Tíminn - 20.09.1972, Síða 1

Tíminn - 20.09.1972, Síða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTÖRt SIMI: 26660 RAFIÐ JAN SlMI: 19294 hJt RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 300 kort bárust í gærdag Stúdentar í Þrándheimi styðja íslendinga af alhug í landhelgismálinu T>Ó—Reykjavik. Sextánda september sl. hélt stúdcntafélagiA i Prándheimi fund, sem á voru mættir 273 með- limir þess. Á fundinum var borin upp ályktun, sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum (273), þess efnis, að stúdenta- félagið styddi islendinga eindreg- ið i landhclgismáiinu. Alyktunin fékk stuðning frá félagi ihalds- samra stúdenta og frá hinum ýmsu félögum róttækra stúdenta. A islenzku hljóðar ályktunin svona, lauslega þýdd: Fundur i Stúdentafélagi Þránd- heims, haldinn 16.9. 1972, styöur baráttu tslendinga við útfærslu landhelginnar úr 12 i 50 sjómilur af fyllsta hug. Noregur og Island eiga sameig- inlegt hagsmunamál, sem er veiði og nýting á fiskimiðunum fyrir utan strandlinu landanna, og um leið mikilvæg atvinnugrein i löndunum. Þegar Island færði út landhelg- ina árið 1958 úr 4 i 12 sjómilur, gerði Noregur litið til hjálpar ís- landi. Eftir að þorskastriöinu var lokið, gátu Norðmenn einnig fært sina landhelgi út i 12 sjómilur. Aö þessu sinni ber Noregi að styðja Ssland i baráttunni um sameigin- legt hagsmunamál. Þá berast stöðugt póstkort til Timans, þar sem lýst er yfir stuðningi við tslendinga i land- helgismálinu. Þessar stuðnings- yfirlýsingar hafa komiö frá öllum hlutum Noregs. t gær komu rúmlega þrjú hundruð kort, og er þá fjöldinn kominn i rösklega átta hundruð, og 2400 manns hafa ritað nöfn sin á þau. - án þess að samkomulag hafi verið undirritað „VIÐ RÉÐUM EKKERT VIÐ ELDINN MEÐ 0KKAR TÆKJUM" - sagði stýrimaðurinn á Jóni Eiríkssyni í viðtali við Timann Ríkisstjórnin hafnaði þriggja ríkja viðræðum - en reiðubúin til viðræðna við Breta og Vestur-Þjóðverja hvora um sig K.l—Reykja vik ,,Vér crum reiöubúnir til þess að taka á móti fulltrúum frá rikis- stjórn Bretlands þegar i þessari viku, cða siðar", sagði Einar Agústsson utanrikisráðherra, er hann afhenti sendiherra Breta hér á landi, John Mckenzie, svar rikisstjórnarinnar við boði Vest- ur-Þjóðvcrja um þriggja þjóða viðræður um landhclgismálið i Bonn. Jafnframt itrekaði utan- rikisráðherra. aö enn liefði ekkert svar borizt frá Bretum við orð- sendingu islenzku rikisstjórnar- innar frá 11. ágúst s.l. Einar Ágústsson utanrikisráð- herra kallaði á sendiherra Breta og Vestur-Þjóðverja sinn i hvoru lagi, er hann afhenti þeim svar rikisstjórnarinnar við boði Þjóð- verja um þriggja rikja viðræður i Bonn 28. og 29. september. t fréttatilkynningu frá rikis- stjórninni segir, að svarið til Vestur-Þýzkalands hafi verið svohljóðandi: ,,Með tilvisun til munnlegrar orðsendingar yðar varðandi viö- ræður við stjórn yðar og fulltrúa frá rikisstjórn Bretlands i Bonn 28. og 29 september, óskar is- lenzka rikisstjórnin að taka fram eftirfarandi: Þrátt fyrir það, að rikisstjórn Islands metur mikils þetta frum- kvæði yðar, vill hún ekki taka þátt i fjölþjóðaviðræðum varðandi sérstök réttindi erlendra