Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Miðvikudagur 20. september 1972 tslendingar i St. Moritz. Gunnlaugur Skúlason dýra-læknir, Ragnar Tómasson lögfræðingur, sr. Halldór Gunnarsson, Brynjólfur Sandholt dýralæknir, Auour Hermannsdóttir dýralæknir frá Lágafelli, Agnes Sandholt, Jóna Guömundsdóttir frá Hólmi A-Landeyjum, Magnús Finnbogason bóndi Lagafelli og Dag- ný Gisladóttir. Margrét Girardet á Baldri, stigahæsta hestinum á mótinu (189,5). Viö hlið hennar er Gunnar Jónsson frá Danmörku á Ljósku. Landi varö stigahæstur okkar hesta (158,5), knapi Agúst Oddsson. Þrátt fyrir allt voru það ffokkar" hestar, sem sigruðu Sigurvegararnir I tölti. Walter Feldmann yngri á Funa, Margrét Girardet á Baldri, Wolfgang Berg á Gáska. Susanne Ströh á Liósa, Bruno Podlech á Stjarna. Helgina 9.-10. september var Evrópumót islenzkra hesta haldiö i St. Moritz i Sviss að tilstuðlan Evrópusambands vina islenzkra hesta. (FEIF). Þetta var i ann- að sinn,sem slikl mót er haldið. Hið fyrsta var i Aegidienberg I Þýzkalandi fyrir tveim árum. Að þessu sinni var mótið hins vegar i St. Moritz, vetrarstað tizkufólks Evrópu um langt skeið. Til þessa hefur islenzki hesturinn verið litt þekktur i St. Moritz. Hestamennska hefur þó verið stunduð þar, þótt staðurinn sé þekktari fyrir skiðaiþróttina, sem iðkuð er i f jöllunum fyrir ofan bæ- inn. Ferðafélögum minum varð ógleymanleg ferð i svifbraut upp á Piz Nair, sem er nærri eins hár og Mont Blanc, og varð hún til að bæta þeim upp hrakfarir hest- anna að heiman á þessu móti og einnig það, að ekki varð úr reið- túrum, sem fyrirhugaðir höfðu verið um svissnesku Alpana. Á veturna eru haldnar alþjóðlegar kappreiðar á snæþöktu St. Mor- itzvatninu, og skammt þaðan er pólóvöllur, þar sem Evrópu- meistaramót islenzkra hesta var nú haldið. Móðurmdl innfæddra i St. Moritz og Engadindalnum, þar sem bærinn stendur, er retó- rómanska, og sumir skilja ekki orð i þýzku, sem var rikjandi mál á mótinu. Ég heyrði St. Moritzbúa harma það, hve mjög lif og starf bæjarbúa, sem eru um fjögur þúsund, miðaðist við ferða- mannastrauminn, og almenning- ur i Sviss hristir höfuðið yfir dýr- tiðinni þar. Engu að siður er bær- inn og nágrenni hans yndisfagurt. Þótt islenzki hesturinn hafi ver- ið litt þekktur i St. Moritz þangað til nú i september, hefur hann þegar unnið hug og hjörtu ýmissa Svisslehdinga, engu siður en hestafólks frá hinum Evrópu- löndunum fjórum, sem einnig tóku þátt i mótinu auk tslendinga, þ.e. Danmörk, Þýskaland, Hol- land og Austurriki. Að loknu mótinu sá hluti Is- lendinganna órækan'vott þess, er Svisslendingurinn Jules Bunzli, sem er forstöðumaður lækninga- stöðvar fyrir drykkjusjúka, en temur islenzka hesta i tómstund- unum, sýndi þeim kvikmynd úr vikuferð hans og annarra landa hans, sem eiga islenzka hesta, á hestbaki um svissnesku Alpana, m.a. Engadindalinn. Bunzli stendur fyrir slikri ferð árlega i sumarleyfi sinu, og reynist hesturinn okkar betur i slikum ferðum en aðrir og stærri reið- skjótar. Lærdómsrik reynsla A mótinu i Aegidienberg 5.-6. sept. 1970sigruðu Þjóðverjar með 1.481,50 stigum en Islendingar komu næstir með 906 stig. ís- lentiingar höfðu gert sér vonir um að sigra jafnvel að þessu sinni, en úrslit mótsins urðu þó á annan veg. Sigurstranglegasti hesturinn okkar, Dagur Sigurbjörns Eiriks- sonar, slasaðist á leiðinni til St. Moritz og tók ekki þátt i keppni, og Kláus frá Alfsnesi, sem Sigur- björn á einnig, var með bólginn framfót þegar komið var á leiðar- enda. Upphaflega mun hafa verið i ráði að fljúga okkar hestum frá tslandi til flygvallar skammt frá St. Moritz. Þeirri áætlun fékkst þó ekki framgengt, og lenti gripa- flutningavélin i Zurich, og þá tók við 5-6 klst. bílferð um bratta og bugðótta vegi, sem reyndist hestunum erfið. I henni hlaut Dagur meiðslin. Fjarstætt er að telja hesta keppnisfæra aðeins sólarhring eftir að slikri ferð lýk- ur. Vert er að hafa það i huga við undirbúning þátttöku okkar i þeim mótum islenzkra hesta, er siðar verða haldin erlendis. Þjóðverjar sigruðu Sem sagt, björtustu vonir okkar landanna brugðust. Þjóðverjar sigruðu enn sem fyrr og hlutu 1072,50 stig. Siðan kom Austurriki með 749,50 stig, Sviss með 739, Danmörk 738,50, þá Island með 699 stig, en Hollendingar ráku lestina með 603 stig. Mótið hófst kl. 8 á laugardags- morgun, og hafði verið ákveðið að Haukur frá Ásgeirsbrekku, sex vetra.kæmi i stað Dags frá Núp- um i keppninni. Hestarnir og knaparnir héðan að heiman, sem þátt tóku I Evrópumeistaramótinu, voru: 1. Haukur frá Asgeirsbrekku, 6 vetra, knapi Reynir Aðalsteinsson, 2. Darki frá Deildartungu, 7 vetra, knapi Sigurður Sæmundsson. 3. Glæsir frá Einarsstöðum. 8 vetra, knapi Reynir Aðalsteinsson. 4. Hrafn frá Þingnesi, 7 vetra. knapi Pétur Berents. 5. Landi frá Kolkuósi, 7 vetra, knapi Ágúst Oddsson. 6. Sleipnir frá Lágafelli, 6 vetra, knapi Árni Guðmundsson. 7. Kláus frá Álfsnesi, 7 vetra, knapi Ragnar Hinriksson. Það var friður flokkur, sem reið inn á skeiðvöllinn i St. Moritz i morgunsólinni. Sjö hestar frá hverju þátttökulandi og sjö knap- ar klæddir bláum, hvitum, brún- um, grænum, svörtum og rauðum búningum. Dr. Ewald Isenbugel, formaður Evrópusambandsins, setti mótið, en siðan hófst keppni i hlýðniþjálfun. Vonbrigði Þessi keppnisgrein er ný meðal islenzkra hestamanna, en okkar knapar stóðu sig vel engu að sið- ur, þ.á.m. Reynir Aðalsteinsson, sem keppti fyrstur Islendinga í hlýðniþjálfun. Keppni I hlýðniþjálfun er lang- dregin, en veðrið var gott og gerði áhorfendum glatt i geði. Ekki gekk þessi grein vel fyrir okkur. Kláus stökk út af braut- inni, og allir virtust hestarnir ókyrrir miðað við þá þrautþjálf- uðu hesta aðra, er þarna voru. Hlutskarpastur varð Iiassan frá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.