Tíminn - 20.09.1972, Page 3

Tíminn - 20.09.1972, Page 3
Miövikudagur 20. september 1972 TÍMINN 3 AAaurice Schumann utanríkis rdðherra Utanrikisráðherra Frakka, Maurice Schumann, kemur i dag i opinbera heimsókn til tslands, á leið sinni til Bandarikjanna. Hér á eftir fer stutt æviágrip ráðherr- ans. Maurice Schumann fæddist hinn 10. april 1911 i Paris. Hann er kvæntur og þriggja barna faðir. Að loknu magistersprófi árið 1932 gerðist hann blaðamaður, ferðaðist mjög viða og skrifaði fyrir frönsk dagblöð og timarit. Hann var einn helzti leiðtogi stjórnmálahreyfingarinnar Aldrei hærra meðalverð m I Danmörku ,,Ungt Lýðveldi”, sem er flokkur kristilegra demokrata. Arið 1939 gerðist hann sjálf- boðaliði i brezka hernum og var tekinn til fanga af Þjóðverjum i júni 1940. Honum tókst að flýja til Englands, þar sem hann gekk i lið með De Gaulle hershöfðingja. A árunum 1940 til 1944 var hann talsmaður Frjálsra Frakka i út- varpssendingum frá London; Hinn 6. júni 1944 tók hann þátt i innrásinni i Normandie og hlaut fyrir frammistöðu sina ,,la Croix de la Libération”, lausnarkross- inn, sem er æðsta heiðursmerki Frakka. Strax daginn eftir frelsun Frakklands var hann skipaður formaður kristilega alþýðu- flokksins og kosinn þingmaður héraðsins Armentíéres i Norður- Frakklandi. Þvi þingsæti hefur hann haldið siðan. Maurice Schumann var aðstoð- arutanrikisráðherra á árunum 1951 til 1954, visindaráðherra ár- ið 1967, félagsmálaráðherra árið 1968, og utanrikisráðherra varð hann hinn 22. júni 1969. Hann hefur ritað fjölda sagn- fræðilegra bóka og skáldsöguna „Stefnumót við einhvern.” Maurice Schumann er heiðurs- doktor frá Cambridgeháskóla. Schumann utanrikisráðherra Frakka á skrifstofu sinni I Parfs. ÞÓ—Reykjavik. i siðustu viku seldu ellefu bátar sildarafla i Danmörku. Verðið var yfirleitt gott, og meðalverðið hefur ekki verið hærra á þessu ári. Það var 16.45 kr. Fáir bátar voru á Norðursjávarmiðum i sfð- ustu viku, enda eru flestir bátarn- ir heima uin þessar mundir. Reyndar eru einhverjir farnir aftur til veiða i Norðursjó. 1 fyrri viku voru seldar 686.7 lestir af sild i Danmörku og seld- ust þær fyrir 12.010.407 kr. Hæsta meðalverðið fékk Magnús NK kr. 22.68, en hæstu heildarsöluna fékk Loftur Baldvinsson 1.857.501 kr. Þessir bátar seldu i Danmörku i siðustu viku: Magnús NK 47.2 lestir fýrir 1.0778, Súlan EA 87.8 lestir fyrir 1.419, Loftur Baldvins- son EA 111.6 lestir fyrir 1.857, Fifill GK 88.9 lestir fyrir 1.506, Akurey RE 715 lestir fyrir 1.179, Sæberg SU 59.4 lestir fyrir 992 þús., Grimseyingur GK 49.6 lestir fyrir 1.068, Vörður ÞH 37.1 lest fyrir 807 þús., Asgeir RE 29.9 lestir fyrir 451 þús., Dagfari ÞH 47.5 lestir fyrir 728 þús. og Jón Kjartansson SU 56.6 lestir fyrir 919 þúsund. — þó svo að Gullfoss verði seldur ÞÓ—Reykjavik. Eins og frá var skýrt i Timan- um i gær, er Gullfoss kominn á sölulista. Samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem við fengum hjá