Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTOm; SÉMI: 26660 RAFIÐJANSÍMI: 19294 213. tölublað — Miðvikudagur 20. sept. — 56. árgangur „VIÐ REÐUM EKKERT VIÐ ELDINN MEÐ OKKAR TÆKJUM" - sagði stýrimaðurinn á Jóni Eiríkssyni í viðtali við Tímann ÞÓ-Reykjavík. „Við reyndum allt hvað við gátum að slökkva eldinn, en það va.rð ekki við neitt ráðið Báturinn Jón Eirlksson, sem áður hét Otur, með þeim tækjum, sem við höfðum," sagði Jón E. Jóns- son stýrimaður á Jóni Eirfks- syni, I viðtali við Timann I gær, en Jón var þá staddur um borð i brezku freigátunni Auróru. Eldur brauzt út um borð f Jóni Eiríkssyni SF 100 snemma f gærmorgun, þar sem skipið var statt 156 sjó- milur ASA af Stokknesi á leið til Færeyja. Jón sagði, að þeir hefðu orð- iö eldsins varir kl. rúmlega fimm i gærmorgun. En ekki löngu áöur hafði maður veriö i vélarrúminu og ekki orðið neins var. „Við rukum strax í að reyna að slökkva eldinn," sagði Jón, stuttu seinna sendum við út neyðarkall. Þegar þetta gerö- ist var veöur ágætt, og þegar sýnt var, að viö réðum ekki við eldinn, fórum við í gúmmi- báta. Settum við út tvo báta, og fóru tveir i annan, en þrír I hinn. Við vorum svo i bátunum þangað til þyrlurnar frá Aur- oru fundu okkur, og skömmu fyrir kl. 10 voru allir komnir um borð i Auroru. Jón sagði, að þeir skipverjar af Jóni Ei- rikssyni hefðu það allir mjög gott um borð i Auroru, og þeim hefði ekki orðið meint af volk- inu. Hann sagði ennfremur, að þegar þeir yfirgáfu bátinn, hefði hann allur logað að aft- anveröu. Eldurinn hafði t.d. fljótlega komizt i káetuna úr vélarrúminu og þaðan upp I hólinn. Skipverjar Auroru slökktu eldinn Þegar þyrlurnar frá Auroru höfðu bjargað tslendingunum fimm, fór flokkur manna frá Auroru um borð I Jón Eiríks- Frh. á bls. 15 Ríkisstjórnin hafnaði þriggja ríkja viðræðum - en reiðubúin til viðræðna við Breta og Vestur-Þjóðverja hvora um sig KJ—Reykjavik „Vér erum reiðubúnir til þess aft taka á móti fulltrúum frá rikis- stjórn Bretlands þegar i þessari viku, eða siðar", sagði Einar Agústsson utanrikisráðherra, er hann afhenti sendiherra Breta hér á landi, John Mckenzie, svar rikisstjórnarinnar við boði Vest- ur-Þjóðverja um þriggja þjóða viðræður um landhelgismálið i Bonn. Jafnframt Itrekaði utan- rikisráðherra, að enn hefði ekkert svar borizt frá Bretum við orö- FÁAÐ VEIÐUM sendingu islenzku rikisstjórnar- innar frá 11. ágúst s.l. Einar Ágústsson utanrikisráð- herra kallaði á sendiherra Breta og Vestur-Þjóðverja sinn i hvoru lagi, er hann afhenti þeim svar rikisstjórnarinnar við boði Þjóð- verja um þriggja rikja viðræður i Bonn 28. og 29. september. 1 fréttatilkynningu frá rikis- stjórninni segir, að svarið til Vestur-Þýzkalands hafi verið svohljóðandi: „Með tilvisun til munnlegrar orðsendingar yðar varðandi við- ræður við stjórn yðar og fulltrúa frá rikisstjórn Bretlands i Bonn 28. og 29 september, óskar is- lenzka rikisstjórnin að taka fram eftirfarandi: Þrátt fyrir það, að rikisstjórn Islahds metur mikils þetta frum- kvæði yðar, vill hún ekki taka þátt i fjölþjóðaviðræðum varðandi sérstök réttindi erlendra fiski- manna innan 50 milna markanna, en er