Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 20. september 1972 TtMINN Frá öbru Evrópumeist- aramóti íslenzkra hesta i St. Moritz Sviss, knapi Eveline Meier. Næst- ur kom Funi frá Hverá, er Walter Feldmann yngri sat, en þeir voru sigurvegararnir i Aegidienberg 1970. Landi varö efstur okkar hesta, nr. 9, og á eftir honum kom Darki nr. 10. Haukur varð nr. 21 og Hrafn siðastur, nr. 23. Næst var keppt i tölti. Stjarni frá Svignaskarði, einn bezti hest- ur okkar i keppninni 1970, færði að þessu sinni Þjóðverjum sigur, og allir hestarnir fimm frá Þýzka- landi röðuðu sér i efstu sætin. Okkar hestar urðu aftarlega eftir ýmis mistök. Viðavangshlaupið gekk vel Siðla dags var komið aö fjögurra km viðavangshlaupi með hindrunum. Keppnin fór fram i skógivöxnum hliðum, og áhorfendur urðu að láta sér nægja að sjá hestana á einhverjum ákveðnum stað á merktri braut- inni. Hins vegar gerðu ýmsir is- lenzku áhorfendanna sér litið fyr- ir og runnu sjálfir skeiðið áður en keppnin hófst og komust að raun um að hlaupið var ekkert gaman, þvi að brautin lá meðal annars upp og niður snarbrattar, blautar moldarhliðar i skógarþykkninu. Úrslitin i viðavangshlaupinu urðu okkur Islendingum nokkur sárabót. Þjóðverjar urðu enn fremstir i þessari grein, 158 stig, en við aðrir með 126 stig. Viking- ur frá Sviss sigraði (Timi 11.10.5), næstur kom Gáski frá Þýzka- Hfe2 X:&* < ^ Við upphaf mótsins. Walter Feldmann Iþróttaforseti Evrópusambandsins riður í fararbroddi við þriðja mann, næstir koma ts- lendingarnir. landi, þá Bjarmi frá Austurriki, Vafi frá Þýzkalandi, en okkar hestar Hrafn (Timi 12.34.5), Landi, Darki og Sleipnir skipuðu 5., 7., 9., og 10. sæti af 23. Á sunnudag hófst heppni kl. 9 i hráslagaveðri og rigningu. Fyrst var keppt i f jórgangskeppni, og gáfu dómarar tvær einkunnir fyr- ir: 1-5 stig fyrir gangskipti og 0-15 stig fyrir fegurð i gangi. Þjóð- verjar sigruðu, Wolfgang Berg á Gáska með 25,5 stig, Sleipnir Magnúsar á Lágafelli varð nr. tvö með 24 stig. Aðrir hestar okkar stóðu sig verr, og Kláus var dæmdur úr leik. Næst kom erfiðasti hluti keppn- innar, fimmgangurinn. Þar verða hestarnir eins og i fjórgangs- keppninni að sýna hreina gang- skiptingu á tiu m bili og sýna sama gang allan hringinn. Okkar hestar, Darki og Glæsir, voru dæmdirúr leik. Hér varð Funi frá Þýzkalandi efstur, en Vikingur frá Sviss og Hrimnir frá Dan- Gunnar Bjarnason, sem var einn dómaranna, ásamt aöstoðarstúlku. mörku skipuðu annað sæti með jafna stigatölu. Þá kom keppni i hraðtölti, sem Islendingar eru ekki meira en svo hrifnir af og finnst ekki falleg iþrótt. Tiu efstu hestarnir úr fyrri töltkeppninni tóku þátt i þessari grein, og varð Þjóðverjinn Bruno Podlech á Stjarna fyrstur að marki. Næst var keppni i tölti eða skeiði (Lateralrennen). Vafi frá Þýzkalandi varð fyrstur i mark og stigahæstur, Kláus og Landi skipuðu 14. og 15. sæti af 26. Glæsir varð þriðji Siðasta atriði kappreiðanna var 200 m skeið. I þvi tóku þátt niu hestar, tveir voru dæmdir úr leik, annar þeirra Darki frá Islandi. Fyrstur og stigahæstur varð Vik- ingur frá Sviss (Timi 21,4), annar Hreinn frá Danmörku (21,8) en þriðji okkar hestur, Glæsir frá Einarsstöðum (22,0). Skeiðið var að margra áliti skemmtilegasti hluti mótsins, og hafa út- lendingarnir að sögn tekið mikl- um framförum I þessari grein. Þar með var þessu Evrópu- meistaramóti islenzkra hesta lok- ið, en áður en verðlaun voru af- hent átti að fara fram uppboð á keppnishestum okkar og öðrum hestum, sem tslendingar fóru með á mótið i St. Moritz. Það var dapurleg stund, er knapar okkar riðu um völlinn, en fá og lág boð bárust i gæðinga þeirra. Þing- heimur var þreyttur og áhugalit- ill, en kappreiðarnar höfðu dreg- izt á langinn, veðrið leiðinlegt, komið rökkur. 5.800 svissneskir. frankar voru boðnir i Hrafn Pét- urs Berents og 7000 i Glæsi, en hvorugu boðinu var tekið, og raunar enginn hestur seldur á uppboðinu. Útlendingarnir vissu sem var, að Islendingarnir mega lögum samkvæmt ekki fara heim aftur með hesta sina. Þessi staðreynd hefur vissulega áhrif á sigur- möguleika íslendinga ikeppninni og einnig á sölu hestanna. Ot- lendingarnir fóru sér hægt, og næstu daga mátti viða i St. Moritz sjá þá að samningum við Is- lendinga. Seldust flestir hestarnir á allgóðu verði að lokum. Dagur og Kláus voru ekki seldir, en fóru i góðar hendur til Þýzkalands. Verst þótti Islendingum þó, að þeir mega samkvæmt lögum Evrópusambandsins ekki keppa fyrir Islandi næsta móti. Ósigur snerist i sigur Það voru dökkar hliðar á þátt- töku okkar Islendinga i Evrópu- meistaramótinu i St. Moritz. En til þess eru ósigrarnir að læra af þeim. Við getum einnig tekið eig- endur islenzkra hesta á megin- landinu okkur til fyrirmyndar hvað alla umhirðu hestanna snertir, sem er til mikillar fyrir- myndar og betri en hjá islenzkum hestum. Sömu sögu er að segja um tamningu og þjálfun, sem þó verður stundum á kostnað vilja og skaps. Það mildaði þó ósigurinn og sneri honum næstum i sigur, að þrátt fyrir allt voru það „okkar" hestar, sem sigruðu i öllum grein- um. Það var einnig ógleymanlegt að kynnast einlægri ást þessa fólks á islenzka hestinum og áhuga þess á ætt hans, sögu og heimkynnum. „Hestamennska er góð iþrótt. Við verðum að læra að temja skap okkar, og hestar þurfa lika tamningu", sagði austurriskur greifi, einn gestanna á mótinu. Sá hafði átt stóra hesta um langt skeið, en hafði nú látið þá og eignazt islenzka hesta i þeirra stað. „Aður átti ég stóra hesta", sagði hann, ,,en nú eiga litlu hestarnir mig." SJ Reynir Aðalsteinsson og Haukur frá Asgeirsbrekku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.