Eimskipafélaginu i dag, er fyrst og fremst verið að athuga, hve hagstætt tilboð er hægt að fá i skipið. Sigurlaugur Þorkelsson, blaða- fulltrúi Eimskips, sagði, a'ð Eimskipafélagið hefði gefið um- boðsfyrirtæki sinu, Plato i Osló, heimild til að setja Gullfoss á söluskrá i ágústmánuði. — Og ef hagstætt tilboð kemur i skipið, þá verður það tekið til at- hugunar, sagði Sigurlaugur. Við spurðum Sigurlaug, hvort nýtt farþegaskip kæmi i stað Gullfoss og þá væntanlega með sama nafni. Hann sagði, að ekki hefði verið um það fjallað nýlega, enda væri það svo, að ákaflega erfitt væri að reka farþegaskip um þessar mundir, og er ástæðan fyrir þvim.a. sú, að stofnkostnaö- urinn er orðinn gifurlegur. Landhelgissöfnunin: Kópavogs- kaupstaður gaf 200 þúsund Unnið við að hreinsa upp glerbrotin inn s.l. nótt. (Timamynd Róbert.) við Lindarbæ, þar sem brotizt var 1 gær bárust landhelgissöfn- uninni margar góðar gjafir, meðal annars frá Kópavogskaup- stað.sem gaf 200 þúsund krónur, og Vélstjórafélagi Suðurnesja, sem gaf 10 þúsund krónur. Eins og sagt var frá i blaðinu i gær, hefur nefndin ráðið Jón Ásgeirsson fréttamann fram- kvæmdarstjóra söfnunarinnar. Skuggaverk í Skuggasundi Klp—Reykjavik 1 nótt var brotizt inn á tveim stöðum i Reykjavik Á öðrum staðnum var stolið 50 lengjum af vindlingum,en hinum skiptimynt. Það var i verzl. Kjöt & fiski á Þórsgötu, sem brotizt var inn og stolið vindlingum. Voru þar að verki 25 og 27 ára gamlir menn, sem rannsóknarlögreglan náði nokkrum klukkustundum siðar. Höfðu þeir þá ekki getað komið þýfinu i lóg, og var þvi hægt að skila þvi nær öllu. 1 Lindarbæ var brotin stór tvö- föld rúða, sem er við hliðina á neyðarútgöngudyrum. Þjófurinn mun trúlega hafa verið kunnugur á staðnum, þvi hann hefur teygt sig inn um brotnu rúðuna og opnað neyðardyrnar, sem snúa að Skuggasundi. Siðan hefur hann gengið beina leið að skrif- stofunni og haft með sér á brott nokkur þúsund krónur i skipti- mynt. Það mál er nú i rannsókn. Hefur verið opnuð skrifstofa á 3. hæð að Laugaveg 13. Siminn þar er 26723 og verður opið á venju- legum skrifstofutima alla virka daga. Þá hefur verið opnaður giróreikningur i öllum bönkum, og er aðalnúmer landhelgis- söfnunarinnar 11000. , Guðni Agústsson, Sæbóli, fimmtugur Fimmtugur verður i dag 20. september, Guðni Ágústsson á Sæbóli á Ingjaldssandi. Guðni hefur eftir lát föður sins, Ágústs Guðmundssonar, búið á Sæbili ásamt móður sinni- og systkinum um árabil og jafnframt rekið umfangs- mikla jarðýtuútgerð ásamt Ásvaldi Guðmundssyni á Ástúni. Hafa þeir félagar viða unnið að vega- og flugvallagerð um Vestfirði m.a. að gerð Vest- fjarðavegar og flugvalla á Þingeyri og i Holti. Munu margir minnast þessara handaverka þeirra i dag, þakka þau að verðleikum og senda þeim félögum hlýjar kveðjur, en Ásvaldur á einnig afmæli i dag. góðkunningi. EKKERT AKVEÐIÐ UM KAUP A NÝJU FARÞEGASKIPI EBE, Danmörk, Færeyjar Eins og kunnugt er af frétt- um, ganga Norðmenn