Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 20
Hörku slagsmál að Hólmavaði Loksins — fimmtán mlnútum fyrir áætlaöa brottför — skrifaöi Fischer nafn sitt stórum og skýrum stöfum á skákboröiö, en Spasskl skrifaöi hinu megin, á6ur en hann fór af landi brott. Viö hliö Fischers er Sæmundur Pálsson, en hann fór meö heimsmeistaranum til New York. Loks skrífaði Bobby á borðin KJ—Reykjavik Nýkrýndur heimsmeistari i skák, Bobby Fischer, yfirgaf tsland um klukkan sjö á sunnu- daginn, en hér hafði hann þá dvalið siðan 4, júli, og hefur gengið á ýmsu i sambandi við dvöl hans hér Fischer var, sem kunnugt er, ekki alltof lipur i samskiptum sinum við Skáksamband tslands, en meða! þess, sem lögfræðingar hans höfðu lofað skáksamband- inu, var, að hann myndi skrifa nafn sitt á tiu viðarskákborð, sem siðan er ætlunin að selja i Bandarikjunum. Spasski skrifaði á borðin strax og hann var beðinn um það og sömu- leiðis skrifaði hann nafn sitt á leðurhluta skákborðsins, semþeir kappar sátu við á sviðinu i Laugardalshölldinni. Fischer var aftur á móti erfiðari viðureignar, og þrátt fyrir öll loforð lögfræðinga hans, fékkst hann ekki til að skrifa nafn sitt á viðarborðin. Eitt sinn biðu bæði aðstoðarmenn hans og lóg- fræðingar ásamt stjórnar- mönnum i skáksambandinu i marga klukkutima i Laugardals- höllinni, eftir að Fischer birtist til þess að skrifa á borðin — en ekki kom Fischer Náöi honum í rúminu Svo var það, eftir að einviginu lauk, að Guðmundur G. Þórarinsson forseti skáksam- bandsins, fór sjálfur með borðin tiu upp i hótelibúð til Fischers og fékk hann til að skrifa á borðin i rúminu. Fischer var þá dálitið kvefaður, og skrifaði hann á borðin strax og Guðmundur kom. Þá um leið lofaði Fischer að skrifa nafn sitt á leðrið á stóra borðinu, en hann lét ekki verða af þvi fyrr en fimmtán minutum áður en flugvélin, sem hann átti far með, átti að leggja upp frá Keflavikurflugvelli. Sæmundur Pálsson, aðstoðarmaður heims- meistarans, tók þá af.skarið, áður en farið var til Keflavikur, og fór með heimsmeistarann á Þjóð- minjasafnið, þar sem borðið er. Fyrir einskæra tilviljun var einn af stari'smönnum safnsins við látinn og gat opnað salina, þar sem borðið er, og Fischer var ekki lengi að skrifa nafn sitt stórum stöfum og skýrum á leðurhluta borðsins. Siðan var ekið i loftinu suður á Keflavikurflugvóll, þar sem Loft- leiðaþotan hafði beðið sérstak- lega i meira en 30 minútur svo að heimsmeistarinn og Sæmi og frú kæmust með, þvi að handan hafs- ins beið þeirra sérstakur bill frá Lindsay borgarstjóra, auk tölu- verðs hóps fréttamanna, sem Fischer ræddi við, áður en hann hvarf inn i þvogu heimsborgar- innar. Viöarborðin á að selja Ætlunin er að selja skákborðin, sem skákmennirnir skrifuðu á, á uppboði i Bandarikjunum, og eiga þessi borð að færa skáksam- bandinu þó nokkrar tekjur, eftir þvi sem forráðamenn þess telja. Verið er nú að lakka yfir nðfnin, sem þeir rituðu á hvitu reitina i hornunum, en seinna verða þau send vestur um haf og boðin þar UDD. ALÞINGI HEFST 10. OKT. A fundirlkisráðs i gær var gefið út forsetabréf um að Alþingi verði kvatt til fundar þriðjudaginn 10. október. Klp— Rcykjavik. — Þetta voru slagsmál eins og á sildarárunum góðu á Siglufiröi, sagöi einn lögregluþjónanna frá Húsavik, sem var á vakt við félagsheimilið að Hólmavaði i Aðaldal um helgina, en þar var þá haldinn réttadansleikur. Lætin hófust, þegar það fréttist meðal samkomugesta, sem voru margir, að ballið ætti ekki að standa lengur en til kl. eitt eftir miðnætti, og ekki yrði framlengt. Hófust þá slagsmál og þæfingur á milli manna um allt hús, og fyrr en varði voru menn farnir að kasta flöskum i rúður og brjóta allt lauslegt. Voru nær allar rúður i þessu gamla húsi brotnar, og var heldur ljótt um að litast á „vigvellinum" þegar allt var komið i ró seint um nóttina. Ekki munu hafa orðið nein teljandi meiðsl á mönnum, en viða mátti þó sjá menn daginn eftir með litrika umgjörð