 25 ár. Víkingarnir hafa forustu í 1. deildar keppninni í Noregi Þessi mynd var tekin af Vestmanifaeyjaliðinu eftir leik þess gegn Akranesi. Aftari röö frá vinstri: Kristján, Einar, örn, Haraidur og Asgeir. Fremri röð: Viktor Helgason, þjálfari, Frið- finnur, Þórður, Ólafur, Páll, Tómas og Óskar. N.k. sunnudag fer fram Evrópubikar- leikur á Laugardals- vellinum, sem beðið er eftir með talsverðri eftirvæntingu, en það er siðari leikur Vest- mannaeyinga og norsku Vikinganna i UEFA-keppninni. Eins og kunnugt er, sigraði norska liðið i fyrri leiknum með 1:0 eftir frekar jafnan leik, og er ekki óhugs- andi, að Vestmanna- eyingum takist að snúa taflinu við, þegar leika á á heimavelli. Til þess að komast i 2. umferð keppninnar þurfa Vestinannaeyingar að sigra með tveggja marka mun. Keppinautar Vestmanna- eyinga eru frá Stavangri og hafa þeir forustu i 1. deildar keppninni i Noregi um þesar mundir. tþróttafélagið Viking var stofnað i Stavangri 10. ágúst 1899. A vegum félagsins eru æfðar allar greinar iþrótta: knattspyrna, handknattleikur, frjálsar iþróttir, fimleikar og ishokki. Knattspyrnan er þó vinsælust og liðið getur státað af mörgum fræknum sigr- inum. Viking sigraði i bikar- keppninni i fyrsta sinn 1953, þeir urðu deildarmeistarar 1957-58 og aftur 1959 urðu þeir bikarmeistarar. Viking varð i þriðja sæti deildarinnar 1968 og 1971. Lið Vikings sýndi oft á tiðum stór- kostlega knattspyrnu i fyrra, og hefur áhugi á knattspyrnu i Stavangri margfaldazt. Ekki hafa norsku Vikingarnir held- ur brugðist fylgismönnum sin- um i sumar, og er árangur þeirra á þessu sumri sérstak- lega glæsilegur. Þeir eiga eftir að leika 4 leiki, alla á heimavelli, en hafa þriggja stiga forystu fram yfir næsta lið. Leikvangur félagsins er einn glæsilegasti félagsvöllur i Noregi, Hann rúmar 16000 áhorfendur. og nýlega var sett upp mjög góð flóðlýsing á völl- inn. Flóðljósin voru gjöf bæjaryfirvalda i Stavangri, þakklætisvottur fyrir hinn góða árangur liðsins að und- anförnu. Ljós þessi voru vigð i leik IBV og Vikings 13. september, og kostuðu þau rúmlega I3milljónir islenzkra króna. Meðalaldur leikmanna Vikings er tæp 25 ár, en það þætti mikið uppi á Islandi. Elzti leikmaðurinn er Riedar Goa, hann er þrjátiu ára gam- all. Leikreyndasti maður liðs- ins er Olav Nilsen, sem leikið hefur 325 leiki með liðinu og 62 landsleiki. Hann er fjórði leik- hæsti maður Vikings frá þvi árið 1924. Olaf er einnig sá, sem skorað hefur flest mörk af núverandi leikmönnum liðs- ins, eða 96, en Arvid Knutsen fylgir fast á eftir honum með 94 mörk. Olav Nilsen hefur leikið flesta landsleiki leikmanna liðsins eða 62, en samtals hafa leikmennirnir leikið 102 lands- leiki, 37 unglingalandsleiki, 5 b-landsleiki og 18 sinnum hef- ur einhver leikmaður liðsins leikið með héraðsúrvali. öll aðstaða leikmanna er hin bezta, enda hefur liðið náð góðum árangri upp á siðkast- ið. 1 leik ÍBV og Vikings, sem fór fram i Stavangri 13. september, sýndi liðið marga skemmtilega hluti, og öruggt er,að leikurinn á sunnudaginn verður harður, góður vel leik- inn og þar af leiðandi skemmtilegur. Hvernig úrslit- in verða, veit enginn. IBV sýndi stjörnuleik i Noregi, og vissulega voru þeir óheppnir að tapa leiknum. IBV er af mörgum talið bezta lið Islands i dag, og Vikingar eru beztir i Noregi. IBV þarf að sigra i leiknum með tveggj marka mun eða vinna 1-0, og svo i vitaspyrnukeppni að leiknum loknum til að komast i aðra umferö i UEFA-keppninni. LEIKMENN VIKINGS: Erik Johannesson mark- vörður er tvtugur nemi og hef- ur leikið 11 unglingalandsleiki og 49 leiki með aðalliði Vikings, sýndi snilldarleik i leik Vikings og IBV i Stav- angri. Arnbjörn Ekeland varnar- maður nr. 2, 24 ára gamall verzlunarmaður, mjög leik- reyndur leikmaður, hefur leikið 11 unglingalandsleiki, 3 a-landsleiki og 166 leiki með aðalliði Vikings. Reidar Goa varnarmaður nr. 3, þritugur bóndi, hefur leikið 6 unglingalandsleiki, 1 a-landsleik, 5 b-landsleiki og 192 leiki með aðalliði Vikings. Svein Hammerö framlinu- leikmaður nr. 8, 24 ára nemi. 8 unglingalandsleikir og 163 leikið með aðalliði Vikings. Hammerö var varamaður i landsliði Norðmanna i leiknum á móti Islendingum i sumar. Arvid Knudsen framlinu- leikmaður nr. 11, 28 ára kenn- ari, hefur leikið 5 unglinga- landsleiki, 5 leiki með héraðs- úrvali og 260 leiki með aðalliði Vikings. Olav Nilsen miðjuleikmaður nr. 6, 29 ára sölufulltrúi, hann er leikreyndasti leikmaður Vikinganna, á að baki 62 landsleiki, 5 leiki með héraðs- úrvali og 325 leiki með aðalliði Vikings. Framhald á bls. 19 Þessi skemmtilega mynd var tekin af Eyja-liðinu fyrir skömmu. í baksýn er höfnin I Vestmannaeyjum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.