til mjög örlagarikrar þjóðaratkvæða- grciðslu á sunnudaginn um aðild Noregs að Efnahags- bandalagi Evrópu. Skoðana- kannanir benda nú til þess, að svo gcti farið, að aðildin verði felld. Aö visu á þessi þjóðarat- kvæðagreiðsla aðeins að vera ráðgcfandi, en ljóst er, að hún verður i raun bindandi. Þjóöaratkvæðagreiðsla fer einnig fram i Danmörku um aðild að Efnahagsbandalag- inu, i byrjun október. Verði aðildin felld. aukast likurnar á þvi, að hún verði einnig felld i Danmörku. Fari hins vcgar svo, eins og fastlega licfur vcrið gert ráð fyrir allt fram til siðustu skoð- anakannana i Noregi, að Dan- mörk vcrði aðili að EBE, skapar það Færcyingum mik- inn vanda. Vegna þess að hér eru nú staddir fulltrúar færcysku landsstjórnarinnar til samn- inga um fiskveiöiréttindi inn- an hinnar nýju fiskveiðilög- sögu islands, er ckki úr vegi að rifja upp i stuttu máli stöðu Færcyja i þessu sambandi. Danska stjórnin hefur lýst þvi yfir, að hún muni ckki taka ákvörðun uin samband Fær- eyja við EBE nema mcð sam- þykki Færcyinga. Danir náðu samkomulagi við EBE um að fiskveiðar innan 12 milna landhelgi Færeyja vcrði að- eins heimilaðar Færcyingum sjálfum i 10 ár. 3ja ára umhugsunarfrestur Vegna útfærslu íslenzku landhclginnar óttast Færcy- ingar, að sókn við Færcyjar muni aukast og afli þeirra minnka. Eru nú uppi kröfur i Færeyjuin um að fara að dæmi islcndinga og færa út landhclgina. Slik ráöstöfun inyndi að sjálfsögðu mæta niikilli andstöðu EBE-rikja. Það er vegna þessa ótta Færcyinga varðandi þrðun landhelgismála, sem þeir hafa fcngið 3 ára umhugsunarfrest eftir inngöngu Danmcrkur i bandalagið til að taka endan- lega ákvörðun um það, hvort þeir óski að vcrða samferða Dömim. Ef Færeyingar kjósa að standa utan bandalagsins eftir þcssi 3 ár, verði Danir að- ilar að EBE, á ráðherranefnd EBE að fjalla um ináliö með það fyrir augum að finna lausn á þeim vandamálum, sem Danmörk og Færeyjar standa þá frammi fyrir. Er þá haft i liuga, að gerður verði scrstakur viðskiptasamning- ur, er fæli i sér viss friðindi fyrir Færcyinga I fisksölumál- um á markaði EBE. i viðræðunum við Efnahags- bandalag Evrópu liafa önnur vandamál, er snerta Færey- inga og reglur EBE, verið til umræðu, svo scm opinbcr stuðningur við sjávarútveg, fiskvinnslu og fisksölu. Fær- eyingar geta ekki gengizt und- ir þær reglur, sem EBE setur um þau málefni. Sama er að scgja um rikisstyrki til að Þ.Vggja nauðsynlega og næga mjólkurframleiðslu i Færeyj- um. islendingar hafa fyllsta skilning á þessum mikla vanda, sem Færeyingar standa frammi fyrir, verði að- ild Danmerkur að Efnahags- bandalaginu staðfest i þjóðar- atkvæðagreiðslunni. islenzka stjórnin hefur þegar veitt Færeyingum undanþágur inn- an nýju fiskveiðilögsögunnar varðandi aðrar veiðar en tog- veiðar. Viðræður þær, sem staðið hafa yfir, beinast að sérstökum heimildum fyrir togara F’æreyinga innan 50 milna. __XK.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.