reiðubúin að eiga viðræður við hverja einstaka þjóð, sem hlut á að máli. Vérerum reiðubúnir til þess að halda áfram viðræðum við Sam- Frh. á bls. 15 rkæli skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 300 kort bárust í gærdag Stúdentar í Þrándheimi styðja íslendinga af alhug í landhelgismálinu Þó—Reykjavik. Sextánda september sl. hélt stúdentafélagið f Þrándheimi fund, sem á voru mættir 273 með- limir þess. Á fundinum var borin upp ályktun, sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum (273), þess cluis, að stúdenta- fclagið styddi islendinga eindreg- ið i landhelgismálinu. Alyktunin fékk stuðning frá félagi ihalds- samra stúdenta og frá hinum ýmsu félögum róttækra stúdenta. A íslenzku hljóðar ályktunin svona, lauslega þýdd: Fundur i Stúdentafélagi Þránd- heims, haldinn 16.9. 1972, styöur baráttu Islendinga við útfærslu landhelginnar úr 12 i 50 sjómilur af fyllsta hug. Noregur og tsland eiga sameig- inlegt hagsmunamál, sem er veiði og nýting á fiskimiðunum fyrir utan strandlinu landanna, og um leið mikilvæg atvinnugrein i löndunum. Þegar tsland færöi út landhelg- ina árið 1958 úr 4 i 12 sjómilur, gerði Noregur litið til hjálpar Is- landi. Eftir að þorskastriðinu var lokið, gátu Norðmenn einnig fært sina landhelgi út i 12 sjómilur. Að þessu sinni ber Noregi aö styðja fsland i baráttunni um sameigin- legt hagsmunamál. Þá berast stöðugt póstkort til Timans, þar sem lýst er yfir stuðningi við tslendinga i land- helgismálinu. Þessar stuðnings- yfirlýsingar hafa komið frá öllum hlutum Noregs. í gær komu rúmlega þrjú hundruð kort, og er þá fjöldinn kominn i rösklega átta hundruð, og 2400 manns hafa ritað nöfn sin á þau. Viðræður við Færeyinga: HALDA AFRAM INNAN 50 MÍLNA - án þess að samkomulag hafi verið undirritað KJ—Reykjavík Samkomulagsviðræðum ts- lendinga og Færeyinga lauk í gær, án þess að samningur um veiðiheimildir færeyskra togara væri undirritaður. Aftur á nióti fá færeyskir togarar áframhaldandi leyfi til veiða milli 12 og 50 milna markanna, og gildir þetta leyfi fyrir !l færeyska togara. Samkvæmt fréttatilkynningu frá utanrikisráðuneytinu var Atla Dam lögmanni Færeyja afhent svohljóðandi bréf i gær: ,,Þar sem enn standa yfir at- huganir varðandi togveiðar fær- eyskra skipa innan hinna nýju fiskveiðimarka Islands, hefur orðið að samkomulagi milli samninganefnda fslenzku rikis- stjórnarinnar og færeysku lands- stjórnarinnar, að Islendingar veiði áfram færeyskum togveiði- skipum (sbr. fylgiskjal) leyfi til veiða innan landhelginnar á milli 12 og 50 mílna, enda fylgi þau i hvivetna lögum og sömu reglum varðandi veiðarnar og gilda fyrir islenzk skip við sams konar veið- ar. Samkomulag þetta skal gilda þar til annað verður ákveðið af íslands hálfu. (sign, Einar Agústsson) Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, I9.sept. 1972." Togararnir eru: BRANDUR SIGMUNDARSON MAGNUS HEINASON SKÁLABERG SJÚRÐARBERG KAP FARVEL ÓLAVUR HALGI LEIVUR OSSURSSON VAGBINGUR HEGVAN ELIAS THOMSEN Silja Kristjánsdóttir, simastúlka á Timanum, telur norsku kortin, sem bárust blaðinu I gær. Tlmamynd Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.