fiski- manna innan 50 milna markanna, en er reiðubúin aö eiga viðræður við hverja einstaka þjóð, sem hlut á að máli. Vérerum reiðubúnir til þess að halda áfram viðræðum við Sam- Frh. á bls. 15 KJ—Reykjavik Sa mkomulags viðræðum is- lendinga og Færeyinga lauk i gær, án þess að samningur um veiðiheimildir færeyskra togara væri undirritaður. Aftur á móti fá færeyskir togarar áframhaldandi leyfi til veiða milli 12 og 50 milna markanna, og gildir þetta leyfi fyrir 9 færeyska togara. Samkvæmt fréttatilkynningu frá utanrikisráðuneytinu var Atla Dam lögmanni Færeyja afhent svohljóðandi bréf i gær: ,,Þar sem enn standa yfir at- huganir varðandi togveiðar fær- eyskra skipa innan hinna nýju fiskveiðimarka Islands, hefur orðið að samkomulagi milli samninganefnda islenzku rikis- stjórnarinnar og færeysku lands- stjórnarinnar, að Islendingar veiði áfram færeyskum togveiði- skipum (sbr. fylgiskjal) leyfi til veiða innan landhelginnar á milli 12 og 50 milna, enda fylgi þau i hvivetna lögum og sömu reglum varðandi veiðarnar og gilda fyrir islenzk skip við sams konar veið- ar. Samkomulag þetta skal gilda þar til annað verður ákveðið af tslands hálfu. (sign, Einar Agústsson) Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, 19.sept. 1972.” Togararnir eru: BRANDUR SIGMUNDARSON MAGNUS HEINASON SKÁLABERG SJÚRÐARBERG KAP FARVEL ÓLAVUR HALGI LEIVUR ÖSSURSSON VAGBINGUR HEGVAN ELIAS THOMSEN Silja Kristjánsdóttir, sfmastúlka á Timanum, telur norsku kortin, sem bárust blaðinu I gær. Tlmamynd Róbert með þeim tækjum, sem viö höfðum,” sagði Jón E. Jóns- son stýrimaður á Jóni Eirlks- syni, i viðtali viö Timann i gær, en Jón var þá staddur um borð i brezku freigátunni Auróru. Eldur brauzt út um borö i Jóni Eirikssyni SF 100 snemma I gærmorgun, þar sem skipið var statt 156 sjó- mílur ASA af Stokknesi á leið til Færeyja. Jón sagði, að þeir heföu orð- ið eldsins varir kl. rúmlega fimm i gærmorgun. En ekki löngu áður haföi maður verið I vélarrúminu og ekki orðið neins var. „Við rukum strax i aö reyna að slökkva eldinn,” sagði Jón, stuttu seinna sendum viö út neyðarkall. Þegar þetta gerö- ist var veður ágætt, og þegar sýnt var, að við réöum ekki við eldinn, fórum viö i gúmmi- báta. Settum við út tvo báta, og fóru tveir i annan, en þrir i hinn. Við vorum svo i bátunum þangað til þyrlurnar frá Aur- oru fundu okkur, og skömmu fyrir kl. 10 voru allir komnir um borð i Auroru. Jón sagði, að þeir skipverjar af Jóni Ei- rikssyni hefðu það allir mjög gott um borö i Auroru, og þeim hefði ekki orðið meint af volk- inu. Hann sagði ennfremur, aö þegar þeir yfirgáfu bátinn, hefði hann allur logaö að aft- anverðu. Eldurinn hafði t.d. fljótlega komizt i káetuna úr vélarrúminu og þaðan upp i hólinn. Skipverjar Auroru slökktu eldinn Þegar þyrlurnar frá Auroru höfðu bjargað Islendingunum fimm, fór flokkur manna frá Auroru um borð i Jón Eiriks- Frh. á bls. 15 ÞÓ-Reykjavfk. „Við reyndum allt hvað við gátum að slökkva eldinn, en þaö varð ekki við neitt ráðið Báturinn Jón Eiriksson, sem áður hét Otur. Viðræður við Færeyinga: Ffl AÐ HflLDfl ÁFRflM VEIÐUM INNAN 50 MÍLNA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.