um aug- un, blátt nef og bólgnar varir, og eina og eina tönn mátti finna meðal glerbrotanna á dansgólf- inu. Þriðjudagur ' 19. september 1972 Varð óökufær eftir árekst' ur við hest Klp—Reykjavík A sunnudaginn ók stór áætlunarbifreið á tvo hesta á veginum skammt fyrir vestan Selfoss. Annar hesturinn dó sam- stundis, en hinn slapp svo til ómeiddur Höggið var svo mikið, að bif- reiðin, sem eins og fyrr segir var stór áætlunarbifreið gekk öll inn að framan og var óökufær á eftir. Varð að fá kranabifreið til að lyfta henni upp og draga I bæinn. Slysið varð á kaflanum fyrir vestan Selfoss, sem lagður hefur verið oliumöl. Bifreiðarstjórinn sá ekki hestanna fyrr en of seint, en skyggni á þessum oliuborna kafla er mjög slæmt. þegar rignt hefur á mölina. Veiðiþjófar drápu 11 laxa við Lárós ÞÓ—Reykjavik. Tveir ungir Grundfirðingar murkuðu lifið úr 11 löxum á ógcðslegar hátt á fimmtudag- inn. Laxarnir voru allir frá laxeldisstöðinni við Lárós. Báðir piltarnir eru komniryfir tvitugt og hafa komið við sögu lögrcglunnar áður, og eru m.a. báðir með biðdóm yfir scr. Það var á fimmtudaginn, að Jóhanncs Jónsson, sem vinnur við cldisstöðina I Lárósi, varð þcss var i kfki, að tveir menn voru citthvað að flækjast kringum laxagildrurnar, sem cru við bakkann norðanmegin við Látravikurbæinn, en þar er cldisstöðin. Gerði hann lög- reglunni I Grundarfirði þegar viðvart, og brá hún skjótt við. Fór lögreglan landleiðina á móti mönnunum, en Jóhannes fór yfir vatnið á báti. Náðust mennirnir fljótlega, en enginn lax fannst, og þrættu þeir i fyrstu fyrir að hafa komið nálægt laxagildrunum, hvað þá að hafa reynt að stela laxi. Eftir nokkurt þóf viður- kenndi annar maðurinn að þeir hefðu tekið og drepið alla laxana, sem voru I gildrunni, og hinn viðurkenndi verknað- inn siðar. Sögðu þeir til um, hvar Iaxarnir voru faldir, og var þar ljót aðkoma, þvl að þeir höfðu verið drepnir á ó- geðslegan hátt. Voru þeir allir marðir og skornir, go sumar va var vart hægt að þekkja fyrir lax. Sjö hásetar neituðu að fara aftur til íslands KJ—Reykjavik Sjö skipsmenn á Fleetwood- togaranum Boston Explorer voru reknir af togaranum á föstu- daginn, vegna þess að þeir höfðu neitaðaö faraafturá Islandsmið, eftir að togari þeirra hafði dregið systurskipið Boston Attacker áleiðis til Bretlands. Það mun hafa verið á mánu- daginn i siðustu viku, að brezkur togari sást-með annan i togi út af Vestfjörðum, og stefndu skipin til Bretlands. Þetta voru systur- skipin Boston Explorer og Boston Attacker. 1 fyrstu lónaði Explorer yfir Attacker i 18 tima, á meðan reynt var að gera við vélina, en kælikerfi vélarinnar hafði bilað. Eftir þessa 18 tima var ákveðið að taka Attacker i tog, en jafnframt unnu vélstjórar beggja skipanna að viðgerð. Komu þeir kæli kerfinu i lag eftir þriggja sólar- hringa siglingu, og voru skipin þá farin að nálgast Bretland. Útgerð Explorer sendi þá skeyti og gaf skipun um að togarinn færi aftur til tslands, en þvi neituðu 7 skipsmenn og eftir að hafa undirritað yfirlýsingu um neitunina hjá skipstjóranum, var siglt til Fleetwood, þangað sem komið var á fimmtudag. Skip- verjarnir sjö voru allir hásetar, og sögðust þeir hafa gert þetta vegna skipshafnarinnar og út- gerðarinnar, þar sem fiskurinn sem var i skipinu, hefði ella eyði- lagzt. ,,En I stað þess." sögðu þeir, „seldum við fyrir 6.400 sterlingspund". Skipverjar sögðu, að Ægir hefði þrisvar siglt upp að hliðinni á Explorer. „1 fyrsta skipti skipuðu varðskipsmenn okkur að mála nafn og númer á togarann, en i hin tvö skipin að hifa inn trollið". Sendill á vélhjóTi Sendill á vélhjóli óskast STRAX á ritstjórn Timans, Lindargötu 9 A. Upplýsingar i sima 18300 kl. 9 árd. til kl. 20 s.d. Fischer tekur I höndina á Erling Asperlund, hótelstjóra á Loftleiðum, og þakkar honum fyrir dvölina á hótelinu. A milli þeirra er suður-amerlskur blaðamaður góðvinur Fischers (Tímamyndir G.E.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.