Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 20. september 1972 TÍMINN 11 7533 «■ Umsjón Altieð Þorsteinsson QQP Frjálsiþróttakeppni 20. ólympiuleikanna i Miinciien hófst 31. ágúst. Keppnin stóð yfir i niu daga og er lit- rikasta og stórfengleg- asta iþróttakeppni, sem ég hef fylgzt með. Þar hjálpaðist allt að, fullsetinn leikvangur hverju sinni (en leik- vangurinn rúmar 80 þúsund áhorfendur), hörkukeppni i hverri grein, frábært skipu- lag, skemmtilegir áhorfendur og dásam- legt veður alla dagana, 20 til 28 stiga hiti og sól- skin. Undrun min var mikil að morgni 31. ágúst, þegar ég kom tilsætis á hinum fagra leikvangi og hann var þéttskipaður, er undanrásir áttu að hefjast, en þær fara ávallt fram fyrir hádegi. Ég fylgdist með Ólympiuleikunum i London 1948 og i Róm 1960, og þá voru ekki ýkjamargir áhorfendur fyrir hádegi. Sú grein, sem mesta athygli vakti fyrsta keppnisdaginn, var tvimælalaust langstökk kvenna, en vestur-þýzku áhorfendurnir bjuggust fastlega við heima- sigri i þeirri grein. Ein vinsæl- asta iþróttakona þeirra, Heidi Rosendahl, var meðal kepp- enda. Heidi brást ekki vonum landa sinna, þvi að i fyrstu til- raun stökk hún 6,78 m, sem nægði til sigurs. Hún var lang- öruggust keppenda, þó að litlu munaði að hún missti af gullinu. Búlgarska stúlkan Diana Yorgova stökk 6,77 m i fjórðu tilraun,og það fór vissulega um Þjóðverjana, þegar verið var að mæla stökkið. En stökkseria Heidi Rosendahl var frábær: 6,78 — 6,76 — 6,69 — 6,52 — 6,73 — 6,71! Stemn ingin og fögnuður Þjóðverja var mikill, og var það að vonum. Ekki var siður gam- an að fylgjast með þegar Heidi stökk. Þegar röðin kom að henni var mikið klappað og i þeim fagnaðarlátum var viss krafa um það, að hún stykki langt. Það þarf sterkar taugar til að þola slikan þrýsting frá áhorf- endum. Still Heidi Rosendahl, bæði i atrennunni og stökkinu sjálfu, var mjög góður, og það er gaman að sjá langstökk, þegar svo vel er stokkið. Vestur- þýzkur áhugamaður sat við hlið mér, þegar verðlaun voru afhent og vestur-þýzki þjóð- söngurinn leikinn. Þar var barnsleg gleði og stolt i svip hans. Á slikum stundum er Þankabrot frá 0L í Miinchen i. Það bros sagði meira en mörg orð gaman að vera áhorfandi og fylgjast með. Aðalgrein á fyrsta keppnis- degi frjálsiþrótta á Ólympiu- leikum hefur ávallt verið 10 km hlaup. Mér er sérstaklega minnisstætt 10 km hlaupið i London 1948, þegar Emile Zatopek hinn tékkneski vakti alheimsathygli og sigraði með yfirburðum. Það er iþróttavið- burður, sem ég mun aldrei gleyma. Að þessu sinni voru i fyrsta sinn hlaupnar undanrásir i 10 km. Hlaupið var i þremur riðl- um, og fimm fyrstu úr hverjum unnu sér rétt til að hlaupa i úrslitahlaupinu siðar. Baráttan var hörð og timarnir frábærir, til marks um það er ekki úr vegi að nefna það, að lakasti maður- inn af þessum 15 náði nærri minútu betri tima en Zatopek, þegar hann sigraði i áðurnefndu hlaupi i London 1948. Zatopek var meðal áhorfenda i Múnch- en, sérstakur heiðursgestur leikanna. Ég var svo heppinn að hitta kappann rétt eftir undan- rásirnar og fékk hjá honum eiginhandaráritun. „Þeir eru góðir” varð mér að orði. Hann svaraði þvi litlu, en brosti, og þaö bros sagði meira en mörg orð. Annar keppnisdagurinn, 1. september, rann upp. Undan- rásir fóru fram i mörgum grein- um, sem skemmtilegt var að fylgjast með en of langt yrði upp að telja i rabbi sem þessu. Sú grein, sem flestir biðu eftir, var 100 m hlaup karla. Rússinn Valeri Borzow hafði sýnt ótrú- legan styrkleika i undanrásum, milliriðlum og undanúrslitum daginn áður og um morguninn. Hlaupið féll að visu nokkuð við það, að Hart og Robinson frá Bandarikjunum komu of seint til milliriðla vegna mistaka, og þvi var aðeins einn Bandarikja- mður eftir,er úrslit fóru fram Robert nokkur Taylor, m jög svo liðtækur. Eftir eitt þjófstart þaut fylkingin af stað. Rússinn Korneliuk fékk bezt viðbragð eins og oftast áður, en i miðju hlaupinu var Borzow orðinn fyrstur, og sigur hans virtist næsta auðveldur. Flestir eru á þeirri skoðun, að hvorki Hart né Itobinson hefðu komið i veg fyr- ir þann sigur. Það sem mesta athygli vakti þó e.t.v. i sam- bandi við Borzow var látlaus framkoma og glæsileiki. Timinn var 10,14 sek. og mótvindur 0,3 m/sek. Áður en við sláum botninn i þetta rabb i dag, er rétt að geta um spjótkast kvenna, en í þeirri grein sigraði heimsmet- hafinn Ruth Fuchs frá Austur- Þýzkalandi, kastaði 63,88m,sem var nýtt Ólympiumet. Austur-Þjóðverjar stóðu sig með afbrigðum vel á leikunum, og ýmsir tala um austur-þýzka undriði iþróttunum. Eitt er vist, að vel er að þessum málum staðið þar, og ekki aðeins hvað toppfólkinu viökemur, heldur einnig meðal almennings. Örn Eiðsson. Valeri Borzow sigrar auðveidlega i 100 m hlaupi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.